Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 24

Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Búist við ákvörðun um hvalkjötið í Ham- borg fyrir vikulokin Frá Jóni Ásgeirí Sigurdsayni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandaríkjunum HVALKJÖTIÐ sem hafnaiyfirvöld í Hamborg kyrrsettu 20. mars síðastliðinn er þar ennþá. Utflutningsskjöl bárust frá íslandi fyrir tveimur vikum, en hafnarstjórinn í Hamborg hafði gefið fjögurra vikna frest til að skila tilhlýðandi skjölum vegna hvalkjötsgá- manna 7, sem Alafoss flutti þangað frá íslandi. Hafnarstjórinn í Hamborg sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á fyrirmælum frá umhverfismálaráðuneytinu fyrir vikulokin. Hans Rebhan, fríhafnarstjóri í Hamborg, sagði Morgunblaðinu í mars, að hann hefði ákveðið að láta kyrrsetja gámana uns lögð væru fram tilhlýðileg slqol vegna hvalkjötsins. Hann sagði að sam- kvæmt alþjóðasamningi um milliríkjaviðskipti og dýra- og jurtategundir í útrýmingarhættu (skammstafað CITES á ensku), Hádegisverð- arfundur ávegum Kveuréttinda- félagsins Kvenréttindafélag íslands efn- ir til hádegisverðarfundar á Litlu-Brekku föstudaginn 8. mai nk. kl. 12.00. Gestur fundarins verður finnska skáldkonan Míirta Tikkanen, en hún hefur m.a. skrifað skáldsöguna „Karl- mönnum verður ekki nauðgað", sem kom út árið 1976 og ljóða- bókina „Ástarsaga aldarinnar“, en fyrir hana hlaut höfundurinn norræn bókmenntaverðlaun kvenna árið 1979. Márta Tikkanen hefur verið virk í kvennahreyfingunni í Finnlandi og mun segja frá stöðu mála þar í landi. Fundurinn er öllum opinn. verði að leggja fram tilhlýðileg útflutningsskjöl frá íslenskum stjómvöldum. Hans Rebhan sagði að um þennan samning hefðu ver- ið samþykkt sérstök lög í Vestur- Þýskalandi, en auk þess tengdust þýsk náttúruvemdarlög þessum sama alþjóðasamningi. Fríhafnarstjómin í Hamborg gegnir hlutverki tollayfírvalda og fylgist því með öllum vörum sem fara um höfnina. Fríhafnarstjórinn ákveður bráðlega hvort hvalkjötið verður gert upptækt. En ráðu- neyti umhverfísmála í Bonn hefur umsagnarskyldu og Dr. Emonds, sem hefur yfímmsjón með þessu máli hjá ráðuneytinu, sagði frétta- ritara Morgunblaðsins í gær, að þaðan sé tíðinda að vænta fyrir helgina. Gerhard Wallmeier, talsmaður Grænfriðunga í Hamborg, sagði fréttaritara Morgunblaðsins að hann byggist við að hvalkjötið yrði gert upptækt. Hann sagði að samkvæmt áðumefndum alþjóða- samningi megi ekki versla með kjöt af langreyði og sandreyði, en slíkt kjöt sé í frystigámunum frá Hval hf. Gerhard Wallmeier sagð- ist álíta að umhverfismálaráðu- neytið í Bonn bíði með ákvörðun þar til nýi umhverfísmálaráðher- rann Töpfe hafí tekið við embætti. Þessari fullyrðingu vísaði Dr. Emonds í ráðuneytinu á bug, þar eð mál þetta sé aðeins til umsagn- ar og verði því venju samkvæmt ekki Iagt fyrir ráðherrann. Sigurður Marteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Andrew Watkinson og Oliver Kentish leika á tónleikum i Haf narfjarðarkirkju í kvöld. Beethoventónleikar í Hafnarfjarðarkirkju FJÓRIR kennarar við Tónlist- arskólann í Hafnarfirði halda tónleika í kvöld, 7. maí, í Hafn- arfjarðarkirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Flytjendur á tónleikunum eru Andrew Watkinson fíðla, Oliver Kentish selló, Guðrún Guðmunds- dóttir og Sigurður Marteinsson á píanó. Þau eru öll kennarar við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Verkin sem leikin verða á tón- leikunum eru eftir Ludvig van Beethoven; sónata fyrir fíðlu og píanó „Op. 24 í F-dúr“, tilbrigði fyrir selló og píanó „um stef eftir Mozart", tríó fyrir fíðlu, selló og píanó „Op. 1 no. 3. f c-moll“. Þýzkaland: Ferskur karfi yfir 50 krónur VERÐ fyrir ferskan karfa í Þýzkalandi þokast heldur upp á við og er komið yfir 50 krónur á hvert kíló. Verð á grálúðu hefur aftur á móti lækkað, er komið nokkuð niður