Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 40

Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Leikfélag Akur- eyrar: „Er það einleikið“ sýnt tvær næstu helgar FIMM sýningar verða á „Er það einleikið“ í leikhúsi Akureyringa um þessa helgi og næstu. Um er að ræða tvo einþáttunga sem samdir voru í tílefni af 30 ára leikafmæli Þráins Karlssonar í fyrra. Þráinn fer með hlutverkið í báðum einþáttungunum, sem bera nöfnin „Vamarræða mann- kynslausnara“ og „Gamli maðurinn og kvenmannsleysið". Verkið var frumsýnt í Gerðubergi í Reykjavík þann 6. desember í fyrra og fóru þar fram fímm sýningar. Þráinn hélt síðan norður með sýn- inguna og sýndi þrisvar á Akureyri. Böðvar Guðmundsson skrifaði „Gamli maðurinn og kvenmanns- leysið" í tilefni af leikafmæli Þráins og einnig bjó Böðvar til einleiksverk úr eigin sögu „Vamarræða mann- kynslausnara". Sagan fjallar um lækni, sem framið hefur verknað sem talinn er glæpur þó hann sjálf- ur sé á annarri skoðun. „Gamli maðurinn og kvenmannsleysið“ flallar um uppriljun manns sem orðinn er landlaus, starfar á bor- palli í Norðursjónum, hittir þar fyrir landa sinn, jafnaldra og sveitunga og fara þeir að rifja upp gamla tíð • — bemsku, unglingsár og fullorð- insár. Þráinn sagði í samtali við Morgunblaðið að þáttur þessi væri nánast skrifaður eins og hálfljóð og kvæði við nýjan tón hjá Böðvari sem rithöfundi — tón sem væri í skyldleika við nýju ljóðabókina hans „Vatnaskil" sem út kom í fyrra. Þráinn er borinn og bamfæddur Akureyringur og hefur verið fast- ráðinn við Leikfélag Akureyrar svo til óslitið. Hann var einn af stofn- endum Alþýðuleikhússins og lék þar um tíma auk þess sem hann starf- aði í ár við Þjóðleikhúsið. Þráinn sagðist byija æfíngar í Pilti og stúlku í lok október sem Leikfélag Akureyrar hyggst frumsýna um jól. Þá tekur Þráinn einnig þátt í leiknum „Horft af brúnni" eftir Arthur Miller sem frumsýndur verð- ur í byijun mars. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir einþáttungunum. Leikmynd er eftir Jón Þórisson og lýsingu annast Ingvar Bjömsson. Morgunblaðið/GSV Tíu íbúðanna, sem stjórn verkamannabústaða úthlutar nú í byijun október, eru að Hjallalundi 18. V erkamannabústaðir: Hátt í 100 umsóknir bárust í 22 íbúðir i TÆPLEGA 100 umsóknir bárust i 22 verkamannaíbúðir, sem stjórn verkamannabústaða á Ak- ureyri auglýsti fyrir skömmu. Hákon Hákonarson formaður stjómar verkamannabústaða sagði í samtali við Morgunblaðið að aldr- ei hefðu borist svo margar umsóknir áður. Auglýstar voru tíu nýjar íbúð- ir í Hjallalundi 18 sem SS Byggir sf. er að reisa. Auk þeirra verður fjórum nýjum íbúðum úthlutað á Melasíðu 7 sem Trésmiðjan Pan hf. er að byggja og tvær íbúðir á Múla- síðu 5 sem Aðalgeir Finnsson hf. er að reisa. Einnig verður sex eldri íbúðum úthlutað sem komið hafa inn í endursölukerfi verkamannabú- staða. Umsóknarfresturinn rann út sl. föstudag og verður unnið úr um- sóknum á næstu dögum. Búist er við að úthlutun verði lokið um miðj- an næsta mánuð. Hákon sagði að skilyrði fyrir því að fá úthlutun væru þau að umsækjendur væm búsettir í viðkomandi sveitarfélagi, þeir ættu ekki fullnægjandi annað húsnæði fyrir og að heildartekjur fjölskyldunnar væm undir ákveðnu lágmarki. Til dæmis mættu hjón ekki hafa haft meira í tekjur en sem svarar 1.665.800 krónum á síðustu þremur ámm, en auk þess má hvert bam á þeirra framfæri, það er und- ir 17 ára aldri, hafa haft 50.600 krónur í tekjur á sama tíma. Örn KE með fyrsta loðnufarminn: Verðlagningin er skrípaleikur — segir Sigurður Sigurðsson skipstjóri LOÐNUSKIPIÐ Örn KE 13 land- aði fyrsta