Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
55
Misvitrir stj órnmálamenn
Til Velvakanda.
Mig langar að segja nokkur orð
um umræðumar í Háskólabíó sem
Stöð 2 sendi út til landsmanna
síðasta vetrardag. Ég ætlaði fyrst
að minnast á framkomu formanns
Alþýðubandalagsins sem fann enga
fróun í þessu einkaframtaki Stöðvar
2 og var því argur og illur. Hagaði
sér því vægast sagt ósæmilega. Mér
stóð stuggur af svip hans og tjáningu
og var sem Hitler væri kominn á
svið okkar fjölmiðla. Hatrið sem virt-
ist takmarkalaust gegn þeim sem
hafa aðrar skoðanir sló mann illilega
og kom manni í óijúfanlega andstöðu
við málstað þann sem hann flutti,
utan þess málstaðar sem hann er að
gera sig góðan fyrir á kostnað ann-
arra, einsog málefni aldraðra og
fleira slíkt. Hvers megum við vænta
ef slíkur maður kæmist til valda?
Gegn vestrænni samvinnu vinnur
hann og gegn vamarbandalagi gegn
yfirráðum og yfirgangi heimsvalda-
stefnu rússneska valdsins, sama er
að segja um alla helstu áhrifamenn
Alþýðubandalagsins. Það má heita
augljóst hvert stefnt er. Svo virðist
sem Svavar hafí ekki hrifist eins af
slökunartilburðum Gorbachev eins
og Ólafur Ragnar Grímsson, sem
hreint veltir sér upp úr þeirri sælu
sem nú á að ganga yfir heiminn með
nýjum roða frá austri, en roðinn í
austri er enn blóði drifínn.
Ekki má gleyma Kvennalistakon-
um, þær fordæma þá almennu
skoðun að þær séu angi af Alþýðu-
bandalaginu og styðji málefni þess
en komu þó fram í nefndum umræð-
um sem algjörir andstæðingar
vestræns frelsis og vamarkerfís gegn
heimsyfírráðum kommúnismans. Svo
segjast þær ekki vera pólitískur
flokkur. Það er varla heimska, heldur
eru það stjómmál sem knýja þær til
þeirrar heimskulegu baráttu gegn
vömum vestræns frelsis sem þær
ástunda nú.
Við höfum notið frelsis innan vest-
ræns sambands þó herflokkur eins
stærsta herveldis veraldar hafí gist
land okkar milli 40 og 50 ár, þó emm
við fijálst lýðveldi. Það hefur hvergi
gerst austan jámtjalds. Þær vilja
Island úr vestrænu vamarsamstarfí.
Ég spyr enn. Eru þær svo heimskar
að halda að ísland, sem gegn vilja
okkar, er orðið einn hemaðarlega
mikilvægasti staður jarðarinnar,
verði látið í friði ef til hemaðarátaka
kemur. Þetta hefur gerst vegna yfír-
gangsstefnu Sovétríkjanna. Að reka
vamarliðið okkar burt, er sama og
segja: Vamarliðið farið, verið þið
velkomnir Rússar, nú getið þið feng-
ið ísland án þess að kosta nokkm
til. Láta Kvennalistinn og allir þeir
sem vinna gegn vamarliðinu sér
detta í hug, að ísland geti nokkum
tímann staðið utanvið, ef til átaka
kemur?
Ég er þess viss, að ef Kvennalista-
konur vilja fslandi vel, að það gera
þær best með því að sundra ekki
þjóðinni í þessum samstarfsmálum
sem hafa reynst okkur með ágætum
í 50 ár. Þær geta snúið sér að því,
að fá kjamorkuvopnum útrýmt ef
þær telja að Rússar taki mark á
því, en ekki vinna alltaf gegn Banda-
ríkjunum og Bandaríkjaforseta sem
ég tel hafa unnið vel að friðarmálum
og stend fullkomlega með stefnu
hans, og fyrir hans afstöðu hafa
Rússar aðeins slakað á í orði, en
hemaðamppbygging þeirra er í full-
um gangi.
Fyrsta og mikilvægasta skilyrði
til að hægt sé að taka mark á friðar-
vilja Sovétmanna er það að þeir fari
tafarlaust með allan her sinn og
drápstæki frá Afganistan, hætti að
reka hemað ( Afríkulöndum öllum,
svo hægt sé að hjálpa sveltandi og
stríðshijáðu fólki án þess að hafa
það á tilfínningunni að verið sé að
styrkja hemað þeirra. Því óneitan-
lega gerir hjálpin það að verkum ef
fóðraðar em milljónir manna sem
þeir þá ekki þurfa að bera neina
ábyrgð á. Þeir flokkar hér sem bás-
úna frið og miklast mikið af, minnast
aldrei á ofbeldið og ofsóknaræði
Rússa í Afganistan, né stríðið gegn
saklausu fólki í Afríku.
Sameinuðu þjóðimar vom tákn
friðar í mínum huga þegar þær vom
stofnsettar, svo þá væri endanlegur
friður tryggður, en Rússar bmtu öll
lögmál og hafa æ síðan ráðist á
hveija smáþjóðina af annarri, svívirt
og drepið og brotið allt samkomulag
sem átt hefur að tiyggja mannrétt-
indi.
Síðan í stríðslok hafa allar þjóðir
sem tilheyrt hafa vesturveldunum,
haft sinn ákvörðunarrétt og frelsi,
en þessu er þveröfugt farið austan
jámtjalds, þar er fólkið þrúgað og
kúgað undir vald kommúnistanna.
Þetta virðist þið aðhyllast, Alþýðu-
bandalag og Kvennalisti, ef það er
alvara ykkar að gera ísland vamar-
laust fyrir heimsvaldastefnu Rússa.
Það virðir enginn frelsi þjóða þeg-
ar í stríð er komið, þess vegna eigum
við að standa saman gegn kommún-
ismanum og ekki láta þá skömm í
ljós að við viljum þá burt sem reynst
hafa okkur vel og láta spyijast út.
Vinna á að því af heilum hug að
vama því að til átaka komi. Það
gerum við best með vestrænni sam-
vinnu á öllum sviðum. En það gerið
þið auðsjáanlega ekki sem látið í ljósi
samstöðu með kommúnismanum og
egnið stöðugt gegn vestrænni sam-
vinnu og frelsi.
Þorleifur Kr. Guðlaugsson
Þessir hringdu . . .
Barry Lyndon
Lesandi hringdi og spurðist
fyrir um kvikmyndina Barry
Lyndon, hvort hún væri til á
einhverri myndbandaleigu.
Þessari fyrirspurn er hér með
komið á framfæri.
Grískar
kvikmyndir?
Ingvar hringdi: „Mig langar
til að stinga uppá því við Ríkis- '
sjónvarpið að það sýni grískar,
eða jafnvel indverskar og afr-
ískar, kvikmyndir. Það væri góð
tilbreyting frá tékknesku kvik-
myndunum sem sjónvarpið
hefur sýnt að undanfömu.
Lesgleraugu
Lesgleraugu töpuðust sl.
þriðjudag, annað hvort á Njáls-
götu eða á leiðinni niður
Barónstíg og Laugarveg.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 67 17 74.
SIEMENS
Fjölhæf hrærivél frá
Blandari, grænmetiskvörn og hakkavél fylgja með!
lAllt á einum armi.
MHrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar,
rífur, hakkar og sker — bæði fljótt og vel.
Mtarlegur leiðarvísir á íslensku.
Smith & Norland
Nóatúni 4 — s. 28300
KYNNING
snyrtifræðingur kynnir
JILSANDER
snyrtivörur á morgun föstudaginn 8. maí
frá kl. 9.00-18.00
VÖRUSALAN
Hafnarstræti 104- Akureyri