Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 -4» Um biblíulest- ur „skæraliða“ Svar frá einum meðlimi Þjóð kirkjunnar við árásum strangtrúarmanna eftir Jens Hvidtfeldt Nielsen I. I Helgarpóstinum 6. ágúst sl. er grein, þar sem fjórir forstöðumenn ólíkra kristinna trúfélaga tjá sig um samkynhneigð og kristindóm, og niðurstaða þeirra allra er í stuttu máli sú, að þessi tvö hugtök séu algjörlega andstæð, að það sé með öllu óhugsandi að setja þau saman, að tala um „kristinn kynvilling", eins og ákafasti heimildamaður greinarinnar, Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður trúfélagsins „Kross- ins“ orðar það í upphafi erindis síns. Gunnar hefiir undanfamar vikur eytt mikilli orku í að koma þessari ' jtaðhæfingu á framfæri, og það virðist eins og hann telji hana skipta íslenska kristni meira máli heldur en nokkurt annað kirkjulegt mál, sem kann að velga áhuga á líðandi stund. Baksvið staðhæfingarinnar er annars vegar aukin útbreiðsla hins uggvænlega sjúkdóms eyðni og hins vegar þau viðbrögð íslensku þjóðkirkjunnar, sem komu fram í ályktun síðustu prestastefnu, að hvetja „alla kristna menn, gagn- kynhneigða sem samkynhneigða, *i^ð sýna ábyrgð í kynlífi sínu.“ Annar maður, sem tekur til orða í greininni, Bjöm Ingi hjá „Vegin- um“, vill meina, að með ofannefndri ályktun sé þjóðirkjan að nota henti- stefnu við útleggingu á Guðs orði, að hún hafi misst málið, og virðist ekkert innlegg eiga í þessa um- ræðu. Bjöm Ingi hefur augljóslega ekki lesið góða og ítarlega grein eftir sr. Olaf Odd Jónsson, sem birt- ist í Mbl. 24. júlí sl., og fjailaði um rökin að baki ályktunínni. I míllitíð- inni hafa fleiri þjóðkirkjumenn tekið þátt í umræðunum um þetta mál hér á síðum Morgunblaðsins. Eg hef því miður ekki haft tækifæri til að lesa innlegg þeirra, og ég "niða því innlegg mitt við greinina í HP — ásamt grein Gunnai-s í Mbl. 15. júlí sl. Sumum finnst það sjálfsagt eyðimerkurganga að halda þessum umræðum áfram; en með nærverandi skrifum ætla ég samt sem áður að lýsa yfir einlægum stuðningi við niðurstöðu presta- stefnunnar. Gagnrýnin á henni hefur verið mjög hörð, og því er það rétt, að þjóðkirkjumenn fái að rökstyðja málstað sinn frá fleiri mismunandi sjónarhomum. Eg sé ekki betur, en að það séu þessir fjórmenningar, sem nota hentistefnu við biblíulesturinn — þó að ég geti ómögulega skilið, hvetj- um það henti, að ráðast með slíkri hörku á þennan minnihlutahóp, hommana, (sem ég kýs að nefna með þessu orði hér í greininni, vegna þess að mér skilst, að það sé heitið sem þeir vilja sjálfír að sé notað um sig). Fjórmenningamir nota nefnilega aðferð, sem kaila mætti „skæra-aðferðina", vegna þess að þeir virðast lesa með bókina í annarri hendinni og ósýnileg skæri í hinni, sem þeir nota til að klippa einstök ritningarvers út úr því sam- hengi, sem þau standa í, þannig að hægt verði að nota þau til hvers sem er. Það er alveg ljóst út frá því skilyrðisleysi, sem kemur fram í árásum þessara „skæraliða", að þeir telja sig standa á mjög örugg- um grundvelli. Þessi grundvöllur er að sjálfsögðu Heilög ritning, eins og þeir halda látlaust fram; en áður en farið er út í þessa biblíuúr- kiippu, sem þeir sýndu almenningi í olannefndri HP-grein, væri það eflaust réttast að benda á eitt atr- iði, sem hægt er að misskilja í ummælum eins þeirra. Hér er átt við þá ágætu og mjög gjaldgengu athugasemd Halldórs Lárussonar frá trúfélaginu „Trú og Líf“, að „kristin kirkja hefur aðeins eina viðmiðun, þ.e. Jesúm Krist og hans orð“. Að þessari athugasemd lok- inni vitnar Halldór í ritningarstað, sem fordæmir tvímælalaust sam- kynhneigð og ályktar síðan, að „kirkjunni beri að boða kraft Krists til lausnar frá kynvillu" o.s.frv. Þeim, sem lesa þessi