Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 57 hurðinni með litla fingri. Ég geng rösklega inní víðáttumikið anddyri þar sem lækur niðar, gosbrunnur flissar og litlir fossar hjala við gesti umvafðir gróðri og fegurð. Satt er það, mikill er íburðurinn og glæsi- legt umhverfið, og þægindin vafa- laust ómetanleg fyrir þá sem eiga bíla og geta verslað þar sem allt fæst á einum stað til heimilisins. Það eru kostakjör, og ætti að spara mikinn tíma, þegar fólk er búið að rata um þetta mikla völundarhús. Hvar sem litið er virðist allt á heims mælikvarða. Er þetta ekki að reisa sér hurðar- ás um öxl? Getur lítil þjóð risið undir þessum ósköpum, öllum þess- um glæsihöllum sem þjóta upp. „Flýtur á meðan ekki sekkur." Hvað kemur til þess að mér er svo tamt að notfæra mér gamla máls- hætti? Mér finnst þeir hafi erindi til manna á öllum tímum, þegar orða er vant frá eigin bijósti. Það kemur æði oft fyrir á göngunni gegnum lífið. Mér finnst þröngt um mig í allri þessari víðáttu. Ég er líklega orðin of gamaldags til þess að geta sameinast háttum nútím- ans, eða hann er kominn út af línunni sem bendir til réttra átta. Mér finnst ég allt í einu verða eins og lítil glerkúla í Kringlunni, og veit ekki í hvaða átt hún á að velta. Mér finnst ég vera búin að sjá nógu mikið til þess að fræðast um hvað þama er á ferðinni, og sný mér að ungum manni og bið hann að vísa mér leið til útidyra. Það er dásamlegt að teyga að sér útiloftið í síðsumarblíðunni. Ég næ í vagn sem fer niður á Hlemm og annan niður í gamla miðbæinn. Ég kann vel við mig í Austur- stræti, þótt mér finnist það hafa sett niður síðan verslanabyrgin vom flutt á miðja göngugötuna. Ferð minni er heitið inn á Austurvöll, þar sem hægt er að fá sér sæti og hvíla lúna fætur. A bekk undir upp- hækkuðu blómabeði að norðan sitja tveir aldraðir herramenn, allir aðrir bekkir eru fullsetnir. Ég hafði ekki lengi setið, þegar ungur maður með yfirhöfn undir handleggnum og flösku í annarri hendi gengur völt- um fótum inná grasflötina, vefur yfirhöfnina utanum flöskuna, legg- ur sig útaf og steinsofnar. Hann virðist ekki í mikilli þörf fyrir þessa hagræðingu. Dreggjamar í flöskuni vill hann geyma vel. Við þremenn- ingamir horfum þögul á þessa svipmynd. Höfum sennilega öll hugsað það sma og fundið til með- aumkvunar. Móðir jörð var mjúk og hlý og tók vel á móti hrjáðu barni sínu. Maðurinn sem situr fjær á bekkn- um stendur hljóðlega upp, lítur snöggvast á unga manninn og gengur burt. Skyldi ástand hans og návist hafa ýft upp illa gróin sár? Hver getur svarað því? Við tvö sitjum eftir á bekknum og þegjum. Ég vona að hann taki ekki eftir því að ég gef honum auga í laumi, langar til að segja eitthvað við hann, en finn ekkert einasta orð sem mér finnst eiga við á þessari stundu, að segja við bláókunnugan mann. Þetta er skrítið ástand. Hann er fyrri til að standa upp, réttir mér hlýja kraftalega hönd og segir: „Þakka þér fyrir að þú skyldir vilja sitja hjá mér á bekknum. Má ég ekki sækja handa þér ís,_ hann fæst hér í næsta nágrenni." Ég afþakka gott boð. Þetta kom svo skyndilega að mér fannst ekkert sjálfsagðara. Hann kveður hæversklega, ég end- urgeld kveðjuna með ósk um Guðsblessun honum