Morgunblaðið - 07.05.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987
41
Minning:
Agnes J. Sand
Fædd 16. ágúst 1902
Dáin 2. mars 1987
Agnes Jakobsdóttir Sand, föður-
systir mín, varð bráðkvödd 2. mars
sl., á heimili sínu í Blaine í Wash-
ingtonfylki í Bandaríkjunum.
Agnes fæddist í Skammadal í
Mýrdal 16. ágúst 1902. Foreldrar
hennar voru Jakob Þorsteinsson frá
Skammadal og Solveig Brynjólfs-
dóttir frá Suður-Hvammi. Þau
höfðu verið samvistum í Suður-Vík
• frá unglingsaldri og giftu sig þar
árið 1891. Voru þrjú elstu böm
þeirra fædd í Suður-Vík. Þau hófu
búskap í Skammadal árið 1893 við
lítil efni.
Þegar Agnes fæddist heijaði
bamaveiki í Mýrdal og dóu þijú
systkini Agnesar úr veikinni í næsta
mánuði eftir fæðingu hennar. í des-
ember árið eftir dó móðir hennar,
mánuði eftir að tólfta systkini Agn-
esar fæddist. Faðir hennar neyddist
til að bregða búi vorið eftir og réðst
vinnumaður að Suður-Vík. Hann
hafði með sér tvö af sjö bömum
sínum, sem á lífi vom, þau Ólaf
átta ára og Agnesi á öðru ári, hin-
um kom hann í fóstur til frændfólks
og vina í Mýrdal.
Eftir þriggja ára vera í Suður-
Vík fluttist Jakob, ásamt Ólafí, í
Fagradal, en Agnes varð eftir í
Suður-Vík og ólst þar upp til 17
ára aldurs. Mátti segja, að Guðlaug
dóttir Halldórs í Vík gengi henni í
móður stað.
Agnes var mjög tápmikil og sótt-
ist meira eftir að starfa úti en inni
og var fóstra hennar henni eftirlát
í því sem öðra. Fljótt beindist hug-
ur Agnesar að námi í hjúkranar-
fræðum og reyndi fóstra hennar að
koma henni í hjúkranarskóla í Dan-
mörku, en það tókst ekki, enda
skorti Agnesi bæði aldur og undir-
stöðumenntun.
Föðurbræður hennar tveir og
frændi höfðu nokkra fyrir og eftir
aldamótin flust til Ameríku og
bjuggu nú á Point Roberts, sem er
útvörður USA í norðvestri. Þangað
lágði nú Agnes leið sína ein síns
liðs og komst áfallalaust á leiðar-
enda í júlílok 1919. Þar var henni
vel fagnað af fjölskyldum frænda
hennar.
Fyrstu þijú árin vestra vann hún
ýmis störf til að afla sér námseyris
og fá vald á enskunni, en var síðan
við hjúkranamám önnur þijú ár á
sjúkrahúsi í Bellijigham og vann
við hjúkran eftir því sem aðstæður
leyfðu næstu sex árin. Arið 1927
giftist Agnes norskum manni, Ein-
ari Sand. Þau bjuggu á ýmsum
stöðum til ársins 1931, en þá sett-
ust þau að á Point Roberts. Þar
höfðu þau dálítinn búskap, 2—4
kýr, sem Agnes annaðist að mestu,
en Einar fékk vinnu sem vélstjóri
við niðursuðuverksmiðju í Blaine. Á
Point Roberts bjuggu þau til ársins
1959, er þau fluttu til Blaine, og
þar var heimili þeirra til æviloka.
Sumarið 1956 rættist draumur
Agnesar að heimsækja föður sinn
og bræður og vitja æskustöðvanna.
Dvaldi hún hér mánaðartíma og
hafði mikla ánægju af þeirri heim-
sókn. Hún hafði mikinn áhuga fyrir
að treysta fjölskylduböndin og það
var henni því mikil gleði þegar Ólaf-
ur bróðir hennar heimsótti hana,
ásamt dótturdóttur sinni, nokkram
áram síðar. Hún kom til íslands
aftur 1970 með syni sínum og dótt-
urdóttur og enn fyrir þremur áram
með tveimur dætram sínum. í þeim
ferðum gafst henni kostur á að ferð-
ast nokkuð um landið og naut hún
þessara heimsókna.
Agnes hafði til að bera mikla
glaðværð og lífsþrótt, enda þurfti
hún á hvoratveggja að halda um
ævina. Sérstaklega reyndi á styrk
hennar fyrstu búskaparárin áður
en þau fluttu til Point Roberts, þeg-
ar saman fóra atvinnuleysi og
veikindi Einars.
Þau hjónin eignuðust 5 böm, sem
öll era á lífi og búsett í Blaine og
þar í grennd. Mann sinn missti
Agnes árið 1983 og tengdason
tveimur áram síðar. Einnig fórast
tvö bamaböm hennar af slysföram
á unglingsaldri. Agnes fór því ekki
varhluta af ástvinamissi um ævina.
Alsystkini hennar era öll látin, en
eftir liflr hálfbróðir hennar, Jónas
f Fagradal í Mýrdal.
