Morgunblaðið - 07.05.1987, Síða 43

Morgunblaðið - 07.05.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987 43 Menningarmiðstöð alþýðunnar. leiðinn á þetta glæsilega hótel- herbergi með nýtískubaði, sjón- varpi, ísskáp o.fl. Við fengum 6 rétta máltíð afar ljúffenga og nú sit ég og bíð eftir töskunni minni til að geta rakað mig. Annars er ég með hálfgerða flugriðu. 6. september. Ég vaknaði klukkan 4, fékk mér sígarettu og míneralvatn. Sofnaði aftur og vaknaði ekki fyrr en klukk- an að verða sjö. Fór niður og fékk staðgóðan og ijölbreyttan morgun- verð. í stórum matsalnum er leikin kóreönsk tónlist, þjónamir stjana í kringum mann. Er ég kom aftur út úr salnum hitti ég herra Yang Jang Bok formann vinafélagsins Kórea-Island og skildist á honum að hann vildi hitta mig eftir funda- höld dagsins. í ráðstefnusalnum eru um 200 manns. Á skilti á mínu borði stend- ur IKFCS* og veit enginn hvað það þýðir, nema ég og nokkrir þrestir. I gærkveldi var haldinn undirbún- ingsfundur þar sem rifíst var um það hverjir ættu að eiga sæti í for- sætisnefndinni. Lögðu sumir til að fulltrúi Nicaragua ætti sæti í henni og var það loks samþykkt. Ég hef heymartól í eyranu og get hlustað á ræðumar á ensku eða rússnesku, eða kóreönsku eða japönsku eða fímm öðmm málum, eftir því hvem- *g hggur á mér. Hér em minnst sjö sjónvarpstökulið og margir ljós- myndarar. Mér fínnst allt í einu að ég sé í miðju heimsviðburða. Hér em fulltrúar frá Qölmörgum lönd- um, verkalýðs- og kommúnista- flokka og annarra framsækinna samtaka, meira að segja frá Banda- ríkjunum og Japan, Indlandi, Líbanon o.fl. o.fl. Eina nafnið sem ég kannast þó við er Costa Gomes. Fyrstur talar varaforseti Kóreu um alþjóðlegt friðarár og alþjóðlega baráttu fyrir friði og afvopnun. (Ég spyr sjálfan mig hvert sé framlag íslands til alþjóðlegs friðarárs.) Það er vissulega sameiginleg ósk allra manna að fá að lifa í friði án ofríkis og afskipta annarra. Þjóðir þriðja heimsins em ekki einasta orðnar meðvitaðar um sjálfar sig heldur em þær orðnar langþreyttar á ofríki stórveldanna (það er mikið klappað undir ræðunum). Við hlið mér situr guiur maður, sennilega blaðamaður frá Japan, og skrifar með því að byija efst hægra megin og teiknar setningar. Mjög skiýtið á að horfa. Fyrst svo margar þjóðir lýsa vilja sínum til að afvopnast hvers vegna er þá ekki hægt að láta það verða að vemleika? Em allar þjóðir heims algjörlega háðar duttlungum þess- ara tveggja stórvelda, sem virðast nærast á tortryggni og ofríki? Alla vega er ótækt að sitja hjá í þessu stóra hgsmunamáli allra landa. ís- land verður að hrista af sér undir- lægjuháttinn og taka virkan þátt í baráttunni gegn stríði, fátækt og fordómum. Ég rabba við Japanina við hlið mér og þeim finnst mikið til þess koma að hitta íslending, gefa mér falleg kort frá Japan og spyija margs. Er ég ef til vill orðinn heila- þveginn? Ég er orðinn sannfærður um að þessir fulltrúar, sem tala hér, séu einlægir í að vilja frið: stríðsástand fylgir allstaðar yfír- ráðum einnar þjóðar yfír annarri, þ.e. arðráni, og fylgifískar stríðs og nýlendustefnu er alltaf fátækt, ólæsi og stöðnun: Afganistan, Eþíópía, S-Kórea, írland, Mið- Ameríka, Palestína, Suður-Afríka o.s.frv. í dag klukkan sex var okkur boðið til veislu í Höll alþýðunnar hjá sjálfum forsetanum og þarf eitt- hvað annað og meira en orð til að lýsa því ævintýri. Allir tóku í hönd Kims II Sung, og ég líka. 7. september. Ég vaknaði kl. 5 þennan sunnu- dagsmorgun með beinverki neðan mittis. í blaðinu er stór hópmynd tekjn í gærkveldi með forsetanum. Á eftir förum við Kim, „gædinn minn“, til sovéska sendiráðsins að sækja um visa fyrir mig svo ég komist aftur gegnum Moskvu á heimleið. Ég þarf að reyna að koma til skila í grein um Kóreu þegar ég kem heim, að það sem við tökum sem sjálfsagða hluti eru mikilvæg sannindi fyrir þessa þjóð og er við lesum það í ritum forsetans þykir okkur það allt að því bamalegt og/eða kátbroslegt, en við verðum að reyna að setja okkur í þeirra spor, sem er mjög erfítt. Þessi þjóð hefur gert kraftaverk undir handleiðslu Kims II Sung, hann er sannarlega faðir þessarar þjóðar, sem er bæði samhent og hörkudugleg (annað en íslendingar, sem eru vissulega hörkuduglegir en ekki samhentir nema stundum). SIEMENS vélin frá Siemens fyrirvandláttfólk • Frjálsthitaval. •Áfangaþeytivinding fyrir allan þvott. líka ull. Mesti vindu- hraði: 1 lOOsn./m •Sparnaðarkerfi þegar þvegið eríhálffylltri vél. •Skyndiþvottakerfi fyrir íþrótta- föt, gestahandklæði og annaö sem lítið er búið að nota. • Hagkvæmnihnappur til að minnka hita og lengja þvotta- tima: Sparar rafmagn. • Hægt er að fá þurrkara með sama útliti til að setja ofan á vélina. • Allar leiðbeiningar á íslensku. Hjá SIEMENS eru gæði, endlng og fallegt útlit ávallt sett á oddinn. Smith og Norland Nóatúni 4, s. 28300. Leiðsögumaðurinn Kim. Það sem sumir segja að sé lúxus og pijál hjá honum er fyrst og fremst myndbirting þjóðarstolts og metnaðar: Kóreumenn vilja standa til jafns við aðrar þjóðir og geta borið höfuðið hátt, og mega gera það. Á 20 til 30 árum hafa þeir byggt paradís upp úr rústum stríðs, fátæktar, ólæsis og eymdar. I dag er þetta vel stæð þjóð, sem sér öll- um fyrir helstu þörfum. Hér fer fólk út á götu fyrir framan hús sín og sópar ef þörf krefur. Á kvöldin er borgin eins og risastórt tívolí með alla sína neonljósadýrð. Kóreska þjóðin kallar á hjálp og stuðning í baráttunni fyrir fríði og sameiningu, þeir vilja semja um frið við Bandaríkin, ekki bara vopnahlé eins og nú ríkir allt frá lokum átakanna um 38. bréiddar- gráðu, þeir vilja semja við Suður- Kóreumenn, samlanda sína, um sameiningu landsins á ný án af- skipta annarra, þeir vilja lýðræðis- legar kosningar um stjóm landsins, einskonar sambandslýðveldi. Islenska ríkisstjómin ætti að sjá sóma sinn í að senda stjóm og kór- esku þjóðinni stuðningsyfirlýsingu. Hér er mikið rætt um „pro- gressiva" flokka og lönd, þ.e. framsóknarflokka og lönd. Sá íslenski ætti að taka upp afgerandi stefnu í alþjóðamálum, þvert á svo- kallaða hægri og vinstri flokka og þvert á stefnu Sovét og Banda- ríkjanna, en í samstöðu með þriðja heims löndum. ísland tilheyrir þriðja heiminum á margan hátt. Stanley Faulkner frá alþjóða lög- fræðingasambandinu segir: Sam- kvæmt vopnahléssamningnum frá 1953 er