Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 6

Morgunblaðið - 07.05.1987, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Að höggva Fyrir nokkru hófst ganga Hring- iðunnar á rás 2 en sá síðdegis- þáttur er í umsjón hins fjallhressa Brodda Broddasonar og þeirrar ljúfu útvarpsmeyjar Margrétar Blöndal. Þau Margrét og Broddi eru prýðilega máli farin, ber ræða Brodda gjaman með sér ilm af skagfírsku hrossataði og svo stinn eru stundum hófatökin að Margrét hverfur í jóreykinn - því miður. Líkt og aðrir útvarpshestar lyfta þau Margrét og Broddi oft símtólinu, þannig hringdu þau í fyrra- dag í Lárus Guðmundsson knatt- spymumann. Sat þá einnig Sverrir Gauti við símann og teygðist nú full mikið úr spjallinu en þá skaust hann Valgeir okkar blessaður á línuna og lýsti einkar skemmtilega Eurovision- standinu þar sem hún Halla Margrét er stjama dagsins enda óhrædd við blaðamenn sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að stúlkan stjómi vöm- flutningum á íslandi! Já hann Valgeir Guðjónsson kann svo sannarlega að gantast með Eurovisiontilstandið og átti kappinn aðeins eina ósk er leið að lokum spjallsins: Broddi geturðu ekki haft samband við hann Pétur Pétursson útvarpsþul útaf íslensku kartöflutegundinni sem fékk gull- verðlaunin á Belgísku landbúnaðar- sýningunni 1849. Svo sannarlega er Valgeir Guð- jónsson réttur maður á réttum stað. Þá á ég við að hinn ljúfí húmor kapp- ans bregður raunsönnu ljósi á Eurovisionkeppnina, þessa saklausu skrautsýningu er virðist fara svo óskaplega fyrir bijóstið á sumum hámenningarpostulunum. Þannig segir Sigurður A. Magnússon rithöf- undur í aldeilis stórskemmtilegri grein; Af íslensku fjölmiðlafári er birtist hér í blaðinu í gær: „Ef ein- hveijir vildarvinir Hrafns Gunnlaugs- sonar kynnu að vilja halda því fram, að framlag hans til íslenskra fjöl- miðla sé alténd í teikni menningarvið- leitni, þá er því til að svara, að fáir einstaklingar munu hafa unnið menn- ingu landsmanna meira ógagn á svo skömmum tíma, enda er veigamesta framlag hans til þeirra mála „Gleði- bankinn" vansællar minningar." Ég ætla nú ekki að fjalla hér í dálki enn einu sinni um störf yfír- manns innlendrar dagskrár ríkissjón- varpsins en hvað varðar þátttöku okkar í Eurovision er virðist fara fyrir bijóstið á Sigurði A. þá vil ég bara segja þetta. 1849 hlaut íslensk kartöflutegund gullverðlaun á land- búnaðarsýningu í Belgíu, kannski hreppir kjamakonan Halla Margrét gullið í ár. Ogþó við höfnum í skamm- arkróknum þá er samur spenningur- inn. Fjölskyldumar sitja fyrir framan skjáinn með popp og kók eða aðrar kræsingar og þegar þau Halla Margr- ét og Valgeir stíga fram á sviðið þá slær íslendingshjartað hraðar. Það skiptir engu máli þótt slagaramir séu allsráðandi á skrautsviðinu. Máski hefði verið æskilegra að í stað lagsins Hægt og hljótt hefði hljómað alvarlegt tónverk. En því miður virðist þjóðin ekki sameinast um slík verk og er þá máski ráðið Sigurður að hverfa aftur til einokun- arinnar þar sem prelúdíur Bachs voru bókstaflega boðorð dagsins? Þig rek- ur sennilega ekki minni til þess Sigurður að á tímum Shakespeares gamla, sem í dag er skipað í raðir hámenningarpostula, keppti leikhúsið um áhorfendur við aftökustaðina og dýraatið enda verk Spíra gamla býsna blóðmikil. Það skyldi þó aldrei vera að hámenningin hafí farið í sjálfskip- aða útlegð frá hinu stóra sviði þá hún lokaðist inni í hinum snurfusuðu tón- leikahöllum, plussleikhúsum og komst undir vemdarvæng miðstýr- ingarmanna. Hinir nýfijálsu fjölmiðl- ar íslands lýsa einfaldlega ráðvilltri þjóð er hefír rétt losnað undan mið- stýringarvaldi hámenningarpostu- lanna og svo er bara að sjá hveijir rata aftur í hina plussklæddu stóla. Sumir elska þær sessur, aðrir kjósa enn mýkri og enn aðrir hina hörðu bekki atsins. Hlutverk fjölmiðla- manna er að raða upp stólunum, okkar er heima sitjum að velja, ekki endilega hina - einu réttu sessu - heldur þá er hæfir best botninum. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Rás 1: Spor í sandi - eftir Lelde Stumbre Frá upptöku á fimmtudagsleikritinu, Spor í sandi. ■■■■ Fimmtudags- aA 00 leikritið er að ^u— þessu sinni Spor í sandi eftir lettn- eska rithöfundinn Lelde Stumbre. Þýðandi er Jón R. Gunnarsson en leik- stjóri er Benedikt Áma- son. Leikritið gerist á sjávarströnd þar sem karl og kona sitja á tali í fjörusandinum. Af sam- tali þeirra má ráða að þau hafi einu sinni verið hjón en leiðir þeirra skilið vegna drykkjuskapar mannins. Hún virðist þó ekki hafa fundið hamingj- una í nýju hjónabandi þrátt fyrir reglusemi og efnahagslegt öryggi. Ljóst er að undir niðri bera þau enn hlýjar til- fínningar hvort til annars. Leikendur eru Sigurður Skúlason, Ragnheiður Steindórsdóttir og Rúrík Haraldsson. Stöð 2: Sannleiks- leit ■■■■ í kvöld er á dag- Q Q 05 skrá Stöðvar tvö “ ~' bandaríska kvikmyndin Blað skilur bakka og egg (The Razors Edge), sem byggð er á sögu W. Somerset Maug- ham. Sagan fjallar um mann sem leitar sannleik- ans og finnur hann loks í sjálfum sér. Aðalhlutverk leika Bill Murray, Theresa Russel og Catherine Hicks. UTVARP © FIMMTUDAGUR 7. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 óg 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Veröldin er alltat ný'' eftir Jóhönnu Á. Steingríms- dóttur. Hildur Hermóðsdótt- ir'les (4). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forystugreinum dagblað- anna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíö Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ingólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 f dagsins önn Umsjón: Anna G. Magnús- dóttir og Berglind Gunnars- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Fall- andi gengi" eftir Erich Maria Remarque. Andrés Krist- jánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (11). 14.30 Textasmiðjan. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Umsjón: Sverrir Gauti Di- ego. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síödegistónleikar. a. Sónatína op. 88 eftir Jos- eph Jongen. Marcelle Mercenier leikur á píanó. b. Konsert nr. 5 í F-dúr fyrir lýru og kammersveit eftir Joseph Haydn. Hugo Ruf og kammersveit leika. c. Sónata nr. 3 i G-dúr eftir Luigi Boccherini. Jörg Bau- mann og Klaus Stoll leika á selló og kontrabassa. 17.40 Torgið — Menningar- straumar. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur . Sæmundsson flytur. 19.45 Aö utan. Fréttaþáttur um erlend mál- efni. 20.00 Leikrit: „Spor í sandi" eftir Lelde Stumbre Þýðandi: Jón R. Gunnars- son. Leikstjóri: Benedikt Árnason. Leikendur: Sig- uröurSkúlason, Ragnheiður Steindórsdóttir og Rúrik Haraldsson. (Leikritiö verð- ur endurtekið nk. þriöju- dagskvöld kl. 22.20.) 21.15 Gestur í útvarpssal. Philip Jenkins leikur á píanó. Mefistóvals nr. 1 eftir Franz Liszt. 21.30 Hamrahliðarkórinn syngur lög eftir Atla Heimi Sveinsson. Stjórnandi: Þorgerður Ing- ólfsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Pétur Jónasson, Svanhildur Óskarsdóttir, Eggert Páls- son, Þórdís Stross og Sigríður H. Þorsteinsdóttir. a. Japönsk Ijóð. b. Haustvísur til Máríu. c. Haustmyndir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Töframaðurinn frá Granada. Dagskrá um leikritaskáldið I SJÓNVARP FOSTUDAGUR 8. maí 18.30 Nilli Hólmgeirsson Fimmtándi þáttur. Sögu- maður: örn Árnason. Þýðandi: Jóhanna Þráins- dóttir. 18.65 Litlu Prúðuleikararnir Annar þáttur. Teiknimynda- flokkur i þrettán þáttum eftir Jim Henson. Þýöandi: Guðni Kolbeinsson. 19.16 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Poppkorn Umsjónarmenn: Guðmund- ur Bjarni Haröarson, Ragnar Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingarogdagskrá 20.40 Rokkarnir Hljómsveitin Fullt hús gesta kynnt. Umsjón: Hendrikka Waage og Stefán Hilmars- son. 21.15 Mike Hammer Þrettándi þáttur í banda- rískum sakamálamynda- flokki. Þýðandi: Stefán Jökulsson. 