Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 27 Ók á Berlínarmúrinn 26 ára gamall Vestur-Berlínarbúi ók í gær bifreið sinni á Berlinarmúrinn nærri Brandenbúrgar- hliðinu og var það mat manna að hann hefði ætlað að fremja sjáifsmorð. Atburður þessi vakti að vonum athygli beggja vegna múrsins og var önnur myndin tekin er austur-þýskir landamæraverð- ir klifruðu aftur yfir múrinn eftir að hafa brugðið sér vestur yfir til að skoða verksummerkin. Á hinni myndinni virða tveir breskir hermenn fyrir sér bifreiðina. Filippseyjar: Starfsfólki hjálp- arstofnunar rænt Manila. Reuter. TVEIMUR starfsmönnum sviss- neska Rauða krossins og fjórum filippinskum hjúkrunarfræðing- um var rænt á suðurhluta Mindanaoeyjar, einnar af Filippseyjum, seint í fyrradag og gaf hersijórnin mannræningjun- um 24 klukkustundir tíl að láta fólkið laust, annars yrði hernum beitt. Hjúkrunarfræðingamir og Sviss- lendingamir, Jacky Sudan og Alex Braunvalder, höfðu verið að dreifa matvælum í litlu þorpi ásamt tveim- ur öðrum Filippseyingum sem síðar var sleppt. Talið er að mannrænin- gjamir séu múhameðstrúarmenn, en tilheyri ekki skipulögðum sam- tökum þeirra er að undanfömu hafa átt í viðræðum við stjómvöld til þess að reyna að koma í veg fyrir styijöld á Sulueyjum. Viðræð- um þessum var hætt í gær og ákveðið að báðir aðilar undirbyggju tillögur sem lagðar yrðu fram á fundi er haldinn verður eftir að nýtt þing kemur saman í júlímán- uði. Talið er líklegt að mannránið geti aukið á spennu þá er verið hefur á suðurhluta Filippseyja und- anfarin ár, en þar hefur komið til bardaga öðru hvoru síðan um 50.000 manns létust í styrjöld milli stjómvalda og uppreisnarafla er ■ ■■ 1 \y/ ERLENT vildu sjálfstæði, á sjöunda áratugn- um. Fyrstu lýðræðislegu þingkosn- ingar í 15 ár fara fram á Filippseyj- um á mánudag og hafa 28 milljónir manna atkvæðisrétt. Herinn hefur mikinn viðbúnað til að koma í veg fyrir óeirðir, en öfgaöfl til hægri og vinstri í stjómmálum hafa hótað að efna til átaka. NATO: Flotaæf- ingar við Gíbraltar Lissabon, Reuter. RÚMLEGA 7.000 hermenn frá tíu aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins hófu á mánudag flotaæfingar í nágrenni við Gíbraltar. Að sögn embættismanna Atl- antshafsbandalagsins taka 40 herskip og 50 flugvélar þátt í æfing- unum. Tilgangur þeirra er að æfa flota aðildarríkjanna í því að halda skipaleiðum opnum á þessum slóð- um á óvissu- eða átakatímum. Sveitir frá Bandaríkjunum, Belgíu, Kanada, Hollandi, Ítalíu, Portúgal, Bretlandi, Vestur-Þýska- landi, Tyrklandi og Frakklandi taka þátt í æfingunum, sem standa í níu daga. Kúbumenn segjast hafa tekið njósnara Havana, Reuter. STJÓRN Kúbu tilkynnti á þriðju- dag að lögreglan hefði handtekið systkin, sem staðin hefðu verið að njósnum í þágu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hinir meintu njósnarar voru sagðir heita Gladys Olivia Garcia Hemandez, sem er útlægur Kúbani með bandarískan borgararétt, og Nestor Garcia Hemandez, bróðir Gladys. Nestor Hemandez var starfs- maður byggingamálaráðuneytisins í Havana. Sagði í tilkynningu innan- ríkisráðuneytisins að systkinin hefðu verið staðin að verki þar sem þau hefðu verið að vinna fyrir CIA. Ekki fylgdi fréttinni hvenær hand- takan fór fram. Bandarísk yfirvöld hafa ekki látið neitt frá sér fara um málið. Að sögn talsmanns innanríkis- ráðuneytisins réði Gladys bróður sinn og þjálfaði hann í njósnum og skemmdarverkum fyrir CIA. Smyglaði hún fjarskiptatækjum til Kúbu og kenndi honum á þau. Var hald lagt á tækin, að sögn tals- mannsins. í frásögn af handtökunni hélt kúbanska ríkisfréttastofan því fram að stjóm Reagans hefði mis- notað velvilja kúbanskra yfírvalda, sem heimilað hefðu burtflúnum Kúbumönnum að heimsækja skyld- menni sín á Kúbu. í skjóli fjöl- skylduheimsókna af þessu tagi hefðu Bandaríkjamenn stundað „njósnir og aðra glæpastarfsemi". Bandaríkjamenn endurgreiði Irönum 451 milljón dollara Haag. Reuter. GERÐARDÓMSTÓLL í Haag í Hollandi fyrirskipaði S gær Bandarikjastjórn að endurgreiða ríkisstjórn íran 451 milljón doU- ara (rúmlega 18 milljarðar Ssl. kr.) hið bráðasta og sagði að þessi úrskurður kæmi ekkert við málum bandariskra gisla i Liban- on. Bandaríska utanríkisráðu- neytið staðfesti að því hefði borist úrskurðurinn, en vildi ekki segja hvenær greiðslurnar yrðu ynntar af hendi. Gerðardómnum, sem settur var á laggimar árið 1981 í kjölfar sam- komulags milli ríkisstjóma Banda- ríkjanna og íran um að sleppa lausum 52 Bandaríkjamönnum sem haldið hafði verið í sendiráði lands þeirra í Teheran í 444 daga, er ætlað það hlutverk að skera úr um fjárkröfur ríkjanna á hendur hvort öðru. í úrskurðinum segir að leggja beri peningana þegar í stað inn á reikning írana í Englandsbanka og er þetta langstærsta upphæð sem dómurinn hefur fjallað um. Er um að ræða fé sem íranir eiga inni hjá Bandaríkjastjóm vegna þess að þeir hafa greitt of mikið af lánum og er féð varðveitt í Seðlabankanum í New York í formi ríkisvíxla er tekið gæti tíma að koma í peninga. 22-47. Aldrei glæsilegra úrval af striga- og sportskóm á börn og fullorðna. GEYsÍPf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.