Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 59 Minning: Ivar Gíslason trésmíðameistari Fæddur 12. apríl 1910 Dáinn 12. september 1987 Góður vinur og samstarfsmaður um 45 ára bil er kvaddur í dag. Hans er sárt saknað, en ekki er rétt að syrgja hann ívar Gíslason, svo mikið var hann búinn að þrá þá hvfld, sem hann nú hefur hlotið. Hann var um langt skeið búinn að berjast við ólæknandi sjúkdóm, en dauðann óttaðist hann ekki, því þar kom til hans einlæga trúarsannfær- ing, sem hafði fylgt honum alla ævi. ívar Gíslason fæddist á Rútsstöð- um í Gaulverjabæ 12. apríl 1910. Hann var sjötta bam í röð 13 systk- ina, en af þeim komust 12 á legg. Foreldrar hans vom Kristín Jóns- dóttir frá Austur-Meðalholtum í Flóa og Gísli Brynjólfsson frá Sól- eyjarbakka í Hmnamannahreppi. Þrjú systkina ívars em á líft: Ragn- heiður, búsett í Bandaríkjunum, og Gísli og Garðar, báðir búsettir í Reykjavík. Þegar ívar var u.þ.b. tveggja ára fluttist fjölskyldan að Haugi í Gaulverjabæ og þar ólst hann upp. Upp úr fermingu fór Ivar að fara r' vist á aðra bæi, eins og tíðkaðist á þeim ámm. Einnig fylgdi hann föður sínum til smíða á aðra bæi, en Gísli, faðir hans, var listasmiður, byggði hús víða um sveitir, smíðaði rokka, reiðtygi, o.fl. og hefur þá líklega verið ráðið um ævistarf Ivars, en hann erfði hag- leik föður síns í ríkum mæli. Um tvítugt flutti ívar til Reykjavíkur og hóf nám við Verzlunarskólann, hvarf frá því námi og vann við húsasmíðar hjá Jens Eyjólfssyni, húsasmíðameistara. Einnig vann hann hjá Húsameistara ríkisins. Nám í trésmíði stundaði hann svo hjá Sveinbimi Kristjánssyni. Hann vann um tíma hjá Reykjavíkurborg en 1942 hóf hann störf hjá Bræðr- unum Ormsson hf. og starfaði þar svo lengi sem kraftar entust. Ivar kvongaðist aldrei, en bjó um tíma með Gunnlaugu Guðmunds- dóttur; þau eignuðust eina dóttur, Gerði. Síðar bjó hann með Jóhönnu Axelsdóttur nokkur ár. Með henni átti hann einn son, Jóhann Viðar, sem nú er við nám í Háskóla ís- lands. Viðar bjó lengi hjá föður sínum eða þar til hann hóf háskóla- nám í Freiburg, V-Þýzkalandi, en Guðlaug Péturs- dóttir - Minning Fædd 18. júní 1902 Dáin 16. september 1987 Hún elsku Lauga frænka er dáin. Þegar ég kom til hennar á þriðju- dagskvöldið kom mér ekki til hugar að þetta væri síðasta kvöldið okkar saman. Hún spjallaði við mig um alla heima og geima eins og venju- lega. Morguninn eftir var hún dáin. Lauga frænka var afasystir mín. Hún átti engin böm sjálf, en var okkur frændsystkinunum eins og besta amma. Alltaf var hún að hugsa um okkar velferð. Þegar hún hitti okkur eða hringdi var alltaf spurt hvemig gengi í vinnunni eða í skólanum. Og þegar við komum í heimsókn var hlýlega tekið á móti okkur og góð hressing beið okkar. Þó minninu hefði hrakað síðustu ár var alltaf umhyggjan og áhugann fyrir lífi og starfí okkar frændsystkinanna til staðar. Við eigum öll eftir að sakna Laugu frænku mikið, skarð hennar verður aldrei fyllt. Þessarar yndis- legu konu sem hafði svo stórt hjarta, að hún var amma okkar allra, svo hjálpleg, traust og góð. En þó söknuðurinn sé sár eigum við öll yndislegar minningar sem aldrei verða frá okkur teknar. Við í Vatnsholtinu þökkum henni allt sem hún hefur gert fyrir okk- ur, og allar stundimar sem hún hefur gefíð okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu elsku Laugu frænku. Unnur Halldórsdóttir þegar hann gerði sér ljóst hversu heilsu foður hans var háttað gerði hann hlé á námi sínu til að geta stundað föður sinn í veikindum hans og sýndi _þannig sonarkærleik sinn. Að því leyti kippti honum í kynið. Viðar er afbragðs námsmað- ur og mun þetta vonandi ekki tefja nám hans að marki. Sá, sem þessar línur ritar, man vel eftir þessum glæsilega 32 ára gamla manni, þegar hann hóf störf hjá föður mínum, og nú að leiðarlok- um langar mig að þakka fyrir samveruna, fyrst sem ungur sveinn, sem fékk að handleika hamar og sög undir handleiðslu þessa lista- smiðs, og síðar sem samstarfsmað- ur í fjölda ára. Ég gleymi heldur aldrei bæninni, sem hann fór með yfír ungum sveini, þar sem hann lagði hendur á kollinn og bað þess, að hann næði heilsu. Ég vildi að ég gæti látið slík orð fylgja vini mínum yfír í eilífðina. Guð blessi minningu Ivars Gísla- sonar. Karl Eiríksson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Birkir Njáls- son — Kveðjuorð Fæddur 10. apríl 1955 Dáinn 9. september 1987 Mig langar að minnast með nokkrum orðum góðs vinar sem farinn er yfír landamærin miklu. Víst er það sárt og erfitt að sætta sig við þegar svona ungur hæfí- ieikaríkur maður fer. Huggun er samt að ég er viss um að honum líður nú miklu betur. Ég var lánsöm að kynnast Birki og er ég þakklát fyrir það. Af honum lærði ég margt. Hann var heiðarlegur og góður drengur. Vil ég þakka honum fyrir allt og allt.^ Elsku Asdís, Gréta, Nonni, Harpa, Palli og þið öll hin. Ég votta ykkur dýpstu samúð mína. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (V. Br.) Agnes og böm. Bjart skrifborðsljós, heima og á vinnustað: DULUX*TABLE Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgdir: © HEIÐURSLAUN BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS 1988 f tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags íslands, 1. janúar 1982, stofnaði stjóm félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfélag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menningar, iþrótta eða at- vinnulífs. Nefnast starfslaun þess, sem ráðinn er: HEIÐURSLAUN BRUNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS Stjórn B.í. veitir heiðurslaun þessi sam- • kvæmt sérstökum reglnm og eftir umsókn- um. Reglurnar fást á aðalskrifstofu B.í. á Laugavegi 103 í Reykjavík. Þeir, sem óska að koma til greina við ráðn- igu í stöðuna á árinu 1988 (að hluta eða allt árið) þurfa að skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. október 1987. BRUnRBÚTBFÉLBC ÍSlHnPS LAUGAVEGI 103, 105 REYKJAVlK, SÍMI 26055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.