Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 7 í KVÖLD BAKKAOOEQQ (Razor's Edge). ÞegarLarry Darrell snýr aftur heim úrseinni heimsstyrjöldinni bíður hans fal- leg stúlka og vellaunað starf. En Larry getur ekki gleymt hör- mungum striðsins og honum finnst lífið tilgangslaust. ÁNÆSTUNNI mimmmi "■ ■ 20:45 Fðstudagur HASARLEIKUR (Moonlighting). Fyrirsætan Maddi Hayes og leynilögreglu- maðurinn DavidAddison elta uppi hættulega glæpamenn og leysa óráðnargátur. imiimiTnx 21:20 IFðstudagur ÆSKUÁRIN (Fast Times At Ridgemont High). Grínmynd. Sagt er frá nokkrum unglingum i mennta- skóla, vandamálum þeirra i samskiptum við hitt kynið og öðrum vaxtarverkjum. Auglýsingasími Stöðvar2er 67 30 30 Lykillnn fœrö þúhjð Helmillstaakjum Heimilistæki hf S:62 12 15 Eru þeir að fá 'ann ■ Silungsveiði í vötnum hófst víða 1. maí síðastliðinn, eða mátti hefj- ast, því víða frestaðist atburður- inn óhjákvæmilega um nokkra daga eftir hina miklu fannkomu aðfaramótt verkalýðsdagsins. Augu margra beindust að Elliða- vatni en það er löngu orðin hefð fjölmargra stangveiðimanna að opna vertíð sína þar upp frá á umræddum degi. Það var fámennt að þessu sinni og skyldi engan undra, allt á kafi í snjó. Þó hörk- uðu nokkrir af sér og er sýnt þótti að það væri hætt að snjóa, fjölgaði lítið eitt við vatnið er á daginn leið og snjórinn rann í vatnslíki út í vatnið. Nokkrir fisk- ar komu á land en það var engin stórveiði og næstu daga á eftir var mjög lítið að hafa. Fregnir herma að eitthvað hafi glæðst allra síðustu daga enda hefur hlýnað merkjanlega og bleikjan er fljót að finna það. Sömu sögu er að segja frá Vífílsstaðavatni. Þar hefur eitt- hvað verið dregið á land af nauðugum fiski, en ekki mikið. Frést hefur um menn sem fara ævinlega snemma í Þingvallavatn, en þeir hafa einnig haft lítið upp úr krafsinu enn sem komið er. Af sjóbirtingsmiðum er það helst að frétta að Varmá hefur gefið mest, enda heldur hún háan vatnshita sama á hverju dynur í röðum veðurguða og svo lengi sem menn endast til að standa úti i kolvitlausu veðri, þá er veiðivon í Varmá. Aðrar ár hafa gefið glefs- ur, Hraun í Ölfusá, Rangámar, Vatnamótin og Geirlandsá en á tveimur síðastnefndu stöðunum hafa veiðst allt að 10—12 punda fiskar. Á sjóbirtingsslóðum Vest- anlands hefur aðallega veiðst hoplax. Morgunblaðið frétti t.d. af veiðimönnum sem drógu þrjá hoplaxa í Laxá í Kjós en urðu lítið varir við silunginn sem þó átti að vera bráðin. Er það heldur nötur- legur endir á furðulegu krafta- verki laxins að halda lífi fæðulaus allan þennan tíma, því þótt sil- ungsveiðimennimir sleppi hoplöx- unum hafa þeir svipt þá síðustu kröftunum og þá er dauðinn einn eftir. Loks má geta síðustu fregna frá Hlíðarvatni í Selvogi en þar var opnað í fyrsta skipti 1. aprfl, Morgunblaðið/G. Frá Elliðavatni 1. mai. Fáir á ferli, enda allt á kafi í snjó. Snjór- inn staldraði þó ekki lengi við og bæði standa nú fleiri og freista gæfunnar svo og falla fleiri silungar í valinn. Ungi drengurinn harkaði af sér þótt vetrarlegt væri um að litast, en fékk enga uppbót í formi afla þótt hann hafi átt það skilið. svona til reynslu. Ekki æptu menn húrra fyrir aprílveiðinni, en