Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 28

Morgunblaðið - 07.05.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Ferjuslysið í Zee- brugge: Tala lát- inna hækkar stöðugt Briissel, Reuter. TALA þeirra, sem fórust með bresku bílafeijunni The Her- ald of Free Enterprise hækkar enn. Talsmenn belgíska sjóhersins sögðu í gær að tvö lík hefðu fundist til viðbótar og hefðu þvi a.m. k. 185 manns farist er feij- unni hvolfdi. Líkin fundust sjórekin á ströndinni skammt frá Ostende á þriðjudag og kváðust embætt- ismenn þess fullvissir að þau væru úr feijunni. Lík manns nokkurs fannst sjórekið á mánu- dag, en ekki er talið víst að þar sé um fómarlamb feijuslyssins að ræða. Uppboð: Metverð fyrir málverk eftir Francis Bacon New York, Reuter. MÁLVERK eftir breska málar- ann Francis Bacon seldist á uppboði í New York á þriðju- dagskvöld fyrir 1,76 milljónir Bandaríkjadollara (um 70 millj- ónir ísl.kr.). Að sögn uppboðs- haldarans, Christie’s, er þetta hæsta verð, sem fengist hefur fyrir verk eftir máiara í iifanda lífi. Svissneski listaverkakaup- maðurinn Jan Krugier keypti málverkið, sem nefnist „Study for Portrait 11“. Krugier keypti einnig annað málverk eftir Bac- on fyrir 1,43 milljónir dollara. Á uppboðinu seldist einnig silkiþrykk eftir Andy Warhol, sem lést fyrir skömmu, fyrir 660 dollara. Það er hæsta verð, sem fengist hefur fyrir mynd eftir Warhol á uppboði. Myndin heitir „Hvítt bílslys x 19“. Bandaríkin: Yeutter spáir minnkandi við- skiptahalla Washington, Reuter. CLAYTON Yeutter, viðskipta- fulltrúi Bandaríkjastjómar spáði því í gær að viðskiptahalli Bandaríkjanna myndi minnka verulega á næstu mánuðum vegna falls dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum heims. Yeutter sagði á fundi með blaðamönnum, sem skrifa um viðskipti, og ritstjórum að út- flutningur á bandarískum vömm hefði aukist síðustu mán- uði og innflutningur inn í Bandaríkin hefði minnkað. Indónesía: 175 fórust í skriðu Koto Paiyang, Reuter. TALIÐ er að 175 manns hafí látið lífið er skriða féll á þorp á indónesísku eyjunni Sumatra, að því er embættismenn á eynni sögðu í gær. Sögðu þeir að lík sextíu manna hefðu náðst úr heimilum, sem grófust undir skriðunni, sem féll á þorpið Koto Panjang á vesturhluta Sumatra. 50 AR FRA HINDENBURG-SL YSINU 50 ár voru í gær liðin frá þvi loftskipið Hinden- burg fórst i New Jersey í Bandaríkjunum. 36 manns fórust er skipið fuðraði upp á rúmri minútu. Eftir slysið lögðust ferðir með loftskip- um af en þau hafa erið notuð í auglýsingaskyni og í hemaðarlegum tilgangi. Almenningi í Oak- land í Kaliforníu gefst nú tækifæri til að taka sér á hendur útsýnisferðir með loftskipi. Fyrir- tæki eitt sem starfar þar í borg hóf þjónustu þessa í gær en þetta er í fyrsta skipti sem al- menningi gefst kostur á slíkum ferðum í Bandaríkjunum frá því Hindenburg fórst. Fyrir- tækið nefnist Airship Industries og hóf það sams konar rekstur í London á síðasta ári. Loftskipið tekur 18 farþega og kostar klukkustundar útsýn- isflug tæpar 6.000 krónur. Loftfarið Hindenburg var fyllt vetni, sem er ákaflega eldfimt efni, en nýju loftskipin era fyllt með helíum og segja talsmenn fyrirtækisins að þau séu fullkomlega örugg farartæki. Ómanir leita meiri olíu í grennd við Hormutzsund Múskat, Reuter. STJÓRN Ómans hefur skrifað undir samninga við erlent fjöl- þjóðafyrirtæki, IPC, um að það standi að oliuleit úti fyrir strönd- um landsins, í grennd við Hormutzsund. Svæðið sem leitað verður á nær yfir 2000 ferkíló- metra og er út af bænum Bukha. IPC-fyrirtækið er að meirihluta í eigu sænskra og vestur-þýzkra aðila. Samningurinn er til 30 ára. Finnist olía á þessu svæði skulu Ómanir fá 88 prósent í sinn hlut, en IPC tólf. IPC hefur unnið áður að olíurannsóknum í Óman með eftir- tektarverðum árangri. Nú er dagsolíuframleiðsla í Oman um 530 þúsund föt, en hægt væri að fram- leiða 700 þúsund . Hljóðlátar skrúfur á sovézkum kafbátum: Norsk vopnaverksmiðja seldi tölvur til smíðinnar Osló, frá Jan Grik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKA vopnaverksmiðjan Kongsberg Vápenfabrikk (KV), sem er í eigu ríkisins, kemur við sögu uppljóstrana þess efnis að smíðaðar hafi verið nýjar hljóðlátar skrúfur á sovézka kafbáta með tækjum, sem smyglað hafi verið til Sovétríkjanna. Verksmiðjan seldi tölvubún- að sem notaður var við smíði skrúfanna og hefur einum starfsmanni hennar verið stefnt í því sambandi og þrír til viðbótar era grunaðir um græsku. Hinum stefnda starfsmanni KV er gefið að sök að hafa gefið við- skiptaráðuneytinu