Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 29 Belgía: Tindemans hefur ekki hug á framkvæmda- stjóraembætti NATO Brussel, Reuter. BELGÍSKI utanríkisráðherrann Leo Tindemans sagði í viðtali sem birtist í gær í flæmska dagblaðinu De Standard að hann gæfi ekki kost á sér í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Vestur-Þjóðverja að bjóða Manfred Wörner vamarmálaráðherra fram i embætti framkvæmda- stjórans. Tindemans sem er 65 ára gam- all sagðist hafa orðið var við orðróm um að hann stefndi að því að verða eftirmaður Carringtons lávarðar. Hann sagðist ekki hafa slíkt í hyggju: „Hvers vegna ætti ég að hætta sem utanríkisráðherra? Mér finnst starfið heiilandi." Tindemans sem var áður forsæt- isráðherra Belgíu lofaði þekkingu Wörners á sviði hermála en lét ekki uppi hvort hann fengi stuðning Belgíu til embættisins. Fyrir utan Wömer hefur Káre Willoch fyrrum forsætisráðherra Noregs gefíð kost á sér til embættis framkvæmda- stjóra NATO. Carrington lávarður heldur fast við þá ákvörðun sína að láta af embætti eftir fjögurra ára starf í júní á næsta ári. Kosið verður um eftirmann hans á fundi utanríkis- ráðherra Atlantshafsbandalags- ríkja í desember. Sovétríkin: Hljóð úr horni Moskva, Reuter. Hugmyndafræðingur sovéska kommúnistaflokksins, Yegor Ligachev, dró í ræðu í fyrradag upp aðra mynd af valdatíma Brezhnevs en umbótasinnar með Gorbachev í fararbroddi hafa gert að undanförnu. Ligachev á sæti í æðsta ráðinu og vom kaflar úr ræðunni birtir í Pravda í gær. Hann sagði þjóðar- tekjur hafa fjórfaldast undir stjóm Brezhnevs og þá hefði andleg og efnisleg velmegum manna vaxið. Sjálfur sagðist hann hafa eytt þess- um árum í uppbyggingarstarf í Síberíu og iðraðist einskis. I ræð- unni réðst hann á „menn sem reyndu að notfæra sér „glasnost- stefnu Gorbachevs sjálfum sér til framdráttar". Einnig gagnrýndi hann menntamenn sem gefa í skyn að flokkurinn hafí ekki gengið nógu langt í að fordæma Stalín-tímabilið. Stjórnmálaskýrendur segja greinilegt að Ligachev fínnist nóg komið af endurskoðun og gagnrýni fortíðarinnar. Hann virðir að vett- ugi öll þau orð sem Gorbachev hefur látið falla um Brezhnevskeiðið og ver það af hörku. Ræða Ligachevs skipar honum á bekk með íhalds- haldsmönnum innan Sovétríkjanna sem farið er að hitna í hamsi við árásir fjölmiðla og umbótasinna á nýorðna tíma. Þýskaland: Samkeppni getur af sér umbætur Austur-Berlín, Reuter. Kommúnistar í A-Þýska- landi og jafnaðarmenn í V-Þýskalandi sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til opinskárr- ar umræðu og samanburðar á sameignar- og séreignarskipu- lagi. Hvor aðilinn um sig ætti að hvetja hinn til umbóta og draga þannig úr kjarnorku- stríðshættunni. Reuters Hess hylltur í Suður-Afríku Mynd þessi birtist í suður-afrísku dagblaði, sem er hliðhollt stjórn- völdum, fyrr í vikunni. Urðu margir til þess að mótmæla birtingu hennar. Þýskur innflytjandi, Helmut Kirchner að nafni, tók mynd- ina eftir að honum hafði borist sú fregn að Rudolf Hess, einn nánasti samstarfsmaður Adolfs Hitler, væri allur. Myndina er af 14 ára gömlum syni Helmuts Kirchner. Hann er klæddur háskola- bol með mynd af Hitler, vopnaður riffli, og með hjálm úr fyrri heimsstyijöldinni. Að baki honum blakta fánar og er annar þeirra fáni nasista. Trakar orðnir þreytt- ir á málþófi Irana Hyggjast berjast af krafti ef ekki semst um vopnahlé Sameinuðu þjóðunum, Kaupmannahöfn, fióm, Abu Dhabi, Gíbraltar, Reuter. ÍRAKAR kváðust í gær telja að íranar myndu ekki sam- þykkja kröfu Sameinuðu þjóðanna um að tafarlaust yrði gert vopnahlé á Persaflóa. Af þeim sökum ætluðu írakar að áskilja sér rétt til þess að halda Persaflóastríðinu áfram og væru árásir á írönsk skip þar með talinn, að því er sendifull- Pakistan: 28 falla í ætt- bálkaátökum Karachi, Reuter. ÆTTBÁLKAÁTÖK blossuðu upp í gær í Karachi, höfuðborg Pakistan, annan daginn í röð. 28 hafa látið lífið og útgöngubann Líbanon: Götuóeirðir Beirút, Reuter. GÖTUÓEIRÐIR brutust út í Beir- út, höfuðborg Líbanon, í gær er fólk safnaðist saman til að mót- mæla verðfalli líbanska pundsins. Ólætin hófust er hundruðir manna söfnuðust saman við líbanska seðla- bankann til að mótmæla verðfalli pundsins. Verðir skutu af byssum sínum út í