Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 17

Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 17 Lítillátur, ljúfur og... eftir Hálfdán Kristjánsson í viðtali sem fréttaritari Morgun- blaðsins á ísafirði, Úlfar Ágústsson, átti við oddvita Súðavíkurhrepps, sem birtist hér í blaðinu í gær, lýsir sér hin mikla hógværð, sem ávallt hefur einkennt núverandi oddvita í Súðavíkurhreppi, hógværð sem aflað hefur honum virðingar og vinsælda langt út fyrir raðir Súðvíkinga, eða skyldi einhver vafi leika á því? Það er á mörkum þess að viðtalið, sem slíkt sé svara vert, en vegna allra málsatvika er mér bæði ljúft og skylt að nefna nokkur atriði, sem hugsanlega kunna að verða til þess að málflutningur oddvitans verði ekki eins skotheldur og virðist við fyrstu sýn. f greinargerð minni með dagskrár- breytingartillögu á síðasta hrepps- nefndarfundi, sagði ég að sveitarfé- lagið hefði verið notað sem hækja, en nú væri hennar ekki lengur þörf, því markmiðinu væri náð. Hvað á ég við? Jú, á vordögum 1986, fyrir sveit- arstjómarkosningamar, kom hæfí- lega virtur þáverandi og núverandi oddvitinn að máli við mig og bað mig um að kanna með hveijum hætti Súðavíkurhreppur gæti nýtt sér hlut- afláreign sína, sem var tæp 43%, án þess að rekast á þær hindranir, sem samþykktir fyrirtækisins sögðu til um. I þessu sambandi leitaði ég til virts manns á lagasviðinu með þessar hugrenningar og lagði fyrir hann ákveðnar spumingar til úrlausnar. Álit, sem hann skilaði síðan, varð til þess að sú keðja atburða, er fylgdi niðurstöðu kosninganna, átti sér stað. Laugardaginn 5. júlí síðastliðinn er haldinn hreppsnefndarfundur og er dagskrá fundarins „Málefni Frosta hf.“. Þar kom fram veruleg gagnrýni á oddvita fyrir það, hvemig að kaup- um á hlutabréfum Barkar Amasonar o.fl. hafði verið staðið, en fulltrúi Súðavíkurhrepps í stjóminni, Auðunn Karlsson, hafði ekki séð ástæðu til að láta hreppsnefndina vita um stöðu mála, enda slíkum vinnubrögðum ekki vanur. í lok þessarar umræðu leggur hann til að tilnefndur verði fulltrúi á aðalfund Frosta hf. og sam- þykkti fundurinn að það yrði gert. Ég lagði þá til að hreppsnefndin færi með öll atkvæði sveitarfélgsins, því ekki væri vanalegt fyrir oddvitann að vera einan á fundinum og tilnefna með sér, án nokkurs samráðs við aðra, menn til að stjóma fyrirtækinu með sér. Öllum fundarmönnum, utan oddvita, þótti ekkert við framkomna tillögu að athuga. Fór hann því þess á leit við fundinn að fresta þessu kjöri til næsta fundar, þannig að hægt væri að skoða málið nánar. Féllst fundurinn á það, enda sjálfsagt að gefa tíma til að fjalla nánar um málið. Ekki þótti ástæða til að bóka þetta, enda ekki talið að um neinn ágreining yrði að ræða, þegar málið kæmi til endanlegrar afgreiðslu. í tveggja manna tali okkar oddvita ásakar hann mig um að ætla að tryggja mér meirihluta á aðalfundi Frosta hf. í krafti hlutabréfa föður míns, sem átti um 12% atkvæða, því ljóst væri að ef ég færi með Vb hluta atkvæða sveitarfélagsins, sem og að greiða atkvæði í gegnum vara- oddvitann væri þetta alveg ljóst hvað ég væri að gera. Það er til gamalt máltæki, sem segir „það þarf þjóf til að grípa þjóf“, en hvað varð til þess að oddvitinn sá svona fljótt, hvaða möguleika ég hafði? Engu að síður gerði ég það að til- lögu minni og rökstyð það sérstak- lega í greinargerð, að ég fari ekki með atkvæði fyrir sveitarfélagið á aðalfundi Frosta hf., því færa megi rök fyrir því að ég hefði ekki ein- ungis hagsmuni sveitarfélagsins í huga við hugsanlegar atkvæða- greiðslur. Ekki var það nógu gott að hans mati og við atkvæðagreiðslu féll tillaga mín og náði oddviti því að fara einn með atkvæði sveitarfé- lagsins. Þetta taldi