Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Brúin yfir Ölfusárósa. Unnið er við fjórða brúarhafið. Morgunbtaaið/sigurður J6n»on Ölfusárbrúin tílbúin í janúar SH-verktakar flýta framk væmdum sem þýðir umtalsverðan sparnað Selfossi. VERKTAKAR að brúnni yfir Ölfusárósa ætla að halda áfram með brúargerðina og ljúka henni í einum áfanga í janúar 1988. Þetta gera þeir að fengnu samþykki Vegagerðar ríkisins en þessi ráðstöfun sparar um- talsvert fé, einkum verðbóta- greiðsiur á næsta ári að óbreyttri verkáætlun sem byggist á fastri fjárhæð til brú- arinnar. Jón Ingi Gíslason, fram- kvæmdastjóri SH-verktaka, sem byggja brúna segir það mjög hag- stætt fyrir þá að flýta verkinu. Verið er að steypa fjórða hafíð milli stöpla og unnið að því að koma fyrir fimmta brúarstöplin- um. Samkvæmt upphaflegri verkáætlun var ekki fyrirhugað að fara lengra á þessu ári. Jón sagði að mannskapurinn í brúarvinnunni væri orðinn vanur verkinu og brúarvinnan gengi mjög vel. Það væri þvf mjög hag- stætt að geta haldið áfram með vanan mannskap. Einnig væri gott að þurfa ekki að ljúka verki á miðju sumri eins og áætlað var heldur í janúar. Með því að brúarsmíðinni hefur verið flýtt þarf að flýta vegarlagn- ingunni vestan brúarinnar svo hún komist í gagnið. Vegurinn að brúnni er á vegaáætlun 1989. Verktakar brúarinnar hafa lagt hluta vegarins og lánað Vega- gerðinni fyrir kostnaðinum. Þetta var gert til að hægt væri að flytja efni f fyllingar og gijótkanta á vesturbakkanum. Ákvörðun um að flýta veginum að vestan er í höndum þingmanna kjördæmisins en líklegt er talið að af því verði og brúin komist mun fyrr í gagnið en fyrst var gert ráð fyrir. Sig. Jóns. Hörð gagnrýni fjármögnunarleiga: Fullyrðingar Jóns Baldvins um erlend lán sagðar rangar Hið opinbera ábyrgt fyrir 2 milljörð- um, segir Víglundur Þorsteinsson FJÖGUR fjármögnunarfyrirtæki hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna greinargerðar Jóns Baldvins Hanmbalssonar fjár- málaráðherra í Morgunblaðinu í gær. Ráðherrann hélt því fram að fyrirtækin hefðu tekið erlend lán sem næmu milljarði króna til bif- reiðakaupa. Fj ármagnsleigumar benda á að ólöglegt sé að taka erlend lán í þessu skyni. Víglundur Þorsteinsson formaður Félags islenskra iðnrekenda segir í grein um sama efni að hið opinbera sé ábyrgt fyrir helmingi erlendra lána umfram áætlun á þessu án. Stangast það á við fullyrðingar ráðherrans. Þegar Morgunblaðið bar þessa einkaaðila. í yfirlýsingu fjármögn- gagnrýni undir fjármálaráðherra í gær sagðist hann ekki vilja svara henni að svo komnu máli. í greinargerð sinni staðhæfði Jón Baldvin að einn milljarður króna hefði verið tekinn að láni erlendis til bílakaupa gegnum flármögnun- arleigur. Jafnframt hefðu 2-3 milljarðar króna „streymt" inn í landið vegna kaupleigusamninga unarfyrirtækjanna er bent á að bifreiðakaup með erlendu lánsfé séu bönnuð og hafí þau fjármagnað slíka samninga innanlands. Þá sé fyrirtækjum aðeins heimilt að flár- magna tæki til atvinnurekstrar, en ekki fyrir einstaklinga. Fjármögnun bifreiða til atvinnu- rekstrar nemur 20%-25% af verðmæti samninga félaganna að þeirra sögn. Því sé aðeins um hluta starfseminnar að ræða. í grein Víglundar stendur að Jón Baldvin hafí reynt að kenna fjár- magnsleigum og atvinnufyrirtækj- um um auknar erlendar lántökur. Hann segir að á fyrstu sjö mánuðum ársins hafí fjármagnsleigumar afl- að 830 milljóna króna innanlands til þess að fj'ármagna leigusamn- inga. Af þeim hafí 480 milljónir króna rannið til samninga um fólks- bifreiðar og létta sendibíla sem óheimilt er að fjármagna með er- lendum lánum. Víglundur segir að fullyrðing ráðherra um milljarðinn til bfla- kaupa sé alröng. Engin erlend lán hafí rannið til þeirra og heildar- samningar um fólksbifreiðar nemi einungis 480 milljónum króna í ár. Samkvæmt endurskoðaðri láns- fjáráætlun Seðlabanka íslands er gert ráð fyrir því að erlend langtímalán nemi 10,2 milljörðum króna en gert var ráð fyrir 8,2 milljörðum króna. Fjármálaráð- herra hélt því fram að einkaðilar hefðu farið 1.185 milljónir umfram áætlun, við það bættust 2-3 millj- arðar vegna kaupleigusamninga. Samkvæmt hans útreikningum áttu opinberir aðilar að bera ábyrgð á 400 milljónum króna. Víglundur segir að fjármögunar- leigumar muni taka 2 milljarða króna að láni erlendis sem áætlunin gerði