Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 18 HOLSTEBRO eftir Bjarna Ólafsson Á norðvestur .Jótlandi er bærinn Holstebro. Veðurfari er annan veg farið á vestanverðu Jótlandi en t.d. á austurströndinni eða Sjálandi. Oftast er nokkur gola eða kaldi af hafi og vekur það athygli ferða- manns hve tijágróður sveigist mikið til austurs þegar kemur þarna vest- ur eftir. Veðurfar á þessum slóðum hefur minnt mikið á veðurfar á sv-hluta Islands, a.m.k. nú seinnihluta sum- AIRAM UÓSAPERUR IjOGA LENGUR HeikJsolubirgðir w w s=» ÞYSK-ISLENSKA HF. ■ ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavik - Simi: 82677 Gæða ísskápar Gorenje HDS 201K rúmar 260 lítra. Þar af er 185 lítra kælír og 65 litia djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins kr. 28.310. - stgr. - látið ekki happ úr hendi sleppa. <2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 ^ími 691600 arsins og í haust. Þegar þetta er ritað, um miðjan september, eru bændur hér um slóðir uggandi um uppskeruhorfur og að uppskera náist ekki inn vegna vætusamrar tíðar. Raddir eru uppi um að eitt- hvað verði að hjálpa þeim fjár- hagslega af þeim sökum. Hojstebro er menningarlegur bær. íbúar eru um 40 þúsund. Ekki er margt gamalla bygginga í bæn- um, því eldur hefur aftur og aftur lagt bæinn í rúst. Elstu götur bæjar- ins, sem eru of þröngar fyrir nútíma umferð, hafa verið gerðar að göngugötum og er verslun lífleg við þær. Margskonar skólar eru í bænum, t.d. Tónlistarskóli Holstebro, sem talinn er vera stærsti tónlistarskóli í Danmörku. Er hann víða kunnur fyrir góða kennara og listamenn er þar hafa numið, en auk þess fylgir honum fjölþætt tónlistarlíf í bænum og víðar. „Holstebro-höll- in“, nýtt og glæsilegt hús, býður upp á möguleika til flutnings tón- listar og leiklistar og myndlistasýn- inga. Leiklistarhópar starfa hér og er líklega kunnastur sá er nefnist „Odin-Teatret“ og starfar sem til- rauna- og framúrstefnuleikhús. Hér er starfræktur skóli fyrir iðjuþjálfa, en við heima höfum ekki ennþá stofnað slíkan skóla og verða íslendingar sem hyggjast leggja stund á það nám að leita til er- lendra skóla. Sjúkraþjálfaskóli er hér einnig, hjúkrunarfræðingaskóli, fósturskóli, verslunar- og viðskipta- fræðiskólar, iðnskóli, landbúnaðar- skóli, tækniskóli og almennur lýðháskóli, sem leggur áherslu á listgreinar. Kirkjur eru nokkrar, sumar gamlar en aðrar nýjar. Allar eru þær búnar listaverkum og vel til þeirra vandað að búnaði. Tvö stór listasöfn eru í Holstebro. Þau eru bæði búin safni listaverka en auk þess eru sýndar þar farandsýning- ar. Nýtt og veglegt bókasafn er í bænum með góðri lestrar- og vinnu- aðstöðu, búið góðum bókakosti og snældusafni. Afast bókasafninu er ráðhús bæjarins. Ef ég ætti að nefna hvað við heima getum helst lært af þessum bæ? Við getum alltaf lært af öðrum. Væri ég spurður um hvað við heima getum lært af Holstebro — þá þyrfti ég ekki langan umhugsun- arfrest. Sendum hingað tvo til þtjá arkitekta sem vinna að skipulagi umferðar í bæjum og þorpum. Dan- ir eru kunnir fyrir mikla notkun reiðhjóla. Við erum að eyðileggja „Væri ég spurður um hvað við heima getum lært af Holstebro — þá þyrfti ég ekki langan umhugsunarf rest. Sendum hingað tvo til þrjá arkitekta sem vinna að skipulagi um- ferðar í bæjum og þorpum. Danir eru kunnir fyrir mikla notkun reiðhjóla. Við erum að eyðileggja hið góða loft með ofnotkun bíla.“ hið góða loft með ofnotkun bíla. Skipulagi Hostebro er hagað með þeim ágætum að hér er þægilegra að skjótast erinda sinna niður í bæinn á reiðhjóli en á bíl. Þurfi maður samt sem áður að fara á bíl af einhveijum ástæðum, er sama hvenær dagsins komið er í bæinn, alltaf er hægt að finna bílastæði við miðbæinn, sökum þess hve fáir koma á bílum þangað. Bílarnir okk- ar, t.d. í Reykjavík, eru hættir að komast fyrir á götunum, að ég tali nú ekki um bílastæðin. Slys og óhöpp eru tíð og hörmulega dýr einstaklingum og samfélagi. Dagblaðið „Jyllands-Posten“ til- nefndi Holstebro 1980 í annað sinn bæ ársins. Tilnefning þessi var byggð á því að Holstebro gerði sér- stakt átak til aukins öryggis í umferð fyrir börn, svo að þau geti farið úr og í skóla og ferðast í frítímum milli staða, án þess að vera í stöðugri hættu af umferðinni. Árangurinn er undraverdur. Ég er hér gestur og leikmaður á skipu- lagssviði, en ég hafði ekki dvalið lengi hér er ég tók eftir hve framúr- skarandi vel var séð fyrir stígum og götum fyrir gangandi og hjól- andi vegfarendur. Skipulag bæjarins er merkilegt fyrir það hve kappsamlega er unnið að því að ætla gangandi og hjól- andi fólki sínar sérstöku götur og stíga, án þess að vera alltaf við akstursbrautir bíla. Hér finnur Reykvíkingur mikinn mun á, því hér er hægt að hjóla í gegnum skógi vaxin svæði, undir umferðarbrýr og járnbrautarteina og koma úr úthverfi niður í miðbæinn af hjóla- braut, fjarri bílaumferð. Einnig er hægt að hjóla langar skoðunarferð- ir innan sem utan bæjar í gegnum garða og skóga. Þetta er ævintýri líkast. Höfundur er smíðakennari. \P~ r'T i i T iliTli [|(d ii( DÆLUR HÉÐINN VÉLAVERSLUN SlMI 62426C SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGEF III ARGUS/SÍA er hægt aA breyta innheimtuað- ■rT7.imw^GfaTT.rrT7.rrrvni.T inri^irin?Ti SÍMINN ER 691140 691141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.