varaoddviti, Sigríður H. Elíasdóttir, sem og ég að væri visst vantraust á okkur, því ef við erum ekki hæf til að fara á aðalfund, erum við tæplega hæf til að stjóma, en þetta var orsök þess að við neituðum þvi að taka sæti í stjóm Frosta hf., þegar odd- vitinn varð uppiskroppa með hugmyndir um samstjómendur, enda kom á daginn að það var ekki einu sinni leitað álits Steins Inga Kjartanssonar, sveitarstjóra, á til- nefningu í stjóm, enda sveitarsijóri fjarverandi, var í sumarfríi og vænti ánægjulegrar heimkomu, sem hann hefur sagt að hafi því miður bmgð- ist. Á þennan hátt og með tilliti til þeirrar sölu, sem nú hefur farið fram, skiptir sveitarfélagið engu máli, hækjunni má kasta, enda staðfestir oddvitinn það í viðtalinu að hann hafi ætlað sér að hætta. En víkjum að öðm. Oddviti segir í þessu viðtali að „sá öfundar- og haturshugur, sem hefur einkennt störf sumra manna ...“ En hverjir skyldu vera þessir menn. Sjálfiir hefur hann sagt að hann geti ekki staðið í eldlínu, hann sé ágætur „fyrir aftan mark“, svo notuð séu hans eigin orð. Ég hef reynt að setja mig í spor Auðuns Karlsson- ar, rejmt að ná hans viðhorfum eða að minnsta kosti réttlæta þau við- horf, sem aðgerðir hans endur- spegla. Sé ég fulltrúi þessara hatursmanna, sem hann nefnir, þykir mér nánast sárt að segja það, því það er ekki vesalings manninum til framdráttar, að hugarheimur hans virðist vera slíkur að hann getur ekki, að minnsta kosti ekki í huga hins almenna manns, þótt öfundsverður. En takist Auðunni Karlssyni og kumpánum hins vegar að melta það, sem þeir hafa nú kyngt, á þann hátt sem það nú var gert, verður bara að vona að hægð- imar gangi eðlilega fyrir sig, svo þeir lifí ósköpin af. En óbeit hans á því að menn reyni að sækja sér þekkingu, með þeim ráðum sem tiltæk eru, hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá hon- um, a.m.k. síðan hann kom til Súðavíkur, hvað sem síðar kann að verða. Um þátt starfsstúlkna sparisjóðs- ins má nefna að varaoddvitinn, sem nú nýlega hefur hafíð störf í spari- sjóðnum, starfaði áður á skrifstofu sveitarstjóra frá síðastliðnu sumri og fram jrfir áramót en var þá látin hætta. Að sögn sveitarsljóra hefur oddviti ítrekað ráðlagt honum að ráða á ný í starfíð, sem hann og hefur nú gert. Það kann að vera að það hafí ekki kunnað góðri lukku að stýra, í gegnum tíðina, að sveitarfélög séu að vasast í atvinnulífinu. En hver er að tala um að sveitarfélagið sé að vasast í atvinnulífínu? Sýnir það bara ekki fomeskjulegan hugsunar- hátt að halda að miðstýring sé eina leiðin til árangurs, eins og bersýni- lega kemur fram í orðum Auðuns. Það hefur sýnt sig þar sem fyrir- tæki hafa verið opnuð, til áhrifa fyrir ijöldann, að afkoma þeirra batnar, því það getur aldrei skaðað að fá fram sem flestar hugmjmdir um leiðir. í 59. gr. sveitarstjómar- laganna segir að „forstöðumenn og aðrir stjómendur fyrirtækja og stofnana sveitarfélags eru ekki kjörgengir í stjómir þeirra stofnana er þeir starfa hjá“. Þessi regla er afdráttarlaus, þannig að hugsanleg stjómun sveitarfélagsins hefði ekki getað komið til, þótt vilji hefði stað- ið í þá vem og því ekki ástæða til að óttast. En hvers vegna óttast Auðunn svo álit fjöldans á aðgerð- Hálfdán Kristjánsson um stjómenda fyrirtækja eða er hann að segja með þessu að stjóm- unarathafnir séu myrkraverk, sem ekki þoli dagsljósið. Varðandi uppsögn sveitarstjór- ans segir mér svo hugur um að ef grannt jrrði skoðað, væru það þætt- ir tengdir oddvitanum, sem hefðu valdið þar straumhvörfum. Steinn nýtur álits sem sveitarstjóri, bæði innan þorps og utan og hann hefur jafnframt lýst því jrfir að það sé honum alls óljúft að hætta þessu starfi. Víkjum nú að öðru. Einkennileg