Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 39 Unnið að malbikunarframkvæmdum framan við samkomuhúsið. Morgunblaðið/Dagný Gatnaframkvæmdir upp á 10 milljónir í Garðinum Garði. Malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir í gær og í fyrradag á einni aðalumferðaræð þorpsins, Gerðavegi, og hefir gatan verið lokuð allri almennri umferð. Nokkrar fiskvinnslustöðvar hafa átt erfitt með aðföng þessa daga og forráðamenn verið óhressir með hve lokunina bar snöggt að. Segja má að Gerðavegur hafi verið sundurgrafinn í allt sumar en þar hafa farið fram jarðvegsskipti, auk þess sem skipt hefir verið um vatnslögn og holræsi. Þá var allt planið fyrir framan samkomuhúsið einnig grafið upp. Það hefir einnig verið malbikað auk þess sem sett verður snjóbræðslukerfí í hluta þess, það hellulagt og settir kant- steinar. Þá eru uppi áform um að setja upp anker á planinu og tyrfa eitthvað í kring. Að sögn Ellerts Eiríkssonar sveitarstjóra eru þessar fram- kvæmdir upp á 10 milljónir króna. Verkið var boðið út í vor og átti Ásverk sf. lægsta tilboðið í jarð- vinnuna. Það er hins vegar Loftorka sem sér um malbikunina. Nokkrir einkaaðilar hafa einnig látið mal- bika fyrir sig vegi og plön og taldi Ellert að þar væri um framkvæmd- ir að ræða upp á 2—3 milljónir. Af öðrum framkvæmdum hreppsins nefndi Ellert Eiríksson lóð í kring um sundhöllina en þar hefír unglingum í efsta bekk grunn- skólans verið boðið að tyrfa og ná sér í pening í ferðasjóð. Þá eru út- boðsgögn að steypuvinnu og flísa- lögnum í sundhöllina tilbúin en hreppsnefnd hefír enn ekki ákveðið hvenær útboð fer fram. Þar er gert ráð fyrir 25 metra langri sundlaug, heitum potti og vaðlaug fyrir yngri borgarana. Nið- ur í laugina eiga að vera tröppur til að auðvelda öldruðum að komast ofaní og einnig skábraut fyrir hjóla- stóla. Utboð þetta er undirbúið af Ámunda Ámundasyni og verkfræði- stofu Suðumesja. — Arnór Morgunbladið/Arnór Cámi af stærstu gerð stillt upp á skólalóðinni meðan beðið er eftir að Gerðavegur verði opnaður á ný. Keflavík: Þjófarnir höfðu snör handtök Keflavík. BIFREIÐIR Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli hafa löngum orðið fyrir barðinu á óprúttnum mönnum á Suðumesjum. Sér- staklega hefur þetta veríð áberandi ef eigendurnir hafa orðið að skilja bifreiðir sínar eftir bilaðar fjarri mannabyggð- um. Um helgina velti Bandaríkjamað- ur bíl sínum á vegarspottanum milli Sandgerðisvegar og nýja flugvallar- vegarins. Honum láðist hinsvegar að láta fjarlægja bflinn eftir at- burðinn. Ekki var að sökum að spyija og áður en varði höfðu þjóf- ar látið hendur standa fram úr Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Bíll frá Skiptingu í Keflavík kominn á staðinn til að sækja bifreið hins óheppna Bandaríkjamanns. ermum. Þegar sækja átti bílinn var búið að stela undan honum dekkj- um, auk varadekksins, og útvarps- kerfinu. Greinilegt var að menn höfðu ekki notað nein vettlingatök við að ná útvarpinu úr bflnum, því mæla- borðið var stórskemmt eftir atgang- BB Keflavíkurflugvöllur: Ullarvörur fyrir 40 milliónir á ári kofloxríL ULLARVÖRUR seljast eins og heitar lummur í verslun varnar- liðsins „Navy Exchange“ á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Trausta Björnssonar, fram- kvæmdastjóra verslunarinnar, nam árssalan hátt í milljón Bandaríkjadala eða um 40 millj- ónum íslenskra króna á síðasta ári. Trausti sagði söluna á ullarvör- unum yfirleitt jafna og góða og oftast hefði starfsfólk hans ekki undan að taka upp nýjar vörur. Hann sagði að það vekti athygli að þrátt fyrir nýtt og fjölbreytt litaúr- val kysu Bandaríkjamenn að kaupa ullarvöruna í sauðalitunum. Þeir segðu að flíkur í skærum litum minntu meira á eftirlíkingar. Thomas A. Rizzo, yfirmaður verslunarinnar, sagði að þessi deild væri honum sérstaklega hugleikin og þeir hefðu prentað sérstakan bækling til að kynna íslensku ullar- vörurnar. „Navy Exchange" væri stór keðja verslana og þeir hefðu fengið pantanir alla leið frá Japan. Öll met hefðu þó verið slegin á leið- togafundinum í Reykjavík, því þá hefðu ullarvörur selst fyrir 8 millj- ónir íslenskra króna á hálfum mánuði. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Trausti Björnsson framkvæmdastjóri til vinstri ásamt Sigríði Jóns- dóttur deildarstjóra og Thomas A. Rizzo yfirmanni „Navy Exchange" í íslensku deildinni. Nefnd undirbýr sundur- greiningu dómsvalds og framkvæmdavalds JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- herra hefur skipað 9 manna nefnd til þess að vinna að tillögu- gerð um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. Er þetta í samræmi við starfsáætlun rikis- stjórnarinnar. Nefndinni er ætlað að vinna að tillögugerð um aðskilnað dóms- og stjómsýslustarfa hjá dómaraemb- ættum utan Reykjavíkur og um þær breytingar sem af því leiða. Nefndin skal í tillögugerð sinni hafa það að leiðarljósi, að eigj sé blandað saman störfum á sviði dómssýslu og umboðsstjómar og að fyllilega sé tryggt að dómstólar séu óháðir í störfum sínum. Einnig skal nefndin fjalla um umdæmaskipan héraðsdómstóla og gera tillögur þar að lútandi ásamt tillögum um þær breytingar aðrar í skipan og starfí héraðsdómstóla og embætta sýslumanna og bæjar- fógeta, sem að mati nefndarinnar þykja tímabærar. Tillögum sínum skal nefndin skila í fmmvarpsformi til dóms- málaráðuneytisins fyrir 1. febrúar 1988. í nefndinni eiga sæti: Bjöm Frið- finnsson, aðstoðarmaður ráðherra, formaður; Bogi Nilsson, rannsókn- arlögreglustjóri; Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður; Friðjón Guð- röðarson, sýslumaður; Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri; Markús Sigurbjömsson, borgarfóg- eti; Ólöf Pétursdóttir, héraðsdóm- ari; Pétur Hafstein, sýslumaður og bæjarfógeti, og Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari. Vinsælu vetrarskórnir eru komnir Svartir og brúnir, loðfóðraðir. St. 36-41 Verð 3.222,- Fást í Stjörnuskóbúðinni, Laugavegi96 ogSkóseli, Laugavegi 44.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.