Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 49

Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 49 áætlað eru beinar tekjur hans 60 milljónir króna á ári, og það er auðvelt fyrir hann að bregðast við óvæntum útgjöldum. Hann á lan- deignir í Cornwall, fasteignir í London, hlutabréf o.fl.; og þó að fjármál prinsins heyri formlega undir breska fjármálaráðherrann, þá er dagleg stjóm þeirra í höndum sérstaks ráðs þar sem prinsinn sjálf- ur er formaður. Það er þó rétt að geta þess að stór hluti þessara tekna rennur í ýmsan kostnað, svo sem í starfs- mannahald og í viðhald á sveitasetri prinsins í Gloucestershire. Hins veg- ar þurfa Karl og Díana ekki að borga húsaleigu af hinni 30 her- bergja Kensington höll, þar sem þau búa. Þá fer minnstur hlutinn af tekjum heimilisins í föt handa Karli, en hann þykir mjög íhalds- samur í klæðaburði, og sést í sömu klæðskerasaumuðu fötunum árum saman. Hann er samt ekki alveg saklaus af því að eiga sér dýr áhugamál, og eyðir um 3 milljónum á ári í pólóiðkun sína. Þeir sem bera blak af Díönu og fatakaupum hennar, benda á að ýmislegt sé gert til þess að stilla kostnaði í hóf. Mikið af fötum Díönu er gefið af breskum tískuhúsum, sem líta á það sem stórkostlega auglýsingu að hún skuli koma fram í fötum frá sér. Einnig hefur kon- ungsfjölskyldan saumakonur í þjónustu sinni sem geta gjörbreytt útliti gamallar flíkur með smávægi- legum tilfæringum. Þá þykjast menn hafa tekið eftir því að kven- fólkið í konungsfjölskyldunni skipt- ist stundum á fötum; t.d. geti Sarah Ferguson sést í kjól sem Díana hefur borið einhvemtíma áður. Fyrst farið er að tala um fjármál kóngafólks á annað borð, má geta þess að heildarkostnaður við bresku konungsfjölskylduna er sagður vera um 300 milljónir króna á ári, sam- kvæmt opinberum tölum. I raun mun hann þó vera miklu hærri, þar sem ýmislegur kostnaður, svo sem við opinberar heimsóknir og við- hafnarathafnir, er falinn undir öðmm liðum í fjárlögum Breta. Það er því ljóst að fatakostnaður Díönu prinsessu er aðeins lítill hluti af heildarútgjöldum konungsfjöl- skyldunnar, en það er þó ekki skrítið að Karli blöskri stundum, eins og t.d. þegar Díana keypti 36 pör af skóm einn morguninn. Það er kannski munur á að tolla í tískunni og að vera jafnvel skóuð og Imelda Marcos var. Gígia Sigui^"^m Einn ðflugasti Wunsbarkilan^ ^ syngur, kvoW a lega»9°9n miðnætursviömu. Helgarverð kr. 450,- Helgina 4. -5. september byrjar Grétar Örvarsson með nýja hljómsveit í Súlnasal. Bregðið ykkur í sveif lu með þessari frábæru hljómsveit. GILDI HFl Helgin 4.-5. september VILTU Sfsww'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.