til handa. Skyldi ég hafa valdið honum sárs- auka, með því að þiggja ekki ísinn. Ég reyni að róa samviskuna með því að minna mig á það hvemig ég kvaddi hann, með ósk um blessun Guðs. Hvað er betra? Okkur mönnunum er svo tamt að reyna að réttlæta okkur undir margvíslegum kringumstæðum, svo er annar sem hefur dómsvaldið. Ég sé ekki ám samferðamannanna, en ég fínn hana stundum. Við mæt- umst oft eins og „skip á nóttu“. Þessum manni fylgir eitthvað göf- ugt og gott í einsemdinni. Best gæti ég trúað því að hann hafi langa æfi stýrt fleyi um úfna dröfn mann- lífsins með snilld og sóma eða jafnvel um alvörusjó, og nú kominn heill í land með alla áhöfn þreyttur en sæll. Forvitni mín rekur ekki laust eftir. Í þessu efni verður henni ekki svalað. Ég rölti aftur inní Austurstrætið. Sölutorgið er iðandi af manngrúan- um._ Mér flýgur í hug. Mikið eigum við íslendingar gott í allsnægtunum og skuldasúpunni, þvílíkar and- stæður, en svona er það samt. Þegar ég horfi yfir þetta land allsnægtanna og hugsa til þeirra sem líða skort og þrengingar í fjar- lægum heimshlutum, bræðra og systra sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vera til, fer um mig ónotahrollur. Hvers eiga til dæmis börnin að gjalda? Okkur sem heima sitjum finnst alveg nóg að vita um þessar hörmungar og sjá myndir í blöðum og sjónvarpi sem staðfesta þessar hryllingsfréttir. Hvemig skyldi þeim þá vera innan- bijósts, sem hafa verið á staðnum, þreifað á og séð þetta augliti til auglitis. Við skulum taka sem dæmi ungu hjúkrunarkonuna hana Sigríði Guðmundsdóttur sem var í sjón- varpsviðtali fyrir nokkru. Það þarf mikinn kjark og kærleika til þess að taka þátt í björgunarstarfinu þar sem öll aðstoð virðist eins og dropi í hafið þar sem neyðin er yfir- þyrmandi. Það er dýrmætt og þakkarvert að gefa af sjálfum sér til þessarar aðstoðar. Heill og gæfa fylgi öllum sem veita hjálp á einn eða annan hátt. Margt smátt gerir eitt stórt. íslendingar em fljótir til að rétta hjálparhönd. Þegar hjartað fylgir gjöfinni er hún stór. Eyrir ekkjunnar sem sagt er frá í ritning- unni var mikil gjöf í augum Krists. Hún gaf af fátækt sinni allt sem hún átti. Ef mannkynið væri með hugarfari hennar gæti öllum liðið vel, enginn þyrfti að vera hungrað- ur eða klæðalaus. Síðasta fatasend- ingin var stór, en betur má ef duga skal. Úr því ég fór að minnast á bág- statt fólk í fjarlægum heimshlutum og hjálp því til handa vil ég geta um íslensku kristniboðana, sem hafa fengið kall að ofan til þess að boða heiðnum þjóðflokkum fagnað- arboðskapinn. Vegna þeirra hlýðnu einstaklinga eða íjölskyldna hafa gerst undur og kraftaverk. Kristni- boðssambandið hefur haldið starf- inu uppi með fórnum og fyrirbæn- um. Hann er ekki stór hópurinn sem vinnur að þessu mikilvæga málefni. Kannski ætti maður fremur að segja hópamir sem mynda sam- bandið, en þeir hafa hlýtt orðum Jesú „Farið og kunngjörið mönnun- um fagnaðarboðskapinn“. Þar er unnið í fórn, trú og kærleika. Starf- ið er margt en eitt er bræðrabandið. Höfundurerrithöfundur, skrifar undir skáldanafninu Hugrún. R þeir vita sem þekkja sanna Þjóð- veija, þá láta þeir aldrei gullið tækifæri úr greipum ganga að halda nokkrar merkar og snjallar ræður. Vart