loðnufarmi sínum í Krossanesverksmiðjurnar í gær, alls um 700 tonnum. Aflaverð- mæti nemur um tveimur milljón- um króna. Öm fékk afla sinn um 200 mflur norðvestur af landinu og var frekar slæmt veður á miðunum, að sögn Sigurðar Sigurðssonar skipstjóra á Emi KE. „Við vomm tvo sólar- hringa á miðunum við miðlínu íslands og Grænlands, um 200 mflur norður af landinu. Hinsvegar vildum við fara vestur því oft hefur fundist loðna þar, en vegna brælu komumst við ekki þangað. Þar var norðaustanstormur. Aflinn er hinn sæmilegasti miðað við þennan tíma og höldum við aftur úr höfn í dag eftir smáviðgerðir á skipinu. Það er nýkomið úr lengingu frá Þýska- landi og kom smágalli í ljós eftir að komið var heim.“ Sigurður sagði að ekki hefði komið til greina annað en að leggja upp hjá Krossanesi þar sem sú verk- smiðja hefði boðið upp á besta verðið. Hinsvegar væri verðlagning loðnunnar hálfgerður skrípaleikur Örn KE 13 á leið til lands með fyrsta loðnufarminn. það sem af væri. „í fyrstu buðu verksmiðjumar upp á 1.300 krónur fyrir tonnið, síðan hækkuðu þær sig upp í 1.600 krónur og nú eru Sfldarverksmiðjur ríkisins komnar upp í 1.800 krónur og aðrar bjóða hærra verð. Það er ábyggilega hægt að kreista hærra verð út úr verksmiðjunum þegar fram líða stundir," sagði Sigurður. Auk Amar hafa þijú loðnuskip hafíð loðnuveiðar, Guðrún Þorkels- dóttir frá Eskifírði, Skarðsvík frá Hellissandi og Jón Kjartansson frá Eskifírði sem er á landleið með full- fermi, yfír 1.000 tonn. Krossanesverksmiðjan býður 3.000 krónur fyrir tonnið úr fyrsta Morgunblaðið/GSV farmi, 2.500 krónur fyrir tonnið úr öðrum farminum og 2.000 krónur fyrir tonnið úr þeim þriðja og öllum öðmm sem á eftir kunna að fylgja. Verðið gæti þó farið niður í 1.800 krónur sé loðnan léleg sem berst að landi, að sögn Harðar Her- mannssonar verksmiðjustjóra Krossaness. • • Hrafnagils- og Ongnls- staðahreppar selja á fót barnaheimili Anna Gunnbjörnsdóttir fóstra og Ragnhildur Jónsdóttir starfsstúlka við störf sín á nýja barnaheimilinu að Hrafnagili. BARNAHEIMILI er nú tekið til starfa fyrir böm sem búa í Hrafnagils- og Öngulstaðahrepp- um í Eyjafirði. Heimilið er til húsa i einni af þremur kennara- íbúðum í Hrafnagilsskóla og eru þar fimmtán böm í vistun. Sjaldgæft mun vera að svo fá- menn sveitarfélög setji á laggimar dagheimili, en í fyrra var einu slíku bamaheimili komið á fót í Arskógi. Anna Gunnbjömsdóttir fóstra, sem er húsfreyja á Finnastöðum, veitir heimilinu forstöðu og verða þijár hálfsdagsstúlkur henni til aðstoðar við reksturinn. Anna sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þrýstingur frá foreldrum bamanna í sveitinni hefði verið mikill þar sem það færð- ist mjög í vöxt að sveitafólkið leitaði að atvinnu út fyrir býli sín. Einnig væru á barnaheimilinu böm kenn- ara sem kenndu við Hrafnagils- skóla. Anna sagði að dagvistargjöldin fæm langt með að greiða laun starfsfólks, en hreppamirtveirsæju um að greiða það sem upp á vant- aði. Hún sagði að dagvistargjöldin væm mun hærri en annars staðar á landinu. Gjald fyrir heilsdagsbarn væri til dæmis 8.000 krónur á Hrafnagili miðað við rúmar 6.000 krónur á Akureyri þar sem hrepp- amir tveir legðu ekki eins mikið af mörkum og Akureyrarbær. Anna sagði að aðeins eitt bam væri á biðlista sem líklega yrði tek- ið inn á næstunni, en þessi fjöldi sýndi að mikil þörf væri á áfram- haldandi rekstri dagheimilis í sveitinni. „Við höfum kennaraíbúð- ina aðeins til vorsins, en líklega þurfum við að byggja yfír starfsem- ina verði framhald á,“ sagði Anna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.