Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 47 Öþekkt andlit Hljómsveltina Óþekkt andlit frá Akranesl sklpa þelr Orrl Harðarson gltarlelkarl, Jóhann Slgurðarson trommuleikari, Pétur ÞórAarson gítarlelkarl og Hrannar Hauksson bassaleikarl. Morgunblaðið/Sverrir Við erum búnir að prófa allt frá pönki ítrúbadúr Óþekkt andlit er hljómsveit frá Akranesi sem, þrátt fyrir ungan aldur sveitarmeðlima, hefur skip- að sér í hóp efnilegustu hljóm- sveita hérlendra. Óþekkt andlit skipa þeir Pétur Þórðarson gítarleikari og söngvari, Örri Hdrðarson gítarleikari, Hrann- ar Hauksson bassaleikari og Jóhann Sigurðarson trommuleik- ari. Síðan viðtalið var tekið hefur baest söngvari í sveitina, Trausti Harðarson frá Akureyri. Hljóm- sveitin vakti athygli í Músíktilraun- um Tónabæjar og einnig á Rykkrokktónleikum Fellahellis fyrir þétt rokk með góðum íslenskum textum. Útsendari Rokksíðunnar brá sér upp á Skaga til að ræða við Óþekkt andlit. Hvað er hljómsveitin búin að starfa lengi? Hjómsveitin var stofnuð í janúar Plötuflóð Hlómplötuútgáfa á íslandi er með blómlegasta móti um þessar mundir og muna menn ekki annað eins. Á árinu hafa komið út nær þrjátíu plötur, og á útgáfuáætl- un eru á milli þrjátíu og fjörutíu plötur hjá Steinum, Gramminu, Skífúnni, Fálkanum, Geim- steini, Tóný, Smekkleysu s/m og Erðanúmúsík. Búast má við því að þegar upp er staðið verði titlar á árinu nálægt því að vera hundrað, sem er það mesta á einu ári sem menn þekkja hérlendis. Rýmið leyfir ekki upptalningu á þeim plötum sem út koma að sinni, en úr því verður bætt á næstu rokksíðu. og telst því vera átta mánaða eða þar um bil. Varð hún til upp úr öðrum hljómsveitum eða er þetta frum- raun ykkar? Hún er orðin til úr rústum margra sveita. Við komum sinn úr hverri áttinni, höfum verið í pönk- hljómsveitum, trúbadúr og þunga- rokksveitum, erum búnir að prófa allt. Þrír okkar spiluðu m.a.s. í sjón- varpinu í hljómsveitinni Ofbirta. Voruð þið góðir? Nei. Er þetta þá ein tilraunin enn, eða ætlið þið að halda áfram? Þessi hljómsveit heldur áfram á meðan fært er. Það er nóg að gerast, við erum að semja helling af lögum. Hvað er það þá sem heldur ykkur við efnið? Áhuginn, hann er ódrepandi. Er gaman að spila? Já það er gaman að spila í Reykjavík. Hér er allt steindautt og hundleiðinlegt að spila. Maður nær engu sambandi við fólkið. Ætlið þið þá að spila eitthvað meira fyrir sunnan i haust og vetur? Ef einhverjir vilja fá okkur. Hvað með útgáfu, hafið þið reynt eitthvað fyrir ykkur í því? Það stóð til að við yrðum með á Snarlspólunni en fyrir misskilning þá varð ekkert úr því. Við viljum ólmir taka upp ef einhver vill gefa það út. Lokalag ykkar á Rykkrokktón- leikunum var gamla Joy Division- lagið Love Will Tear Us Apart. Er ykkar tónlistarinnblástur kom- inn úr bresku nýbylgjunni sem var? Já, við höfum riokkur áhrif frá breskri tónlist, en í seinni tíð höf- um við líka farið að spá í banda- rísku nýbylgjuna, enda er mikið að gerast fyrir vestan. Kannski eru mestu áhrifin komin frá Bubba Mortens, við höfum alltaf haldið mikið upp á hann og hansihljóm- sveitir. Reyndar lærðum við Love Will Tear us Apart ekki af plötum Joy Division, við lærðum það af tón- leikum Bubba og Das Kapital sem við eigum á spólu. Þið eruð þá ekkert að skamm- ast ykkar fyrir að fá áhrif að utan? Nei, alls ekki, enda ekki ástæða til. Hver semur lög og texta. Pétur og Orri semja allt. Nú er meiri hugsun á bak við textana en almennt í íslenska