Morgunblaðið - 28.08.1987, Page 4

Morgunblaðið - 28.08.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Vinna við Blönduvirkjun samkvæmt áætlun: Nánast lokið við að grafa jarðgöngin VINNA við Blönduvirkjun hefur gengið eftir áætlun í sumar að sögn Jóhanns Más Maríussonar aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Nánast er lokið við að grafa jarðgöngin, aðeins eftir höft við Blöndu og neðst i stöðvarhúsinu sem verða ekki opnuð fyrr en ailt annað er tilbúið. Hafin er vinna við að steypa upp stöðvarhús virkjunarinn- ar og verið er að ganga frá stálfóðringum í þrýstigöng að stöðvar- húsinu. í vetur er fyrirhugað að vinna við steypu í jarðgöngunum og búist er við að jarðgangnaverktakinn, Krafttak, ljúki sínu verkefni á árinu 1989. Á næsta ári er fyrirhugað að byija undirbúning stíflugerðar- inhar. Virkjunin á að vera tilbúin árið 1991. Hugað hefur verið að öðrum virkjunum á hálendinu í sumar. Jóhann sagði að lónstæðið við Sig- öldu hefði meðal annars verið skoðað, en tækifærið var notað þegar jámblendiverksmiðjan á Grundartanga var stöðvuð í júlí og álagið því lítið. Jóhann sagði að í ljós hefði komið að mannvirkin standa sig mjög vel og ekki sjáan- legt að nein hætta væri þar á ferðum. Kröfluvirkjun var stöðvuð í sum- ar að vanda og var tíminn notaður til viðhalds auk þess sem ein gufu- holan var boruð upp. Einnig var settur upp vamargarður á hæðinni ofan við stöðvarhúsið en ekki er fyrirhugað að gera meira af slíku í bili þar sem ekki hefur borið á landrisi þar í nokkra mánuði. Morgunblaðið/KGA |K*fF 'Ml | v, ''A b,:* ®:j: ij f f 1 ækI 1 i 1 • m 1 / DAG kl. 12.00: Heimild: Vefiurstofa islands (Byggt á vefiurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 28.08.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Lægðardrag fyrir vestan- og suövestan land. SPÁ: f dag verður vestan- og suðvestanátt um land allt, víðast gola eða kaldi. Skúrir víða vestanlands en þurrt og bjart um landið austanvert. Hiti á bilinu 10 til 17 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Hæg suðvestlæg eða vest- læg átt. Skúrir um vestanvert landið en víða bjart veður austantil. Hiti veröur 7—13 stig. x Norðan, 4 vindstig: v' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * ' * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , 1 Suld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður V 1 % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hlti veöur Akureyri 16 úrkoma Reykjavfk 11 skúr Bergen 12 súld Helslnki 20 léttskýjað Jan Mayen 7 þoka Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 7 rignlng Nuuk S rigning Osló Stokkhólmur 14 skýjað vantar Þórshöfn 12 rigning Algarve 24 skýjað Amsterdam 16 skúr Aþena 28 heiðskfrt Barcelona 26 alskýjað Beriin 18 rígnlng Chlcago 17 súld Feneyjar 24 skýjað Frankfurt 18 skýjað Glasgow 17 láttskýjað Hamborg 18 skýjað Las Palmas 28 lóttskýjað London 14 skýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 16 skýjað Madrfd 29 skýjað Malaga 27 skýjað Mallorca 33 skýjað Montreal 10 skýjað NewYork 16 rigning Parfs 16 skýjað Róm 27 skýjað Vfn 25 skýjað Washlngton 23 þoka Wlnnlpeg 9 reykur Veröldin ’87opnuðígær SÝNINGIN Veröldin ’87 var opnuð í Laugardalshöll í gær. Sýning- in mun standa til 6. september og er opin daglega frá klukkan 16 til 23 og frá klukkan 13 til 23 um helgar. Myndin var tekin er Hólmfríður Karlsdóttir klippir á borða og opnar íbúð á sýningunni, en í henni em hlutir sem hún valdi. Fyrir aftan standa Guðmund- ur Jónsson framkvæmdastjóri Kaupstefnunnar og Þorsteinn Sigurðsson stjómarformaður. Tillaga fjármálaráðherra: Áburðarverksmiðj- an í Gufunesi verði seld einkaaðilum 14 fyrirtæki til viðbótar á sölulista Fjármálaráðherra lagði á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag fram lista yfir 15 fyrirtæki, sem rikið á að öllu eða hluta, sem hann vill koma í sölu sem fyrst. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru á listan- um er Áburðarverksmiðjan í Gufunesi, hlutar af starfsemi Pósts og síma og Ferðaskrifstofa ríkisins. „Ég hef lagt fyrir ríkisstjómina all ítarlega skýrslu um undirbúning fjárlagagerðar og stöðu ríkisfjár- mála. Ennfremur hef ég sett fram skrá yfír pólitískar ákvarðanir sem taka þarf áður en vinnu verður lok- ið við fjárlagagerð og lánsfjárlög. Þessi listi yfir ríkisfyrirtæki er part- ur af því,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið.„Þetta er í raun ekkert nýmæli. Fyrrverandi ríkisstjóm reyndi fyrir sér með sölu ríkisfyrirtækja og varð eilítið ágengt. í stefnuyfírlýsingu og starfsáætlun núverandi ríkisstjórn- ar er þetta síðan sett fram sem stefnumið, þetta er því ekkert sem ætti að koma á óvart. Spumingin er bara hvenær og hvemig þetta komi til framkvæmda. Bæði er um að ræða ríkisfyrirtæki og hlut ríkis- ins í ýmsum fyrirtækjum. Það er ágætt greinarkom um þetta í tíma- riti sem ég sé stundum sem heitir Stefnir," sagði Jón Baldvin að lok- um. Þau fyrirtæki sem fjármálaráð- herra vill selja eru: Áburðarverk- smiðjan í Gufunesi, Búnaðarbanki íslands, Ferðaskrifstofa ríkisins, Lyfjaverslun ríkisins, hluti starf- semi Pósts og síma, Ríkisprent- smiðjan Gutenberg, Sfldarverk- smiðjur ríkisins og Laxeldisstöðin í Kollafirði. Einnig er lagt til að hlut- ur ríkisins í ýmsum fyrirtækjum verði seldur. Hér er um að ræða hlutabréf ríkissjóðs í Steinullar- verksmiðjunni, Þróunarfélaginu, Hólalaxi, Jarðborunum, Sjóefna- vinnslunni á Reykjanesi og Þormóði ramma. Nýir yfirmenn á Þjóðviljanum ÞJÓÐVILJINN hefur ráðið Hall Pál Jónsson sem framkvæmdastjóra blaðsins frá 1. október nk. Guðrún Guðmundsdóttur hefur verið framkvæmdastjóri Þjóðviljans um fimm ára skeið og hyggst hún snúa sér að kennslu. Hallur hefur BA-próf í sálar- fræði, heimspeki og íslensku. Hann hefur setið i bæjarstjóm fyrir Al- þýðubandalagið á Isafirði um skeið, en undanfarið hefur hann starfað við fasteignadeild Kaupþings. Þá hefur útgáfustjóm Þjóðviljans í hyggju að ráða þá Óttar Proppé framkvæmdastjóra _ Alþýðubanda- lagsins og Mörð Ámason blaða- mann sem ritstjómarfulltrúa blaðsins, að því er fram kom í frétt í blaðinu í fyrradag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.