Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
49
Hér sést Karl Lagerfeld ota sínum tota og miða í gegn um mann-
þröngina.
Karólína Mónakóprinsessa var
meðal óperugesta undir berum
himni.
Egyptalandi Verdi til þess að
semja óperu til þess að flytja við
opnun Súez-skurðarins, árið 1869.
Verdi karlinn varð þó seinnn fyrir
og varð ekki af frumflutningnum
fyrr en árið 1871 og þá í Kaíró.
Operan greinir frá ástum egypsks
hermanns og eþíópískrar ambátt-
ar. Bæði láta að sjálfsögðu lífið í
minni pokann áður en yfir lýkur.
Sviðsetning óperunnar nú var
víst í magnaðra lagi, en ítalinn
Renzo Giacchieri sá um að gera
allt sem mikilfenglegast úr garði.
Til þess notaði hann gífurlegan
ljósabúnað, fommenjar, glæsilega
sviðsmuni, fjölda hermanna, hesta
og ljón. Fornleifafræðingar óttuð-
ust mjög að hofið í Luxor yrði
fyrir skemmdum vegna sýningar-
innar og því var sumu stillt í hóf.
T.a.m. var hætt við að nota 240
úlfalda og tólf fíla við sýninguna
og létu sumir í ljós vonbrigði
vegna fjarveru þeirra.
Hvað um það — myndirnar tala
sínu máli.
FJÁRHAGSLEG
ENDURSKIPULAGNING
BÆTT NÝTING FJÁRMAGNS
Sífellt fleiri stjómendur grundvalla stefnumörkun sína á væntanlegri arðsemi.
Þetta hefur skapað nýjar aðferðir við að bæta rekstur fyrirtækja, þar sem ekki er
einblínt á hinn hefðbundna niðurskurð á breytilegum kostnaði, heldur er horft á
nýtingu bundins fjármagns.
í boði er 2 daga námskeið fyrir stjórnendur og helstu starfsmennn þeirra á sviði
bættrar nýtingar fjármagns.
Þátttakendur fá að kynnast þeim aðferðum sem þróaðar hafa verið af framsæknum
sænskum fyrirtækjum í samvinnu við Sænska Hagræðingarsambandið. Bæði stór
og smáfyrirtæki hafa þegar sýnt ntikinn árangur, svo sem tvöföldun á veltuhraða.
Ij—jjj^^lT*11111^—|111111'! Námskeiðið snertir marga þætti fyrirtækisins t.d:
- Fyrirkomulag framleiðslutækja.
- Útlit framleiðslunnar og vöruflokkar.
- Efnis- og framleiðslustýring.
- Hvatning og sveigjanleiki vinnuafls.
- Flutningar og dreiilng.
- Innheimta og greiðslustýring.
Auk þessa verður gerð grein fyrir nýjustu þróun og árangri af rannsóknum á stilli-
tíma og árangursmælingu sem leiðum til að auka afköst í framleiðslunni.
Fyrirlesari:
Chez
Rambo?
Veitingamaðurinn Sly Stallone.
Klaus Helmrich, iðnaðarverkfræðingur, framkvæmdastjóri Sænska Hagræðingar-
santbandsins og ritari EFPS, Europian Federation og Productivity Services, svoog
IMD. International MTM Directotate. Klaus Helmrich starfaði áðurhjá ASEA AB
og sá þar m.a. um gangsetningu og alla framleiðslutækni í nýrri verksmiðju ASEA
í Montreal í Kanada. Einnig framleiðslutækni hjá ASEA Electronic and Semic-
onductors í Vesteras.
"* Þátttakendur:
Stjórnendur fyrirtækja, framleiðslustjórar, fjármálastjórar og innkaupastjórar, svo
og ráðgjafar.
?*lflll!fl‘"lT!!^SI*'ll,lT!!!! Tími og staður:
12. og 13. maí 1987 kl. 8:30- 17:30, Kristalsalur Hótels Loftleiða.
Það er ekki bara Clint Eastwood
sem rekur veitingastaði af
miklum móð. Fregnir berast nú af
því að Sylvester Stallone, sem leik-
ur Rocky og Rambo til skiptis, hafi
keypt veitingastað í Cold Springs í
New York-fylki. Staðurinn nefnist
Dockside Harbor Restaurant og er
víðfrægur fyrir hreint öldungis frá-
bæra sjávarrétti. Kostaði hann
kappann enda litlar þrjár milljónir
Bandarikjadali.___________;_________
Nágrannar hans óttast hins veg-
ar að Stallone karlinn sé ekkert
áfjáður í að reka staðinn til lengdar
og vilji einfaldlega láta rífa kofann
og byggja sér íbúðarhús á grunnin-
um, því veitingastaðurinn ku standa
á einum fallegasta bæjarstæði við
gervalla Hudson-á.
Hvað sem Stallone ætlast fyrir
er víst að það er völlur á kappanum.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Skráning og allar nánari upplýsingar fást hjá Stjómunarfélagi íslands í síma 62 10 66.