Morgunblaðið - 24.09.1987, Side 51

Morgunblaðið - 24.09.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 51 okkur bráðum gott haustrok til að dreifa þessu eiturgasi, áður en allt of margir ná að anda því að sér. III En nú langar mig að gerast „skæraliði" sjálfur til þess að sjá, hvort ég komist með slíkri tilraun betur að raun um spekina á bak við þessa biblíulesturs-aðferð í bar- áttu gegn minnihlutahópum. Eg ætla að fletta upp í Nýja testament- inu og hafa skærin tilbúin, því mig grunar, að ef við eigum að nota þessa „skæra-aðferð" almennilega, þá þarf að hreinsa miklu meiri „skít“ úr hinu kristna samfélagi heldur en einungis „kynvilluna". Ég þarf ekki að leita langt. Ef ég klippi út úr Rómvetjabréfinu 1. kafla versin 30—32, þá kemur í ljós, að „sannkristnir menn“ verða að heimta dauðarefsingu yfir harla stórum hópi meðborgara sinna. I þessum versum er að fínna langan lista yfir þá menn, sem eru „dauða- sekir“. A lista þessum eru eftirfar- andi: rógberar, bakmálugir, guðshatarar, smánarar, hrokafullir, gortarar, hrekkvísir, foreldrum óhlýðnir, óskynsamir, óáreiðanlegir, kærleikslausir og miskunnarlausir. Ég get ennfremur rökstutt þessa kröfu í sambandi við þann, sem fremur sifjaspell, því í 1. Kor. 5:5 eru skýr fyrirmæli um, að „slíkan mann skal selja Satan á vald til tortímingar holdinu, til þess að and- inn megi hólpinn verða á degi Drottins Jesú“. Nú, þegar ég er búinn í Jesú nafni að mæla með innflutningi fallaxarinnar eða svipaðs aftöku- tækis til Islands, get ég snúið mér að öðru máli, nefnilega stöðu kon- unnar innan hins kristna safnaðar. Með skærin í annarri hendi get ég lejrft mér að fiillyrða, að í kristnum söfnuðum á Islandi sé haft í frammi athæfi, sem brýtur svo gjörsamlega í bága við fyrirmæli ritningarinnar, að það hlýtur að hneyksla hvern sem er stórlega. Ég þekki nokkuð mörg dæmi um þetta, ekki einung- is að konur lesa stundum inngangs- bæn og ritningarlestur í guðsþjón- ustum kirkjunnar, heldur taka þær meira að segja prestsvígslu og bera hempu, eru leiðbeinendur og predik- arar. Þetta athæfi er vissulega „eins langt frá kristindómnum, og austrið er frá vestrinu" (orðalag Gunnars Þorsteinssonar um samkynhneigð í Morgunblaðinu 15. júlí sl.). Úrklipp- an, sem ég nota til þess að „rökstyðja" þessa staðhæfingu, er t.d. úr 1. Kor. 14: 34—35: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsam- komunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera und- irgefnar, eins og líka lögmálið segir“ o.s.frv. Með því að benda á þennan ritningarbút ætla ég að leyfa mér að krefjast, að allar kon- ur steinhaldi kjafti í kirkjum landsins — og ennfremur að þær dirfist ekki að mæta í kirkju án þess að bera blæju, eins og fyrir- mælin í 1. Kor. 11: 5 segja tvímæialaust til um. Ætli þessi dæmi dugi ekki til þess að sýna fram á, hvar við lend- um ef við notum „skæra-aðferðina“ við biblíulestur? Eða á ég að halda áfram og mæla með þrælahaldi út frá Efesusbréfinu 6: 5? í þessu sam- bandi tek ég fram, að í skrifi mínu hér að framan hef ég haldið mér algjörlega við rit Páls postula, vegna þess að þau virðast vera uppáhaldsefni allra sannra „skæra- liða“. Ef við færum t.d. að klippa úr Gamia testamentinu með svipuð- um hætti, væri hægt að finna mörg ennþá gleggri dæmi um óguðlegt athæfi, sem við þyrftum að uppr- æta hjá samborgurum okkar. IV En ég held, að