undir mánaðamótin fór bleikja þó að gefa sig, t.d. fréttist að aflaklóin Analíus Hagwaag hefði dregið á annan tug vænna fiska á einum degi og fleiri fengu einhveija veiði. Það styttist nú óðum í topptíma í vatninu. Nú styttist í laxveiðina, neta- veiðin hefst að vanda 20. maí í Hvítá í Borgarfírði þar sem menn leggja stein í götu hinna snemm- gengu stofna Kjarrár og Norður- ár. Stangveiðin hefst svo í fyrstu ánum 1. júní að vanda og er búist við góðri tíð. A.m.k. hafa vel flest- ir ef ekki allir fiskifræðingar spáð góðri veiði og hvorki muni skorta stóra laxa né smáa. Laxinn er kominn upp að landinu og trúlega sums staðar farinn að lóna inn í ósana, a.m.k. hefur Morgunblaðið það fýrir satt að lax sé farinn að villast í net ætluðum öðrum fisk- um í Skjálfanda. Rotary-hreyfing- in á Islandi: Ávallt verið fylgjandi aðgöngn kvenna - segir Arnbjörn Kristinsson, um- dæmisstjóri Rotary á Islandi „ÞETTA er búið að vera deilu- mál innan Rotary-hreyfingarinn- ar í áratugi og fjölmargar atkvæðagreiðslur hafa farið fram um þetta atriði, en nú er málið komið til kasta dómstól- anna. Það hefur alltaf verið fellt með verulegum mun að konur fái aðgang að Rotary, því regl- urnar eru þannig að það er ekki hver einstakur klúbbur eða ein- stakt land, sem ákveður þetta, heldur löggjafarþing Rotary, sem haldið er fjórða hvert ár,“ sagði Arnbjörn Kristinsson, um- dæmisstjóri Rotary-hreyfingar- innar á íslandi, í samtali við Morgunblaðið aðspurður um þann úrskurð hæstaréttar í Bandaríkjunum að óleyfilegt sé að meina konum aðgang að Rot- ary-klúbbum þar í landi. Ambjörn sagði að löggjafarþing Rotary hefði síðast fellt tillögu þessa efnis á síðasta ári með um tveimur þriðju hlutum atkvæða, en fulltrúar Rotary-hreyfingarinnar á íslandi hefðu ávallt verið þessari tillögu fylgjandi, sem og mörg önn- ur Evrópuríki, einkum þó á Norður- löndunum, en það hefði ekki dugað til. „Ég held að það sé bara tíma- spursmál hvenær þetta verður opnað fyrir konur, en þá er eftir að vita hversu mikinn áhuga þær hafa á því,“ sagði Arnbjöm. Hann sagði að þetta mál yrði áreiðanlega uil umræðu á alþjóða- þingi Rotary sem yrði í Munchen í byijun næsta mánaðar og á um- dæmisþingi Rotary á íslandi, sem yrði í Hveragerði 19.-21. júní, en verðandi forseti alþjóðasamtakanna væri þar gestur. LAUGARDAGSKVÖLD J J Ein viðáttumesta stórsýning hér- lendis um árabil, þar sem tónlist tjútt og tiðarandi sjötta áratugar- ins fá nú steinrunnin hjörtu til að slá hraöar. Spútnikkar eins og Björgvin Halldórs, Eirikur Hauks, Eyjólfur Kristjáns, og Sigríður Beinteins sjá um sönginn. Rokkhljómsveit Gunnars Þórðar- sonar fær hvert bein til að hrist- ast með og 17 fótfráir fjöllista- menn og dansarar sýna ótrúlega tilburði. Saman skapar þetta harðsnúna lið stórsýningu sem seint mun gleymast. Ljós: Magnús Sigurðsson. Hljóð: Sigurður Bjóla. Stórsýning (TMvitnun i þáttinn Sviðsljós á Stöð 2) Miðasala og borðapantanir daglega í síma 77500. Húsið opnað kl. 19.00. Miðapantanir óskast sóttar sem fvrst. Hin eldhressa hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Ath. Munið Elite-keppnina 14. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.