hafði síðasti tónninn í fyrsta lagi Fóstbræðra dáið út þegar inn á sviðið þustu fyrir- menni staðarins og var borin á undan þeim fánaborg mikil af hljóðnemum. Hófust nú mikil ræðuhöld. Voru þar fremstir ræðu- skörunga borgarmeistari staðarins (sem við hér mundum láta okkur nægja að kalla sveitarstjóra) og talsmaður Koplingkórsins, en svo nefndist karlakórinn í Oedheim. Mest og best mæltist ræðumönn- um á þýsku, en það er tunga sem íslenskir kórmenn eru ekki slyng- astir að skilja. Þó mátti sjá snarpan skilingsglampa á ásjónu íslending- anna þegar inn var borinn klingj- andi kristall. Hvítvínsglös á grænum fæti handa kórmönnum að gleðja sig við á_ svörtum vetrar- kvöldum heima á Islandi. Og fleira bar til. Að hléi loknu og söng Gunnars Guðbjartssonar ætluðu Fóstbræður að fara að tygja sig inn á sviðið. En þá brá svo við, að á sviðið var kominn þetta fimmtíu, sextíu manna kór þeirra Oed- heiminga. Sungu þeir nú af hjart- ans lyst ættjarðarljóð og gleði- söngva góða stund. A endanum komust þó Fóstbræður að aftur og sungu efnisskrá sína til síðasta lags og gott betur, því þegar þar var komið, höfðu þýskir söngvinir hvergi fengið nóg. Þeir klöppuðu, hrópuðu og bravóuðu og létu ekki Fóstbræður lausa fyrr en þeir höfðu sungið góðan skammt af aukalögum. Þeir sem sóttu þessa tónleika voru bæði Oedheimingar og Heilbronnarar og mátti sjá gagnrýni um tónleikana bæði í fréttablaði Oedheiminga og í Heilbronner Stimme nokkrum dög- um seinna. í Fréttablaðinu í Oedheim sögðu þeir m.a. í lauslegri þýðingu: „Und- urfagurt! Þannig er aðeins hægt að lýsa því sem karlakórinn frá íslandi hafði fram að færa í Ka- þólska samkomuhúsinu á miðviku- daginn. Menn hafa áreiðanlega aldrei áður orðið vitni að svo glæsi- legu afreki á sviði í Oedheim." Og í Heilbronner Stimme má lesa fyr- irsögn um frammistöðu Fóst- bræðra á fyrmefndum tónleikum: „íslenskur kór sló í gegn í Oed- heim. Áhugamenn á atvinnu- mannastigi að verki!“ Og hafandi fjölyrt nokkuð um kórinn almennt og frammistöðu hans í alþjóðlegu kórakeppninni: „ ... Og þessi kór kom nú fram í Oedheim... þar með var slegið aðsóknarmet í sam- komuhúsi staðarins. Nær fimm hundruð manna voru á tónleikun- um. Það sem þeir sáu var út af fyrir sig viðburður. „Fóstbræðum- ir“ komu fram í kjól og hvítu. Þeir em á aldrinum 21 til 65 ára og em alls ekki neinir atvinnu- söngvarar. Þetta em smiðir, múrarar, heildsalar, lögfræðingar, prestar og háskólakennarar. En með þeim var augljóslega fullkom- in eining sem kemur einnig fram í tónlistargáfum. Þeir einbeittu sér alltaf algerlega að stjómanda sínum, Ragnari Bjömssyni, sem laðaði fram hljóm er virtist svara lögmáli tónlistarinnar til — oft aðeins með örlitlum handahreyf- ingum. í fyrsta hluta efnisskrár- innar vom þjóðlög frá eyjunni þeirra. Þunglyndisleg og næstum því ómstríð. En líka með langa, mjúka tóna eins og maður þekkir hjá Donkósökkunum frægu. Skipt- in á milli „piano“- og „forte“-söngs komu án þess að gera boð á undan sér. Það var eins og þeir þyrftu ekki á lofti að halda. Fyrsti tenór og annar bassi —útverðirnir — hljómuðu svo fyrirhafnarlaust að það virtist fjarri lagi að þeir væm þarna komnir að endimörkum raddsviðs síns. Og allt, næstum því allt sungu þeir óþvingað: allt frá íslensku þjóðlögunum yfir í nokkrar þarlendar tónsmíðar og til kóra og aría úr „Töfraflautunni" og „Fidelio“.