Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
13
Afmælisútgáfa
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Halldór Laxness: SAGAN AF
BRAUÐINU DÝRA. 23 bls.
Vaka-Helgafell. Reykjavík,
1987.
íslandsklukkan hygg ég að hafi
verið fyrsta bókin sem Helgafell
gaf út eftir Halldór Laxness. Það
var árið 1943. Þá var Laxness
rúmlega fertugur og umdeildur
rithöfundur svo ekki sé meira
sagt. Þá þegar hafði hann sent
frá sé sum mestu skáldverk sín,
svo sem Sölku Völku, Sjálfstætt
fólk og Heimsljós. Samt átti hann
fleiri bækur óskrifaðar. Alla tíð
síðan hefur Helgafell (nú Vaka-
Helgafell) verið útgefandi bóka
hans. Því var verðugt að útgáfan
skyldi heiðra hann á stórafmæli
með því að gefa út Söguna af
brauðinu dýra sem er einmitt ein
af perlunum í ritsafni hans.
Ný Laxnessbók hefur hverju
sinni talist til stórviðburða. A
löngum ritferli hefur skáldinu
jafnan auðnast að koma fram nýr
með hverju verki. Því er síst að
undra að rit hans frá seinni hluta
ævinnar skuli um margt vera ólík
verkum þeim sem hann sendi frá
sér á yngri árum.
„Bókin er sjónhverfing," sagði
Laxness eitt sinn. Töfrar listarinn-
ar verða seint skilgreindir. Og
bilið á milli listar og ekki listar
sýnist oft vera svo mjótt að furðu
gegnir. Fáir hafa lýst þessu betur
en Laxness í þættinum Höfundur-
inn og verk hans sem hann
skrifaði þegar hann stóð á fer-
tugu. Þar segir hann meðal
annars: „Jafnvel beztu rithöfund-
um skeikar oftastnær. Að baki
einnar setningar geta legið marg-
ar andvökunætur, allt átak
höfundarins, útboð allra krafta
sem hann átti til — og samt er
setningin misheppnuð, segir ekki
neitt, er smekkleysa, jafnvel rugl.
Kannski var höfundurinn allan
tímann að reyna að handsama
loftsýn. En það getur einnig kom-
ið fyrir þegar minnst varir að
höfundurinn slái nýjan tón, þó
ekki sé nema með þrem orðum
eða svo, tón sem er svo voidugur,
svo sterkur, mjúkur og hreinn, að
aðrar raddir þagna.“
Stíllinn á eldri skáldverkum
Laxness er víða tilþrifamikill. Þar
er að fínna margt kjamyrðið og
margt mergjað tilsvarið sem
skemmtun vekur og löngum er á
loft haldið. í síðari verkum hefur
skáldið fremur lagt áherslu á hið
tæra og einfalda. Laxness hefur
meðal annars horft aftur til hinn-
ar sígildu, munnlegu frásagnar-
listar sem enga tilgerð þekkti og
lifði af sjálfri sér. Skýrasta dæmi
þess er einmitt Sagan af brauðinu
dýra. Engin ólgar þar stéttabar-
áttan eins og í Sölku né hriktir í
stoðum vegna stórbrotinna örlaga
eins og í Sjálfstæðu fólki. Les-
andinn hrífst ekki af sögunni fyrst
og fremst vegna þess sem sagt
er heldur sakir hins hvernig sagt
er frá. Þarna nýtur sín frásagnar-
listin, ein og ómenguð, í sinni
einföldustu og upprunalegustu
mynd.
Konan, Guðrún Jónsdóttir, er
ekki hetja í líkingu við Sölku
Völku eða Bjart. Og villa hennar
minnir ekki á hrakninga þá sem
Jón Hreggviðsson mátti þola svo
dæmi sé tekið. Þvert á móti er
það hversdagsleikinn sem þama
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á síöum Moggans!
er upphafínn til hrífandi listar.
Laxness fer þama að dæmi sagna-
meistara okkar fornra sem jafnan
höfðu fræðastílinn að leiðarljósi:
saga varð að vera sönn hvað sem
öðru leið. Líka varð nokkuð að
bera til sögu hverrar. Og svo er
hér. Villu Guðrúnar má telja til
eindæma. Ennfremur bregður
skáldið þjóðsagnablæ yfír frá-
sögnina: „í flagi skamt burtu
hafði hún skrifað fángamark sitt
með fíngrinum í moldina, G. J.,
sumir segja ásamt broti úr erfða-
skrá.“ Hér er þjóðsagnahefðin í
heiðri haldin.
