Morgunblaðið - 07.05.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 07.05.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1987 Fjármálaráðherra um ummæli seðlabankastj óra: „Allrar athygli verð“ ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra segir að þeir í fjármála- ráðuneytinu muni taka ummæli dr. Jóhannesar Nordal, seðla- bankastjóra, þess efni að óhjá- kvæmilegt sé að vextir af spariskirteinum rikissjóðs verði hækkaðir, til alvarlegrar fiiugun- ar. Þessi ummæli seðlabanka- stjóra komu fram á ársfundi Seðlabanka íslands i fyrradag og var greint frá þeim í Morgun- blaðinu í gær. „Ríkissjóður reyndi í fyrrasumar að hafa áhrif í þá veru að lækka vaxtastigið með því að taka spari- skírteinin tímabundið út af markaðn- um og það bar árangur með þeim hætti að ríkissjóður náði þeirri fjár- öflun sem þá var stefnt að,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að ríkissjóður hefði á þessu ári ekki viljað hafa frumkvæði að hækkun vaxta, eða grípa fram fyrir hendumar á bankakerfínu. „Þetta mat seðlabankastjóra á stöðu peningamála er hins vegar allr- ar athygli vert og nauðsynlegt fyrir fjármálaráðuneytið að endurmeta stöðuna í ljósi þessara ummæla." - Ertu með þessu að segja að búast megi við þvl að vextir á spari- skírteinum ríkissjóðs verði hækkaðir TVEIR íslenskir keppendur verða á heimsmeistaramóti unglinga 16 ára og yngri sem hefst næstkom- andi sunnudag í Innsbruck í Austurriki. Þetta er í fyrsta skipti sem ísland sendir þátttakendur á heimsmeistaramót í þessum ald- ursflokki en yfir 30 þjóðir hafa tilkynnt þátttöku sína. íslensku keppendumir eru Hannes Hlífar Stefánsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir en hún keppir í kvenna- flokki mótsins. Guðmundur Sigur- jónsson stórmeistari verður farar- á næstunni? „Það get ég ekkert sagt um. Þessi ábending seðlabankastjóra verður tekin til yfírvegunar og skoðunar," sagði §ármálaráðherra. stjóri. Hannes varði Norðurlandatitil sinn í skólaskák 5. árið í röð nú í vetur og hann hefur einnig tekið þátt f mörgum alþjóðlegum mótum þrátt fyrir ungan aldur, nú síðast í opna skákmótinu í New York í apríl. Guðfríður Lilja er núverandi íslands- meistari kvenna í skák. Mótið hefst sunnudaginn 9. maí og lýkur 23. maí. Tefldar verða 11 umferðir en eins og áður sagði hafa um 30 þjóðir tilkynnt þátttöku, þar á meðal allflestar Evrópuþjóðimar. Skák: Island sendir keppendur á heímsmeist aramót unglinga. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 800 km suðvestur af Reykjanesi er 985 millibara djúp lægð sem hreyfist hægt norðnorðaustur. Yfir Bretlandseyjum er 1034 millibara hæð. SPÁ: Suðlæg átt víöast hvar á landinu, stinningsgola eða stinnings- kaldi (4-6 vindstig). Skúrir eða rigning um sunnanvert landiö en þurrt að mestu fyrir norðan. Heldur kólnar í veöri. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Norðvestanátt, allstíf norðaustanlands. Víða bjart veður á suðausturlandi og allt að 10 stiga hiti en á annesjum á norðausturlandi verða slydduél og hiti rétt yfir frostmarki. í öðrum landshiutum verða skúrir og hiti á bilinu 3 til 7 stig. LAUGARDAGUR: Hæðarhryggur fer austur yfir landið með hægri breytilegri átt og yfirleitt þurru veðri. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri hltl 12 veður skýjað Reykjavlk 8 súld Bergen 7 skýjað Helslnki 9 hálfakýjað Jan Mayen -2 snjókoma Kaupmannah. 12 skýjað Narssarssuaq Nuuk 0 vantar snjókoma Osló 15 skýjað Stokkhólmur 13 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 20 helðskfrt Amsterdam 10 skýjað Aþena 21 skýjað Barcelona 16 hólfskýjað Berlin 9 akýjað Chlcago 8 skýjað Glasgow Feneyjar 12 vantar rigning Frankfurt 13 skýjað Hamborg 11 skýjað Las Palmas London 16 vantar skýjað LosAngeles 17 mistur Lúxemborg 11 skýjað Madrfd 19 helðskfrt Malaga 20 heiðskfrt Mallorca 17 skýjað Miaml • 26 lóttskýjað Montroal 9 súld NewYork 10 rigning París 13 alskýjað Róm 16 skýjað Vfn 12 alskýjað Washington 11 mistur Winnipeg 7 láttskýjað Morgunblaðið/JúlíU8 KRÍANERKOMIN Krían er komin í hólmann í Tjörninni og náði Ijósmyndari Morg- unblaðsins þessari mynd af vorboðanum í gær. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings sást fyrst til hennar við 'Ijömina fyrir þremur dögum eða 4. maí. „Þjóðsagan um að krían komi 14. maí er lífsseig en fær ekki staðist," sagði Ævar. Fyrst sást til kríunnar 25. apríl á Höfn í Homafirði þar sem hún kemur fyrst að landinu og áreiðanlegar heimildir herma að viða hafi sést til kríunnar á Norðurlandi. Staðan að skána í eíningahúsaiðnaði - segir Guðmundur Sigurðsson, formaður Sambands einingahúsaframleiðenda STAÐAN í einingahúsaiðnaði er að skána, þrátt fyrir að markaður fyrir húseiningar hafi dregist saman, að mati Guðmundar Sigurðsson- ar, formanns Sambands einingahúsaframleiðenda, en frá því er skýrt í Morgunblaðinu í gær að fyrirtækið Húseiningar hf. á Siglufirði hafi óskað eftir að vera tekið til gjald „Staðan í þessum iðnaði eru held- ur að skána miðað við það ástand, sem ríkti árið 1985, en það ár fór mjög illa með þessa iðngrein. Aðalor- sökin var sú að lánareglum hjá Húsnæðismálastofnun var breytt og lán greidd út á helmingi lengri tíma en áður. Það fór mjög illa með þessi fyrirtæki og eins þá sem við byggð- um fyrir," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur sagði að eftir þessa lægð árið 1985 hefði þróunin verið í rétta átt. Að vísu hefði húseininga- framleiðendum fækkað mjög mikið, þeir væru nú ekki nema 4-5, en voru tíu þegar mest var 1984 og 1985. Þó markaðurinn hefði minnk- að, þá hefðu fyrirtækin lagað sig að því og framleiðendum hefði uuta&iput. fækkað. „Ég er ekki svartsýnn fyr- ir hönd míns fyrirtækis og ekki heldur fyrir hönd Sambands ein- ingahúsaframleiðenda. Mín skoðun er sú að markaðurinn hér á íslandi sé ekkert öðru vísi að þessu leyti en á hinum Norðurlöndunum. Það er ákveðin þörf fyrir byggingar, þar sem byggingartíminn er mjög skammur. Þessi þörf er ekkert minni hérlendis en annars staðar og kannski meiri," sagði Guðmund- ur. Hann sagði að hann byggist við að þessi samdráttur væri stundar- fyrirbæri, sem ætti eftir að jafna sig, þegar áhrif nýju húsnæðislög- gjafarinnar kæmu fram fyrir alvöru. Gangapuma leiðang- urinn að snjólínu fyrir tveimur vikum LEIÐANGRI íslenskra fjall- göngumanna á tind Gangapurna í Nepal miðar vel þrátt fyrir afleitt veður. Hópurinn sem ætl- ar að reyna við hátindinn setti upp búðir á jöklinum i 5500 metra hæð 19. apríl s.l. Tindur- inn, sá hæsti sem íslendingar hafa reynt við, er 7455 metra hár. í fréttaskeyti sem blaðinu barst segir að hópurinn hafí náð rótum fjallsins 10. apríl og sett þar upp bækistöð._ Þar bíða burðarmenn hópsins. í leiðangrinum taka þátt 10 íslendingar og ætluðu fímm þeirra að fara alla leið á tindinn. Einn heltist óvænt úr lestinni og þurfti að halda heim á leið frá Nepal, en innfæddur maður úr hópi „fjallaserba“ hljóp í skarðið. Hópurinn komst að fyrstu búð- um á fjallinu 15. apríl og að jöklinum Qórum dögum síðar. Sjálf gangan á tindinn tekur um sex daga, en þau eru viðbúin því að þurfa að gera tvær tilraunir áður en yfir lýkur. Fjallgöngumennimir feta sig upp fjallið og setja upp búðir með reglulegu millibiii þannig að hægt sé að selflytja vistir og hjálpar- gögn. Áður en hópurinn lagði á Gangapuma vora klifin fjöll í ná- grenninu, allt að 5300 metra há til þess að búa leiðangursmenn undir súrefnisskortinn á háfjallinu. Aurbleyta spillir færð á vestan- verðu landinu UMFERÐ um fjallvegi á Vestur- landi og Vestfjörðum er víða torveld sökum aurbleytu. Tak- mörk eru sett við 7 tonna öxul- þunga og óvíst hvenær úr rætist haldist vætutíðin enn . um sinn. Ástandið er skárra fynr norðan. í Eyjafirði er vel fært. Möðrudals- og Mývatnsöræfi eru fær flestum bílum, en öxulþungatakmarkanir við 7 tonn í gildi. Lágheiði er enn lokuð. Vegaeftirlitið benti á að Steingrímsfjarðarheiði væri ófær vegna aurbleytu og syðri leiðin til Patreksfjarðar einungis fær jeppum. í nágrenni höfuðborgarinnar er Grafningsvegur einungis jeppafær. Á Norðausturlandi og Austurlandi að Streytishvarfí er öxulþungi tak- markaður við 10 tonn, en á íjörðun- um og Héraði við 7 tonn. Breiðdals- heiði er lokuð öðrum farartælqum en jeppum. Oddskarð, Fjarðarheiði og leiðin að Borgafírði eystri er fær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.