umhyggja ísfírðingurinn Jóhann R. Símon- arson lætur hafa það eftir sér hér í Morgunblaðinu siðastliðinn þriðju- dag að Súðvíkingar og þá sérstak- lega greinarhöfundur, hafi ekki haft nokkum áhuga á því, hvemig málum Frosta hf. væri komið og því hafi hann, ásamt öðrum lykil- mönnum í rekstrinum, tekið sig saman til lausnar vandanum. Að ganga frá tilboði í febrúar, þegar komið var í algert óefni fyrir stjóminni, staðfesta kaupin, að því er virðist tveimur mánuðum seinna og greiða kannski ekkert fyrr en 4 mánuðum þar á eftir, ja þvílíkir athafnamenn. Og fyrst talað er um að í algert óefni hafi verið komið, leiðir það hugann að því, af hveiju stjómar- formaðurinn og oddvitinn Auðunn Karlsson hafi ekki upplýst hrepps- nefndina, sem var þó fulltrúi langstærsta hluthafans á þessum tíma, um í hvert óefni hafi verið komið og frekar lagt til að sveitarfé- lagið yki sinn hlut, heldur en að hafna algerlega kaupum. Það segir kannski líka sína sögu um sam- bandsleysi stjómarformanns Togs hf. og skipstjórans á Bessa ÍS-410, ísfirðingsins Jóhanns R. Símonar- sonar, við það sem er að gerast í málefnum sveitarfélagsins að hann kallar það áhugaleysi að í tvígang sé komið í veg fyrir að forkaups- rétti sé hafnað, þar sem ekki hafi þótt nægilega tryggt að hag sveit- arfélagsins hafi, á viðunandi hátt, verið borgið. Greinarhöfundur, þessi áhuga- lausi, hringdi í J.R. Símonarson 25. apríl síðastliðinn og óskaði eftir við- ræðum í sambandi við orðróm um einkennilega sölu á hlutabréfum í Frosta hf., sem tengdist honum. Leitað var eftir upplýsingum um, hvort það væri rétt að stofnun fyrir- tækis væri í burðarliðnum, sem hefði það að meginmarkmiði að kaupa verulegan hlut í Frosta hf. Hvort sem það var nú vegna minnis- skorts eða annarra sambærilegra andlegra truflana, kannaðist hann ekkert við málið. En viti menn! Föstudaginn 1. maí, á frídegi verkamanna, komu ábyrgu lykilmennimir saman. J.R. Símonarson kemur þá fram sem stjómarformaður fyrirtækis, fyrir- tækis sem hann vissi ekkert um flórum dögum áður, og stendur fyrir þess hönd að kaupum á hlut í Frosta hf., fyrir tugi milljóna króna. Ekki skortir samræmið í hlutina eða hitt þá heldur. Skyldu þeir nokkuð hafa verið í vandræðum með að leggja út fyrir fyrstu greiðslu eða útvega hæfíleg- ar tryggingar, athafnamennimir. Eða er þetta leiðin, sem oft er sagt að sé farin í íslensku athafnalífí, þ.e. að fyrirtækið greiði sig á endan- um sjálft. Eitt enn vekur athygli, þegar fyrmefndur fréttapistill í Morgun- blaðinu er lesinn, en þar er haft eftir ísfirðingnum Ingimari Hall- dórssyni, framkvæmdastjóra Frosta hf., „að í lok febrúar hefðu komið tilboð í öll föl hlutabréf Frosta hf. og ...“. Hinn 25. aprfl síðastliðinn lýsti sveitarstjórinn og stjómarmaðurinn Steinn Ingi Kjartansson því yfir, í votta viðurvist, að hann vissi ekki til þess að tilboð hefðu borist í nema óverulegan hluta þess hlutaijár, sem augiýst hafði verið til sölu. Þá má spyija, hvemig má það vera að stjómarmaður viti ekki um tilboð sem hann þarf að ijalla um og er upp á tugi milljóna króna, svo mánuðum skiptir? Er framkvæmda- stjórinn í einhveijum feluleik? Ekki er þorpið það stórt að margar vikur lSði, án þess að menn hittist. Nei, það virðast ekki öll kurl vera komin til grafar enn. Höfundur er hreppsnefndarmað- ur og sparisjóðsstjóri ÍSúðavík. HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD REAL TIME Velursjálfvirkt hvenær þörferáframhjóla- .afturhjóla- eðaaldrifi. Kynnist þessum frá- bæru eiginleikum. Honda, merki hinna vandlátu. Verð2. apríl kr. 576.000.- Bylting í gerð aldrifsbíla HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24 S.689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.