Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 60
STERKTKORT VZterkurog O hagkvæmur auglýsingamiðill! FIMMTUDAGUR 7. MAI 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Verðmæti loðnunnar minnkar um einn milljarð Líkur á hækk- andi verði mjöls HALLDÓR Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra segir að tillög- ur fiskifræðinga um að skera niður loðnuveiði um þriðjung á næstu vertíð þýði að heildar- aflaverðmætið minnki um einn milljarð króna. Á sama tfma er frekar að rofa til hvað varðar verð og sölu á loðnumjöli að sögn Jóns Reynis Magnússonar forstjóra Síldarverksmiðja rikisins. Tillaga fiskifræðinga nú er að heildarveiði íslendinga og Norð- manna verði 500 þúsund lestir á næstu vertíð en á síðasta ári var miðað við 800 þúsund lestir. Jón Reynir Magnússon forstjóri Sfldarverksmiðja ríkisins sagði við Morgunblaðið að líkur bendi til að verð á loðnumjöli hækki eitt- hvað á þessu ári því búist er við minni framleiðslu á ódýru físki- mjöli í Suður-Ameríku. Birgða- staða loðnumjöls er einnig hagstæð. Hinsvegar mætti ekki búast við að verð á loðnulýsi hækkaði á næstunni. Sjá viðtal við sjávarútvegs- ráðherra á bls. 24. Morgunblaðið/Kr. Ben. Lestun á loðnumjöli í Grindavíkurhöfn í gær. Um 80G tonnum frá Fiskimjöl og lýsi hf. var þá skipað út í erlent leiguskip. Slippstöðin hf. vill ráða 12-15 iðnaðar- menn frá Póllandi SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri hefur farið þess á leit við félags- málaráðuneytið að heimild verði veitt fyrir ráðningu jámiðnaðar- manna og rafvirkja frá Póllandi. Er hér um að ræða 12 til 15 menn, sem ætlað er að vinna að ákveðnum verkefnum á vegum fyrirtækisins nú í sumar og eitt- hvað fram á haust. Að sögn Gunnars Ragnars, for- stjóra Slippstöðvarinnar hf., hefur fyrirtækið að undanfömu auglýst eftir faglærðum iðnaðarmönnum í jámsmíði og rafvirkjun hér innan- lands, en fáir sótt um. Því væri ljóst, að ef fyrirtækið ætti að geta sinnt þeim verkeftium, sem fyrir lægju nú í sumar og haust, yrði að fá menn erlendis frá. Slasaðist á miðunum UNGUR sjómaður á Otri frá Dalvík slasaðist á hendi í gær- kvöldi. Skipið var þá á veiðum á Vikurál. Skömmu fyrir miðnætti var verið að undirbúa þyrlu Landhelgisgæzl- unnar til að sækja manninn. Búist var við um klukkustundar flugi að skipinu. Ekki Var vitað hversu al- varlegt slysið var. „Við leituðum til Póllands í þessu skyni enda höfðum við spumir af því að pólskir iðnaðarmenn í sam- bærilegum störfum í Vestmanna- eyjum hefðu reynst mjög vel. Við vildum því prófa þetta fyrirkomulag hjá okkur enda ekki annarra kosta völ þar sem slfldr menn em ekki fáanlegir hér á landi", sagði Gunn- ar. Það er félagsmálaráðuneytið sem veitir heimild fyrir ráðningu fag- lærðs fólks erlendis frá og er erindi Slippstöðvarinnar hf. nú til umfjöll- unar í ráðuneytinu. Þjóðhagsstofnun um ástand og horfur 1 efnahagsmálum: Viðskiptahalli vex og verð- bólga meiri en spáð var SÉRFRÆÐINGAR Þjóðhags- stofnunar segja í nýrri greinar- gerð um ástand og horfur í efnahagsmálum að viðskiptahalli gagnvart útlöndum fari vaxandi á næstunni og verðbólga aukist meir en gert var ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá. Þeir rekja þetta til þess að tekjur launþega hafi hækkað meira en reiknað var með og jafnframt hafi halli á rikissjóði orðið meiri en búist var við. Þeir telja líklegt að verð- bólga á þessu ári verði á bilinu 13-15% og miðast hærri talan við að laun breytist almennt í sam- ræmi við kjarasamninga opin- berra starfsmanna. í spá Þjóðhagsstofnunar í febrúar var gert ráð fyrir 11,5% verðbólgu á árinu. Greinargerð Þjóðhagsstofnunar er tekin saman að beiðni stjóm- málaflokkanna vegna stjómar- myndunarviðræðnanna sem nú eru að hefjast. Ekki er um heildarend- urskoðun þjóðhagsspár að ræða, þar sem efnahagsstefna síðari hluta þessa árs hefur ekki verið mótuð, en greinargerðinni er ætlað að sýna líklega þróun helstu þátta þjóðarbú- skaparins á árinu án þess að gert sé ráð fyrir sérstökum