Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Minning: Ólöf ísaksdóttir frá Eyrarbakka Kjörbúð Laugamess ásamt Ingimar Guðmundssyni. Þetta var glæsileg kjörbúð, ein fyrsta sinnar tegundar í bænum. Siggi var afskaplega þrif- inn og því fannst mér hann alltaf passa mjög vel í starfi matvöru- kaupmanns. Hann stofnaði fljótlega Heildverzlun S. Ármann Magnús- son og átti byggingavöruverzlunina Nýborg. Öll þessi fyrirtæki seldi hann, seinast heildverslunina nokkru eftir að hann stofnaði ásamt öðrum Bílaborg hf. og umsvif þess fyrirtækis tóku starfsorku hans alla. Má af þessari upptalningu sjá hvem dugnað og útsjónarsemi hann sýndi. Hann var afskaplega opinn fyrir nýjungum og mjög smekkleg- ur í vömvali. Bílaborg hf. er eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem hófu að flytja inn bfla frá Japan. Ekki þótti nú öllum það gæfulegt að fara að flytja inn bfla frá Japan á þessum ámm þegar amerískir bflar vom því sem næst einráðir á markaðnum hér, en framsýnin og bjartsýnin vom ríkur þáttur í fari Sigga frænda. Fyrirtækið hefur vaxið ótrúlega og er einmitt þessa dagana að flytja starfsemina í nýtt glæsi- legt húsnæði. Siggi var mjög nákvæmur og vandaður í öllum sínum störfum og var unun að horfa á og vinna eftir t.d. bókhaldi sem hann hafði fært. Siggi var einnig mikill gæfumað- ur í sínu einkaklífí. Hann kvæntist Guðrúnu Lilju Halldórsdóttur, íþróttakennara. Foreldrar hennar vom Guðmunda Guðmundsdóttir og Halldór Jónsson, kaupmaður. Þau eiga fjögur böm: Öm Ármann, f. 1948, Halldór Ármann, f. 1950, Anna Sigurbjörg, f. 1952, ogMagn- ús Ármann, f. 1959. Þrátt fyrir mikil umsvif og oft langan vinnudag gaf Siggi sér góð- an tíma með bömunum sínum og bamabömunum. Þau hjónin áttu alltaf mjög fallegt og hlýlegt heim- ili, nú seinast á Barðaströnd 10, Seltjamamesi. Siggi frændi var mikill gleðimað- ur og hafði mjög fallega söngrödd. Hann naut þess að gleðjast í góðum hópi og er skemmst að minnast þess þegar þeir héldu upp á sjötugs- afmælið sitt, tvíburamir, í mars sl. Altaf var grunnt á sveitamanninum í Sigga. Hann átti góðan sumarbú- stað í nágrenni bæjarins og þar undi hann sér afskaplega vel. Ekki voru þeir bræðumir fyrr komnir yfír helstu erfiðleikana sem fylgja húsbyggingum og þess háttar basli en þeir keyptu sér hesta. Ég man mjög vel eftir fyrsta hestinum sem Siggi frændi átti hér fyrir sunnan. Það var grár gæðingur sem hann keypti af Rafni, móðurbróður sínum í Áshildarholti, en Rafn var annál- aður hestamaður og gæðingaeig- andi. Sælubrosið á Sigga frænda þegar hann sat Grána sinn gleym- ist ekki. Hann eignaðist marga ágæta hesta og núna rétt áður en hann dó hafði hann lagt drög að kaupum á góðum hesti og átti pabbi að prófa hann og leggja blessun sína yfír valið á meðan Siggi væri að heiman. Þeir bræðumir voru all- ir mjög samiýndir og má telja óvenjulegt hve hændir hver að öðr- um þeir voru. Til dæmis voru þeir með vinnustaði sína í sama húsi í mörg ár, pabbi og Siggi, og hittust þá svo til daglega. Ifyrir u.