villandi upplýs- ingar þegar sótt var um útflutnings- leyfi fyrir tölvubúnaðinn árið 1982. Sótt var um leyfi fyrir sölu á fjórum tölvusamstæðum og sagt að þær færu til notkunar í Japan. Tækin mátti aðeins selja til vestrænna ríkja en ekki til kommúnistaríkja. Starfsmaðurinn er hins vegar sagð- ur hafa vitað að í Japan yrðu tölvumar tengdar renni- og fræsi- vélum sem fara áttu til Sovétríkj- Danmörk: Miðstöð fyrir mann- réttindarannsóknir Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. ALLIR þingflokkar danska Þjóðþingsins nema Fram- faraflokkurinn hafa sam- þykkt tíllögu um stofnun miðstöðvar fyrir mannrétt- indarannsóknir og á hún að taka til starfa 1. ágúst nk. Stöðinni er ætlað að safna og vinna úr upplýsingum um mannréttindamál. í stöðinni, sem verður í tengsl- um við Kaupmannahafnarhá- skóla, verða sex starfsmenn, þar af þrír við rannsóknarstörf. Eitt af verkefnum miðstöðvar- innar verður að vinna að sam- norrænni skýrslu um mannrétt- indi í löndunum, sem Danmörk, Noregur og Svíþjóð veita þróun- araðstoð. Verður skýrslan unnin í samvinnu við hliðstæðar stofn- anir í Noregi og Svíþjóð. Stofnkostnaður vegna stöðvar- innar er áætlaður ein milljón danskra króna, en árlegur rekstr- arkostnaður þijár millj. d. kr. anna. Með þessu móti sniðgekk KV hinar svonefndu Cocom-reglur sem gilda um útflutning til Austan- tjaldsríkjanna. Norska rannsóknarlögreglan hefur unnið að rannsókn málsins og hefur rannsóknin m.a. borizt til Bandaríkjanna, en það voru banda- rískir sérfræðingar, sem uppgötv- uðu, að tekið væri að útbúa sovézka kafbáta nýjum hljóðlátum skrúfum. Komust þeir að því að þeir hefðu verið smíðaðir með tækjabúnaði, sem keyptur var hjá Kongsberg Vápenfabrikk í Noregi og hjá Tos- hiba-fyrirtækinu í Japan. Rennibekkurinn og fræsitækin eru brúkuð í járnsmiðju í Leningrad og tóku starfsmenn KV þátt í upp- setningu og gangsetningu tækja- samstæðunnar þar. Hinn stefndi starfsmaður KV er brezkur ríkis- borgari en hefur verið búsettur lengi f Noregi. Hefur hann verið yfirheyrður margsinnis en ætíð neitað því að hafa verið misnotaður af Sovétmönnum. Lögreglan álítur að það hafí aðeins verið sjónarmið sölumennskunnar sem varð til þess að hinn stefndi og hinir þrír grun- uðu hundsuðu Cocom-reglumar. Stjómendur KV eru sagðir mjög slegnir yfir uppljóstmnunum en þeir munu hvergi hafa komið nærri tölvusölunni. Stjómmálamenn ótt- ast að málið kunni að stórskaða verksmiðjumar, sem glíma nú við tap að andvirði rúmlega eins millj- arðs norskra króna. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins hafa verið sendir til Bandaríkjanna til að reyna að tala máli verksmiðjanna, sem reyna um þessar mundir að semja við Bandaríkjastjóm um smíði svo- kallaðra Penguin-eldflauga. Takist verksmiðjunni að ná þeim samning- um hefði það í för með sér tekjur upp á 600 milljónir norskra króna. Ýmsir bandarískir þingmenn hafa lagst gegn samningum ef sannað þykir að verksmiðjan hafi selt Sov- étmönnum óleyfílegan tölvubúnað sem gert hafí þeim kleyft að smíða skrúfur sem hafí í för með sér að erfiðara verði að hafa uppi á sovézk- um kafbátum. Atvinnusjúkdómar hljóðfæraleikara: Sígild tónlist fer verst með heyrnina HIJÓDFÆRALEIKARI, spilar í sinfóníuhljómsveit, á miklu fremur á hættu að verða fyrir heyrnarskaða en flytjandi rokktónlistar. Þeir, sem sitja nálægt slagverkshljóðfærum og lúðrum, eru f mestri hættu. Hljóðfæraleikarar, sem flytja sígilda tónlist, eiga einnig við að stríða meiðsl i öxlum, handleggjum og fingrum, að þvf er fram kemur nýlega f grein í blaði dönsku lækna- samtakanna. Þar er vitnað til bandarískrar rannsóknar, sem leiddi í ljós, að tónlistarmenn verða fyrir miklu andlegu og líkamlegu álagi í vinnuumhverfi sínu. Bandaríska rannsóknin beindist m.a. að 100 tónlistarmönnum, sem kenndu sér meins í höndum eða handleggjum. í ljós kom, að 32 urðu að hætta hljóðfæraleik, en hinir 68 urðu ýmist að draga úr æfingum, breyta fingrasetningu eða leiktækni á annan hátt til að hlffa veikluðum liðum. Flytjendum popptónlistar er ekki nærri eins hætt við heymarskaða og hljóðfæraleikurum í sinfóníu- hljómsveit, segir í fyrmefndri grein. Er ástæðan sögð sú, að popp- tónlist sé leikin á lægri tíðni en sfgild tónlist og hljómstyrkurinn sé tiltölulega stöðugur í poppinu. í greininni segir, að þeir sem sitji næst slagverkshljóðfærum og lúðrum eigi helst á hættu að verða fyrir heymarskaða. Jafiiframt er bent á, að erfitt sé um vamir á þessu sviði án þess að draga úr listrænum kröfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.