þetta sé nóg til þess að sýna, að þessi aðferð sé ekki sérstaklega uppbyggileg, og því stendur enn eftir spurningin um hvatir greinarhöfunda til að leiða hana svo ítarlega fyrir sjónir al- mennings. Gunnar Þorsteinsson er ekki sjálfur í vafa um þessar hvat- ir. Hann heldur í skrifum sínum látlaust fram, að þær séu kristinn kærieikur, og hann er óhræddur við að gefa í skyn, hvers vegna þjóð- kirkjumenn fari varlegar út í túlkun á Biblíunni heldur en hann sjálfur, þar sem hann talar um, að verið sé að lastmæla orði Guðs og klappa fólki á öxlina. Varðandi þessar fögru staðhæfingar Gunnars um kærleika vil ég taka fram, að ég trúi honum ekki. Stíll og orðalag í skrifum hans koma upp um hann. Það getur ekki verið kærleiki gagn- vart náunganum að taka þátt í bakmælgi og slúðri um hann í þeim tilgangi að gera hann miklu verri í augum annarra, heldur en hann er í raun og veru. Gunnar gerir það í grein sinni í Morgunblaðinu 15. júlí sl., þar sem hann reynir að blása nýju lífi í þá goðsögn, að allir hommar séu kynóðir bijálæðingar, sem séu tilbúnir til að nauðga hveiju ungmenni sem er, ef þeim gefst tækifæri til þess. Hann vitnar í því sambandi í eigin reynslu af því að „sálusorga fólk, sem hefur verið fómardýr kynvillinga". (Ég get líka vitnað í eigin reynslu og sagt frá því, að á mismunandi tíma- bilum í æsku minni hef ég átt ekki minna en tvo góða vini, sem voru hommar, og hvorugur þeirra hefur nokkum tíma reynt við mig — hvað þá heldur reynt að nauðga mér). I greininni í HP dregur Gunnar hiklaust hommana í dilk með verstu kynferðisglæpamönnum, eins og þeim sem notfæra sér sakleysi barna til að fullnægja þörfum sínum. Hann hefur fundið ákveðið orð, „mannbleyður“ til að nota um hommana. Hvaðan hefur hann þetta orð? Ég á sjálfur tvær góðar íslenskar orðabækur; en þetta orð finn ég ekki í þeim. Ég skal viður- kenna, að það getur verið ágæt þýðing á gríska frumtextanum á þeim ritningarstað, sem hann vitnar í; en úr hvemig hugarfari sprettur slík þýðing? Hvaða tilfinning getur hvatt hann til að koma slíkum háð- yrðum í umferð? Er það sannur kristinn kærleikur? Ég leyfi mér að efast um það þrátt fyrir allar fagrar fullyrðingar þýðandans, sem í skrif- um sínum sýnir fleiri svipuð dæmi um ruddalegt orðaval. Mér sýnist enginn kærleikur fólginn í þessum orðum. Mér sýnist vera fyrirlitning, illkvittni og jafnvel furðulegt og tilgangslaust hatur. Hvatir „skæra- liðanna" til þess að „skjóta spörva með fallbyssum" á þennan hátt em mér enn óljósar. Þegar ég reyni að skilja þær, detta mér helst í hug ákveðnir skuggalegir kaflar í mann- kynssögunni; en e.t.v. er betra að fara ekki nánar út í þá sálma núna, þar sem ég vil þrátt fyrir allt helst halda, að hér sé ekki um slíkt ofstæki að ræða. Loksins ætla ég enn einu sinni að taka undir ályktun prestastefn- unnar. Ég ætla að hvetja samborg- ara mína, gagnkynhneigða sem samkynhneigða að beina leit sinni að lífsinnihaldi í átt að þeirri sam- setningu, sem hefur verið sálarfyll- ing kynslóða í mörg hundmð ár. Samsetningin er Heilög ritning og lifandi, játandi kirkja Krists. Það er vissulega hægt — líka fyrir nútímamenn — að hafa þessa sam- setningu sem lífsgmndvöll og daglegan innblástur til gleði og uppörvunar — án þess að vera heila- þveginn eða þurfa að dæma harð- lega „aJla hina“. Höfundur er nýbrautskráður guð- fræðingur frá Háskóla