Morgunblaðið - 24.09.1987, Síða 72

Morgunblaðið - 24.09.1987, Síða 72
_____— <f. HRESSANDI. FRÍSKA BRAGÐ IVaiutí<> ER VIÐ SKEIFUNA - II F// AÍT 1 J Q|) $ SUZUKI FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Átak til að minnka kindalqötsfrainleiðslima: Framleiðslan dregin saman um 1000 tonn Framkvæmdanefnd búvöru- samninga vinnur nú að undirbún- ingi átaks til að draga úr kindakj ötsframleiðslunni um I. 000 tonn. Verður það gert með því að Framleiðnisjóður mun bjóða ákveðnum hópum bænda samninga um kaup eða leigu á fullvirðisrétti og fær til þess pen- inga sem annars færu til útflutn- ingsuppbóta. Sala á kindakjöti dróst töluvert saman á síðasta verðlagsári. Er talið að salan hafi verið um 8.600 tonn en í búvörusamningi ríkis og bænda var gert ráð fyrir að hún yrði 9.500 tonn. Náist samningar við bændur um fækkun fjár í haust sem samsvarar 1.000 tonna fram- leiðsluminnkun næsta haust mun framleiðslan minnka úr um 11.000 tonnum í um 10.000 tonn. Samn- ingur ríkis og bænda hljóðar upp á II. 800 tonn en Framleiðnisjóður tók ábyrgð á þeim 800 tonnum sem þama ber á milli. Til að draga kindakjötsframleiðsluna saman um 1.000 tonn þarf að fækka sauðfé landsmanna um 50 til 60 þúsund. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Framleiðnisjóður bjóða eldri bændum, og bændum sem hafa sauðfjárrækt sem aukabúgrein, samninga um kaup og leigu fullvirðisréttar. Til greina hefur komið að kúabændur í hópi þeirra síðamefndu fái einhveija aukningu á fúllvirðisrétti í mjólk í staðinn. Þá munu uppkaupin eink- um beinast að svæðum sem síður em talin henta til sauðfjárræktar og mun í því efni verða stuðst við skýrslu um þróun sauðfjárræktar sem út kom í sumar. Framleiðni- sjóður hefur ekki áður gert upp á milli manna eftir svæðum við kaup á fullvirðisrétti. Símamynd/Reuter Fyrirliðinn og markaskorarinn Atli Eðvaldsson gefur sigurmerkið umkringdur íslenzkum leikmönn- um eftir að hafa skorað markið í gærkvöldi. GLÆSILEGUR SIGUR í OSLÓ Forsætisráðherra erlendis í viku * Birgir Isleifur gegnir öllum ráðherrastörfum Sjálfstæðisflokksins ÍSLENDINGAR unnu glæstan sigur yfir Norð- mönnum i undankeppni Evrópukeppninnar i knattspyrnu i gærkvöldi. ísland vann 1:0 í leik sem fram fór i Osló. Mark íslands skoraði Atli Eðvaldsson í fyrri hálfleik. Með þessum sigri náði ísland 6 stigum í sínum riðli og komst upp fyrir sjálfa Evrópumeistara Frakka. Sjá nánar á bls. 70 og 71. ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra verður staddur er- lendis næstu daga og gegnir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra störfum hans á meðan. Kristján Jóhannsson -ráðinntil Scala í Mðanó Stórkostlegt að syngja undir stjórn Riccardo Muti á Scala, segir Kristján KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hefur verið ráðinn til að syngja í frægasta óperuhúsi heims, Scala óperunni í Mflanó á ítaliu. Kristján mun syngja f óperunni „Hollendingnum fljúg- andi“ eftir Richard Wagner Jíldir stjórn eins þekktasta hijómsveitarstjóra heims, Ricc- ardo Muti. „Ég er alsæll og á ekki til orð. Nú á ég að syngja á Scala og lengra er ekki hægt að komast, sérstaklega þegar um er að ræða einn þekktasta stjómanda heimsins f.dag, sjálfan Riccardo Muti. Þetta breytir bæði áformum mínum og þeim verkefnum sem eru fyrir- huguð en það verður allt að víkja fyrir Scala,“ sagði Kristján í sam- tali við Morgunblaðið á miðnætti í gærkvöldi, en hann er staddur á Bilbao á Spáni að syngja í „Grímu- ballinu" eftir Verdi. Kristján verður f Bilbao til 14. október og þaðan heldur hann til Tenerife á Spáni, þar sem hann syngur í „La Bo- héme“ eftir Puccini með Katiu Ricciarelli undir stjóm vinar síns Barbacini. Skeytið sem Kristján fékk frá Scala ópærunni í gær var svohljóð- andi: „Yður er tilkynnt hér og nú, Kristján Jóhannsson að þér eruð ráðinn við óperuhúsið Scala í Mflanó til að syngja í óperu Wagners Hollendingnum fljúgandi undir stjóm aðalhljómsveitarstjóra hússins, Riccardo Muti, tímabilið 20. febrúar til 20. apríl nk. Þorsteinn hélt utan til Beriínar í gær, þar sem hann mun sitja leiðtogafund IDU, Alþjóðlegu lýð- ræðishreyfingarinnar, sem eru alþjóðleg samtök hægriflokka og lýðræðisfylkinga. Sjálfstæðis- flokkurinn er ekki aðili að þessum samtökum, en Þorsteinn situr fundinn sem áheymarfulltrúi. Fundurinn stendur í fjóra daga, en frá Berlín heldur Þorsteinn í óopinbera heimsókn í höfuðstöðv- ar Atlantshafsbandalagsins í Bmssel. Hann er síðan væntanleg- ur heim á miðvikudag í næstu viku. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra er staddur í einkaerindum í Bretlandi, en fer þaðan til Noregs til að vera viðstaddur jarðarför Einars Gerhardsens og Matthías A. Mathiesen samgönguráðherra dvelst á sjúkrahúsi. Birgir ísleifur gegnir störfum Qarverandi sam- ráðherra sinna úr Sjálfstæðis- flokknum, og sinnir því, auk embættis menntamálaráðherra, störfum forsætis-, iðnaðar- og samgönguráðherra. Saknað við Alaska TOGARANS Norfjarðar f eigu Vestur- íslendingsins Ágústs Guðmundssonar f Seattle f Bandaríkjunum er saknað. Hans hefur verið leitað síðan kl. 2 aðfaramótt sfðastliðins laugar- dags. Neyðarkall barst frá togaranum eftir þriggja daga siglingu yfir Al- askaflóa. Einn íslenskur sjómaður er um borð og einn Vestur-íslend- ingur. Leit er haldið áfram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.