fyrir 50 krónur á kílóið. Ögri RE seldi á mánudag og þriðjudag 293 lestir, mest karfa, og 100 lestir af grálúðu. Heildar- verð var 15,2 milljónir, meðalverð 51,88. Meðalverð fyrir grálúðuna var um 48 krónur og lækkaði held- ur milli daganna. Karfínn var að meðaltali á um 54 krónur og hækkaði verð á honum milli dag- anna. Þórshamar GK seldi á föstudag 56 lestir, mest þorsk í Hull. Heild- arverð var 2,9 milljónir króna, meðalverð 52,25. Nokkuð af ufsa í aflanum dró verðið niður. Skin- ney SF seldi á þriðjudag 71 lest, mest þorsk í Hull. Heildarverð var 4,6 milljónir króna, meðalverð 64,68. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: „Líf fráfarandi ríkis- stjómar ekki frandengt“ ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu Morgunblaðsins í fyrra- kvöld, þegar rætt var við formenn stjórnmálaflokkanna um stjómarmyndunarviðræð- umar sem nú fara í hönd, að viðtalið við Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem átti að birtast ásamt öðrum viðtölum, var ekki birt, einungis tilvísunarfrétt úr viðtalinu á blaðsíðu 2. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og birtir viðtalið við Þorstein hér á eftir óstytt. ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eitt ljóst nú þegar framundan eru formlegar stjómarmyndunarvið- ræður, að líf fráfarandi ríkis- stjómar verði ekki framlengt. Hann telur einsýnt að það muni taka langan tíma að mynda ríkis- stjóra. „Það stendur enn að kosningaúr- slitin mæltu fyrir um erfiðleika við Höfum ffengið eins langl í þorskveiðunum og liægt var verðum nú að draga saman seglin, segir Halldór Ásgrímsson HALLDÓR Asgrímsson sjávarútvegsráðherra telur að íslendingar þurfi að fara varlega á næstunni í (jósi þess að útlit er fyrir sam- drátt í loðnuveiði á næstu vertíð og að ljóst er að þorskveiðm nú er farin að byggja að verulegu leyti á ungfiski. Halldór segir að engin trygging sé fyrir að sjávarútvegurinn geti haldið núverandi stöðu og hægt sé að bæta núverandi lífskjör á hveiju ári. Þá sé hætta á að gengið verði það nærri fiskistofnum okkar að lífskjör- in hrynji. „Við höfum vitað það aillengi að útlitið í loðnuveiðunum væri ekki eins gott og á sama tíma og í fyrra enda verður að gera ráð fyrir veiðisveiflum í loðnuveiðinni þar sem loðnan lifír styttra en aðrar físktegundir," sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég held að það verði að gera ráð fyrir að veiðar á næstu vertíð verði minni en á síðustu vertíð þótt við getum ekkert sagt um hve mikill sá munur er fyrr en eftir rannsóknir í haust. Við gerum þó ráð fyrir að veiðamar verði hafnar með um 300 þúsund tonnum minni aflakvóta en í fyrra sem gera má ráð fyrir að sé að verðmæti um einn milljarður króna“. -Eru ekki einnig að blikka við- vörunarljós í þorskveiðunum þegar uppistaðan í þorskveiðunum nú er ungþorskur frá 1983? „Við höfum getað haldið uppi tiltölulega miklum þorskafla miðað við útlit vegna þess að árgangurinn frá 1983 er mjög sterkur og ár- gangurinn frá 1984 var einnig góður. En þetta eru nánast einu sterku árgangamir í okkar þorsk- stofni í dag. Það má gera ráð fyrir að hluti af 1983 árganginum komi inn í stofninn frá Grænlandi um árið 1990 en þangað fór mikið af seiðum. En fískveiðistefnan á næstu árum hlýtur að ganga út á að reyna að nýta þessa tvo sterku árganga skynsamlega þannig að þeir geti verið uppistaðan í veiðun- um á næstu árum. Það þýðir að við þurfum að takmarka veiðamar verulega. Ég vil ekkert leyna þeirri skoðun minni að við höfum gengið eins langt í þorskveiðunum og okkur var frekast unnt og þær ákvarðan- ir voru teknar ekki síst á sínum tíma vegna þess að sjávarútvegur- inn var mjög illa staddur og það varð að rétta hann við. Hinsvegar er svo komið nú að það er farið að gera miklar kröfur á hendur sjávarútveginum og hann hefur enga tryggingu fyrir því að halda sinni stöðu frekar en venjulega. Auðvitað em framtíðarhagsmunir sjávarútvegsins aðallega fólgnir í því að við vemdum okkar físki- stofna og höidum þeim nægilega sterkum til að standa undir okkar framtíðarveiðum. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að stíga á sem flestar bremsur hvað varðar þorskveiðamar og við þurfum fremur að draga þær saman en auka þær.“ -Getur slíkt ekki orðið erfítt? Jú en ég held að við þurfum að gera okkur grein fyrir því á þessum tímamótum að það eru takmörk fyrir því hvað við getum ætlað okkur mikið og við megum ekki fyllast þeirri trú að það séu öll vandamál hér leyst og við getum haldið áfram að bæta okkar lífskjör á hveiju einasta ári. Ef við höldum þá braut er hætt við að við göngum það nærri fiskistofnunum að lífskjörin hrynji á endanum og þá hlýtur að vera betra að reyna að draga saman seglin í tíma.“ -Era þá núna teikn á lofti um að góðærið svokallaða sé að renna sitt skeið? „Við höfum nú viijað gera einum of mikið úr þessu góðæri. Góð af- koma í sjávarútvegi og þjóðarbúinu almennt er ekki síst að þakka því að mjög vel hefur tekist til með rækjuveiðar og þær skiluðu okkur á síðasta ári um 4 milljörðum króna. Það var mjög mikil og góð viðbót fyrir utan hátt verð á öðrum afurðum. Við getum þó ekki vænst þess að bæta mjög miklu við rækjuveiðamar og við höfum gengið það langt í nýtingu botn- fiskstofnanna að við getum ekki gengið lengra. Loðnuveiðamar munu skila okkur minna á næstu vertíð þannig að við getum ekki búist við mikilli aukningu þjóðar- tekna á næstunni og við þurfum að taka tillit til þess í okkar ákvörð- unum bæði hvað varðar fjárlög og kaup og kjör í landinu. Ekki það að ég vilji vera að ala á svartsýni heldur tel ég að við þurfum að kunna fótum okkar forráð og horfa aðeins lengra fram í tímann en til næstu mánaða," sagði Halldór Ásgrímsson. stjómarmyndun. Það eitt er ljóst að lff fráfarandi ríkisstjómar verður ekki framlengt. Stjómin missti meirihlutann og hann verður ekki endumýjaður með einhveiju vara- hjóli," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að með þessu væri hann alls ekki að útiloka samstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Það gæti hins vegar ekki orðið nema á alveg nýj- um grandvelli, bæði að því er varðar verkaskiptingu og málefni. „Sjálfstæðisflokkurinn er sem stærsti þingflokkurinn reiðubúinn til þátttöku í ríkisstjóm, en í ljósi kosningaúrslitanna væri á hinn bóginn ekki óeðlilegt að fram kæmi hvort einhveijir fjórir flokkar væra reiðubúnir til samstarfs, án Sjálf- stæðisflokksins," sagði Þorsteinn. Hann kvað Sjálfstæðisflokkinn ekki mundu verða aðili að slíkri fjöl- flokka ríkisstjóm og sjálfstæðis- menn treystu sér mæta vel til þess að vera í stjómarandstöðu við þær aðstæður. „Eigi að koma til stjómarþátt- töku af okkar hálfu, setjum við okkur almenn markmið, fyrst og fremst þau að ríkisstjómin hefði öraggan þingmeirihluta og að hún væri vegna þjóðfélagslegrar stöðu sinnar líkleg til þess að leiða þjóð- ina til sátta til þess að koma í veg fyrir nýja verðbólgusprengingu," sagði Þorsteinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins kvað tímann sem gefíst hefði til áþreifínga hafa verið gagnlegur, þó að hann, enn sem komið er ekki leitt til neinnar niðurstöðu. - Hvaða stjómarmynstur væri vænlegast til þess að ná þeim ár- angri, sem þú lýsir hér að framan? „Það liggur ekki fyrir eins og sakir standa. Óvissan er slík. Það er einsýnt að það er langt í stjómar- myndun," sagði Þorsteinn. Þorsteinn var spurður hvort sam- starf Sjálstæðisflokks við Borgara- flokk kæmi á einhveiju stigi til greina, að hans mati: „Ég held að það sé ákaflega erfítt á þessu stigi málsins, að kveða upp úr um það hvaða flokkar eru líklegastir til þess að ná saman. Málið er allt of skammt á veg komið, til þess að hægt sé að gera sér slíkt í hugar- lund.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.