loftið til að dreifa mann- fjöldanum. Lýðurinn tók þá að ræna verslanir sem skipta erlendum gjald- eyri og hafði á brott með sér gífurleg verðmæti. Líbanska pundið var í eina tíð sterkast gjaldmiðill Mið-Austur- landa en hefur fallið um 71 prósent á þessu ári. er í gildi í Karachi og Hyd- erabad. Á miðvikudag laust fylkingum Pashtúna og Mohajira saman í Fai- sal-nýlendu nærri Karachi-flugvelli. Var skotvopnum óspart beitt. Her- lið var kallað til og sett á útgöngu- bann. Mohajirar eru innflytjendur frá Indlandi og hafa dvalist í Karac- hi um 20 ára skeið. Hermenn og lögregla voru í viðbragðsstöðu í Karachi og nágrenni en þar vöru sjö manns myrtir í gær. Zia-ul-Haq, forseti Pakistan, hvatti hinar stríðandi fylkingar til að semja um frið. „Við verðskuldum ekki að kallast múslimir og Pakist- anar. Það nístir hjarta mitt og ég fyllist angist þegar ég horfí á bræð- ur berjast," sagði Zia í ávarpi. Lét hann einnig að því liggja að erlend öfl stæðu að baki bardögunum án þess þó að tiltaka hvaða ríki það væru. Rúmlega 300 manns hafa látið lífið í átökum ættbálka í Pakistan undanfarna tíu mánuði. trúi íraka hjá Sameinuðu þjóðunum sagði. Ismat Kittani sagði á blaða- mannafundi að öryggisráðið hefði fyrir heilum fimm vikum ályktað einróma um að Persaflóastríðinu ætti að linna og nú væri þolin- mæði íraka gagnvart Irönum, sem hefðu reynt að þæfa málið og tefja fyrir með þrotlausum málaleng- ingum, á þrotum. Kittani sagði aðspurður að ír- akar myndu ekki ráðast á skip, sem færi í friðsamlegum tilgangi til hafnar utanaðkomandi aðilja. „Við ætlum að ráðast á öll írönsk skip og öll írönsk skotmörk," sagði fulltrúinn og minnti á að Iranar hefðu ráðist á íraskt skip fyrir nokkrum dögum. Kittani sagði að öryggisráðið ætti að koma saman á ný og ræða leiðir til að knýja írana til að leggja niður vopn og hlýta ályktun þess frá 20. júlí. Að hans hyggju væri það á valdi ráðsins til hvaða aðgerða ætti að grípa, en vissulega hlyti að koma til greina að leggja bann við sölu vopna til írana. ítalar lýstu yfir því í gær að þeir ætluðu að senda tundurdufla- slæðara á Persaflóa ef ekki hefði verið farið eftir ályktun öryggisr- áðs Sameinuðu þjóðanna fyrir tilgreindan tíma. Fjórir breskir tundurduflaslæðarar lögðu úr höfn í Gíbraltar í gærkvöldi og Frakkar hafa einnig ákveðið að senda slæðara í Persaflóa. íranar hafa farið fram á það við Dani að þeir hjálpi til við að greiða úr deilum við Persaflóa, að því er haf var eftir aðstoðarut- anríkisráðherra írans, Mojtaba Mirmehdi, sem staddur er í Kaup- mannahöfn. Sagði hann eftir viðræður við Uffe Elleman-Jens- en, utanríkisráðherra Danmerkur, að Danir ættu að gegna forystu- hlutverki í að hjálpa til við að finna lausn vandans. Væri það ekki síst vegna þess að Elleman-Jensen gegndi embætti forseta Evrópu- bandalagsins um þessar mundir. Jafnaðarmenn úr SPD, stærsta stjómarandstöðuflokknum í V- Þýskalandi, og fulltrúar SED, kommúnistaflokks A-Þýskalands, kynntu fréttamönnum yfírlýsing- una í Austur-Berlín í gær. Að sögn Ottos Reinhold frá þjóðfélagsfræði- stofnun kommúnistaflokksins er hvatt til mannsæmandi orðræðu um ágæti hvors skipulags. Menn í Aust- ur- og Vestur-Evrópu geta lært hver af öðrum með samkeppni og viðræðu, sagði hann og bætti við að slík umræða hefði verið óhugs- andi fyrir tíu árum. Tíminn leiðir svo í ljós hvort skipulagið er betra. Yfirlýsingin sem gefin verður út á prenti í dag gagnrýnir óbeint hömlur á stjómmálaumræðu í A- Þýskalandi. Þar segir að opinská umræða og gagnrýni verði að vera möguleg innan hvors skipulags um sig. Hvorirtveggju, lýðræðissinnar í vestri og fylgismenn Sovétkomm- únismans, verða að búa sig undir langa sambúð í hörðum heimi. Von- ir okkar mega ekki tengjast því að annað skipulagið gleypi hitt heldur að hvorirtveggju leyfí samkeppni sem getur af sér umbætur. Thomas Meier, fulltrúi vestur- þýskrajafnaðarmanna, sagði að hér væri ekki um hugmyndafræðilega nálgun jafnaðarmanna og kommún- ista að ræða, heldur lífsnauðsynlega samvinnu. VOLVO AKLÆÐI Eigum fyrirliggjandi úrvals óklœði í Volvo 200 og 700 ó mjög hagstœðu verði. Áklœði, verð kr. 5.833,- \7Z3E33B Varahlutadeild.Suðurlanclsbfaut 16.Sími: 91-691600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.