“ Gestgjafar Fóstbræðra í Oed- heim vom feikilega gestrisnir og virtust ekkert til spara að gera þeim dvölina sem besta og eftir- minnilegasta. Var hvort tveggja að þeir þóttust eiga góðs að gjalda frá því þeir heimsóttu sjálfír Fóst- bræður í fyrra á heimleið seinni frá Ameríku og Fóstbræður héldu þeim veislu eina mikla. — Þar var þeim boðið kalt sjvarréttaborð og sögðust þeir aldrei hafa komist í aðrar eins krásir (enda að verki einn þriggja matreiðslumeistara úr röðum Fóstbræðra). Svo var hitt að hróður Fóstbræðra virtist hafa borið býsna hratt yfir eftir að þeir hrepptu margumrædd þriðju verðlaun á Harmonie Festiv- al ’87. A.m.k. höfðu miðar á tónleikana selst upp um leið og fréttist af verðlaunaveitingunni. En húsið sem þeir sungu í tók tæplega fímm hundruð manns í sæti. Þarna var Fóstbræðmm hald- in hver veislan á fætur annarri þar sem fram var borinn heimalag- aður, þjóðlegur matur af bestu gerð ásamt alþjóðlegu ívafi. Frá þessu hlýlega fólki var svo enn ekið á vit nýrra rigninga og nýrra ævintýra og verður nánar sagt frá því í næstu grein. TEXTI OG MYNDIR: SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR *lsv ki[ ^go aiiilá WORD PERFECT Kennslubók Út er komin hjá Tölvufræðslunni ný glæsileg bók um ritvinnslukerfið Word Perfect. Hægt er að panta bókina hjá Tölvufræðslunni í síma 687590. EbsssSSbsI Tölvufræðslan BORGARTÚNI 28 Gleðif rétt til allra Macintosh eigenda Macintosh bókin frá Tölvufræðslunni er tilbúin!!! Glæsileg bók um Macintosh tölvuna og öll helstu forrit á hana. Til sölu hjá Tölvufræðslunni. Pantanasími er 687590. TÖLVUFRÆÐSLAN BORGARTUNI 28 VERZLUNARSKOLI ÍSLANDS Tölvuháskóli V.I. Innritun 1988 Tölvuháskóli V.í. auglýsir eftir nemendum til náms í kerfis- fræði. Námið hefst í janúar 1988 og skiptist í 3 annir sem ná yfir 1 'tz vetur. Kennt verður í húsakynnum Verzlunarskóla ís- lands, Ofanleiti 1, kl. 14.00-20.00. Markmið námsins er að gera nemendur hæfa til að skipu- leggja og annasttölvuvæðingu hjá fyrirtækjum og annast kennslu og þjálfun starfsfólks sem notartölvur. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf af hagfræðibraut eða sam- bærileg menntun. Sæki fleiri um en hægt er að veita inngöngu, mun skólastjórn velja úr hópi umsækjenda. Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar: Áfyrstu önn: Undirstöðuatriði í tölvufræði Ferlar í hugbúnaðargerð Aðferðir við forritahönnun og forritun Þróuð forritunarmál (I) Stýrikerfi og nýting vélbúnaðar Forritunarverkefni Á annari önn og þriöju önn: Verkefnastjórnun Þarfar- og kerfisgreining Kerfishönnun Prófanirog viðhald Notkun tölvukerfa Þróuðforritunarmál (II) Tölvusamskipti Vélbúnaður Vélarmálsskipanir og smalamál Kerfisforritun Gagnaskipan Gagnasöfn Lokaverkefni Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans alla virka daga 08.00-19.00 og þarfást einnig umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 25. september. Prófskírteini þurfa að fylgja með umsóknum. Verzlunarskóli Islands uíbúfí dSÖ'lí ítt bioöo'iátí uótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.