Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Fyrrum yf irmaður CIA látinn: Casey reif leyniþjón- ustuna upp úr ládeyðu Washingfton, Glen Cove, Reuter. WILLIAM Casey, fyrrum yfir- maður Bandarísku leyniþjón- ustunnar (CIA), lést af lungnabólgu í gærmorgun eftir tíu daga legu á sjúkrahúsi í Glen Cove í New York-fylki, að því er talsmaður sjúkrahússins til- kynnti. Casey var 74 ára gamall. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti kvaðst í gær hafa misst góðan vin og sagði að Banda- ríkjamenn hefðu misst mikinn föðurlandsvin. Casey var umdeildur meðan hann hélt um stjómartauma CIA. Hann atti leyniþjónustunni út í afskipti af átökum í þriðja heiminum, deildi Reuter. Forseti Alheimsráðsins, Edgar M. Bronfman, krafðist þess við setningu fundarins að Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, segði af sér störfum. Gyðingar í Ungveijalandi: Opinber samtök of sam- starfsþýð við yfirvöld -segja hin óopinberu samtök Búdapest. Reuter. FIJNDUR framkvæmdastjórn- ar Alheimsráðs gyðinga hófst í Úrskurður á Bretlandi: Blaðamað- ur greini frá heimild London, Reuter. ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Lon- don skipaði í gær Jeremy Wamer, blaðamanni breska dag- blaðsins The Independent, að greina frá því hveijir hefðu ver- ið heimildarmenn hans þegar hann skrifaði tvær greinar um kauphallarsvindl þegar tilboð voru gerð í fyrirtæki. Dómarinn sagði að Wamer yrði að greina frá heimildum sínum til að aðstoða við rannsókn á kaup- hallarsvindlinu, en talið er að þar sé um margar milljónir sterlings- punda að ræða. Wamer kvaðst myndu neita að svara öllum spumingum um heim- ildarmenn sfna. Hann sagðist ætla að áfiýja dómnum til lávarðadeildar breska þingsins. Búdapest í Ungverjalandi í gær og er þetta í fyrsta skipti sem samtök þessi standa fyrir fundi í Austur-Evrópulandi. Óopin- ber samtök gyðinga í Ungveij- alandi kröfðust þess í gær að ungverska stjórain færi þess á leit við sovésku stjórnina að hún léti Raoul Wallenberg lausan eða sanni óvéfengjanlega að hann sé látinn. Wallenberg var sem kunnugt er sænskur stjómarerindreki er bjargaði mörgum gyðingum á stríðsárunum frá því að lenda í gasklefum nasista. Hann var handtekinn af Sovétmönnum árið 1945 og segja þeir hann hafa lát- ist 2 árum síðar, en stöðugt berast fregnir um að hann sé á lífi. Hin óopinberu samtök „Shalorn" hafa ásakað hin opin- beru samtök gyðinga í Ungveija- landi, sem eru gestgjafar fundarmanna, um að vera of sam- starfsþýð við stjóm kommúnista sem í raun reyndi að uppræta menningararf hinna 80.000 gyð- inga í landinu. í yfirlýsingn „Shalom" sagði einnig að hin opin- beru samtök yrðu að láta í sér heyra varðandi örlög Wallenbergs og stöðu gyðinga í Sovétríkjunum ef þau vildu standa undir nafni. „Ungverskir gyðingar verða að taka undir kröfu fólks um allan heim þess efnis að Wallenberg verði látinn laus, annars eiga þau ekkert erindi við Alheimsráð gyð- inga“. við bandaríska þingið og fjölmiðla um hvaða mál skyldu leynileg og lenti í rimmu vegna rannsóknarinn- ar á vopnasölunni til írans og greiðslum sem runnu til skæruliða í Nicaragua. Casey settist í sæti yfirmanns CLA í janúar árið 1981. Hann neyddist til að segja starfínu lausu í janúar á þessu ári vegna þess að hann fékk heilablóðfall. í valdatíð sinni kom hann því til leiðar að fjár- veitingar til CIA vom auknar. Hann efldi líka starfsemi leyniþjónustunn- ar þannig að hún varð hæfari til að segja fyrir um hvar neyðar- ástand gæti skapast. Hann er einnig sagður hafa blásið nýju lífí í CLA, sem hafði verið í vamarstöðu áður en hann komst að vegna ásak- ana um að eiga þátt í ráðagerðum um banatilræði og aðra glæpi. Þegar rannsóknin á leynilegri sölu á vopnum til írana hófst og greint var frá því að leynireikningar CIA í Sviss hefðu verið notaðir til að láta greiðslur írana fyrir vopn renna til skæruliða beindust spjótin að Casey og var hann gagnrýndur harkalega. Casey hélt því fram að hann hefði aðeins haft yfirborðskennda vitneskju um sölu á vopnum og ekkert vitað um ólöglegar greiðslur til skæruliða. Gagnrýnendur kröfð- ust þess að hann segði af sér. Sem yfirmaður þeirrar stofnunar, sem ber höfuð og herðar yfír aðrar í gagnasöfnun, hefði Casey átt að vita af vopnasölumálinu og hafi hann gert það, gæti hann hann hafa brotið lög. En Casey var orðin alvarlega veikur þegar vopnasölumálið komst í hámæli og í lok