óheimilt að bæta við nýjum vopnum, aðeins má endumýja úrelt eða notuð vopn, stykki fyrir stykki, og eru því hverskyns kjamavopn í S-Kóreu ólögleg. Klukkan 6.30 emm við á Kim II Sung-Leikvellinum og horfum á þá stórkostlegustu fjöldasýningu, sem ég hef séð eða ímyndað mér að hægt væri að setja á svið. Nú óska ég þess að konan og dóttirin væri með mér til að upplifa þetta ævin- týri. Hvflíkt augnagaman í rúma klukkustund. í sjónvarpinu er lesinn óður um leiðtogann, landið og þjóðina á eftir fréttatímum í stað helv. auglýsing- anna heima. Ég hitti hr. Yang Jang Bok á ný í dag og ræddi við hann á frönsku! Og í lyftunni hitti ég tvo Þjóðveija og talaði við þá þýsku eins og að drekka vatn. Mér er heldur betur farið að fara fram í málum! Kóreu- menn hafa áhuga á að koma á sambandi milli háskóla og/eða menntaskóla í löndunum tveimur og milli borga. Hvað skyldi Davíð finnast um það? Ég ætti ef til vill að tala við hann um að koma hing- að næsta vor? Ég hef alltaf á tilfinn- ingunni að hótelbyggingin ruggi til og frá, nema ég sé enn með flug- riðu. Tók eina magapillu í dag. 8. september. Vaknaði klukkan 3 og hafði dreymt einhveija vitleysu. Sofnaði aftur og svaf til kl. 8. Við Kim urðum að taka bíl á fundinn. Þar var nokkru færra um manninn en í gær, enda margir að ræða málin í smærri hópum. Kam Sah Ham Ii Da þýðir takk fyrir, skrifað: Juche-heimspeki bar á góma, svo og Kim II Sungism: maðurinn er settur í öndvegi sem skapandi eigin umhverfís og örlaga, hann er fær um að breyta sér og aðlaga sig. Chajusong stendur fyrir sköpunarg- áfu og meðvitund, grundvallar- hugtak í kenningum Kim II Sung. Frelsi og sjálfstæði hefur megin- þýðingu fyrir þessa þjóð. Á íslandi virðist talað um þessi mikilvægu hugtök í hálfkæringi — enda virð- ast stjómmál heima síðustu áratugi snúast mest um hvemig sumir geti grætt meira á kostnað fjöldans og hvernig best má hagnast af svokall- aðri þátttöku í vamarsamstarfí vestrænna þjóða, græða sem mest með minnstri fyrirhöfn. Okkur vantar Juche-hugsun, að standa á eigin fótum og vera sjálfum okkur nóg um sem flest. Við megum til að fara að hugsa alvarlega um hvað við viljum að verði um landið okkar í framtíðinni. Nýta eigin orku til vinnslu á eigin hráefni til heilla fyrir okkur sjálf. Ályktun ráðstefnunnar var ekki samþykkt fyrr en klukkan að verða átta. Þá fómm við í Listaleikhúsið, sem líkist einna helst höll úr 1001 nótt, með gosbrunnum, risastórum kristalsljósakrónum, þykkum tepp- um o.fl. Þar hlýddum við á stórkost- lega söng- og hljóðfæradagskrá með litskrúði og fimlegum hreyf- Sjá næstu síðu. AÐALFUNDUR Félag málmiðnaðarfyrirtækja heldur aðal- fund sinn fimmtudaginn 7. maí nk. á Hverfisgötu 105, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi Páls Kr. Pálssgnar, forstjóra Iðntæknistofnunar íslands, sem hann nefnir: MIKILVÆGI FRÆÐSLUSTARFS INNAN MÁLMIÐNAÐARINS OG ÞÝÐING TÆKNIVÆÐINGAR í NÚ- TÍMA SAMKEPPNI. 3. Sameiginlegur kvöldverður. Bragi Hannesson, bankastjóri, flyt- ur erindi og svarar fyrirspurnum. GESTIR FUNDARINS Bragi Hannesson Páll Kr. Pálsson {j rfy^ MÁLMIDNAÐARFYHIRTÆKJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.