Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið. Fjármögnunar- leiga Hugmyndir ríkisstjómarinnar um að takmarka möguleika íslenskra fjármögnunarleigufyrir- tækja til fjármögnunar hafa eðlilega mætt andstöðu. Stjóm- völd stefna að því að herða reglur um erlenda fjármögnun leigu- samninga og er það liður í ráðstöfunum til að draga úr inn- streymi erlendra lána. Mikil þensla er í íslensku efna- hagslífí eins og tölur um kaup- mátt bera með sér. Þjóðhags- stofnun gerir ráð fýrir að kaupmáttur atvinnutekna hækki um 15-18% á þessu ári. Viðskipta- hallinn verður meiri en áður var búist við og erlend lán aukast. Gegn þessu verður ríkisstjómin að snúast og hemja heildareftir- spum. Innstreymi erlends fjár- magns leiðir að öðm óbreyttu til þenslu og verðbólgu. Á liðnu sumri var settur skattur á erlend lán og var markmiðið að draga úr eftirspum eftir lánum, jafn- framt því að afla ríkissjóði tekna. Hertar reglur um erlenda fjár- mögnun leigusamninga miðar að því sama og skatturinn. Ein megin röksemd ríkisstjóm- arinnar fyrir að takmarka aðgang Qármögnunarleigufyrirtækja að fjármagni er að 1.000 milljónir króna hafi verið teknar að láni erlendis til þess að fjármagna leigusamninga á bifreiðum. Þessi fyrirtæki mótmæla þessu harð- lega. Þegar em í gildi reglur sem leggja bann við að leigusamning- ar á bifreiðum séu fjármagnaðir með erlendu fé. Fyrirtækin full- yrða að allir samningar sem gerðir hafa verið um flármögnun- arleigu á bifreiðum séu fjármagn- aðir með innlendu fé. Ef gengið er út frá því að þessi fullyrðing fyrirtækjanna standist verður því ekki betur séð en að meginrök ríkisstjómarinnar séu fallin. Engum hefði svo sem átt að koma það á óvart að forystumenn Alþýðuflokksins beittu sér fyrir að horfið væri frá þeirri fijáls- lyndisstefnu sem ríkt hefur undanfarin ár á fjármagnsmark- aðinum. Það sem vekur undmn er að þeir skuli njóta til þess full- tingis Sjálfstæðisflokksins. Hefur orðið gmndvallar stefnubreyting hjá sjálfstæðismönnum? í tíð ríkisstjómar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks urðu miklar breytingar á íslenskum fjármagnsmarkaði. Ný lög um viðskiptabanka, sparisjóði og Seðlabanka mörkuðu tímamót. Áður höfðu vextir verið ákvarðað- ir af stjómmálamönnum, án tillits til aðstæðna í íslensku efna- hagslífi. Afleiðing þess var að vextir vora um langt árabil nei- kvæðir og fjármagn var flutt frá sparisfjáreigendum til skuldara, — frá einstaklingum til fyrirtækj- anna. Þegar svo er verður eftir- spumin eftir lánum meiri en framboðið. íslenskur fjármagns- markaður var langt frá því að vera í jafnvægi. Af fyrrgreindum ástæðum mátti öllum vera það ljóst að mik- il eftirspum yrði eftir fjármögn- unarleigu. Hún opnaði nýjar og áður óþekktar leiðir í fjármögnun fyrirtækja. Mörg fyrirtæki áttu litla möguleika á lánum og fyrir þau var fjármögnunarleigan gleðiefni. Og önnur losnuðu, a.m. k. að einhverju leyti, undan ægivaldi bankakerfisins. Eins og þau fyrirtæki sem bjóða umrædda þjónustu hafa bent á krefst fjármögnunarleigan mikils erlends fjármagns í fyrstu. Á næstu ámm mun jafnvægi hins vegar nást á milli leigugreiðslna og lána og þörf fyrirtækjanna fyrir erlent fjármagn verður stöð- ugt minni. Og eins og ætíð fer best á því að jafnvægi náist án afskipta hins opinbera. Rök fyrirtækjanna gegn tak- mörkunum á fjármögnunarleigu em sterk. Bent er á að það skerði möguleika íslenskra aðila til fjár- mögnunar miðað við erlenda keppinauta. Þannig muni sam- keppnisstaða íslenskra fyrir- tækja, bæði hér á landi og á erlendum mörkuðum, versna. Samkvæmt hugmyndum stjóm- valda verður einungis heimilt að fjármagna 50% af kostnaðarverði vélar eða 67% af fob-verði með erlendu fjármagni. Fjármögnun- arleigufyrirtækin telja að þessar hugmyndir stjómvalda séu van- hugsaðar. Þannig verði innlend- um framleiðendum véla gróflega mismunað í samanburði við er- lenda keppinauta. í greinargerð um drög að aug- lýsingu um erlend lán segja forráðamenn fjármögnunarleigu- fyrirtækjanna meðal annars: „Það verður ekki séð að van- hugsaðar reglur af því tagi sem hér um ræðir aðstoði stjómvöld við að draga veralega