desember var ill- kynjað æxli fjarlægt úr heila hans. Aðgerðin tók sex klukkustundir. Casey sagði af sér í janúarlok. Casey gat sér góðan orðstír sem lögfræðingur í New York. Hann stjómaði kosningaherferð Reagans árið 1980 og þegar Reagan komst í Hvíta húsið skipaði hann Casey Reuter William Casey. yfirmann CLA og lét sig ásakanir um að hann léti stjómmálaskoðanir ráða við embættaveitingar engu varða. Hermt er að Casey hafí haft gaman af að skipuleggja leynilegar aðgerðir og flaug hann oft til er- lendra höfuðborga til að hitta njósnara á vettvangi. Dagblaðið The New York Times greindi frá því að Casey hefði undirritað til- mæli og minnisblöð með bókstafn- um „C“, en yfirmaður bresku leyniþjónustunnar í skáldsögunum um James Bond er aldrei kallaður annað en „M“. Casey fæddist 13. mars árið 1913 í úthverfi New York. Hann lætur eftur sig eiginkonu, Sophia Kutz, og eina dóttur. Hvítir menn kjósa í Suður-Afríku: Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir verkföll blökkumanna Soweto, Jóhannesarborg, Reuter. TALIÐ er að rúm ein milljón blökkumanna hafi ekki mætt til vinnu í Suður-Afríku til að mót- mæla því að 25 milljónir svert- ingja fá ekki að greiða atkvæði i þingkosningum hvita minnihlut- Danmörk: Fá 150.000 d. kr. fyrir að gift- ast erlendum flóttamönnum Skilja þegar eiginmönnunum hefur verið tryggð landvist Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, DANSKAR konur geta nú þén- að peninga á að giftast erlend- um flóttamönnum, sem sækja um landvistarleyfi í Danmörku. Eru dæmi um, að konunum hafi boðist 150.000 danskar krónur fyrir að ganga í mála- myndalijónaband. Slikur hjú- skapur verður að standa í tvö ár, svo að viðkomandi flótta- maður geti verið öruggur um fréttaritara Morgunblaðsins. að fá landvist. Þegar sá tími er liðinn, sækir konan um skiln- að og er þá ekkert að vanbúnaði að ganga í nýtt hjónaband gegn greiðslu. Venjulega fá viðkomandi konur greiddar 50.000 d. kr., þegar þær samþykkja ráðahaginn. Eftir það fá þær 4000 d. kr. á mánuði í tvö ár. Dæmi þekkjast um, að konur hafí hækkað verðið, þegar leið að lokum tveggja ára tímabilsins. Christen Högsberg lögfræðing- ur, sem farið hefur með mál margra flóttamanna, segir nýlega í viðtali við Politiken, að það séu fýrst og fremst atvinnulausar ein- stæðar mæður, sem gefið hafi sig f þessar málamyndagiftingar — og þá í því skyni að rétta við bágan efnahag sinn. ans, sem haldnar voru í gær. Er þetta eitt umfangsmesta verkfall í sögu landsins. Leiðtogar blökkumanna höfðu hvatt til friðsamlegra mótmæla og virðist svo sem almenningur hafi orðið við þeirri áskorun. Allt var með kyrrum kjörum í Soweto en þar hafa blökkumenn jafnan gengið einna lengst í mótmælum sínum gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjómarinnar í Pretoríu. Að sögn sjónarvotta nýtti fólk frídaginn til útiveru og íþróttaleikja en lögreglu- menn og félagar þeirra í hemum fóru eftirlitsferðir um Soweto gráir fyrir jámum og mjög strangt ör- yggiseftirlit var viðhaft á kjörstöð- um. Brynvarðir vagnar óku um götumar og leitað var í bifreiðum sem voru á leið til Jóhannesarborg- ar. Fáir vom á ferli og sögðu talsmenn „Sameinuðu lýðræðisfylk- ingarinnar", en svo nefnast einu samtökin gegn kynþáttastefnunni sem fá að starfa í landinu, að verk- fallið í gær væri hið víðtækasta frá því neyðarlög voru sett í landinu í júní á síðasta ári. í flestum hverfum blökkumanna mættu námsmenn ekki í skóla og fór engin kennsla fram í tveimur þekktustu háskólum landsins. Á miðvikudag kom til mótmæla víða um landið en ieiðtogar blökku- manna höfðu hvatt menn til frið- samlegra aðgerða til að mótmæla því að blökkumenn skuli ekki hafa kosningarétt. Talið er að 25 milljón- ir blökkumanna búi í Suður-Afríku en hvítir menn munu vera um fimm milljónir talsins. Að auki búa þar þijár milljónir kynblendinga og um ein milljón Indveija. Árið 1984 var komið á fót sérstökum þingdeildum fyrir kynblendinga og Indveija. Blökkumenn hafa á hinn bóginn ekki kosningarétt í þingkosningum en þeir kjósa fulltrúa í heimalöndum sínum. 166 fulltrúar sitja á þingi og hefur Þjóðarflokkur P. W. Bothas forseta verið þar í meirihluta frá árinu 1948. I síðustu kosningum árið 1981 fékk flokkurinn 127 menn kjöma. Ólíklegt er talið að flokkur- inn glati meirihluta á þingi þó svo honum sé spáð nokkru fylgistapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.