Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 15 lands og þeir geta, eins og fyrr var frá sagt. Evrópumiðlar TFl rennur til Francis Bouygu- es, eins og fyrr greindi. Hann stjómaði stöðinni í tíu ár en keypti helming af hlutafé stöðvarinnar. Tíu prósent hlutafjár skulu, sam- kvæmt lögum, renna til starfs- manna stöðvarinnar en afgangur- inn verður seldur á opnum markaði. Til að geta keypt stöðina varð Bou- ygues að fá utanaðkomandi hjálp. Hún barst frá blaðakónginum breska Robert Maxwell, en hann eignaðist 12% í TFl. Og þá er komið að því sem er í veði í öllum þessum eigendaskiptum á sjónvarpsstöðvum, þ.e. viljinn til að skáka evrópskum stórveldum á sviði fjölmiðlunar í líkingu við bandarísku fjölmiðlaveldin. Slík stórveldi geta ekki orðið til í einu Evrópulandi. Markaðurinn er of lítill. Því verður að skapa grundvöll fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem geta starfað í sem flestum löndum Evr- ópu. Það er engin tilviljun að meðal eigenda stöðvanna tveggja sem eiga eftir að keppa sem harðast um franska markaðinn, eru annars veg- ar Bretinn Maxwell og hins vegar ítalinn Berlusconi. Hvorugur þess- ara manna fer leynt með fyrirætlan- ir sínar um að skapa stórveldi í Evrópu á sviði fjölmiðlunar. Þessi viðleitni til að vega upp á móti yfirburðastöðu Bandaríkjanna á þessum markaði lætur vel í eyrum franskra stjómmálamanna og kjós- enda þeirra, sem hafa áhyggjur af því sem stundum er kallað hér menningarleg heimsvaldastefna Bandaríkjamanna. Nýir eigendur sjónvarpsstöðvanna hafa allir orðið að lofa því að framleiða og senda út mikið af innlendu efni, til að fá að kaupa þær. Þetta er mörgum , 1 tilefni til bjartsýni. Með tilkomu evrópskra fjölmiðla og aukinnar samkeppni hljóti sjónvarpsefni að fara batnandi á næstu misserum, hvað varðar ijölbreytni og gæði. Skipbrot hugs- unarinnar Aðrir eru mun svartsýnni. Meðal þeirra má nefna ungan franskan heimspeking, Alain Finkielkraut að nafni. Hann hefur kvatt sér hljóðs að undanfömu vegna útkomu bók- arinnar La Défaite de la pensée, eða Skipbrot hugsunarinnar, og hefur ýmislegt að segja um núver- andi þróun sjónvarpsmála hér í Frakklandi. í fyrsta lagi harmar hann offjölgun sjónvparsstöðva, því í hans augum var sjónvarpið síðasti vettvangurinn í lýðræðisþjóðfélagi þar sem þegnar þess gátu hugsað um sama hlut á sama tíma. Því gat sjónvarpið, meðan rásimar vom nógu fáar, örvað hugsun almenn- ings um það sem var að gerast og styrkt lýðræðið og samvitund þjóð- arinnar. í öðm lagi telur hann að þessi mikla samkeppni um auglýs- ingatekjur, sem nú fer í hönd, muni hvorki leiða til aukinna gæða né aukinnar fjölbreytni í sjónvarpsefn- inu. Þvert á móti munu stöðvamar keppa um að bjóða upp á efni á borð við bandarísku framhalds- þættina eða annað slíkt Iéttmeti og skiptir þá í rauninni engu máli hvað- an það sé uppmnnið. Það sé allt eins hvort eð er. Eina sem kemur til með að skipta máli fyrir eigend- ur þessara stöðva verður að tryggja nógu stóra áhorfendahópa en menningarlegu efni verði fómað, því auglýsingatíminn er ekki sölu- hæfur þegar aðeins eitt eða tvö prósent áhorfenda horfa á slíka