Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 fclk í fréttum Aída í Egyptalandi Að íslensku óperunni ólastaðri, þá er óvenjulegasta og glæsi- legasta uppfærsla óperunnar Aidu eftir Verdi án efa sú sem nú er sýnd í Egyptalandi í nágrenni pýra- mídanna og Sfinxins. Eins og allir unnendur fagurra lista vita, þá á Aida að gerast í Egyptalandi hinu foma, þannig að ekki er hægt að hugsa sér meira viðeigandi stað fyrir sviðssetningu hennar en undir upplýstu andliti Sfinxins rétt hjá Reuter Upplýstur Sfinxinn horfir óræðum svip á hina íburðarmiklu upp- færslu á óperunni Aidu. gröfum faraóanna. Þessi uppfærsla á Aidu mun kosta um 160 milljónir íslenskra króna, og er þá kostnaður við bygg- ingu pýramídanna að sjálfsögðu undanskilinn. Fýrir þá sem vit hafa á, þá eru helstu söngvarar í óper- unni þau Guiseppe Giacomini í hlutverki Radamesar, Basso Gi- orgio Zancanaro í hlutverki Amonasrosar, og sópransöngkonan Awilda Verdeio sem Aida. Það var mikið af fyrirfólki við frumsýninguna á Aidu, þar á meðal saudi-arabíski auðjöfurinn og vopnasölubraskarinn Adnan Khas- hoggi. Það var svo leikarinn Omar Sharif sem setti frumsýninguna, en hann er fæddur í Egyptalandi. Omar tileinkaði sýninguna friði í heiminum, og þá sérstaklega í Mið- austurlöndum. Hingað til hafa sýningar á Aidu líka farið einkar friðsamlega fram, það væri ekki nema að einhveijir faraóar hefðu snúið sér við í gröfum sínum yfir öllu tilstandinu. Omar Sharif flytur ávarp á frumsýningu Aidu. Reuter Hafrannsóknastofnun; Opið hús í tilefni fimmtíu ára afmælis Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans tók til starfa 18. september 1937 eða fyrir réttum fímmtíu árum síðan. Þar sem Fiskideildin telst vera fyrirrennari Hafrannsóknastofnunar var stofnunin til sýnis almenningi á afmælisdaginn. Fjölmargir heimsóttu stofnun- ina til að skoða starfsemina og sumir jafnframt til að rifja upp gömul kynni af henni. Meðal þeirra voru_ Guðrún Guðmunds- dóttir og Ásta Malmquist sem hófu störf hjá Fiskideildinni sama ár og hún var stofnuð, 1937. Guðrún starfaði þar sem ritari en Ásta hafði titilinn aðstoðarstúlka en nú myndi hún að öllum líkind- um kallast rannsóknarmaður. í stuttu spjalli við blaðamann sögðu þær að starfsemin hefði að sjálfsögðu mikið breyst frá því fyrir fímmtíu árum síðan er ein- ungis þær tvær, Ámi Friðriksson forstöðumaður, Finnur Guð- mundsson fuglafræðingur, Geir Gígja skordýrafræðingur og Sig- urleifur Vagnsson, aðstoðarmað- ur Áma Friðrikssonar, unnu hjá Fiskideildinni. Þær sögðu að Árni Friðriksson hefði borið hag starfsfólks síns mjög fyrir bijósti, til dæmis hefði hann fengið því framgengt að byijunarlaun þeirra hækkuðu úr 150 krónum í 200 krónur á mán- uði. Guðrúnu vom síldarrannsóknir á Siglufírði árið 1939 sérlega eft- irfminnilegar. Þar hafí mikið verið drukkið af brennivíni og íslend- ingar og útlendingar hafí barið hveijir á öðrum og jafnvel lögregl- unni. Fiskideildin var fyrst til húsa í byggingu þeirri á Haskólalóðinni sem nú er Jarðfræðahús Háskól- ans. Árið 1948 var það húsnæði hins vegar orðið of lítið fyrir deild- ina og var hún þá flutt í leiguhús- næði í Borgartúni 7. Þá vom starfsmenn deildarinnar orðnir níu. Árið 1960 flutti Fiskideildin síðan í núverandi húsnæði Haf- rannsóknastofnunar að Skúlagötu 4 og vom starfsmenn deildarinnar þá 23 að tölu. Hafrannsóknastofnun var síðan sett á laggimar undir því nafni árið 1965 og um síðustu áramót unnu 106 menn hjá stofnuninni, þar af 31 í áhöfnum þriggja rann- sóknaskipa, þeirra Bjama Sæmundssonar, Drafnar og Árna FViðrikssonar. Morgunblaðið/Þorkell Starfsmenn Atvinnudeildar Háskóla íslands f fyrsta sumarferða- lagi deildarinnar árið 1938. í aftari röð eru talið frá vinstri: Viktoría Kristjánsdóttir eiginkona Sigurleifs Vagnssonar, Ingólf- ur Davíðsson grasafræðingur, Sigurleifur Vagnsson aðstoðar- maður Árna Friðrikssonar, Árni Friðriksson forstöðumaður Fiskideildar, Björn Jónatansson húsvörður, Geir Gigja skordýra- fræðingur, Trausti Ólafsson efnafræðingur, Sigurður Pétursson gerlafræðingur, Pétur, sem síðar varð augnlæknir, sonur Trausta Olafssonar efnafræðings og Finnur Guðmundsson fuglafræðing- ur. í fremri röð eru talið frá vinstri: Gerður Guðgeirsdóttir aðstoðarstúlka i Iðnaðardeild, Maria Geirsdóttir aðstoðarstúlka í Iðnaðardeild, Ásta Malmquist aðstoðarstúlka i Fiskideild, Anna, dóttir Árna Friðrikssonar, Dóra Guðbjartsdóttir aðstoðarstúlka i Iðnaðardeild, Anna Pétursdóttir ritari á skrifstofu Atvinnudeild- arinnar, Guðrún Þorbjarnardóttir aðstoðarstúlka í Iðnaðardeild og Guðrún Guðmundsdóttir ritari Fiskideildar. Guðrún Guðmundsdóttir og Ásta Malmquist skoða gamlar mynd- ir frá þeim tíma er þær unnu hjá Fiskideildinni. Gunnar Jónsson fiskifræðingur sýnir Andrési Finnbogasyni stofnunina en Andrés var skipstjóri á síldveiðiskipum í tuttugu ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.