22.05 Seinni fréttir 22.16 Duldar hvatir Bandarisk bíómynd frá árinu 1962. s/h Leikstjóri: John Huston. Að- alhlutverk: Montgomery Clift, Susannah Vork, Larry Parks og Susan Kohner. Myndin lýsir þeim árum þegar Sigmund Freud, sem nefndur hefur verið faðir sálfræðinnar, var að þreifa fyrir sér með dáleíðslu og sálkönnun. Hann finnur margt skylt með sjálfum sér og ungri stúlku sem hann stundar og sannfærist um að sefasýki hennar eigi sér orsakir í barnæsku hennar. Þýðandi: Óskar Ingimars- son. 00.20 Dagskrárlok 0 !) 57002 FIMMTUDAGUR 7. maí § 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. Um- sjónarmaður er ’Heimir Karlsson. 19.00 Stóri greipapinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.05 Opin lína. Áhorf- endur Stöðvar 2 á beinni línu í síma 673888. 20.25 Ljósbrot. Að vanda kynnir Valgeröur Matthíasdóttir helstu dag- skrárliði Stöðvar 2 næstu 1 vikuna og stiklar á helstu viðburðum menningarlifs- ins. 21.05 Morögáta. Menn skyldu hugsa sig um tvisvar áður en þeir bjóða Jessicu Fletcher í heim- sókn. § 21.65 Af bæ í borg (Perfect Strangers). Banda- rískur gamanþáttur. § 22.05 Blað skllur bakka og egg (Razor’s Edge). Bandarísk mynd frá árinu 1984, byggð á sögu W. Somerset Maugham. Þegar Larry Darrell snýr aftur heim úr seinni heimsstyrjöldinni bíöur hans falleg stúlka og vellaunaö starf. En Larry getur ekki gleymt hörmung- um striðsins og honum finnst lífið tilgangslaust. Hann yfirgefur fjölskyldu sína og vini og leggur upp í langa ferð í leit að sannleik- ■ anum. Aðalhlutverk: Bill Murray, Theresa Russel, Catherine Hicks. Leikstjóri: John Byrum. § 00.10 Magnum P.l. Bandarískur sakamálaþátt- ur með Tom Selleck í aðalhlutverki. 00.55 Dagskrárlok. Federico García Lorca. Umsjón: Hlín Agnarsdóttir. 23.00 Túlkun i tónlist. Rögn- valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. FIMMTUDAGUR 7. maí 00.10 Næturútvarp. Hjörtur Svavarssön stendur vakt- ina. 6.00 í bitiö. Erla B. Skúladótt- ir léttir mönnum morgun- verkin, segir m.a. frá veöri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist f morgunsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjónssonar og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tvennir tímar á vinsældalistum, tónleikar um helgina, verðlaunaget- raun og feröastundin með Sigmari B. Haukssyni. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika tíu vinsælustu lög- in. 20.30 I gestastofu. Guðrún Alfreösdóttir tekur á móti gestum. 22.05 Straumar. Umsjón: Ben- óný Ægisson og Steingrim- ur Guömundsson. 23.00 Við rúmstokkinn. Guð- rún Gunnarsdóttir býr hlustendur undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Gunn- laugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. 02.00 Á frívaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi, þá á rás 1.) Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03—19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 M.a. er leitað svara við spurningum hlustenda og efnt til markaðar á markað storgi svæðisútvarpsins. FIMMTUDAGUR 7. maí 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður Iftur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Tapaö fundið, opin lína, mataruppskrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 12.00-12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Frétta- pakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgjunnar fylgj- ast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tón- list. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil ar síðdegispoppið og spjall ar við hlustendur. Fréttir kl 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhann esdóttir f Reykjavík siðdeg is. Þægileg tónlist hjá Ástu hún lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00 20.00—21.30 Jónína Leós dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist að þeirra smekk. 21.30—23.00 Spurningaleikur Bylgjunnar. Jón Gústafsson stýrir getraun um popptón- list. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta tengt efni og þægileg tónlist í umsjá Bjarna Vestman fréttamanns. Fréttir kl 23.00. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Valdís Óskarsdóttir, Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur Fréttir kl 03.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.