Morgunblaðið - 28.08.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 28.08.1987, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Ólafur H. Ólafsson, glimukappi, var markahæstur hjá 4. deildarliði Árvak- urs í knattspymu í sumar. ■ FRIÐRIK ÓLAFSSON, þjálf- ari Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar, sundkappa, hætti að reykja á Evr- ópumótinu í Strassborg. Hann hafði lýst því yfir fyrir mótið að ef Eð- varð setti Norðurlandamet í 200 m baksundi, eins og þeir stefndu að, myndi hann „drepa í“ fyrir fullt og allt. Og við það stóð hann. Fyrst farið er að minnast á Eðvarð Þór má geta þess að eftir mótið í Strass- borg hélt hann rakleiðis til Rimini á Ítalíu þar sem hann dvelst nú í sumarfríi ásamt unnustu sinni. Það merkilega við Rimini-för Eðvarðs er, að þetta er fyrsta sumarfrí sem hann tekur sér f þrjú ár. Sumarfrí hefur hingað til ekki komist á stundatöfluna vegna stífra æfínga. ■ HELMUT MAYER, sem tók við starfí þjálfara skíðalandsliðsins síðastliðið vor, hefur ekki setið auð- um höndum í sumar. Liðið hefur verið þrívegis við æfíngar í Kerl- ingafjöllum og þar var tekið vel á. Svo mikil harka var oft á æfingun- um, og aginn svo mikill, að landslið- skrakkamir voru farin að kalla þjálfarann Bogdan, eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað! May- er er austurríkismaður, sem búsett- ur er hér á landi, og hefur þjálfað Ármann og unglingalandsliðið. Landsliðið fer í tveggja mánaða æfíngaferð til Austurríkis um miðj- an október; verður fyrst 3 vikur í Kaprun, síðan verður vikufrí frá æfíngum, þá taka við æfíngar í St. Cristoff og eftir það taka krakkarn- ir þátt í mótum í Evrópu. í A- landsliðinu eru Daníel Hilmarsson, Dalvík, Örnólfur Valdimarsson, Reykjavík og Guðrún H. Kristj- ánsdóttir, Akureyri, en í B-liðinu Tinna Traustadóttir, Reykjavík Anna María Malmquist, Bryndís Viggósdóttir, Guðmundur Sigur- jónsson, Ingólfur Gíslason og Valdimar Valdimarsson, öll frá Akureyri. ■ KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Árvakur samþykkti á aðalfundi í vor að vinna sér sæti í 3. deild næsta ár. Það tókst ekki, en á upp- skerufundi félagsins í kvöld verður fyrmefndur aðalfundur dæmdur ógildur, þar sem of fáir félagsmenn voru mættir. Einnig verður sam- þykkt að ná settu marki næsta ár og ákveðið hver verður þá marka- kóngur, en Ólafur Haukur Ólafs- son, sem borið hefur höfuð og herðar yfír glímumenn landsins um árabil, var iðnastur við að skora í sumar — var einn af markahæstu mönnum 4. deildar, og sætta sig ekki allir við það. ■ BRANISLAV POKRAJAC var á dögunum vikið úr starfí lands- liðsþjálfara heims- og ólympíu- meistara Júgóslava í handknattleik. Það gerðist skömmu eftir heldur slæma frammistöðu liðsins í Júgó- slavíumótinu þar sem það tapaði fyrir Islendingum. Þrátt fyrir það kom brottrekstrur Pokrajac mjög á óvart, enda maðurinn talinn einn allra besti handboltaþjálfari heims. En hvað um það, hann er hættur störfum, og nú hefur eftirmaður Friðrlk Ólafsson sundþjálfari stóð við loforðið og hætti að reykja í Strass- borg. hans verið ráðinn. Sá heitir Arcal- aniz, og var aðstoðarmaður Pokrajac. Þess má geta að Arcal- aniz var á sínum tíma markvörður landsliðsins. Hann var upp á sitt besta árið 1970, en þá léku Júgósla- var um þriðja sætið í heimsmeist- arakeppninni við Dani og burstuðu þá. Arcalaniz gerði sér þá lítið fyrir og varði sjö vítaköst í leiknum! Það sýnir að hann er enginn auk- visi enda talinn einn fjögurra bestu markvarða handboltasögunnar ásamt Wieland Schmidt, Austur- Þýskalandi, Marek Penu frá Rúmeníu og Martin Hoffman frá Vestur Þýskalandi. ■ ÞRÓTTUR Neskaupstað vigir nýjan grasvöll í kvöld og fær 1. deildarlið KR í heimsókn. Liðin léku æfíngaleik í vor sem lauk með jafntefli, en nú ætla Þróttarar að sigra. Magnús Jónsson þjálfar Þrótt og Halldór Pálsson leikur í markinu, en þeir eru báðir fyrrver- andi leikmenn KR. Þorsteinn Halldórsson miðvallarleikmaður- inn sterki hjá KR er hins vegar fyrrverandi Þróttari. ■ GUÐMUNDUR HARALDS- SON, milliríkjadómari í knatt- spymu, dæmir úrslitaleik Víðis og Fram á Laugardalsvelli á sunnu- daginn í mjólkurbikarkeppninni. Guðmundur hefur lengi verið í eldlínunni, byijaði að dæma 17 ára að aldri og hefur dæmt í 1. deild- inni fí-á 1968. Aðeins ári síðar