efnahagsráð- stöfunum. í febrúarspá Þjóðhagsstofnunar var gert ráð fyrir 22-23% hækkun atvinnutekna á _mann milli áranna 1986 til 1987. í ljósi nýrra kjara- samninga og óvissu á vinnumarkaði er nú gert ráð fyrir 25-27% aukn- ingu atvinnutekna á mann á árinu. í febrúarspánni voru taldar horfur á því að halli á viðskiptum við út- lönd yrði tæplega 1 milljarður króna, eða 0,5% af landsfram- leiðslu. Nú er gert ráð fyrir því að hallinn verði 1-1,5% af landsfram- leiðslu og er það rakið til þess að útflutningur hafí orðið minni en búist var við og innflutningur að sama skapi meiri. Munar þar mestu um mikinn innflutning bifreiða. Á fjárlögum fyrir árið 1987 var gert ráð fyrir 2,8 milljarða tekju- halla á A-hluta ríkissjóðs. Tekjuhalli frá áramótum til marsloka var rúm- lega 2 milljarðar. Á sama tíma í fyrra nam hallinn um 1,8 milljörð- um króna. Endurskoðun á tekju- áætlun ríkissjóðs miðað við 25% aukningu atvinnutekna á mann bendir til þess að tekjur verði um 2,2 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir. Endurskoðun Fjárlaga- og hagsýslustofnunar og gjalda- deildar flármálaráðuneytisins á útgjöldum ríkissjóðs gefur til kynna að þau verði 2,7 milljörðum króna meiri en reiknað var með í fjárlög- um. Þar munar mest um 600 millj. kr. meiri hagnað af ÁTVR en áður var reiknað var með. Þetta þýðir að tekjuhalli á þessu ári gæti orðið um 3,4 milljarðar króna. Ef gefnar eru aðrar forsendur um launaþróun gæti hallinn orðið nokkru minni eða 3,2 milljarðar króna. Sjá greinargerð Þjóðhags- stofnunar í heild á bls. 34 og viðbrögð forystumanna stjórn- arflokkanna á bls. 2. Steingrím- ur fyrstur á fund forseta Steingrímur Hermannsson gengur á fund Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, kl. 11 fyrir hádegi í dag til viðræðna um horfur varðandi stjórnarmyndun. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hittir forsetann að máli kl. 14 eftir hádegi og fulltrúar stjórnarandstöðunn- ar koma siðan á fund forset- ans hver á fætur öðrum í dag og á morgun, og verður sá háttur á að fulltrúarnir koma eftir stafrófsröð flokkanna. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, hittir for- setann að máli kl. 16 í dag. í fyrramálið, kl. 10.30, mætir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, á fund forset- ans og eftir hádegi, kl. 13.30, kemur formaður Borgaraflokks- ins, Albert Guðmundsson, á fund forsetans. Síðast mun for- setinn ræða við fulltrúa Sam- taka um kvennalista. Það verður kl. 16 á morgun og fyrir Kvennalistans hönd munu þær Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Karlsdóttir ræða við forseta ís- lands. Sjá fréttaskýringu á miðopnu. Innflutningsverslunin: Um 5% fyrirtælga með 80% innflutningsins AF 7.600 fyrirtækjum í innflutn- ingsverslun eru um 400 fyrirtæki með um 80% af innflutningverð- mæti þess vamings sem kom til tollafgreiðslu hér á landi á sl. ári samkvæmt gögnum sem Hag- stofan hefur tekið saman fyrir Félag ísl. stórkaupmanna. Heild- arverðmæti þessa innflutnings var tæpir 46 milljarðar króna. Það era þvi alls 7.200 fyrirtæki sem deila með sér um 20% af markaðinum. Af 200 stærstu innflutningsfyrir- tækjunum eru það um 60% fyrir- tækjanna sem géta talist raunveruleg innflutningsverslunar- fyrirtæki í einkarekstri — hin 40% þessarar stærstu innflutningsaðila eru iðnfyrirtæki að flylja inn eigin aðföng, útgerðar- og flutningsfyrir- tæki að kaupa skip og flugvélar, samvinnufyrirtæki í blönduðum rekstri og ríkisfyrirtæki. Ámi Reyn- isson, framkvæmdastjóri Félags ísl. stórkaupmanna, segir þessa niður- stöðu hafa komið nokkuð á óvart en þetta megi rekja til þess að vegna gallaðrar löggjafar sé ýmsum iðn- fyrirtækjum beinlínis gert að stunda innflutning á aðföngum sínum og þá oft með mjög óhag- kvæmum hætti. Segist Ámi reikna með því að félag stórkaupmanna muni taka þetta mál upp við stjóm- völd með það fyrir augum að fá hér lagfæringu á. Sjá einnig I viðskiptablaði Bl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.