Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.05.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 Sigurður Ármann Magnússon stórkaup- maður - Minning Fæddur 26. mars 1917 Dáinn 24. apríl 1987 Sigurður var eiginmaður systur minnar Guðrúnar Lilju Halldórs- dóttur í 39 ár og um leið mágur minn. Enginn hefði getað átt betri mág en ég átti í 39 ár. Ég elskaði hann eins og bróður og mun geyma í hjarta mínu allar þær fallegu minningar sem ég á um hann. Frið- ur guðs blessi hann. Anna Halldórsdóttir Ferris Föstudaginn 24. apríl sl. andaðist Sigurður Armann Magnússon, stór- kaupmaður, er hann var ásamt konu sinni á ferðalagi á Spáni. Jarð- arför hans fer fram í dag, 7. maí, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Sigurður fasddist á Ketu á Skaga 26. mars 1917. Foreldrar hans voru Magnús Amason bóndi þar og kona hans, Sigurbjörg Sveinsdóttir. Hann hóf nám í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði árið 1936 og lauk námi þar 1938. Þegar hann fór að Reykjum til náms fór hann gangandi frá Ketu, það lýsir vel þeim miklu breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Vorið 1938, er hann lauk námi á Reykjum, fór hann að vinna til þess að geta hald- ið áfram frekara námi og um haustið fór hann í Samvinnuskólann í Reykjavík og lauk námi þar 1940. Þá fór hann á vinnumarkaðinn og vann m.a. á skrifstofu tollstjórans í Reykjavík. Hann stofnaði og rak kjörbúð, byggingavöruverslun og heildverslun. Þá er okkar samstarf hófst rak hann heildverslunina S. Armann Magnússon og bygginga- vöruverslunina Nýborg á Hverfis- götu 76 hér í borg. í hluta af húsnæði Nýborgar settum við félag- ar á stofn Mazda-umboðið Bílaborg hf. árið 1971 og höfum rekið það síðan ásamt Þóri Jensen. Mazda- umboðið byrjaði sem sagt í 30 fm húsnæði þama, en um þessar mund- ir er fyrirtækið að flytja í nýtt hús sem er yfir 7000 fm og er þá öll starfsemin á sama stað. Við í Bfla- borg erum hrygg yfir því að Sigurður skuli ekki geta verið með okkur þessa dagana og glaðst með okkur, en hann hlakkaði mikið til að geta verið hér þegar húsið yrði formlega opnað. Því verður nú frestað vegna fráfalls hans. Hann hafði unnið meira og minna við fyrirtækið frá 1976 er hann seldi heildverslun sína vegna sjúk- leika, en nokkru áður hafði hann selt Nýborg. Hjartaáfall hafði hann fengið og var skorinn upp tvisvar sinnum, en hann náði undraverðri heilsu, enda sterkbyggður maður og með mikla sálarró. Ég sem þessi fáu orð rita minnist traustleika hans og vinarþels, minn- ist glaðværðar hans á ferðalögum. Sögufróður var hann og glettinn, sagði vel frá. Hann hafði ferðast víða innanlands og utan, hann var hestamaður góður eins og Skagfirð- ingum er gefið. Listrænn var hann, grandvar og íhugull. Ekki lét hann deigan síga þó að sjúkleiki heijaði á hann, hann hélt sínu striki ákveð- inn en þó gætinn. Sigurður kvæntist 1948 Guðrúnu Lilju Halldórsdóttur, leikfimikenn- ara, Jónssonar kaupmanns í Reykjavík og konu hans Guðmundu Guðmundsdóttur. Þau eignuðust §ögur böm, en þau eru Om Ár- mann, kvæntur Kristínu Gunnars- dóttur, Halldór Armann, kvæntur Hólmfríði Valdimarsdóttur, Anna Sigurbjörg og Magnús Ármann. Þau Sigurður og kona hans áttu fallegt heimili og böm hans og íjöl- skyldur þeirra höfðu gott samband saman. Tvö bama þeirra hafa verið við nám erlendis undanfarin ár, Anna að nema sálfræði í Þýska- landi og þar er Halldór nú lektor. Öm og kona hans reka bókabúð í Garðabæ, en Magnús hefur verið við tónlistamám. 26. marz sl. var haldið upp á sjö- tugsafmæli Sigurðar og Ragnars tvíburabróður hans, en einkar kært hefur verið milli þeirra. Þá var glaðst og slegið á létta strengi, en ekki gat okkur sem þar vomm dott- ið í hug að Sigurður ætti eftir að vera svona stutt meðal okkar, en við ráðum ekki för. Ég vil að lokum þakka Sigurði Ármann samferðina og flytja hon- um þakkir okkar í Bflaborg, en þar er hans sárt saknað. Konu hans, bömum, tengdabömum, bama- bömum, systkinum og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minnningu Sigurðar Armanns Magnússonar. Kristinn Breiðfjörð Mér reynist um megn að skynja, að hann Sigurður sé farinn frá okk- ur fyrir fullt og allt. Svo sterk er mynd hans í huga mér. Hann var tengdafaðir minn um árabil, og þótt leiðir okkar Halldórs sonar hans skildu, lét hann mig aldrei finna það, nema síður væri. Hann var alltaf samur og jafn. Mér er engin launung á því, að mér þótti vænt um Sigurð og sé mjög eftir honum. Fyrir mér var hann alla tíð heillandi sambland af manni, sem ég var alltaf eins og dálítið skotin í, og svo þessum góða afa. í honum blönduðust í sátt og einingu heimsmaðurinn Sigurður Armann, sem svo víða hafði farið, og sveitastrákurinn Siggi frá Ketu á Skaga, sem velgdi mömmu sinni undir uggum með því að klífa í leyf- isleysi þverhnípt björg og koma full nálægt húsgögnunum með vasahnífnum sínum. Voru þær sög- ur óborganlegar, og aðrar þær sögur, er hann sagði okkur af mönnum og atburðum með afbrigð- um skemmti- og eftirminnilegar. Þyrftu þær að komast á blað, þó slíkar sögur verði jafnan bestar sagðar af munni fram. Hógværð og tilgerðarleysi ein- kenndu Sigurð öðru fremur. En hann var jafnframt höfðingi, sem naut þess að veita og gefa. Hann var hinn sanni „glaði gjafari". Ifyrst og síðast var hann þó traustur, glaður og góður. Hann kunni líka að meta gjafir lífsins. Ég veit, að hann taldi sig gæfumann. Hann átti góða fjöl- skyldu, sem hann elskaði, ekki síst bamabömin. Ekki vom ætíð ljósir dagar í lífí hans, fremur en annarra en ég veit, að hann var maður til að viðurkenna sinn hlut að málum, ef svo bar undir. Kjark átti Sigurður einnig í ríkum mæli. Svo lengi sem ég þekkti hann var hann aldrei heill heilsu, lagði þó aldrei árar í bát og hélt áfram að róa á lífsins mið. Aldrei heyrði ég hann æðrast eða kvarta. Við, sem eftir lifum og söknum hans, hefðum viljað hafa hann svo miklu lengur hjá okkur, en erum forsjóninni þakklát fyrir, að hann fékk að halda reisn sinni til dauða- dags. Siggi „litli" Armann og Anna Ragnhildur kveéja afa sinn. Friður og þakkir fylgja honum. Margrét Örnólfsdóttir Siggi frændi minn var fæddur í Ketu á Skaga, sonur Sigurbjargar Sveinsdóttur, f. 28_. febrúar 1890, og Magnúsar A. Ámasonar, f. 6. ágúst 1891, næstelstur fjögurra bama þeirra, en þau em: Ragnar, f. 1917, Magnús, f. 1921, og Est- er, f. 1923. Auk þeirra átti Sigur- björg einn son, Rafn Guðmundsson, f. 1912, frá fyrra hjónabandi og var hann alinn upp hjá þeim. Bærinn Keta á Skaga er staðsett- ur í hrikalegu landslagi og á ég þá sérstaklega við björgin fyrir neðan bæinn. Þetta mun þó hafa verið talin ágæti bújörð í þá daga og var afi minn, Magnús, mikill búmaður, harðduglegur og farsæil. Þegar ég kom seinast að Ketu fór ég að hugsa um hvort ömmu minni hafi ekki orðið tíðhugsað til bamanna sinna þegar þau vom úti að leika sér, en hún inni i bæ að annast húshaldið, en sem betur fer urðu mér vitanlega aldrei nein slys í björgunum. Siggi hjóp um þau eins og á túninu sjálfu. Leikföngin vom einföld. Þeir léku sér að leggjum, skeljum og homum og um leið og þeir gátu fóm þeir að hjálpa til við búskapinn. Lífið virtist einfalt. Auðvitað yrðu þeir bændur á Skaganum þegar þeir yrðu stórir. Við sem emm fædd eftir stríð eigum erfitt með að gera okkur í hugarlund allar þær breyt- ingar sem þeir hafa upplifað sem em sjötugir um þessar mundir. Frá því þeir fæddust, pabbi og Siggi frændi, þann 25. og 26. mars 1917 í torfbæ norður undir heimskauts- baug, þar sem engar vélar vom til, ekki sími, ekki einu sinni bfll. Sigga frænda var heldur ekki hugað líf þegar hann fæddist 13 tímum á eftir fyrra tvíburanum, aðeins sex merkur, en þá strax sást að hér var ekki fæddur aukvisi, heldur skap- maður og líka þijóskur og varð hann fljótlega stærri en tvíbura- . bróðirinn. Fríður og ákaflega fjörmikill og em margar skemmti- legar sögur af prakkarastrikum