þætti. Finkielkraut bendir réttilega á að þessi þróun sé þegar hafin, því raunin er sú að endi hefur verið bundinn á ýmiss konar þætti sem fjölluðu um menningu og þjóðmál hjá öllum sjónvarpsstöðvum og létt- meti komið í staðinn. Hann segir einnig, og það er umhugsunarvert, að þó að miklar fámpphæðir skap- ist af rekstri sjónvarpsstöðva sé ekki rétt að líta á sjónvarpsefni sem venjulega neysluvöm. Sjónvarps- efni höfðar til huga þeirra sem horfa á það. Það getur uppfrætt, en það getur einnig forheimskað, ef eini tilgangur þess er að halda athygli áhorfenda nógu lengi til að læða að þeim nokkmm auglýsing- um. Því er ekki rétt, samkvæmt Finkielkraut, að halda að aukin samkeppni á þessu sviði leiði til aukinna gæða, eins og þegar um aðrar neysluvömr er að ræða. Míele Míele RYKSUGAN • 1000 watta kraftmikill mótor • Afkastar 54 sekúndulítrum • Lyftir 2400 mm vatnssúlu • 7 lítra poki • 4 fylgihlutir í innbyggðri geymslu • Stillanleg lengd á röri • Mjög hljóðlát (66 db. A) • Fislétt, aðeins 8,8 kg • Þreföld ryksfa • Hœgt að láta blása • 9,7 m vinnuradíus • Sjálfvirkur snúruinndráttur • Teppabankari fáanlegur • Taupoki fáanlegur • Rómuð ending • Hagstætt verð Reyndu hana á næsta útsölustað: Mikligarður v/Sund Einkaumboð: JL-húsið, rafdeild Rafha, Hafnarf. Gellir, Skipholti Teppabúðin, Suðurlandsbraut Raforka, Akureyri KB, Borgarnesi Rafbúð RÓ, Keflavik KHB, Egilsstöðum Árvirkinn, Selfossi Verzl. Sig. Pálma, Hvammstanga Kjarni, Vestmannaeyjum KH, Blönduósi Rafþj. Sigurd., Akranesi Straumur, ísafirði Grímur og Árni, Húsavik KASK, Höfn Pafborg, Patreksfirði Firestone radial hjólbaróarnir tryggja öryggi þitt og annarra Morgunblaðið/Sigrún Nokkuð hefur verið um skemmdarverk í Hveragerði að undanf- örnu. Meðal þess sem hefur verið skemmt er þessi jarðýta í eigu verktakafyrirtækisins Miðfells. Skemmdarvargar á ferð 1 Hveragerði Hveragerði. ÓVENJU mikið hefur borið á skemmdarverkum hér í Hvera- gerði síðustu vikur. Rúður hafa verið brotnar víða, bæði í gróður- húsum og opinberum byggingum og nemur tjónið háum fjár- hæðum. Þá hafa ýmsar vélar og verkfæri einnig orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum, til dæmis hefur verktakafyrirtækið Miðfell, sem hér vinnur að ýmsum verkefnum, orðið bæði fyrir tjóni og töfum vegna slíkra skemmda. Jón Gíslason, verk- stjóri hjá Miðfelli, sagði að tvívegis hafi verið ráðist að jarðýtu í þeirra eigu og brotnar úr henni allar rúð- umar. Einnig var skemmdur í henni startari, en hann mun kosta um 100 þúsund krónur. Þá þarf að kosta dýran flutning á jarðýtunni til við- gerðar í Reykjavík, auk fleiri óþæginda. Síðustu helgi var pylsuvagn stór- skemmdur, en hann hefur staðið hér óáreittur í tvö til þtjú ár. Lög- reglan í Ámessýslu vinnur að rannsókn málsins og eru að hennar sögn nokkrir ungir menn í Hvera- gerði grunaðir um að eiga hlut að máli. Sigrún. FIRESTONE radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. FIRESTONE eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist... UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 Þóra Dal, auglýsingastofa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.