Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 48
48 félk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 4 Þessi vetrarklæði eru hönnuð af Hanae Mori. Vetrartískan 1987 Það er í fáum starfsgreinum sem menn eru jafnframsýnir og í tískubransanum. Nú þegar eru jap- anskir tískuhönnuðir búnir að kynna haust- og vetrartískuna, en Japanir þykja orðnir býsna glúrnir í fatahönnun. Þar gætir sömu hneigða og í vor- og sumartískunni ár — þ.e.a.s. grannt mitti og langir leggir, sem dregnir eru fram í dagsljósið með þeim styttstu pilsum sem sést hafa í fjölda ára. Síðustu pilsin ná nú rétt fyrir neðan hné og því ljóst að •fótafegurð verður enn eftirsóknar- verðari en undanfarin ár. Spá tískufrömuðir að tískan verði enn kvenlegri á næstu árum og jafnvel rætt um afturhvarf til einkenna fimmta áratugarins. Svart virðist ætla að vera vinsæl- ast, en einnig ber nokkuð á því að mosagrænn og ryðrauður blær sé á ýmsu. Leður og leðurlíki er alls- ráðandi og gefur, nær öllum flíkum svip og til þess að auka aðeins á fjölbreytnina er loðdýrafeldum ó- ‘spart vafið um háls. Reuter Morgunblaðið/Sverrir Nick Hulton og Jim Lowther skömmu áður en þeir héldu heim til Bretlands. „Við komum aftur“ Hinn 31. mars síðastliðinn var á þessum stað sagt frá tveim- ur ungum Bretum, sem voru í þann veginn að leggja upp í ferðalag yfir þveran Grænlandsjökul. Það voru þeir Jim Lowther og Nick Hulton, en ieiðangurinn hét The British Trans-Greenland Expedition 1987. Á ferðalaginu notuðust þeir bæði við sleða og skíði, en auk þess voru þeir með fallhlíf í farteski sínu; sem þeir notuðu sem segl til þess að draga sleðana. Að sögn gekk ferðin vel að mestu leyti og kom þeim í raun á óvart hversu greiðlega þeim hefði sóst hún. Að vísu lentu þeir tvisvar í vondum veðrum og þá blésu snarp- ari og kaldari vindar en þeir höfðu gert ráð fyrir. Þeir voru þó vel bún- ir svo að það kom lítt að sök; utan að Hulton kól lítillega á fæti. Ferðin öll tók 32 daga — þar af 29 dagar á jöklinum. Skömmu eftir að þeir lögðu í hann lentu þeir í illviðri, svokölluðum piteraq-stormi eins og innfæddir nefna hann, en tiTallrar lukku stóð hann ekki lengi. Eftir það gekk þeim ágætlega að komast að miðium jöklinum, en hæst fóru þéir ], 2700 m hæð og hÖfðu- þá farið um 300 km leið. * Eftir það fengu þeir sunnanvinda í bakið og gátu því notað fallhlífína góðu og sagði Lowther það hafa gert gæfumuninn því að þannig hefðu þeir ferðast 140 km á einum degi í stað 32 daginn áður. Þá var farið að styttast í ströndina og þeir félagar einnig orðnir tímabundnir. Nefndi Lowther að þegar þeir félag- ar fóru framhjá einni af radarstöðv- um Bandaríkjahers hefðu þeir ekki einu sinni gefíð sér tíma til þess að fá sér kaffibolla hvað þá meira ogþeystu fram hjá. Einhveijirgrall- arar hefðu þó séð til þeirra og eitu þá dágóða stund á snóbíl, en vindur- inn gérði það að verkum að bílinn. hafði ekki við þeim. Þegar að þeir komust loks niður af ísnum þurftu þeir að renna sér 40 km leið á skíðum niður að strönd. Þeir renndu sér niður lagða á, en jörð var auð og komust þeir fljótt á áfangastað. Sögðu þeir kumpánar að öll hefði ferðin verið hin ágæt- asta og sögðu þetta ekki verða í síðasta skipti sem þeir kæmu hing- að til lands eða Grænlands. Sem ljóst má vera var sýningin ekki smá i sniðum. Aída a söndum Egyptalands Fyrir skömmu var frá því skýrt í erlendum fréttum hér í blað- inu að Egyptar hefðu fært upp óperuna Aídu eftir ítalska tón- skáldið Giuseppe Verdi. Ástæða þess var sú að verkið á að gerast í Egyptalandi og þótti mönnum sem að góður tími væri komin á að óperan yrði sungin „á sínum stað“. Það var gert við 3.200 ára gamalt hof og þótti sýningin ta- kast hið besta. Til sýningarinnar kom valin- kunnt stórmenni og má nefna Michael Heseltine, Karl Lagerfeld, Karólínu Mónakóprinsessu og Soffíu Spánardrottningu. Var til þess tekið að sjaldan hefði annar eins þotuliðsfans komið til Egyptalands síðan að Farúk kon- ungur hrökklaðist frá völdum. „Að sjálfsögðu var það þess virði að koma — þó ekki væri nema vegna sjónarspilsins", sagði Karl Lager- feld, sem flaug með Concorde- þotu til landsins. Hann var þó greinilega tímabundinn, því að hann flaug rakleiðis heim aftur eftir fyrsta þátt. Almennt voru hinir 3000 áhorfendur á sama máli, þrátt fyrir að þeir kvörtuðu undan lélegu hljómkerfí. Spænski tenórinn Placido Dom- Placido Domingo gjóir augum til himins og fórnar höndum orðum sínum til áherslu. ingo söng hlutverk Radamesar gegn sópransöngkonunni Mariu Chiara og voru gagnrýnendur á einu máli um stórkostlega frammistöðu hans. Domingo hefur sungið hlutverk þetta oft áður, en þetta er í fyrsta skipti sem óperan er færð upp þar sem hún á að gerast; þar sem hin forna höfuðborg Þeba stóð. Á sjöunda áratug síðustu aldar fékk Khedive Ismail pasha af COSPER — Ég er hér með alfræðiorðabók, en það þýðir víst ekkert að bjóða þér hana, nágrannarnir segja að þú hafir ekki efni á að kaupa hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.