ekki ráð fyrir. Hann telur að af þessum 4.000 milljónum króna sem umfram era muni ríkissjóður vera ábyrgur fyrir 1.100 milljónum, lánastofnanir og fjárfestingarsjóðir 900 milljónum auk 350 milljóna sem Qármögnunarleigur láni opinberam aðilum. Sjá fréttír og greinar á bls. 30 og 31 og forystugrein I miðopnu. Margeir efstur MARGEIR Pétursson er efstur með 5 vinninga eftir sex umferðir á Skákþingi íslands á Akureyri. Næstir koma þeir Davíð Ólafsson og Helgi Ólafsson með 4 ‘A vinn- ing. Olafur Kristjánsson og Þröstur Þórhallsson eru með 3 '/z vinning. í sjöttu umferð vann Margeir Pétursson Karl Þorsteins. Davíð Ólafsson vann Þröst Ámason. Hannes Hlífar Stefánsson vann Áskel Öm Kárason. Gylfi Þórhalls- son vann Ólaf Kristjánsson. Guðmundur Kristjánsson bæjarsljóri látinn Bolungarvfk. GUÐMUNDUR Kristjánsson bæj- arstjóri í Bolungarvík varð bráðkvaddur á heimili sinu að- faranótt sl. miðvikudags. Guðmundur fæddist í Bolungarvík 21. nóvember 1923 og var því á sex- tugasta og flórða aldursári. Hann var sonur hjónanna Benediktu Guð- mundsdóttur og Kristjáns Bergsson- ar bónda á Ytri-Búðum í Bolung- arvík. Eftirlifandi fósturfaðir Guðmundar er Jón Kr. Elíasson fyrr- verandi skipstjóri. Guðmundur stundaði nám í Hér- aðsskólanum í Reykholti 1942 til 1944 og verslunamám í Danmörku 1949 til 1950. Hann starfaði á skrif- stofu Hólshrepps á áranum 1945 tii 1948 en var bókari hjá Einari Guð- finnssyni 1950 til 1956. Guðmundur var skrifstofustjóri hjá Hólshreppi frá árínu 1956 þar til hann varð sveitarstjóri árið 1972. Árið 1974 fékk Bolungarvík kaup- staðarréttindi og varð Guðmundur þá fyrsti bæjarstjóri kaupstaðarins. Því starfí gegndi hann allt til dauða- dags. Guðmundur gegndi auk þess fjölmörgum trúnaðarstörfum á vett- vangi sveitarstjómar og félagsmála. Sat meðal annars í hreppsnefnd Hólshrepps 1954 til 1966. Eftirlif- andi eiginkona Guðmundar er Guðrún Pálmadóttir. Þau eignuðust fimm böm og era fjögur þeirra á lífi. Gunnar Guðmundur Kristjánsson bæjar- stjóri. í dag VmSKEPTIArVINNULÍF ■■■■■■-. -- - lt (KBflHBBBS Siuimingar fyrír 2.700 milljómr | nmmBB--------1 Wtrtnfé Útvegsfélags samvimnmtannn wrður lóOtniHjóuir ' rj-ðrSS; Verðmæti úttiutnings v;;; til N-Ameríku 19% nwira Í'kzZkfJi BLAD B Steingrímur og Shultz ræddu hvalamál og samskipti þjóðanna STEINGRÍMUR Hermannsson utanríkisráðherra og George Shultz utanrfkisráðherra Bandaríkjanna ræddust við í New York í gær. Ráðherrarair ræddu aðallega hvalamálið en einnig um samskipti þjóðanna almennt. „Ég gerði honum grein fyrir því að deilur íslendinga og Banda- ríkjamanna um hvalveiðar snerust ekki bara um hvalveiðideiluna heldur þætti íslendingum að þetta væru óþolandi afskipti Banda- ríkjamanna af innanríkismálum íslendinga," sagði Steingrímur Hermannsson í samtali við Morg- unblaðið í gær. Steingrímur sagði að hann hefði talið það ákaflega mikilvægt að koma í veg fyrir að til sömu vandræða kæmi að ári og lagði til að fundir yrðu haldnir og fjall- að yrði um málið almennt áður en að þeim tíma kæmi. Sagði hann að Shultz hafí verið sam- mála þessu. „Ég gerði honum jafnfram grein fyrir því að við teljum að nýta eigi hvalina í hófi og undir vísindalegu eftirliti og sagði hon- um að í undirbúningi væri að flytja málið þegar hvalveiðisátt- málinn verður endurskoðaður árið 1990,“ sagði Steingrímur. „Þá skýrði ég honum frá skoðana- könnun þar sem kom fram að æ færri væra hlynntir vera vamar- liðsins hér á landi og lýsti þeirri skoðun minni að það stafaði af óánægju fólks á íslandi með af- skipti Bandaríkjamanna. Skipti þar engu hvort menn væra hvala- friðunarmenn eða ekki. Honum var ljóst að þetta væri litið alvar- legum augum á íslandi." Steingrímur sagði að Shultz hefði ekki farið leynt með að hann væri mjög óánægður með afskipti viðskiptaráðuneytisins, en sagði jafnframt að ráðuneytið væri bundið lögum sem það þyrfti að fara eftir. Taldi utanríkisráðherra að utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna og Shultz gerðu sér grein fyrir hve þessi afskipti væra vafa- söm. Ráðherramir ræddu einnig samninga um útrýmingu meðal- drægra eldflauga og sagði Shultz að hann færi til Moskvu í lok október. Gerði hann ráð fyrir að bjóða utanríkisráðherrum NATO-rflcjanna að koma til Brussel til viðræðna fyrir eða eft- ir þá ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.