þ.b. 13 ámm varð fyrst vart við hjartasjúkdóm þann sem nú hefur lagt hann að velli og gekkst hann tvisvar undir uppskurð til að fá bót á honum. Oft var Siggi frændi alvarlega veikur og honum stundum ekki hugað líf, en alltaf reis hann upp jafnæðrulaus og að því er virtist áhyggjulaus um heilsu- far sitt og nennti helst ekkert að tala um sjúkdóma, allra síst sína eigin. Siggi var ákaflega vinfastur og tryggur sínum vinum. Minnist ég þá sérstaklega vinskapar hans og móður minnar, en þau mátu hvort annað mikið. Nú, þegar Siggi frændi minn er dáinn, er ég þakklát fyrir að við systumar höfum átt góðan frænda og enn þakklátari honum fyrir hversu góður bróðir hann var föður mínum. Ég votta eiginkonu hans og bömunum innilega samúð mína. Marta Ragnarsdóttir Fædd 21. september 1900 Dáin 1. maí 1987 Örfá kveðjuorð frá ömmu- og langömmu- börnum á Akureyri Hún fæddist á Eyrarbakka-alda- mótaárið og ólst þar upp. Faðir hennar var Isak Jónsson, verzlunar- maður á Eyrarbakka, frá Vindási í Landsveit. Hann andaðist árið 1912, tæplega sextugur að aldri. Móðir hennar var Ólöf Ólafsdóttir frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. ísak og Ólöf Ólafsdóttir áttu saman 6 böm, en þau voru: Ingibjörg, fædd 1889, lengi prestsfrú á Melstað, látin; Nfls, fæddur 1893, lengi bú- settur á Siglufirði, nú í Garðabæ; Júlía Guðrún, fædd 1895, dáin 1919; Óli Magnús, fæddur 1898, starfsmaður hjá Heklu hf.; Ólöf, sem hér er kvödd; og Bogi, fæddur 1905, lést af slysförum 1951. ísak hafði verið kvæntur áður, en misst konu sína frá 5 dætrum, sem hétu Magnea, Sylvía, Frið- semd, Karen og Guðríður. Þær eru allar látnar. Ólöf ísaksdóttir giftist þann 20. nóvember 1926 Einari Kristjáns- syni frá Siglufírði, en hann var fæddur á Hraunum í Fljótum 21. júlí 1898 og lést í Reykjavík 27. október 1960. Einar og Ólöf bjuggu fyrst í Hafnarfirði, síðan í Olafsvík, en fluttu til Siglufjarðar árið 1928 og bjuggu þar í 20 ár. Með þeim fluttu þangað Níls, bróðir Ólafar, og Ólöf móðir þeirra, en hún dvaldi á heim- ili Einars og Ólafar þar til hún lést árið 1945, 85 ára gömul. Næstu 10 árin bjuggu þau á Akureyri, þar sem Einar var for- stjóri Éfnagerðar Akureyrar hf., en árið 1958 fluttu þau til Reykjavík- ur, þar sem Einar hóf störf við Ingólfsapótek og vann þar til dauðadags 1960. Böm Ölafar og Einars em: Dóro- thea Júlía, fædd 28. júlí 1929. Maður hennar er Gísli J. Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akur- eyri. Böm þeirra em Ólöf Jenný og Einar; Ólafur Garðar, fæddur 7. júlí 1932. Kona hans er Ragna Bjamadóttir og eiga þau eina dótt- t Maðurinn minn, BJÖRN HÖGNASON múrari, Stóragerði 12, sem lést 30. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 8. maí kl. 15.00. Sigurdrffa Jóhannsdóttir. t BRYNJÓLFUR ODDSSON fyrrverandi bóndi, Þykkvabœjarklaustri, verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarklausturskirkju laugardaginn 9. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Hilmar Jón Brynjólfsson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR VALDIMAR TÓMASSON, bifreiðarstjóri, Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 8. maí kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför JENNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR, Austurbrún 4, Guörún Alfonsdóttir, Jón Alfonsson, Eyrún Eyjólfsdóttir og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR Á. MAGNÚSSONAR stór- kaupmanns lokum við í dag kl. 12.00 á hádegi. Bílaborg hf., Fosshálsi 1. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR Á. MAGNÚSSONAR stór- kaupmanns lokum við í dag kl. 12.00 á hádegi. Ryðvarnarstöðin hf., Bfldshöfða 14. ur, Ástu Ragnhildi. Þau em búsett í Garðabæ, þar sem Olafur var lengi sveitarstjóri, en nú alþingismaður Reykjaneskjördæmis; Kristján Bogi, fæddur 1. ágúst 1943, banka- starfsmaður. Kona hans er Sólveig Haraldsdóttir og eiga þau fjögur böm, Einar, Sólveigu, írisi og Érlu. Ólöf hafði alveg sérstakt lag á að gæða heimili sitt þokka og hlý- leika. Allt lék í höndum hennar, hvort heldur var hannyrðir, matar- gerð eða annað, sem að heimilis- haldi laut. Nokkmm sinnum kom hún til Akureyrar til mislangrar dvalar í Víðimýri 8. Okkur em þessar heim- sóknir hennar minnisstæðar. Hún átti við heilsuleysi að stríða ___________________________47 mörg síðustu árin og var oft mjög mikið veik. En lífslöngun hennar og óvenjuleg harka og dugnaður máttu sín nægjanlega til þess hún kæmist alltaf til nokkurrar heilsu á ný. En margar urðu sjúkrahúsleg- umar áður en yfír lauk. Hún naut góðrar umönnunar, einkum á Vífíls- staðaspítala og svo síðasta árið á Hrafnistu í Hafnarfirði, og fyrir það var hún þakklát. Synir hennar og dóttir reyndust henni líka vel, svo sem hún hafði reynst þeim í uppvexti þeirra. Að lokum þökkum við henni allar ánægjustundimar, sem hún veitti okkur. Við söknum hennar og biðj- um henni Guðs blessunar um alla eilífð. Niðjar á Akureyri Þegar mamma hringdi og sagði mér að amma væri dáin fann ég sárt til söknuðar, þó ég vissi að hvfldin væri henni kærkomin eftir mikil og erfið veikindi. Ég minnist ömmu með miklu þakklæti. Hún var mikil hannyrðakona og þess nutum við bamabömin í ríkum mæli. Alltaf vom tiltækir vettlingar og leistar með slíku handbragði að eftir var tekið. Ég vil fyrir hönd systkina minna þakka elsku ömmu allt sem hún var okkur og bið góðan Guð að geyma hana. Hvfli hún í friði. Systa. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móðursystur minnar og fósturmóöur, GUÐBJARTSÍNU ÞÓRARINSDÓTTUR frá Ólafsvík, Meöalholti 5, Reykjavfk. Kristján Sigurösson. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og langalangömmu, SESSEUU KONRÁÐSDÓTTUR, frá Stykkishólmi, Auður Jónsdóttir Colot, Ingibjörg M. Jónsdóttlr, Ragnar Magnússon, Þóra M. Jónsdóttir, Jón Haukur Baldvinsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Guöbjörg Benediktsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabamabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar, tengföiöur og afa, JÓHANNS FRIÐLEIFSSON AR frá Siglufirði. Jóhanna Jóhannsdóttir, Friðleif ur Jóhannsson, Sigrfður Jóhannsdóttir, Alda Jóhannsdóttir, íris Jóhannsdóttir, Áml S. Gunnarsson, Snjólaug Sigurðardóttir, Gunnar Erlendsson, Steingrfmur Matthfasson, Sigurjón Helgason og barnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚS* SONAR, stórkaupmanns, verður skrifstofa okkar lokuð í dag frá kl. 12.00. Endurskoðunarskrifstofa Ragnars Á. Magnússonar sf. Aðalendurskoðun, Lágmúla 9. 1 'm . H Lokað eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 7. maí, vegna jarðarfarar SIGURÐAR ÁRMANNS MAGNÚSSONAR, stórkaup- manns. S. Ármann Magnússon, heildverslun, Síðumúla 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.