Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 15 Kjaftasögur og stj órnvaldsákvörðun vandmeðfarið hlutverk. Sigurður Karlsson hefur gert margt vel á undanfömum árum og sumt af- bragðsvel. En höfuðsmaður hans verkar ekki sannfærandi á mig. Kannski var hann einfaldlega of spenntur á frumsýningu og slíkt getur staðið til bóta. Framan af var eins og hann léki einleik á sviðinu og án þess að ná sambandi við aðra leikara. Framsögnin var líka ein- tóna. En þetta lagaðist þegar á leið sýninguna og var að mestu horfið þegar kom að hinum óhugnanlegu leikslokum. Það verður líklega að teljast til fordóma, en að mínu mati er Sigurður Karlsson ekki al- veg rétti leikarinn í þetta hlutverk. Ragnheiður E. Arnardóttir varð að gjalda þess að lítið varð úr sam- leik milli hennar og Sigurðar Karlssonar. En Ragnheiði tókst það sem Sigurði tókst örsjaldan, þ.e.a.s. kalla á samúð áhorfandans. Það er ekki svo lítið í slíku verki sem Faðir- inn er. Geðfelldur var leikur Guðrúnar Marinósdóttur í hlutverki dótturinn- ar, en hún leikur nú í fýrsta skipti í Iðnó. Guðrún Þ. Stephensen kann á sínar kerlingar, enda var fóstra hennar það hlutverk sem einna best var túlkað. Jón Hjartarson í hlut- verki prestsins og Jakob Þór Einarsson í hlutverki læknisins voru báðir viðunandi og samkvæmir heildarstefnu sýningarinnar. Þá má einnig nefna Hjálmar Hjálmarsson og Valdimar Öm Flygenring í smærri hlutverkum. Steinunn Þórarinsdóttir, sem gerði leikmynd og búninga, og Árni Baldvinsson, höfundur lýsingar, vinna vel saman að klassískum ramma sýningarinnar. Leikur ljós- anna átti sinn þátt í að kalla fram stemmningu sem við átti í hvert skipti, en eins og að ofansögðu má ráða er hún í þyngra lagi. Þórarinn Eldjárn hefur fyrir sitt leyti skilað góðu verki með þýðingunni. eftir Þórð Ingva Guðmundsson í siðmenntuðum ríkjum byggja stjórnvöld ákvarðanir sínar á upp- lýsingum sem studdar eru töluleg- um staðreyndum. Ákvörðun viðskiptaráðherra um að takmarka aðgang íslenskra fjármögnunar- leigufyrirtækja að erlendu lánsfé er ekki byggð á tölulegum stað- reyndum heldur gróusögum sem hann ætti manna best auðveldast með að sannreyna að eru rangar. Ákvörðun viðskiptaráðherra fel- ur í sér að minnka það hlutfall fjárfestingar sem ijármagna má með erlendum lántökum til að sporna gegn þenslu og vegna þess að erlendar lántökur hafa farið „langt fram úr lánsfjáráætlun" eins og það er orðað. Sökudólgurinn eru fjármögnunarleigurnar, þar sem þær hafa tekið að láni erlendis 2—3 milljarða króna — þar af 1 milljarð til að fjármagna bif- reiðakaup, að sögn stjórnvalda. Forsvarsmenn fjármögnunar- leigufyrirtækja hafa beðið stjórn- völd um sundurliðun á erlendum lántökum á árinu 1987 og ekki fengið, þannig að ekki liggur fyrir hvernig lánsfénu hefur verið varið, hvað sé neyslulán, byggingalán og hvað er véla- og tækjalán? Ráðstöf- un fjárins skiptir höfuðmáli. Fjármögnunarleigurnar hafa íjárfest í vélum og tækjum á þessu ári fyrir 2.700—3.000 milljónir króna. 70% af því er tekið að láni erlendis frá eða um 2.000 milljónir. Þessi lán eru tekin án allrar ábyrgð- ar annarra en lántakenda sjálfra. Önnur erlend lán eru tekin að meira eða minna leyti með ríkisábyrgð, eða líklega 8—10 milljarðar. Áðför stjómvalda að fjármögnunarleigum hefur í för með sér minnkun er- lendrar lántöku um 500—700 milljónir á ári, en leiðir til vaxta- hækkunar og aukins fjármagns- kostnaðar fyrirtækja vegna aukins vægis krónunnar í fjárfestingunni um svipaða upphæð. Samkeppnis- staða fyrirtækjanna hríðversnar að sama skapi. Þessi stjórnvalds- ákvörðun