Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 5

Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 5 Heyskapur gekk vel nemaá Austur- landi Víðast hvar mikill og góður hey- fengur HEYSKAP er nú að ljúka og hefur hann gengið mjög vel víðast hvar nema á Austurlandi. Þar hefur verið óstöðugt veður- far og slæm heyskapartíð í sumar. Heyskapur hefur gengið með afbrigðum vel í Dalasýslu að sögn Sigurðar Þórólfssonar formanns Búnaðarsambands Dalamanna. Hann taldi að sömu sögu væri að segja á öllu Vesturlandi. Hey eru yfirleitt góð, þó nokkuð sé það misjafnt eftir því hve snemma menn byrjuðu að slá. Þurrkur tafði fyrir sprettu í byrjun en margir náðu þó að slá tvisvar og er því heyfengur mikill. „Sumarið er búið að vera með eindæmum gott og jafnviðra- samt. Ég hef heyrt menn segja að ekki hafí komið svona gott sumar síðan 1939. Það var fyrsti dagurinn í dag sem eitthvað hreyfði vind,“ sagði hann. Heyskapur hefur yfirleitt gengið vel í Eyjafírði í sumar. Ólafs Vagns- sonar ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar sagði að það mætti þakka fyrst og fremst ágæt- um endurvexti. Margir slógu tvisvar og fengu jafnvel sums staðar meiri uppskeru í öðrum slætti en þeim fyrsta. Þurrkur í vor gerði það að verkum að sprettan fór hægt af stað. Snemma í júlí kom vætutíð og seinni hluta mánaðarins var góð spretta. Ólafur sagði að hey væru góð víðast hvar þó alltaf væru ein- hveijar undantekningar á því. En í heildina litið væri heyfengur í góðu meðallagi. „Ég held að megi full- yrða að heygæðin séu með allra besta móti. Fyrst var slegið í fuliri sprettu, en þá var frekar lítið gras. Ifyrir seinni slátt var aftur á móti góð spretta og hey ekkert úr sér sprottið." Sömu sögu er að segja á Suðurl- andi. Þar hafa flestir lokið heyskap og eru hey víðast hvar mikil og yfírleitt góð að sögn Hjalta Gests- sonar ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Suðurlands. „Þetta er því með besta móti" sagði Hjalti. Hann sagðist efast um að nokkurn tíma hafi verið meiri heyskapur á Suðurl- andi. Nokkuð eru heygæðin þó misjöfn vegna þess að sumir lentu í að heyja í óþurrkakafla sem gerði seinni hluta júlímánaðar. „Eftir verslunarmannahelgi breyttist tíðin og gerði einhvem besta þurrk sem menn muna með blíðviðri og hita. Við höfum oft átt við að stríða að hey fykur, en það virtist vera lítil brögð að því í ár. Sprettan var mjög góð þegar á leið. Ekki var þó mikið um að menn slægju tvisvar vegna þess að tún eru nú mikið notuð til beitar. Vegna samdráttar í landbúnaðarframleiðslunni hafa menn einnig borið minna á. Þetta má því teljast feiknagóð útkoma." „Það er óhætt að segja að hey- skapur hafi gengi brösulega á Austurlandi," sagði Jón Snæbjöms- son ráðunautur á Egilsstöðum. Heyskapartíð hefur verið slæm á Austurlandi, gras sprottið úr sér og hey hrakist. Veðrátta var óstöð- ug í sumar og þrátt fyrir að ekki væru stórrigningar varaði þurrkur ekki nægilega lengi í einu. Sagði Jón að ekki þyrfti að gera ráð fyrir góðum heyjum. Hann taldi þó að hey væm næg, enda hefði sprottið vel. Um næstu helgi átt þú von áfólki sem mun bjóöa þér svona penna Getur þú séð af fimmtíu krónum? Allur ágóðinn mun renna til starfsemi SÁÁ. í 10 ár hefur SÁÁ byggt upp þessa starfsemi til þess að byggja upp fólk. Við erum ennþá að en þurfum á þínum stuðningi að halda. gSf |8f j|| jg§§ í|mi flif|i fj|| i Hil H W Öf JIF Jt. ll|pgr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.