ummæli án þess að fletta upp í Nýja testament- inu um leið, verður að benda á, að í öllu þessu riti er ekki hægt að finna nokkra einustu heimild, þar sem Jesús tjáir sig um samkyn- hneigð, hvað þá heldur fordæmir hana. Það er hins vegar enginn skortur á slíkum fordæmingum í ritum Páls postula og það er ein- mitt í þau, sem Halldór vitnar, þó að þetta fari e.t.v. fram hjá óein- beittum lesendum. Hér á eftir skulu í sem stystu máli gerðar nokkrar athugaemdir við ummæli postulans þess efnis og túlkunaraðferðir þeirra, sem nota þau til að vé- fengja trúmennsku íslensku klerka- stéttarinnar gagnvart ritningunni. II Uppáhaldsritningarstaðir þess- ara „skæraliða" eru í sambandi við samkynhneigð 1. kafli Rómveija- bréfsins versin 26—27 og 6. kafli 1. Korintubréfsins vers 9. Það er alveg rétt, að í Róm. 1: 26—27 er sterk fordæming á þessari ákveðnu kynlífshegðun; en ef einhver flettir upp í Nýja testamentinu og sér að þessi vers standa í víðara sam- hengi, uppgötvar hann eitt og annað, m.a. að það er meira en varasamt að nota þau til að rökstyðja slíkar einhæfar árásir á háttalag homma. Aðalerindi post- ulans er ekki slík fordæminng samkynhneigðar, það er fyrst og fremst fordæming skurðgoðadýrk- unar — ásamt því fráfalli frá hinum eina sanna Guði, sem henni fylgir. í samhenginu stendur samkyn- hneigð sem eitt dæmi meðal margra um afleiðingar slíks fráfalls. Ná- kvæmlega hið sama gildir um tilvitnunina í 1. Kor., þar sem hinir aumu „kynvillingar" (eða „mann- bleyður“ — sjá neðar) eru í fjórða sæt: á listanum yfir þá, sem hafa rangsleitni í frammi. Það er að vísu satt, að á ofannefndum stað í Róm- verjabréfinu gerir postulinn sérs- taklega mikið úr því að .lýsa þessu sérstaka dæmi um afleiðingu frá- fallsins, og það er spuming hvað sé hægt að lesa út úr því. Það kem- ur víða fram í skrifum postulans, að hann hefur lesið Gamla testa- mentið mjög vandlega, þar sem hann tjáir sig oft með myndum og dæmum úr bókum þess. Með þess- um lýsingum hér á saurlifnaði homma samtíðar sinnar byggir hann að miklu leyti á skáldrænni hefð úr spámannabókum Hósea, Jeremía og Esekíel, þar sem sam- bandi hins útvalda ísraels-lýðs við Drottin er lýst á myndrænu máli sem sambandi eiginmanns og eigin- konu. Hjónabandstryggð merkir í þessu sambandi rétta, stöðuga og trúfasta afstöðu til hins eina og sanna Guðs, en lýsingarnar á fram- hjáhaldi, vændi og kynsvalli, sem í sumum textum eru harla hressileg- ar, merkja tíðar tilraunir lýðsins með hinum ýmsu goðum nágranna- þjóðanna. Hjónabandsmynd þessi Jens Hvidtfeldt Nielsen er líka notuð á nokkrum stöðum í Nýja testamentinu um samband hinnar ungu kirkju við Jesú Krist. Páll notar hana t.d. sjálfur á mjög skýran hátt í 2. Kor. 11:2, þar sem hann segir við söfnuðuinn: „Ég hef fastnað yður einum manni, Kristi, og vil leiða fram fyrir hann hreina mey“. Það er mjög líklegt að Páll dragi samkynhneigðar-sjónarmiðið inn í þennan hefðbundna trúarlega skáldskap til þess að láta samtíma- menn sína koma auga á, að þessi mynd af muninum á réttri og rangri afstöðu til Guðs og sonar hans kem- ur þeim við á mjög beinan hátt. I því umhverfi, þar sem móttakendur bréfa hans voru að vinna að út- breiðslu fagnaðarerindisins, var allskonar kynsvall í tísku. Hinn seinrómverska menning var afar spillt, menn voru ávallt að leita að nýjum aðferðum til að lifa lífinu á sem „sniðugastan hátt“. Mismun- andi furðuleg afbrigði kynlífs virðast hafa verið vinsælar leiðir í þessari gervikenndu hamingjuleit — ásamt tíðum trúarbragðaskiptum, þar sem framboð á skurðgoðum var mikið og Ijölbreytilegt í heims- borgunum umhverfis Miðjarðar- hafið. Það er því ekki undarlegt, að Páll út frá gyðinglegum menn- ingararfi sínum notar þessa mynd af afbrigðilegri