hlaut hann milliríkjaréttindi, þá 23 aðeins ára að aldri, og varð þá yngsti milliríkjadómari sem Islendingar hafa eignast. „Þá sögðu sumir að ég væri yngsti milliríkjadómari í heimi — og þó víðar væri leitað!" sagði Guðmundur í gríni á blaða- mannafundi sem úrslitaliðin héldu í sameiningu í fyrradag. ■ ÞORLEIFUR ANANÍAS- SON, gamla handboltakempan í KA á Akureyri, hefur dustað rykið af skónum sínum og hefur æft á fullum krafti með KA-mönnum upp á síðkastið. Þorleifur á að baki 526 leiki í meistaraflokki en hættti fyrir tveimur árum. Hann var liðs- stjóri hjá KA í fyrra og verður það áfram í vetur. Spumingin er svo hvort hann kemst í liðið. Af KA- mönnum er það annars að frétta að Jón Kristjánsson er fluttur til Reykjavíkur og genginn í Val, en KA hefur í staðinn endurheimt Erling, bróðir Jóns sem lék í Nor- egi í fyrra, og Jakob Jónsson, sem einnig lék í Noregi. ■ KEVIN RICHARDSSSON var á dögunum seldur frá Watford til Arsenal fyrir 225.000 pund. Richardsson lék lengi vel með Everton í ensku knattspymunni en fór það til Watford í fyrra og lék alla leiki liðsins á síðasta keppn- istímabili. ■ IAN RUSH, markaskorarinn mikli hjá Juventus á Ítalíu, meidd- ist alvarlega á dögunum. Tognaði á læri, og óttast forráðamenn liðs- ins að hann verði frá keppni í fímm vikur. ítölsku blöðin hafa mikið íjallað um leikmanninn, og eitt þeirra á all sérstæðan hátt. Þar sagði að Rush væri snillingur inni á vellinum, en viðkomandi blaða- maður bætti því við að utan vallar væri Rush ekki til fyrirmyndar. Hann væri allt of mikið heima hjá sér, gengi í gamaldags fötum, allt of víðum, yfírvararskegg hans væri ljótt og minnti helst á skegg Charlie Chaplin, tónlistarsmekkur hans væri mjög lélegur og hann sæist allt of sjaldan á fínustu veitingahús- um Tórínó-borgar! Já, það er vandlifað á Ítalíu. ■ PALMAR SIGURÐSSON, landsliðsmaður í körfubolta, verður væntanlega ráðinn í nýtt embætti hjá Körfuknattleikssambandi ís- lands á næstunni. Verður hann þá titlaður fræðslufulltrúi, og verður það einn liður í mikilli fræðsluáætl- un til 5-8 ára sem sambandið er að hrinda af stað. Verður starf Pálmars meðal annars í því fólgið að ferðast í skóla landsins og reyna að auka áhuga á íþróttinni. ■ JÓN SIGURJÓNSSON, hinn bráðefnilegi sleggjukastari úr KR, setti á dögunum nýtt íslandsmet drengja í sleggjukasti á móti sem FRÍ hélt á Selfossi. Jón kastaði 42,62 metera. Hann átti sjálfur gamla metið sem var 42,48 metrar. ■ BERGUR Ágústsson, einn besti leikmaður 2. deildarliðs ÍBV í knattspymu leikur ekki meira með liðinu í sumar. Hann er nú farinn til Noregs þar sem hann leggur stund á nám í fiskifræði. Golfklúbburinn Keilir og Golfvörur sf, Goðatúni 1, Gbæ tilkynna eftirfarandi: Laugardaginn 29. ágúst verður haldið opið golfmót á Hvaleyr- inni. Höggleikur m/án forgjarfar. 10 verðlaun verða veitt og eru þau vöruúttekt hjá GolfvQrum sf. að upphæð kr. 52.000. 1 verð- laun í báðum flokkum er kr. 10.000. Þá verða aukaverðlaun fyrir að vera næstur holu á 6 og 17 braut. Skráning í síma 53360. Kappleikjanefnd. sjma tjóNusm GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! 1 X 2 1 Fram/Þór-Vlðir/Valur(sd.)‘ 2 Arsenal - Portsmouth 3 Charlton - Man. United 4 Chelsea - Luton 5 Coventry - Liverpool 6 Derby - Wlmbledon 7 Everton - Sheffield Wed. 8 Newcastle - Nott'm Forest 9 Southampton - Q.P.R. 10 Watford - Tottenham 11 West Ham - Norwich 12 Ipswich - Stoke Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30 FRJÁLSAR Fimman á Blönduósi Fijálsíþróttakeppni 5 ung- mennasambanda USAH, UMSS, UDN, HSS og USVH, eða fímman eins og keppnin er kölluð var haldin í sjötta Frá skipti á Blönduósi Jóni Sigurðssyni um síðustu helgi. á Blönduósi Ungmennasamband Austur-Húnvetn- inga sigraði í fjórða sinn með nokkrum yfírburðum og hlaut alls 309,5 stig. Ungmennasamband Skagafjarðar, UMSS, varð í öðru sæti með 259 stig. Besta afrek mótsins vann Helgi Þór Helgason, USAH, í kringlukasti, varpaði kringlunni 51,42 metra. Tannlæknastofa Sturlu Þórðarson- ar og verkalýðs- og sjómannaflélag Skagastrandar gáfu öll verðlaun. Úrslit urðu sem hér segir: Karlar Konur Samt. 1. USHA 148,5 161 309,5 2. UMSS 128 131 259 3. UDN 107,5 95 202,6 4.HSS 112 71 183 5. USVH 82 66 148

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.