Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 -\ KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNIN Símamynd/Terje Pedersen Ólafur endurtók leikinn ólafur harðjaxl Þórðarson lék I gær sinn flórða sigur-landsleik í röð! Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær var hann með er U-21 árs liðið vann Dani á útivelli, einnig er ólympíuliðið vann Austur-Þjóðveija á Laugardalsvelli og síðan er A-liðið Iagði Norðmenn á sama stað. Hann er greinilega til mikillar lukku, og hlýtur að vera búinn að tryggja sér sæti I liðinu. Það tapar ekki ef hann leikur! Barátta liðsheildar dugði til frækins sigurs í Osló ÍSLENSKA landsliðið og þeir fjölmörgu íslendingar sem bú- settir eru hér í Noregi og ^maattu á völlinn til að hvetja landann, íslenska landsliðið, höfðu svo sannarlega ástœðu til að fagna á Ullevaal-leikvang- inum f gœrkvöldi þegar íslenska landsliðið í knatt- spymu lagði það norska að velli f sfðari leik llðanna f Evr- ópukeppni landsliða. Með sigrinum er nœsta víst að Norðmenn verða f neðsta sœti riðiisins enn eina ferðina, en íslenska liðið er nú komið f 3. sseti. Það var fyrst og fremst vel skipulagður ieikur og bar- átta liðsheildarinnar sem skóp þennan sasta sigur. Allir lögð- ust á eitt og uppskeran var -Abetri en nokkur hafði búist við. Sigur gegn sterkasta liði sem Norðmenn hafa haft f nokkurn tfma. Fór rólega af stað Fyrri háfleikurinn fór rólega af stað. íslenska liðið lék mjög varfæmislega og var Bjami mark- vörður Sigurðsson allt að því leik- stjómandi fyrsta stundarfjórðunginn, svo aftarlega var leikið. Það vakti athygli að Norðmenn komu ekki út á leikvang- inn fyrr en flautað var til leiks, þeir hituðu upp annars staðar. Frá- bær lúðrasveit hersins skemmti gestum fyrir leik með stórskemmti- legum lögum og marseringu sem vakti mikinn fögnuð þeirra örfáu ^fJiorfenda sem á leikinn komu. ' Norðmenn fengu óskabyijun, eða Skúli Unnar Sveinsson . skrífar —’fráOsló hefðu getað fengið óskabyijun, skulum við segja. Andersen fékk í tvígang gott færi en misnotaði þau. Hann fékk raunar 6 þokkaleg færi í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki. Hann er ótrúlega óheppinn við markið, enda hefur hann aðeins skorað 3 mörk í sfðustu 17 land- sleikjum og leikur þó sem fremsti maður. Atll skorar Leikur íslenska liðsins fór batnandi er líða tók á og taugamar vora komnar í lag. Samspil strákanna var þó á köflum of stutt og bar lítinn árangur — þar til markið kom. Ólafur Þórðarson tók aukaspymu frá hægri kanti, sendi knöttinn hátt inn í vítateig Norðmanna þar sem vamarmaður skallaði frá en beint fyrir framan fætur Atla Eðvalds- sonar sem var rétt utan við vftateig— Atli afgreiddi boltann í netið með þokkalegu skoti, boltinn fór tvíveg- is í jörðina og yfír markvörðinn sem var lagstur niður. Mark þetta vakti litla hrifningu norsku áhorfend- anna, en þeim mun meiri hjá þeim íslensku sem vora bæði fjölmennir og háværir og var sem leikið væri á Laugardalsvelli. Sá aó hann var veikastur fyrir Jarðarboltum hasgra meginl „Ég fylgdist með markverði Norð- manna á æfingu fyrir leikinn og þá sá ég að hann var veikastur fyrir jarðaboltum hægra megin. Auðvitað skaut ég því þar,“ sagði Atli Eðvaldsson hlæjandi eftir leik- inn og að vonum ánægður. íslensku leikmennimir lék síðari hálfleikinn frábærlega vel. Þeir létu boltann ganga vel manna á milli og oftast fram á við. Liðið réði hrað- anum í leiknum og Norðmenn náðu ekki að ógna marki okkar að neinu gagni miðað við fyrri hálfleikinn. Það munaði ekki nema hársbreidd að Lárasi tækist að skora annað mark. Sævar tók aukaspymu og Láras var í ágætu færi en hitti ekki boltann. Vömin fróbær Vöm ísland var frábær. Atli og Sævar eins og herforingjar og Guðni öiyggið uppmálað aftastur. Þeir gættu manna sinna mjög vel og Norðmenn komust hvergi gegn þeim. Norðmenn fengu þó færi og á 67. mín. munaði ekki miklu að þeir jöfnuðu. Soler gaf fyrir markið og Bratseth skallaði að marki en bjargað var í hom af línu. Úr því skallaði Bratseth aftur að marki en Bjami varði enn eina ferðina. Er líða tók á leikinn virtust framheijar okkar dálftið þreyttir, enda ekki öfundsverðir af því að eiga við þá Giske og Bratseth, sem era geysi- sterkir miðheijar. Baráttan hjá íslensku strákunum var einstök og minnti helst á leikina við Frakka og Sovétmenn á Laugar- dalsvellinum í fyrra. Allir lögðust á eitt um að leika vel. Og það tókst. Menn voru mjög hreyfanlegir og allir ólmir í að fá boltann, nokkuð sem því miður hefur ekki sést í síðustu landsleikjum A-landsliðsins. Þegar tæpar 3 mínútur voru eftir kórónaði slakur sænskur dómari leik sinn með því að reka Pétur Amþórsson af velli fyrir að sparka boltanum frá er hann hafði dæmt aukaspymu. Rétt hjá honum en þetta var í eitt af fáum skiptum sem hann gerði eitthvað rétt. Hann var n\jög hliðhollur Norðmönnum, virt- ist eitthvað hræddur við þá — eða Slmamynd/Terje Pedersen Atll Eðvaldsson, fyrirliði Islenska landsliðsins, stýrði mönnum sínum vel i gærkvöldi, lék vel í vöminni og skoraði sigurmarkið. Hér er hann I baráttu úm boltann við einn norska leikmanninn í gærkvöldi. kannski sænska þjálfarann þeirra! Bestu menn íslenska liðsins, af mjög sterkri liðsheild, vora Bjami í mark- inu, sem lék frábærlega, Sævar og Atli í vöminni og á miðjunni vora Ólafur, Pétur og Ragnar bestir. Hjá Norðmönnum var Soler langbestur og Bratseth lék vel í vöminni svo og Henriksen, sem átti geysigóða spretti upp hægri kantinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.