íslands. Borgarstjórn: Rætt um stefnu borgar- innar í trjáræktarmálum ALFREÐ Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, fiutti á fundi borgarstjórnar á fimmtudag tillögu þess efnis að 20 milljónum verði á næstu árum varið til sérstaks átaks í trjá- ræktunarmálum. Hulda Valtýs- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, tók til máls vegna þessarar tillögu og vakti athygli á því að þessu ári væri meðal annars veitt á fjárhagsáætlun 21 milljón króna til trjáplöntunar- starfa og umhirðustarfa varð- andi gróður og tré í tengslum við sumarvinnu unglinga. Að auki sagði Hulda að Hitaveita Reykjavíkur verði 2 milljónum til gróðursetningar í Oskjuhlíð. Til gróðursetningar og ræktunarstarfa í Heiðmörk væri varið 5,5 milljónum í ár en á liðnum „Umhverfi og úti- vist“, sem nær yfir græn svæði í Reykjavík, væru í ijárhagsáætlun 1987 veittar 32 milljónir. Þá væri ótalið Laugardalssvæðið. Gróður- setning tijáplantna þar næmi 20 milljónum á þessu ári. Úr ræktunar- stöð borgarinnar í Laugardal voru seldar tijáplöntur fyrir 6,3 milljónir sem gróðursettar voru á útivistar- svæðum og við stofnanir. Þar væru ekki innifaldar þær plöntur sem fengnar voru hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Við þetta allt bættist svo að núverandi meirihluti borgar- stjómar hefði heitið því að á kjörtímabilinu yrðu gróðursettar 1 milljón tijáplantna í Reykjavík. Við það yrði staðið. Tillaga fulltrúa Framsóknar- flokksins gerði ráð fyrir 20 milljón- um á tveimur árum til tijáræktar- mála umfram venjubundin framlög. Sagðist Hulda ekki vita hvemig ætti að skilgreina hvað væri venju- bundið, tillögunni fylgdi ekki ítarleg greinargerð. Sagði hún tijáræktar- mál ekki bara vera fólgin í að gróðursetja ungplöntur. Tijárækt- armál væm líka umhirða á því sem þegar væri búið að gróðursetja og björgun á plöntum sem væm að kafna í grasi, svo eitthvað væri nefnt. Tijáræktarmál fælu líka í sér hugmyndir ura flutning á stómm trjám sem nú væri ekki eins miklum erfiðleikum bundið og áður var. Einnig þyrfti að taka afstöðu til þess hvort leggja bæri áherslu á lágan þéttan tijágróður eða tegund- ir sem væm aðallega á hæðina. Þetta og margt annað þyrfti að taka til athugunar. Lagði Hulda til að tillögu Alfreðs Þorsteinssonar yrði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og var sú máls- meðferð samþykkt. Rartek Höganas F L í S A R HÉÐINN VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER OLVUIMAM IBM PC-tölvan hefur farið míkla sigurför um heim- inn og nú er tala PC-tölva á íslenska markaðinum farin að nálgast 12.000. Mikil þörf er nú á irön- duðu og hagnýtu námi á þessar töivur og algengan notendahugbúnað. Tölvufræðslan býður uppá 80 klst. nám í notkun PC- tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem dagnám á einum mánuði eóa sem kvöldnám á tveimur mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um að leysa öll algeng verkefni á PC-tölvur. Dagskrá: * Grundvallaratriði í tölvutækni * Stýrikerfið MS-DOS * Ritvinnslukerfið ORÐSNILLD * Töflureiknirinn MULTIPLAN * Gagnasafnskerfið d-Base 111+ * Fjarskipti með tölvum Ath. Góð greiðslukjör í boði. Fjúrfestið i tölvuþekkingu, það gefur arð. VR styður sina félaga til þátttöku á námskeiðinu. Nánari upplýsingar eru veittar ísímum 687590 og 686790. Tölvufræðslan BORGARTÚNI 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.