er því ekki skynsöm ráðstöfun í efnahagsmálum. Fjármálaráðherra og viðskipta- ráðherra fullyrða að fjármögnunar- leigumar hafí tekið að láni 1 milljarð króna til að fjármagna bíla- kaup á árinu 1987. Bið ég ráðherrana að lesa auglýs- ingu viðskiptaráðuneytisins frá 6. maí 1986 um erlenda fjármögnun- arleigu á vélum og tækjum og lántöku í því sambandi. Þessi auglýsing veitti fjármögn- unarleigufyrirtækjunum heimildina til að taka erlend lán á eigin ábyrgð til að fjármagna kaup á vélum og tækjum og var eitt mesta spor til fijálsræðis í viðskiptum sem stigið var í tíð síðustu ríkisstjórnar. I þess- ari auglýsingu er birtur listi yfir tæki sem fjármagna má í erlendri mynt. Jafnframt á að senda alla samninga til gjaldeyriseftirlits Seðlabankans til staðfestingar. Samkvæmt auglýsingunni er al- „í þessari auglýsingn er birtur listi yf ir tæki sem fjármagua má í erlendri mynt. Jafn- framt á að senda alla samninga til gjaldeyris- eftirlits Seðlabankans til staðfestingar. Sam- kvæmt auglýsingunni er algerlega bannað að fjármagna kaup á fólksbílum með erlend- um lántökum. Engin fjármögnunarleiga kæmist upp með að gera samning um kaup á fólksbíl í erlendri mynt vegna eftirlits Seðlabankans.“ gerlega bannað að fjármagna kaup á fólksbílum með erlendum lántökum. Engin fjármögnunar- leiga kæmist upp með það að gera samning um kaup á fólksbíl í er- lendri mynt vegna eftirlits Seðla- bankans. Spurningin, sem stendur eftir, vegna staðhæfingar stjórnvalda um 1 milljarðs króna lántöku erlendis til fólksbílakaupa, er hvort fjár- mögnunarleigurnar hafi notað erlend lán til að gera samninga Þórður Ingvi Guðmundsson um kaup á fólksbílum i íslenskum krónum. Ekkert fjármálafyrirtæki get- ur leyft sér þá áhættu að taka lán í einni mynt og endurlána það í annarri mynt. Það er hreint fjárhættuspil sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Fjármögnunarieigufyrirtækin eru rekin á faglegum grundvelli. Því er útilokað að þau taki geng- isáhættu sem felst í því að breyta erlendum lánum í Ián i íslenskum krónum. Af þessum sökum stenst ekki fullyrðing stjómvalda varðandi er- lendar lántökur til fjármögnunar á bifreiðakaupum og ákvörðunin er að meira eða minna leyti byggð á misskilningi, vanþekkingu og kjaftasögum. Ríkisstjórnir í upp- lýstum þjóðfélögum geta ekki leyft sér slíka hegðun. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármögnunarfyrirtækisins Lind- arhf. nia VIDEO CASSETTE RECORDER HR-D210E vits \ /r'"*w.. REAPY x/F^SLJsfcrern VaXQ RROQftAM * UMBOÐSAÐILAR: AKUREYRI: HLJOMDEILD KEA, HLJÓMVER HUSAVÍK: KF ÞINGEYINGA, RADiÓVER NESKAUPSTAÐUR:BULAND REYÐARFJÖRÐUR: MYNDBANDALEIGAN EGILSSTAÐIR: KF HÉRAÐSBUA SEYÐISFJÖRÐUR: KF. HÉRAÐSBÚA DJÚPIVOGUR: KASK HÖFN: KASK VÍK: KF. SKAFTFELLINGA HVOLSVÖLLUR: KF RANGÆINGA HELLA: VIDEOLEIGAN SELFOSS: MM BÚÐIN ÞORLÁKSHÖFN: RÁS KEFLAVlK: HLJÓMVAL Ég vel JVC myndbandstækið vegna gæðana Með afspilun og upptöku á JVC HR-D210 tækinu fást bestu myndgæði sem ég hef séð. JVC er brautryðjandi í nýjungumþróun og þjónustu. JVC er traust vörumerki. kr 41700 I 'St.gr.verð Kjör við allra hæfi, VISA, EURO og skuldabréf. FACO HF LAUGAVEGI89 S: 13008 VESTMANNAEYJAR: SJONVER HAFNARFJÖRÐUR: RADÍÓROST AKRANES: SKAGARADÍÓ BORGARNES: KF BORGFIRÐINGA STYKKISHÓLMUR: HÚSIÐ GRUNDARFJÖRÐUR: GUÐNI E. HALLGRIMSSON HELLISSANDUR: BLÓMSTURVELLIR ÍSAFJÖRÐUR: PÓLLINN BÚÐARDALUR: ÁSUBUÐ BORÐEYRI: KF HRUTFIRÐINGA BLÖNDUÓS: KF. HÚNVETNINGA SAUÐÁRKRÓKUR: HEGRI SIGLUFJÖRÐUR: AÐALBÚÐIN ÓLAFSFJÖRÐUR: VALBERG DALVÍK: ELEKTRÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.