En nú er sagan ekki kennd við
Guðrúnu heldur við brauðið —
Sagan af brauðinu dýra. Brauð
er fornt tákn í trú og skáldskap.
Og með fátækri þjóð er brauð
dýrt. Guðrún Jónsdóttir neytti
einskis af brauðinu í villu sinni:
„Maður étur nú líklega ekki það
sem manni er trúað fyrir barnið
gott.“
Ef til vill er þetta þjóðarsagan
í hnotskum: að níðast ekki á því
sem manni er trúað til, meta ær-
una dýrar en lífið og taka örlögum
sínum sem sjálfsögðum. Tilfinn-
ingasemi var fólki þessu fjarri.
Með því einu að vera trausts verð-
ur gat maður verið trúr sjálfum
sér: „Getur nokkur nokkumtíma
verið nokkmm trúr nema sjálfum
sér?“ segir Guðrún. Auðvitað ekki.
Enda er það hvorki af hræðslu
Halldór Laxness
né hégómaskap að hún snertir
ekki brauðið, heldur vegna sinnar
eigin sjálfsvirðingar.
Sagan lýsir einkar vel inn í hið
kyrrstæða bændasamfélag fyrri
tíðar þegar allt var í föstum skorð-
um, einnig óskráðar reglur um
samskipti manna. En þarna er það
á hverfanda hveli. Guðrún á þrjú
lömb. Og í villunni arfleiðir hún
Mosfellskirkju að þeirri aleigu
sinni; skrifar arfleiðsluskrá á
moldarflag. Þegar hún svo snýr
heim frá villu sinni er búið að rífa
kirkjuna. Þar með er horfið eitt
af stöðugleikatáknum gamla
tímans. Sjálf verður Guðrún eins
og lifandi minnisvarði um fomar
dygðir, samskiptahætti sem em
að hverfa.
Laxness las þessa sögu í sjón-
varpi á jólum 1986. Um leið var
bmgðið upp vatnslitamyndum eft-
ir Snorra Svein Friðriksson. Þær
prýða nú þessa viðhafnarútgáfu.
Að mínum dómi fara þær vel við
efni og anda sögunnar. Með útg-
áfu þessari er skáldinu sýndur
sómi sem því vissulega ber.
Hefur þú hugað að peningunum þínum
... í dag?
VEROBRÉFAMARKADS UNADARBANKAN8
bera nú 9-11% ávöxtun umfram verðbúlgu
Opnunargengi Sjóðsbréfa 1 og 2 verðuróbreytt kr. 1.000 dagana 7. til 22. maí 1987
Á tírhum hárra vaxta - en mishárra - geta
menn farið mikils á mis ef ekki er gætt
nægilega vel að ávöxtun. Hjá Verðbréfa-
markaði Iðnaðarbankans vinnur starfs-
fólkið við að ávaxta fé viðskiptavinanna -
áhverjum degi! Til að geta sinnt þörfum
þeirra enn betur en til þessa höfum viö
stofnsett tvo nýja verðbréfasjóði og
bjóðum nú Sjóðsbréf 1 og Sjóösbréf 2.
Með Sjóði 1 er lögð áhersla á uppsöfnun
og Sjóðsbréf 1 halda þannig áfram að
ávaxtast meðan eigandinn þarf ekki á
peningunum aö halda. Þegar bréfin eru
seld er sparnaöurinn tekinn í einu lagi,
þ.e. höfuðstóllinn ásamt vöxtum, vaxta-
vöxtum og verðbótum. Sjóðsbréf 2 eru
ætiuð þeim sem þbrfa að lifa af eignum
1
H Verðbréfamarkaður
= Iðnaðarbankans hf.
sínum og hafa af þeim reglulegar tekjur.
Tekjur Sjóðs 2 umfram hækkun láns-
kjaravísitölu eru greiddar út á þriggja
mánaða fresti til eigenda Sjóðsbréfa 2
eftir hlutdeild þeirra í tekjum sjóðsins.
Tekjur Sjóðsbréfa 2 eru greiddar í mán-
uðunum mars, júní, septemberog des-
ember. Hjá Verðbréfamarkaðnum hugs-
um við að ávaxta peninga - á hverjum
degi!
Síminn að Armúla 7 er 68-10-40.