Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Þátttaka: Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir og erlendir ríkisborgarar sem hafa búsetu á íslandi. Dómnefnd: Dómnefnd skipa Björn Friðfinnsson, forstöðumaður lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkur, Gísli B. Björnsson, teiknari F.Í.T. og Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi ferðamálanefndar. Ritari nefndarinnar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri. Trúnaðarmaður: T rúnaðarmaður dómnefndar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri. Fyrirspurnir: Fyrirspurnir má aðeins senda skriflega til trúnaðarmanns dómnefndar fyrir 14. sept. 1987, og mun hann leggja afrit af þeim fyrir dómnefndina en svara fyrirspurnum frá og með 15. september. Keppnistillögur: 1. Keppnistillögum skal skila á ógegnsæjan pappír, stærð A-2 (59.4 cm x 42.0 cm) eða upplímdar á pappír af sömu stærð. Heimilað er að tillögunum fylgi fullunninn gripur. Allur skýringartexti með tillög- um skal vera vélritaður eða ritaður á annan vélrænan hátt. 2. Höfundum þeirra tillagna sem hljóta verðlaun verður falin endan- leg gerð þeirra til fjöldaframleiðslu. 3. Ekki eru sett nein skilyrði um útlit eða gerð minjagripanna önnur en að þeir henti vel til fjöldaframleiðslu. Merking og afhending: 1. Tillögur skulu vera auðkenndar með 5 stafa tölu (kennitölu). Ógegnsætt umslag merkt orðinu „nafnmiði" og kennitölunni fylgi tillögunni. í umslaginu skal vera nafn og heimilisfang tillöguhöfund- areða -höfunda. 2. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns, Ómars Einarssonar, Frí- kirkjuvegi 11 í síðasta lagi 8. október 1987, kl. 16:00. Úrslit: Sigurvegurum keppninnar verður tilkynnt um úrslit strax og þau eru ráðin á sérstökum Reykjavíkurkynningardegi 12. október 1987 og þau síðan birt í fjölmiðlum. Sýning: í tengslum við ráðstefnu sem haldin er þennan sama dag um Reykja- vík sem funda- og ráðstefnustað verður haldin opinber sýning á til- lögunum. Verðlaun: Verðlaun eru samtals kr. 175.000,-. Þar af eru: 1. Verðlaun kr. 100.000,- 2. Verðlaun kr. 50.000,- 3. Verðlaun kr. 25.000,- Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 12. október. Hagnýting hugmynda: Ferðamálanefnd áskilur sér rétt til fjöldaframleiðslu á verðlaunatillög- um með þeim takmörkunum sem lög um höfundarrétt setja. Ferðamálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að efna til samkeppni um gerð minjagripa tengdum Reykjavíkurborg og Höfða. Samkeppnin er haldin í tilefni þess að eitt ár er liðið frá stór- veldafundi sovéskra og bandarískra ráðamanna í Reykja- vík. GAMALL OG NÝR STRINDBERG Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: Faðirinn eftir August Strindberg. Þýð- andi: Þórarinn Eldjárn. Leik- mynd og búningar: Steinunn Þórarinsdóttir. Lýsing: Árni Baldvinsson. Leikstjóm: Sveinn Einarsson. August Strindberg færði inn í leikrit sín persónulegan vanda og átök f einkalífi. í leikritunum leitaði hann svara við áleitnum spurning- um, setti á svið miskunnarleysi lífsins og oft fáránleik. í Föðumum er hjónaband hans og Siri von Essen í brennidepli. Höfuðsmaðurinn er í rauninni skáldið sjálft. Geðveiki hefur náð tökum á höfuðsmanninum og lýsir sér m.a. í því að hann efast um faðemi dóttur sinnar. Hjónaband höfuðsmannsins og Lám er farið úr skorðum. Læknir hefur verið fenginn til að kanna geðheilsu hans og prestur til að tala um fyrir hon- um. Faðirinn er verk um baráttu kynjanna. í augum Strindbergs er konan djöfull og situr jafnan að svikráðum. Karlmaðurinn er aftur á móti í hlutverki þess sem hafður er að háði og spotti og traðkað er á. Embætti og glæsileiki höfuðs- mannsins koma ekki í veg fyrir að Úr Föðurnum eftir August Strindberg. Guðrún Þ. Stephen- sen og Sigurður Karlsson i hlutverkum sínum. hann er vamarlaus gagnvart því skæða dýri sem konan er að mati Strindbergs. En með þessu er ekki sagan öll sögð. Vegna þess að Strindberg var mikið skáld gæðir hann Láru lífi og tekur að vissu marki upp vörn fyrir hana gegn hinu þrúgandi karl- veldi. Fóstran er í hlutverki August Strindberg. Myndin eftir Edward Munch. móðurinnar og Strindberg gerir hlut hennar stóran. Það vom aðeins ást- konumar sem vom fulltrúár hins illa. Sveinn Einarsson leikstjóri hefur valið þá leið að sýna okkur Föður- inn í anda leikrænnar hógværðar. Þetta er ráð sem getur dugað vel og ég neita því ekki að það er mér mjög að skapi, einkum þegar um sígild verk er að ræða. Höfuðsmaðurinn er ákaflega Mikil sala í öllum hlut- unum og framleiðslu- fyrirtækin ánægð segir Jóhannes Pálsson uppf inn- ingamaður í Danmörku Jónshúsi, Kaupmannahöfn. Nýlega lauk hinni árlegu iðn- sýningu í Herning, sem ávallt er mjög fjölsótt. Eru Herning-Hall- eme eftirsótt sýningarsvæði og með því bezta á Norðurlöndum. Opfinderkontoret hjá Teknolog- isk Institut var með bás á sýningunni að venju og sýndi nú verk þriggja uppfinningamanna, þeirra á meðal Jóhannesar Páls- sonar. Kom fréttaritari að máli við Jóhannes og innti fyrst eftir, hvemig gengið hefði á sýning- unni að þessu sinni. „Mjög vel, ég var með 6 „pat- ent“ þama og em 4 þeirra framíeidd í Danmörku, en 2 á íslandi. Mikil sala er í öllum hlutunum og em framleiðslufyrirtækin ánægð. „Iceblow", afþýðari fyrir bíllása, selst nú í milljónavís, en hana er nýjasta uppfinning mín, sem komízt hefur á markað,“ sagði Jóhannes. Heyrst hefur, að verið sé að stofna fyrirtæki um þig og upp- fínningar þínar. Hvað viltu segja um það? „Get ekkert um það sagt á þessu stigi málsins." Er eitthvað annað nýtt á döfínni? „Já, fyrir utan „Iceblow" var önnur nýjung frá mér á sýningunni í Heming. Það er gervibeita, en í því er ég ekki aðalspámaðurinn," sagði Jóhannes, „heldur Guðjón Ormsson rafvirkjameistari í Njarðvíkum. Hefur gervibeita verið sameiginlegt verkefni okkar sl. 40 ár, þótt mest hafi verið unnið und- anfarin 4 ár, sérstaklega af Guðjóni. Ég hef gert rannsóknir í sambandi Jóhannes Pálsson uppfinningamaður. við efni og fengið aðstoð hjá Tekno- logisk Institut. Höfum við smíðað 4 mót og reynt að búa til agnið úr mismsunandi efnum, þar sem allt hefur miðazt við að fá sterka og ódýra vöru. Þetta verkefni er í þró- un og þó nokkru ólokið enn. Okkur hefur venð boðin aðstoð vísinda- manna frá yfírvöldum sjávarútvegs hér í Danmörku. Hafa þeir geysileg- an áhuga á þessu og segja gervi- beitu geta breytt línuútgerð hér, sem er nærri horfin vegna kostnað- ar við beituna." Hvað gildi mun svona línuút- búnaður hafa, þegar hann er kominn á markað? „Tökum dæmi um bát með 45, bjóð á dag, en kostnaður við þau er nú ca. 40 þús. ísl. krónur vegna kaupa á síld og vinnulauna. Ef vel tekst til með gervibeituna má reikna með að 30 þús. kr. sparist á dag í róðri. Og svo fengist auðvitað bezti fiskurinn með þessum hætti." Viltu taka eitthvað sérstakt fram í þessu efni? „Eins og ég tók fram áðan er ég með Guðjóni í þessu, en hann hefur smíðað allar vélar og fullkom- inn búnað til að beita línuna og draga hana. Hann þarf að annast rannsóknir og prófanir á þessu öllu, eftir að það kemur út á sjó við ís- land. Kostnaðarhliðin og erfiðleik- amir hvíla því mest á honum, þótt ég hjálpi honum með sjálfa beituna. í 40 ár höfum við Guðjón reynt að koma með alls konar hugmyndir til að spara vinnu við línuútgerð, en fengið daufar undirtektir heima. Mér er kunnugt um, að Guðjón hefur fengið einhveija fyrirgreiðslu, m.a. áhættulán, sem aðeins var veitt til eins árs. Hér í Danmörku eru slík lán veitt yfir allt þróun- artímabilið eða til 5 ára, en heima mun endurgreiðslu krafizt eftir árið og er það miður. Samkvæmt niðurstöðum sýning- arinnar í Heming og þess, sem gerzt hefur hér í Kaupmannahöfn undanfamar vikur, er ekkert vandamál að koma þessari mikil- vægu nýjung áfram hér og hef ég beðið Guðjón að athuga vel, hvort hann vilji þiggja boð Dana,“ ságði Jóhannes Pálsson að lokum._ — G.L. Ásg. Leiðrétting- í GREIN sem birtist á miðsíðu blaðsins í gær um stöðu heim- speki og kirkju í Tékkóslóvakíu nú á dögunum féll niður nafn höfundar. Greinin er eftir norska blaða- manninn Kjell Olof Jensen sem var nýlega á ferð íPrag og átti þar við- töl við fremstu andans menn. Myndin sem fylgir greininni er af Ladislav Hejdánek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.