úr erlend- um lántökum þar sem þær valda margvísiegu óhagræði fyrir íslenskt atvinnulíf. Auk þess munu umræddar reglur draga úr lánstrausti íslands á erlendum mörkuðum þar sem hér er um kúvendingu að ræða frá fyrri reglum. Afleiðingin verður hærri erlendur vaxtakostnaður. Því er ljóst að þessi hugsanlegi, óvem- legi samdráttur í erlendum lántökum sem af reglunum hlýst mun verða dýra verði keyptur." Sjávarútvegssýningin Torill Roselin, frá norska útflutningsráðinu, í einum sýningarbási Norðmanna. „Slík sýning eflir tengsl viðslaptaðila“ í sýningardeild Norðmanna á sjávarútvegssýningunni kynna alls 18 norsk fyrirtæki ýmiss konar tæki og kerfi til fiskveiða og fiskeldis. Vömr þær sem Norðmenn hafa hér til sýnis spanna mjög vítt svið, að sögn Torill Roselin hjá norska útflutningsráðinu. Sýna þeir allt frá rafeindakerfum til eftirlits og stýringar togara, til búnaðar til pökkunar og flutnings. Þá kynna nokkrar norskar skipasmíðastöðv- ar skip sín á sýningunni. Torill sagði að þetta væri stærsta sýningardeild sem Norð- menn hefðu haft á sýningu á Islandi, og ein sú stærsta sem þeir hafa haft á sjvarútvegssýn- ingu sem þessari. Eins og áður sagði em 18 fyrirtæki í sýningar- deild Norðmanna og þar af 5 sem ekki hafa verið kynnt hérlendis áður. Þess fyrir utan sýna 5 önnur norsk fyrirtæki vömr sínar utan sýningarsvæðis Noregs, í básum umboðsaðila sinna hér á landi. Torill Roselin sagði það vera mjög mikilvægt fyrir fyrirtækin að taka þátt í slíkum sjávarútvegs- sýningum til að kynna og sýna vörar sínar. Jafnvel þó þau hefðu þegar umboðsmenn efldi slík sýn- ing samband viðskiptaaðilanna vemlega. Tolill bætti því einnig við að Island væri afar mikilvægur viðskiptaaðili fyrir Noreg. Norskir og íslenskir sjómenn ynnu við afar svipaðar aðstæður á hafi úti, og við þessar erfiðu aðstæður væri norsk fiskveiðitæki miðuð. „Gæði þeirra em því mikil og það vita Islendingar," sagði Torill Roselin. Cuxhaven: Almgi á aukn- um viðskipt- um við Island Albrecht Harten, yfirborgar- stjóri Cuxhavenborgar er stadd- ur hér á landi i tenglsum við íslenzku sjávarútvegssýninguna. Cuxhavenborg er með áberandi sýningarbás í andyri Laugardals- hallarinnar og er markmiðið með þvi að kynna íslendingum borg- ina og auka samskipti þar á milli, sérstaklega á sviði sjávar- útvegs, en Cuxhaven er einnig þekkt sem ferðamannastaður. Albrecht Harten bauð í upphafi sýningar til samkvæmis, þar sem hann kynnti Cuxhaven fyrir gestum sínum. Hann sagði að borgin væri nyrzta borg neðra Saxlands og stæði við mynni Saxelfar, sem renn- ur í Norðursjó. íbúar væm 60.000 og hefðu flestir þeirra atvinnu af fiskvinnslu og ferðamennsku. Ferðamennskan væri nýlegur þátt- ur í atvinnusögu borgarinnar, en fiskvinnsla og sjávarútvegur ætti sér langa hefð. Nú kæmu um 250.000 ferðamenn til borgarinnar á ári og gistu þeir alls í 2,8 milljó'n- ir nátta. Harten rakti síðan lauslega sögu íslenzkra fisklandana í Cuxhaven og sagði meðal annars: „Ég hef kannað skýrslur skipamiðlarans Peter Hein og þannig komizt að því, að 31. október 1926 landaði fyrsta íslenzka skipið fiski í Cux- haven. það var togarinn Gulltoppur. Upp frá því fór löndunum íslenzkra skipa fjölgandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, þegar fiskneyzla þjóðveija jókst og afköst flota okk- ar dugðu ekki. Sem dæmi um nána og langa samvinnu má nefna að í hálfa öld hafa skip með sama nafni landað fiski hjá okkur. Frá árinu 1935 hefur togarinn Karlsefni séð okkur fyrir hráefni, að sjálfsögðu ekki alltaf sama skipið, en sama útgerðin. Síðari heimstyijöldin setti strik í reikninginn en árið 1948 lönduðu 112 togarar afla sínum í Cuxhaven frá apríl til desemberloka, stundum þrír á dag. Fram á allra síðustu misseri hefur mikið og gott sam- band verið milli Islands og Cux- haven, en síðan hefur löndunum íslenzkra skipa fækkað nokkuð. Það er von okkar að aukin samskipti á þessu sviði séu framundan, góð og mikil eins og á fyrr árum,“ sagði Albrecht Harten. Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherr stjóri í Cuxhaven, ræða málin á sjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.