kynlífshegðun í sambandi við sterka viðvörun og fordæmingu á skurðgoðadýrkun. Það er hins vegar mjög ólíklegt, að Páll hafi ætlað sér að miðla þeim boðskap, að eðlislæg samkynhneigð sé einn mesti aðalóvinur kristin- dóms, að „kynvilla sé myrkur, kristindómur sé ljós“, eins og ákaf- asti „skæraliðinn" setur það upp í blaðagreininni. Það er ekki bara ólíklegt, það er óhugsandi, vegna þess að ekkert bendir til, að hann hafí vitað um, að slíkt fyrirbæri væri til. Þegar hann fordæmir homma samtíðar sinnar, veit hann í raun og veru ekki betur, heldur en að kynferðislegt atferli þeirra sé byggt á meðvituðu vali, sem þeir hafí framkvæmt gegn eigin eðli og gegn því kynskipta skipu- lagi, sem Guð ætlaði heiminum í sköpuninni, vegna þess að þeir séu ruglaðir og spilltir af áhrifum heið- inna skurðgoða. Milli okkar og postulans liggja tugir alda, og í þessari millitíð hafa mennimir gert fjölmargar upp- götvanir, sem hafa breytt heimi þeirra mjög róttækilega, í sumu til hins betra og í sumu til hins verra; en allavega breytt. Við yitum að vísu ennþá fremur lítið um orsakir samkynhneigðar; en það þykir alla- vega sannað nútildags, að þessi skilningur Páls á fyrirbærinu geti ekki verið sá rétti. Það er náttúr- lega hægt að álíta sem svo, að kenningar sálfræðinnar um, að samkynhneigð sé eðlislæg og ekki syndugt val sem djöfullinn lokkar hommana til að framkvæma á móti vilja Guðs, séu tómt rugl. Það er líka hægt að ákveða að lifa í þeirri trú, að jörðin sé flöt. Persónulega kýs ég að bera vissa virðingu fyrir sannfærandi rökum vísindanna. Þó að þessi rök geri mér oft erfiðara að lesa og skilja Biblíuna, hafa þau aldrei getað fengið mig til þess að hætta að lesa hana. Að nota þessi ummæli postulans til að svipta 3—5 prósent þegna þjóðfélagsins grundvallarmannrétt- indum eins og réttindum til að stunda kynlíf sitt með ábyrgð fínnst mér dæmi um makalausan skort á skilningi á þróun mannkynssögunn- ar. Gæti ég ekki alveg eins farið að skrifa blaðagrein um það, hvað Páll postuli væri heimskur að fara trúboðsferðalög sín fótgangandi, því hann hefði náð til miklu fleiri, ef hann hefði farið á ijórhjóli? Auk þess finnst mér í þessari aðferð við biblíulestur vera fólgin hrein og bein vanvirðing á manni, sem ég sjálfur ber mikla virðingu fyrir. Hér er verið að gera postulann að ein- hveijum ógnvekjandi draug, ein- hverri grýlu allra tíma — í staðinn fyrir að viðurkenna, að hann var lifandi maður í ákveðnu sögulegu umhverfi, maður sem út frá sínum forsendum mætti hinum upprisna Jesú Kristi á injög örlagaríkan og dásamlegan hátt. Mér finnst það sjálfum ógerlegt að lesa bréf hans öðruvísi. I þeim kemur víða fram að hann var mjög lifandi og skap- mikill maður, ekki síst hér í fyrsta kafla Rómveijabréfsins, þar sem hann þróar skáldskap feðra sinna á svo snjallan og fræðandi hátt fyrir samtíð sína. Páll gýs oft í bréf- um sínum_(svo að ég noti nú mynd, sem allir Islendingar ættu að geta skilið). En eldgosin sem komu frá Páli postula voru dijúg og efnismik- il hraungos, og þegar umhverfið hafði kælt og mótað hraunið úr þessum gosum var hægt að byggja ofan á það, og gróður gat fest ræt- ur í því. En svo eru líka til eldgos, sem senda frá sér lítið annað en eitraðar lofttegundir, sem geta gert mikinn skaða á umhverfið í stuttan tíma án þess að hafa jákvæð og varanleg áhrif. Ég get ekki að því gert; en þessar árásir „skæralið- anna“ minna mig á þess háttar eldgos, og ég vona, að Guð sendi ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lambalæri. Kryddlegin lambalæri og sérlega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið ktyddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJORGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.