Okkur hjónunum veittist sú
ánægja að heimsækja Agnesi og
dvelja á heimili þeirra hjóna og
heimilum bama þeirra um nokkurt
skeið fyrir sjö áram. Vegna veik-
inda Einars gátu þau hjónin lítið
ferðast með okkur, en heima hjá
þeim var gott að vera og þar skorti
ekki umræðuefni — frásagnir frá
uppvaxtaráram Agnesar í Suður-
Vík. Agnes var þá nýbúin að skrifa
upp minningabrot frá þeim áram
og fyrstu árum sínum í Ameríku
„fyrir böm mín, bamaböm og
bamabamaböm". Er hér að nokkru
stuðst við þessar minningar.
Elliheimilið Stafholt var stein-
snar frá heimili Agnesar. Þar
starfaði hún að hjúkran eftir að hún
fluttist til Blaine, og elliheimilinu
gaf hún íslenska búninginn, sem
Guðlaug í Suður-Vík gaf henni,
þegar hún fór að heiman. Við fóram
með henni í heimsókn í Stafholt og
þar var henni vel fagnað. Þar var
íslenska töluð og þar blakti íslenski
fáninn við hún.
Síðustu tvö árin bjó John yngri
sonur hennar hjá henni og var henni
stoð og stytta og böm hennar öll
létu sér mjög annt um velferð henn-
ar, enda hafði hún vissulega verið
þeim góð móðir
Við hjónin sendum bömum henn-
ar, tengdabömum og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Agnes var jarðsett í Blaine 7.
mars sl., að viðstöddum fjölda vina
og ættmenna. Hennar verður
minnst við guðsþjónustu í Víkur-
kirkju þann 10. maí nk.
Jón Ólafsson
esið af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er22480
ASEA Cylinda
þvottavélar*sænskar og sérstakar
Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun,
vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis-
gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki
betri vélar!
3!:;,yí(a /FOniX
HATUNI 6A SlMI (91)24420
RAÐSTEFNA
UM ÞRÓUN FISKMJÖLSIÐNAÐAR
Á ÍSLANDI
ávegum
Rannsóknastofnunar f iskiðnaðarins og
Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda
haldin á Hótel Sögu 21.-22. maí 1987.
DAGSKRÁ:
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ.
14:00-14:30 Afhending ráðstefnugagna
14:30
Setning, HalldórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra.
Fjár- og fjárfestingarmál.
Fundarstjóri: Bjarni Bragi Jónsson.
14:45-15:30 Benedikt Valsson: Rekstrarstaða fiskmjölsiðnaðar í nútíð og framtíð.
15:30-16:15
16:15-16:30
16:30-17:15
17:15-18:15
19:30
Jón R. Magnússon: Efnahagslegur grundvöllur fiskmjölsframleiðslu.
Kaffi.
Sveinn Hjartarson: Efnahagslegurgrundvöllurveiðaábræðslufiski.
Umræður.
Sameiginlegur kvöldverður.
FÖSTUDAGUR 22. MAÍ.
Tæknimál.
Fundarstjóri: Bjöm Dagbjartsson.
9:00- 9:30 Sigurjón Arason: Ástand fiskmjölsverksmiðjaá íslandi m.t.t. þurrkunarbúnaðar.
9:30-10:00 Hannes Ámason/Guðmundur Þóroddsson: Orkumál fiskmjölsiðnaðar.
10:00-10:30 Kaffi.
10:30-11:00 Andrés Þórarinsson: Rekstrar- og fjárhagslegarforsendurtæknivæðingar.
11:00-11:30 GeirZoega og Sveinn Frímannsson: Stýritækni við fiskmjölsframleiðslu.
11:30-12:30 Umræður.
12:30-14:00 Matur.
Markaðs- og gæðamál.
Fundarstjóri: Már Elísson.
14:00-14:45 lan Pike: Future aspects of marketing of fishmeal.
14:45-15:30 Nils Urdahl: Þróun fiskmjölsiðnaðar í Noregi.
15:30-16:00 Kaffi.
16:00-16:30 Jónas Bjamason: Efnasamsetning og gæði íslensks fiskmjöls.
16:30-17:00 Grímur Valdimarsson: Rotvörn bræðsluhráefnis og þýðing hennar.
17:00-18:00 Umræður.
18:00 Ráðstefnuslit.
ÞÁTTTAKENDUR:
Ráðstefnan er ætluð framleiðendum og seljendum fiskmjöls, innflytjendum tækja, verkfræðistofum,
bönkum, opinberum aðilum og öðrnrn er áhuga hafa á framtíð fiskmjölsiðnaðarins.
ÞÁTTTÖKUGJALD:
Krönur 6.000.-. Hádegisverður, kaffi, kvöldverður og ráðstefnugögn innifalin.
SKRÁNING:
Á skrifstofu Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, sími 20240 fyrir miðvikudaginn 20. maí.
TAKMARKAÐUR FJÖLDIÞÁTTTAKENDA.
Félag íslenskra
fiskmjölsframleiðenda
pp
Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins