Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 24.09.1987, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 „Við heimtum mein vinnu 09 minria aS böfáo.-" * Ast er... . . . að njóta sameigin- lega sólarlagsins. Með morgnnkaffinu TM Rag. U.S. Pat Off —«H nghts resorvad • 1987 Los Angetas Tim« SynAcato 3 OYI Hjartað mætti vera styrkara. Aftur á móti er úrið þitt i góðu lagi ... Heíllandi trúarlíf Kæri Velvakandi í fallegri lítilli kirkju í Selja- hverfi í Breiðholti í Reykjavík býr kaþólskur prestur að nafni Pateric Brenn (Faðir Patrik). Þó ég búi á svokölluðu lútersku landi og hafi fæðst samkvæmt reglum þjóðfé- lagsins inn í hina ríkjandi lúthersku þjóðkirkju, hef ég langt því frá hunsað kaþólskuna. Faðir Patrik hefur kynnt mér að einhverju leyti hina kaþólsku trú, siði og venjur og kiaustrið í Hafnarfirði. Trúarlíf kaþólíkanna er heillandi á margan hátt. Kirkjur þeirra standa opnar alla daga, messur eru ekki einungis á sunnudögum, þeir setjast ekki svo undir stýri á bifreið að bæn sé ekki höfð í frammi. Bænalíf þeirra er með einsdæmum. Fyrir skömmu kallaði ég á föður Patrik vegna veikinda minna. Þó liðið væri langt á nótt var hann kominn á innan við tíu mínútum. Meðferðis hafði hann vígt vatn og vatn frá lindinni í Lourdes þar sem María mey móðir Jesús birtist Bernadettu. Hann dvaldi hjá mér langt fram eftir nóttu og bað fyrir mér og konu minni. Svo viðamikið er starf hinna ka- þólsku presta, þeir eru ávalt viðbúnir hvenær sem er í þjónustu Guðs og manna, án þess að telja það eftir sér. Svo þakkavert er starf þeirra. Svo þakkaverð er sú þjón- usta föður Patriks á stund neyðar- innar að hennar er getið hér með ynnilegu þakklæti til þessa ósér- hlífna þjóns Guðs. Þó mál þetta sé kannski helst til of persónulegt til að birtast á síðum dagblaðs er það mér kinnroðalaust og vil ég að lesendur Velvakanda viti af þessari einstöku þjónustu. Af henni mættu lúterskir prestar læra mikið. Bestu þakkir færi ég föður Patrik, kaþólskum írskum presti sem af Guðs náð býr og star- far í hinni fallegu Maríukirkju í Breiðholti. Einar Ingvi Magnússon Vel heppnuð vörusýning Árni hringdi: „Ég fór á Sjávarútvegssýning- una og þótti mér mikið til hennar koma. Sérstaklega fannst mér Plastprent hf. koma vel út og voru þeir með sérstaklega falleg- an bás. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt að skoða þessa sýn- ingu. Þarna var hægt að fá greinagóðar upplýsingar um flest sem sjávarútveg varðar og mætti maður hvarvetna hlýlegu viðmóti hjá starfsfólkinu." Látum Þingvalla- veg hafa forgang BMG hringdi: „Mig langar til að koma því á framfæri við stjórnvöld að Þing- vallavegur verði látinn hafa forgang þannig að hægt verði að aka Þingvallahringinn allan á góðum vegi. Ég held að vegagerð- armenn dreifi kröftum sínum of mikið. Það er verið að leggja vegi með ærnum tilkostnaði upp í af- dali þar sem búa kannski ekki nema 12 manneskjur. Þingvellir eru staður allrar þjóðarinnar og sóma okkar vegna ættum við að leggja metnað okkar í að gera vel við þennan veg. Þá vil ég einnig koma því á framfæri að Póstur og sími græðir ekki á skrefataln- injpinni, ég held að þeir eigi eftir að tapa á henni.“ Of mikið um end- ursýningar á Stöð 2 Kona hringdi: „Mér finnst alltof mikið um endursýningar á Stöð 2. í stað þess að endursýna myndir svona oft ætti Stöð 2 frekar að sýna fleiri kvikmyndir. Það er nóg til af góðum myndum." Reiðhjól Grænt telpureiðhjól með gráu sæti var tekið í Safamýri fyrir u. þ. b. mánuði og er þess sárt sakn- að. Þeir sem orðið hafa varir við hjólið eru beðnir að hringja í síma 39699. Casio tölva Casio tölva í svörtu hylki tapað- ist í eða við aðalbyggingu Háskóla Islands í síðustu viku. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 71579 eða síma 687368. HÖGNI HREKK VÍSI HANN EK. í /VlEGRUNARKiJR." Víkverji skrifar Víkvetja gremst það alltaf jafn- mikið, þegar skortir á upplýs- ingar í tæka tíð um götur, sem eru lokaðar í höfuðborginni vegna framkvæmda. Leigubílstjóri, sem ók Víkveija, sagði að það færðist reyndar í vöxt, að upplýsingar um lokaðar götur væru settar upp og þá þar sem menn ættu enn mögu- leika á að breyta ferðaáætlun sinni fyrirhafnarlítið. En oft brynni það við enn, að engar upplýsingar væri að hafa neins staðar fyrr en menn kæmu bara að lokuðum götum. Því er Víkverji að tönnlast á þessu, að honum til mikillar gleði er nú ástæða til hróss. Við Breið- holtsbrautina er skilti, sem á stendur að Nýbýlavegur í Kópavogi sé lokaður við Þverbrekku. Þetta skilti sjá ökumenn áður en þeir velja sér akrein á mótum Breið- holtsbrautar og Reykjanesbrautar, þannig að lokunin við Þverbrekku kemur engum í opna skjöldu og menn geta valið sér aðra aksturs- leið í tæka tíð. Þessi merking er til fyrirmyndar. Víkveija rak í rogastanz á dög- unum, þegar forráðamenn Verzlunarráðsins kusu að halda upp á 70 ára afmæli samtakanna með því að ganga á fund fjármálaráð- herra og gefa honum hníf. Og ekki vakti það minni undrun, að íjár- málaráðherra skyldi taka við hnífnum, án þess að borga af sér lagið. Hníf gefur maður nefnilega ekki einan og sér. Víkveija var snemma sagt, að hann skyldi aldrei gefa hníf, nema láta pening fylgja og heldur ekki taka við hnífi, nema láta pening í móti. Að öðrum kosti myndi hnífurinn verða til tjóns, sníða í sundur vináttubönd, að ekki sé talað um afdrifaríkari afleiðing- ar. Fyrstu viðbrögð fjármálaráð- herra voru enda þau að bregða hnífnum á háls sér. Ekki hefur farið neinum frekari sögum af “niðurskurðarhnífnum" í höndum fjármálaráðherra. Má líka vera að hann búi að vestfirzkum arfi og kunni eitthvað fyrir sér gagnvart svona sendingum. Spurn- ingin er þá bara. Hvað gerir Verzlunarráðið næst.? xxx A Islenzka sjvarútvegssýnmgin hef- ur vakið verðskuldaða athygli. Að mati Víkveija er það tvennt, sem einkennir þessa sýningu. Annars vegar mjög ör framþróun tækni og tækja og mikil kaupgeta aðila innan sjávarútvegs og hins vegar auðsýni- leg ásókn fjölda evrópskra hafnar- bæja í íslenzkan ferskan fisk. Hingað hafa komið fjölmennar sendinefndir undir forustu bæjar- stjóra og forsvarsmanna sjávarút- vegsins á þessum stöðum, sem lýsa því fjálglega hve vel þeir geti borg- að fyrir fiskinn og hve góðar aðstæður þeir bjóða íslenzkum fisk- seljendum. Víkveija telst til, að yrði farið að óskum þessara sendi- nefnda, færi megnið af bolfiski landsmanna utan ferskt og yrði selt þar til vinnslu frystihúsa og söltunarstöðva í samkeppni við okk- ar eigin útflutning á verkuðum fiski.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.