Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
39
Stjörmi-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri Gunnlaugur. Ég er
fædd 19. 03. 1942 kl. 1.25
e.h. í Rvík og hef áhuga á
að vita um hæfileika mína
og veikleika. Með fyrirfram
þökk. P.s. Mér finnst at-
hyglisvert hve fáir Fiskar
skrifa þér. Það er trú mín
að við Fiskamir höfum dá-
litla minnimáttarkennd af
því að vera fæddir í þessu
merki!!
Svar:
Þú hefur Sól/Miðhimin og
Merkúr í Fiskum, Tungl í
Hrút, Venus í Vatnsbera,
Mars í Tvíbura og Ljón
Rísandi.
Styrkur
Styrkur þinn er tvímæla-
laust fólginn í miklum
næmleika, skilningsríki og
víðsýni. Þú hefur ákaflega
stórt ég, ef svo má að orði
komast, í þeirri merkingu
að þú tekur tilit til um-
hverfisins og annarra þegar
þú hugleiðir stöðu þína.
Veikleiki
Því fylgir að veikleiki þinn
verður of mikil áhrifagimi
og ósjálfstæði og hugsan-
lega það að fóma þér fyrir
aðra. Ég og hinir erum eitt
segir Fiskurinn og því er
sjálfsagt að hjálpa öðrum.
Að sjálfsögðu er þetta góður
eiginleiki svo framarlega
sem þú lætur aðra ekki mis-
nota þig!
Eldfimi
Eina aðra hættu er að fínna
í korti þínu, í samspili Fisks
og Hrúts. Það er eldur og
vatn, eða fljótfæmi og við-
kvæmni. Þú þarft að varast
að láta særa þig út af smá-
munum og rjúka síðan upp.
Hætt er við, ef þú brynjar
þig ekki, að þú verðir einn
kraumandi og ólgandi til-
finningapottur. Þú þarft t.d.
að gæta tauga þinna, hugsa
vel um það hvað þú borðar
og hvaða fólk þú umgengst.
Þú þarft hreinlega að úti-
loka þá sem hafa slæm áhrif
á þig.
Andlegir hœfileikar
Ég tel að stærstu hæfileikar
þínir liggi á andlegum svið-
um, að þú sért fyrst og
fremst fædd á þessa jörð til
að þroska sjálfa þig andlega
og til að hjálpa öðmm. Eg
vil því eindregið ráðleggja
þér að leggja markvisst
stund á andleg fræði,' að
hugleiða, lesa andlegar
bækur og vinna með fólki
sem hefur svipuð áhugamál.
Listir
Margt í korti þínu bendir
einnig til listrænna og skap-
andi hæfileika. Þú ættir
a.m.k. að hafa tónlist og
leikhús meðal áhugamála
þinna, þ.e. hlusta á tónlist
og sækja sýningar. Dans
getur einnig verið gefandi.
Hreyfing
Mars í Tvíbura og Tungl í
Hrút táknar að þú þarft að
vera á hreyfingu í daglegu
lífi, að þú ert eirðarlaus og
þarft fjölbreytileika í störf
þín. Ljón Rísandi táknar að
þú ert hlýleg og opin í fram-
komu, jafnvel þó Plútó
rísandi tákni að þú getir
verið dul um persónulega
hagi.
Draumlyndið
Það er sjálfsagt rétt sem
þú segir um Fiskinn í lok
bréfs þíns, en jafnframt held
ég að ástæða þess að fáir
Fiskar skrifi sé sú hversu
draumlyndir þeir eru. Fisk-
urinn hugsar oft um málin
en gleymir að framkvæma.
Hálft lífið fer fram í innri
heimi drauma.
GARPUR
..........................—..........fHHnurrnnmi ■■ ■■ - ■ ■ -■ . .
GRETTIR
SMÁFÓLK
Andvarp
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Áhugasamur bridsdálkales-
andi gaukaði nýlega að dálka-
höfundi tæplega 40 ára gömlu
spili, sem hann hafði klippt út
úr dagblaði i kringum 1960 og
geymt í veski sínu síðan. „Ætli
það þoli ekki endurbirtingu,"
sagði hann, og á það skal fús-
lega fallist:
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♦ -
¥ 532
♦ G875
♦ K109876
Vestur
♦ 10832
¥-
♦ 1096432
♦ 542
Austur
♦ ÁKD
¥ KG974
♦ ÁKD
♦ DG
Suður
♦ G97654
¥ ÁD1086
♦ -
♦ Á3
Spilið kom upp á alþjóðlegu
móti í ísrael. Sagnir gengu á
einu borði:
Vestur Norður Austur Suður
Vestur Norður Austur Suður
— 3 lauf Dobl Pass
3 tfglar Pass 4 hjörtu Dobl
Pass Pass Pass
Fjögurra hjartna sögnin er
sjálfsagt umdeilanleg, en alls
ekki út í hött.
Suður hóf vömina með því
að spila út laufás og meira laufi
upp á kóng makkers. Lauftían
kom í þriðjja slag, austur tromp-
aði lágt, og suður yfirtrompaði.
Og spilaði spaða. Norður stakk
og spilaði laufi, trompað og
yfirtrompað. Þessi svikamylla
gekk síðan áfram, þar til tromp-
in höfðu öll gufað upp og suður
tók loks þijá síðustu slagina á
fifspaða!!!
Vömin fékk sem sagt ALLA
SLAGINAH
Sagnhafi hefði getað fengið
einn eða tvo slagi með því að
henda háspilunum sínum i spaða
eða tígli niður í lauf, en hver
getur láð honum að halda í há-
karlana.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á sovézka meistaramótinu í
ár kom þessi staða upp 5 skák
stórmeistaranna Valery Salov,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Artur Jusupov. Svartur lék
síðast 25. - Kg8 f7?
26. Rxc7! Rf8 (26. - Hxc7
hefði verið svarað með 27. Hh7+
— Bg7 28. Hxg7+ — Kxg7 29.
Rxe6+). 27. R5xe6 — Rxe6 28.
Rxd5 og Jusupov gafst upp.