Morgunblaðið - 28.08.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.08.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Nú er rétti tíminn fyrir grænmetið. Gæðin eru í hámarfci og verðið í lágmarki. Sumartilboð agoðu grænmeti: Kínakál kg. Gulrætur kg. Blómkál kg. Gott lambakjöt: Kryddlegnar frampartasneiðar kg. 398,- Ragout kg. 498,- Ymislegt: Grillkol 2,25 kg. 149,- Grillkol 4,5 kg. 298,- Derrydown bleijur 30 stk. 379,- Leni eldhúsrúllur 2rl. 65,- Velkomin í pylsuveisluna föstud. kl. 3-6 og laugard kl. 1-3 Sími: 73900 IMJODD Áskriftarsíminn er 83033 Bókakaup og bókasöfn 00 eftir Onnu Torfadóttur Vegna skýrslu bókafulltrúa ríkisins fyrir árið 1985 þar sem fram kemur að í ýmsu er áfátt varðandi almenningsbókasöfn landsins, hafa fjölmiðlar ijallað ýtarlega um málefni þeirra, þar á meðal Morgunblaðið í ágætum leiðara laugardaginn 22. ágúst. í þessari þörfu umræðu um bókasöfn hefur verið á það bent hve nauðsynleg þau eru í okkar menningarsamfélagi og að áhugaleysi á bókasöfnum sé mikið áhyggjuefni. Því miður hefur nafn mitt dregist inn í umræðuna með óskemmtilegum hætti og bið ég því Morgunblaðið að birta þetta greinarkom, en ég var erlendis þegar málið kom upp. Þann 12. ágúst sl. hringdi blaðamaður Morgunblaðsins í Borgarbókasafn og kvaðst vera að skrifa grein um bókasöfn víða um land. Hana langaði að vita hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á útláni (hvaða bæk- ur væru lánaðar út) og hveijar væru hugsanlegar ástæður fyrir samdrætti í útlánum Borgar- bókasafns (að undanskildu árinu 1986) í framhaldi af grein, sem birst hafði í blaðinu þann 8. ágúst byggð á símtali við ónafn- greindan starfsmann safnsins. Borgarbókavörður fór af landi brott þann 6. ágúst og verður erlendis í rúmlega 2 mánuði, — kemur aftur til starfa þann 11. október. Enginn aðstoðarborg- arbókavörður er við safnið og varð undirrituð sem er deildar- stjóri fyrir svörum. í símtalinu nefndi ég nokkrar hugsanlegar ástæður fyrir minnkandi útlánum safnsins undanfarin árin (ekki 1986). Ástæður sem ég lét mér detta f hug voru í fyrsta lagi nýir fjöl- miðlar, í öðru lagi gott veður á sumrin í Reykjavík (þessu atriði sleppti blaðamaður reyndar „til að forðast endurtekningu") og í þriðja lagi að vegna niðurskurð- ar, sem varð á fjárveitingu til bókakaupa á milli áranna 1982 og ’83 („Eftir að nýr meirihluti tók við“ eins og segir í grein- inni, en_ hefði rétt eins getað verið „Árið, sem hann Davíð okkar kom“, því árið stóð aðeins í mér í óundirbúnu símtali) hafa verið keypt færri eintök af nýj- um bókum árlega. í lok símtalsins bað ég blaða- mann um að ef í greininni yrði vitnað í mig þá læsi hann text- ann fyrir mig, því auðvitað þekkjum við bókaverðir mátt hins prentaða orðs. „Þetta fórst fyrir" og varð ég að vonum hissa þegar ég las greinina sem birst hafði í Morgunblaðinu þann 14. ágúst. í greininni eru ambögur hafð- ar eftir mér og eru sumar innan gæsalappa. Fæ ég raunar ekki betur séð en sama eigi við um a.m.k. annan hinna viðmælenda blaðsins. Helsta villan er að fjár- veiting til bókakaupa verður að §árveitingu til bókasafna. Þeg- ar talað er um niðurskurð á fjárveitingu til bókakaupa á milli „í þessari þörfu um- ræðu um bókasöfn hefur verið á það bent hve nauðsynleg þau eru í okkar menning- arsamfélagi og að áhugaleysi á bóka- söfnum sé mikið áhyggjuefni.“ áranna 1982 og ’83 er einfald- lega átt við það að fjárveiting til bókakaupa hækkaði á milli áranna 1982 og ’83 um 20% en á sama tíma er hækkun bóka- verðs 84,4% samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands. Hér er vísað til atriðis sem m.a. hefur komið fram í greinargerð borg- arbókavarðar með fjárhagsáætl- unartillögu safnsins, og er því ekki neitt nýtt. Með lækkun á árlegri fjárveitingu til bóka- kaupa varð að sjálfsögðu að kaupa færri eintök af hverjum bókartitli. Heitar krásir bragð- ast best, og því tel ég að með því að kaupa færri eintök nýrra bóka dragi eitthvað úr útlánum, alveg eins og nýir fjölmiðlar og góða veðrið gera trúlega. Eins og vænta mátti varð góð upp- sveifla í útlánum í fyrra, en í marz opnaði útibúið í Gerðubergi í 900 fm húsnæði með 40 þús- und bókum og 11 nýjum starfs- mönnum. Eftir að Gerðubergtók til starfa hefur eintakafjöldi nýrra bóka aukist. Borgarstjóri skrifar grein í Morgunblaðið þann 18. ágúst og gefur sér að ekkert hafi skol- ast til í ummælum mínum en þykir þó „að fullyrðing um að framlög borgarinnar til bóka- safna hafi minnkað um helming ijarri öllu lagi og óskiljanlegt að ábyrgur starfsmaður taki þannig til orða.“ Borgarstjóri hefði mátt sjá að eitthvað hlyti að hafa skolast til þegar starfs- maður sem unnið hefur við borgarstofnun í tæp 9 ár telur slíkt mögulegt án þess að ioka einni einustu deild og opna stærsta útibú safnsins að auki. Þótt útlán í bókasöfnum séu mjög stór hluti af starfsemi al- menningsbókasafna og íslend- ingar eigi trúlega ennþá eitt heimsmetið þar, þá má ekki ein- blína á þau og telja víst að allt sé á niðurleið þótt þau dragist saman. Fjölbreytt starfsemi er í mörgum söfnum, þar á meðal í Borgarbókasafni, sem mælist lítið eða ekki í útlánstölum, eins og upplýsingaþjónusta, starf- semi lesstofu, heimsendinga- þjónusta bóka til aldraðra og fatlaðra, útlán til sjómanna og sögustundir og safnfræðsla fyrir börn. Ég vona að lokum að þessi umíjöllun um bókasöfn verði þeim til framdráttar, en sé ekki loftbóla, sem springur þegar annað meira spennandi fyllir síður dagblaðanna. Höfundur er deildarstjóri í Borgarbókaaafni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.