poppinu, eruð þið mjög áhyggju- fullir almennt? Nei, alls ekki. Það er bara það að okkur finnst fáránlegt að semja texta sem eru innihaldslaust bull. Menn eiga að leggja metnað sinn í að semja góða texta. Nú hafið þið áður nefnt Bubba sem áhrifavald. Hvað með Bubba í dag og hvað með annað íslenskt rokk? Bubbi er alltaf góður, þó hann hafi áður verið betri að okkar mati. Það er hálfgert stuðmannahopp á honum í dag. Af öðrum íslenskum sveitum þá erum við geysihrifnir af Svart/hvítum draumi og Sykur- molunum. E-X og Gildran eru líka góðar hljómsveitir og Sogblettir. Nú eru hljómsveitir eins og Sogblettir mjög beinskeyttir í textum og ófeimnir í þjóðfélags- gagnrýni. Hvað með ykkur, hafið þið engar skoðanir? Jú, víst höfum við skoðanir. Málið er að eins og er þá er okkur efst í huga almennt óréttlæti. Það sértæka kemur sjáfsagt síðar. Er eitthvað sem þið viljið segja um íslenska rokkheiminn að lok- um? Við erum ánægðir með það hve margar nýbylgjuhljómsveitir eru í gangi núna, það minnir um margt á það þegar rokksprengingin varð með Utangarðsmönnum. Þó eru til nokkrar hljómsveitir sem fara ætti með hér inn í fjörð þar sem dýpst er og sökkva þar. TÓmaS Ljósmynd/BS viA stjómborðlA i Grettlsgatl. AA öArunt ólöstuAum é hann mestan þétt i því hve platan er vel heppnuA, að mati Bubba. MeA Tómasi hefur starfaA Ásgeir Jónsson. Ljósmynd/BS Ekki dæmigerd poppplata Bubbi í hjóðveri Nú er helsta plötuvertíð á íslandi að hefjast og væntanleg- ar eru yfir þrjátiu íslenskar plötur á markað fram að jólum. Umsjónarmaður rokksíðunnar brá sér í heimsókn í hljóðver til ýmissa tónlistarmanna til að grennslast um hvað væri á seyði. Fyrsta heimsóknin var í Grettis- gat hvar Bubbi Morthens er aö vinna að væntanlegri plötu sinni með Tómasi Tómassyni. Bubbi, nú hefur Frelsi til sölu náð um sautján þúsund eintaka sölu, er ekki erfrtt að vera að keppa við sjálfan sig? Auðvitað má þó segja að það sé pressa að eiga að fylgja eftir hátt í tuttugu þúsund eintaka sölu, en ég lít á hverja plötu sem bara plötu og salan skiptir engu meginmáli. Áheyrendur verða að dæma, en þaö get ég sagt að þetta er ekki dæmigerð popp- plata. Ég vil ekki segja að ég sé að keppa við sjálfan mig, enda er ég að gera allt aðra hluti en á Frelsi til sölu. Tónlistin er annars- konar, þó kannski svipi a-hliðinni eitthvað til Frelsisins. Vinnu- brögðin við plötuna eru þau vönduðustu sem ég hef átt hlut að, hljómur er betri og allar út- setningar eru betri en áður. Ég er reyndar á því að ekki hafi áður verið gerö vandaðri íslensk plata. Það er að miklu Tómasi að þakka og hans vinnubrögðum. Að mínu mati er Tómas búinn að skipa sér á bekk með útsetjurum og upptökustjórum á heimsmæli- kvarða. Nýja platan verður íslenskari en Freiaið og textarnir eru það besta sem ég hef gert hingað til, en ég er búinn að vera að vinna viö þá í allt sumar. í þeim textum sem ég nota næ ég að segja það sem mig langar að segja og það sem meira er, ég held að ég sé ekki að endurtaka mig, hvorki textalega né tónlist- arlega. Hvernig skilgreinir þú tónlist- ina, ertu að taka upp rokktón- list? Nei, ég hef sagt skilið við rokk- ið að sinni, ég hef gert allt það í rokkinu sem mig hefur langað. Nú er ég að móta minn eigin tónlistarstíl. Tónlistin á þessari plötu byggist öll i kring um gítar- inn og röddina, án þess þó að ég sé að leika trúbadúrtónlist. Síðan hefur Tómas raðað öðrum hljóðfærum og hljóðum umhverf- is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.