þeirra bræðranna. Skólagangan var, eins og þá var algengt, far- skóli til skiptis á bæjunum, en öllum þótti ógurlega gaman. Svo lærðu þau náttúmlega 18 kafla kverið utanbókar þannig að rúmlega 55 ámm seinna gat hann þulið heilu kafiana. En heimskt er heimaalið bam og fljótlega eftir ferminguna ákváðu tvíburamir að fara suður til sjóróðra. Þeir fengu pláss hjá Magnúsi Ketilssyni, formanni í Höfnum. Það kom þó í ljós að sjó- mennskan átti ekki við Sigga og vann hann þá heldur öll tilfallandi störf í landi. Veturinn 1936 tóku bræðumir svo þá ákvörðun að fara í skóla og varð héraðsskólinn á Reykjum í Hrútafirði fyrir valinu. Að sjálfsögðu unnu þeir algerlega fyrir skólavistinni sjálfir. Á Reykj- um vom þeir tvo vetur og undu hag sínum vel. Siggi hefur verið alveg sérstaklega glæsilegur ungur mað- ur, hár og ljóshærður. Hann átti mjög auðvelt með námið og varð efstur báða vetuma. Eins var Siggi ágætur íþróttamaður, stundaði meðal annars glímu og sund. Sú gamansaga var mér sögð að Siggi hefði, þegar hann var lítill, ætlað að fara að skrifa með vinstri hend- inni, en þá hafi faðir hans togað skyrtuermina fram yfír höndina, bundið fyrir og sagt; þú skrifar með hægri, góði minn. Hvort þetta er nú satt skal ósagt en allavega skrif- aði Siggi einhveija fallegustu hönd sem ég hef séð. Eftir vemna í Reykjaskóla fór Siggi hingað suður og í Samvinnuskólann og útskrifað- ist þaðan vorið 1940. Eftir það stundaði hann ýmis verzlunar- og skrifstofustörf hjá öðmm. Hann var þó fljótlega ákveðinn í að verða sjálfs sín húsbóndi og árið 1945 stofnuðu þeir nokkrir félagar Bygg- ir hf. 1957 stofnaði hann svo t Eiginmaöur minn og fósturfaöir okkar, ÓLI S. HALLGRÍMSSON, Stórholti 24, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 6. maí. Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Lárusson, Hulda Lárusdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GARÐAR KRISTJÁNSSON frá Einholtl, Hornafirði, lést í Landspítalanum 5. maí. Dfana Sjöfn Garöarsdóttir, Sigurður G. Jónsson, Jóhanna Steinunn Garðarsdóttir, Guömundur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURLAUG M. JÓNSDÓTTIR, Langholtsvegi 97, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. maí kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent ó Krabba- meinsfélagið. Guðrún Brynjólfsdóttir, Eggert Kr. Jóhannsson, Jón Brynjólfsson, Sjöfn Ólafsdóttir, Erlingur Brynjólfsson, Sirrý Laufdal, barnabörn. t Eiginkona min, SVANLAUG LÖVE, form. Kattavinafélags fslands, Reynimel 86, veröur jarösunginfrá Hallgrímskirkju kl. 13.30föstudaginn 8 maí. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vilja minnast hennar minnist Kattavinafélags íslands. Fyrir mína hönd og ættingja, ' Gunnar Pétursson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, sonur og tengdasonur, SIGURÐUR ANDRI SIGURÐSSON, Vesturbergi 36, verður jarðsúnginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. maí kl. 13.30. Sesselja Magnúsdóttir, Krlstinn, Hildur og Sigurður Andri, Svava Sfmonardóttir, Sigrfður K. Sigurðardóttir, Magnús Kr. Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF fSAKSDÓTTIR, sem andaöist þann 1. maí sl., veröur jarðsungin fró Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. maí kl. 15.00. Dórothea J. Eyland, Gfsll J. Eyland, Ólafur G. Einarsson, Ragna Bjarnadóttir, Kristján Bogi Einarsson, Sólveig Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faöir minn og stjúpfaöir, PÁLL NORÐMANN BJÖRNSSON, Grettisgötu 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. maí kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Sigurður Sverrir Pálsson, Úifhildur Hafdfs Jónsdóttir. t Útför móöur okkar, FRÍÐU GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lést 3. maí, veröur gerö frá Dómkirkjunni 8. maí kl. 15.00. Fyrir hönd tengdadóttur og barnabarna. Gylfi Baldursson, Benný Ingibjörg Baldursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.