Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Fjármögnunarleiga: Óheimilt að fjármagna kaup á fólksbílum með erlendu lánsfé SEÐLABANKINN segir enga ástæðu til að ætla að fjármögn- unarleigufyrirtæki hafi brotið reglur um slík viðskipti með þvi að nota erlent fé til kaupa á einkabflum. í greinargerð Jóns Baldvins Hannibalssonar fjár- málaráðherra, sem birtist í Morgunblaðinu f gær, sagði að 1 milljarður króna af erlendu fjár- Útvegsbankamálið: Fundur eftir mánaðamót NÆSTI fundur fulltrúa Sam- bandsins og 33 aðila hóps, um sameiginleg kaup á hlutabréfum i Útvegsbankanum, verður senni- lega ekki fyrr en í fyrstu viku október. Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra sagði, þegar þessar viðræður fóru af stað, að frestur yrði gefinn til næstu mánaðamóta en Jón fer erlendis fyrir mánaðamótin og kemur ekki fyrr en í byijun október. Viðskiptaráðherra hélt á þriðju- dag fund með Val Amþórssyni stjómarformanni Sambandsins og Kristjáni Ragnarssyni talsmanni 33 aðila hópsins. Jón sagði að á þeim fundi hefði verið ákveðið að halda könnunarviðræðunum áfram. Ræddar hefðu verið hugmyndir sem hreyft var á milli funda og aðrar hugmyndir sem fram komu á fund- inum, sem allar miðuðu að því að ná sameiginlegri niðurstöðu með sameign og samruna þeirra banka sem hlut eiga að tilboðunum. Jón sagði að þetta mál gengi allt í hægum takti en enn væri nægur tími til stefnu. magni hefði farið um farveg fjármögnunarleigu til bifreiða- kaupa og í frétt á Stöð 2 sagði að þar væri aðallega um að ræða fólksbíla í dýrari kantinum. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði að Qármögnunarleigan væri bundin við ákveðinn vörulista og samkvæmt honum væri óheimilt að nota erlent fé til að gera fjár- mögnunarleigusamninga um fólks- bfla, en heimilt væri að fjármagna kaup á til dæmis vörubflum á þenn- an hátt. Hinsvegar hefðu slíkir samningar verið gerðir á grundvelli innlendra peninga sem fjármögnun- arleigufyrirtækin öfluðu með verðbréfasölu innanlands eða lán- um. Jóhannes sagði að ekki lægi fyrir hvað innlenda flármögnunar- leigan væri umfangsmikil. Morgunblaðið/Emilía Ákvörðunar Launanefndar að vænta á morgun Ákvörðunar launanefndar ASÍ, VSÍ og VMS um verðlagsbætur á laun 1. október er ekki að vænta fyrr en á morgun föstudag, að sögn Ásmundar Stefánssonar, forseta ASÍ. Nefndin kom saman til síns annars fundar í gær og fundur hefur verið ákveðinn seinnipartinn í dag. Myndin er frá fundinum í gær. Taldir frá vinstri Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Ólafur Davíðsson, fram- kvæmdasíjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Á myndina vantar Hólmgeir Jónsson, sem á sæti í nefndinni af hálfu ASÍ. Birgir ísleifur Gunnarsson: Höft sett á fj ármögmmar- leigu vegna áhrifa hennar BIRGIR ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra, sem nú gegnir störfum forsætisráðherra í fjarveru Þorsteins Pálssonar, býst við þvi að hertar reglur um erlendar lántökuheimildir verði samþykktar i ríkisstjórninni. Reglur þessar fela m. a. i sér að þak verður sett á erlendar lántök- ur vegna fjármögnunarleigu við 67% af innkaupsverði. Að sögn Birgis voru hugmyndir þessar kynntar i ríkisstjórainni síðastlið- inn þriðjudag. Hugmyndir þessar hafa sætt mik- illi gagnrýni, m. a. frá Gunnari Helga Halfdánarsyni framkvæmda- stjóra Fjárfestingarfélagsins og Vilhjálmi Egilssyni framkvæmda- stjóra Verslunarráðsins, sem telja þessar reglur bera vott um fljót- fæmi og vera afturför í viðskipta- háttum. Væru þær þvert á stefnu ríkisstjómarinnar og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokksins. í samtali við Morgunblaðið sagði Birgir ísleifur að ljóst væri að íjár- mögnunarleiga væri sá þáttur í aukningu erlendra lána, sem væri hvað fyrirferðarmestur. „Þau eiga hvað mestan þátt í að auka spennu og þrýsta upp launin, og því er grip- ið til þess ráðs að setja hömlur á þessa starfsemi." Birgir taldi ekki rétt að líta á þessar reglur sem reglur skammtana eða leyfísveitinga, heldur almennar reglur til að draga úr erlendum lán- tökum og þrengja skilyrði fyrir því að fá fjármagn á þennan hátt. Birg- ir kvaðst eiga von á því að reglur þessar yrðu samþykktar í ríkisstjóm- inni í megindráttum, ef til vill gætu orðið einhvetjar spumingar um út- færsluatriði. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði við Morgunblaðið að þessar reglur væru ekki efni, er þyrfti sam- þykki ríkisstjómar heldur væri þama um samvinnu milli viðskiptaráðu- neytis og Seðlabanka fslands að ræða. Jón bjóst þó við að reglumar yrðu ræddar á ríkisstjómarfundi sem boðaður var um lánsfjárlög í gær- kvöldi. Erlendu lánin og Jón Baldvin eftir Víglund Þorsteinsson Jón Baldvin Hannibalsson hefur á undanfomum dögum hafíð mikið flölmiðlastríð gegn fjármögnunar- leigum og atvinnufyrirtækjum og reynt að kenna þessum aðilum um auknar erlendar lántökur á árinu 1987. Engin erlend lán til fólksbifreiða í fyrsta lagi hefur ráðherrann haldið því fram að fjármögnunar- leigumar hafí tekið 1000 milljónir í erlendum lánum til að fjármagna samninga á fólksbifreiðum. Þessi staðhæfíng er einfaldlega röng. Fjármögnunarleigufyrirtækin hafa ekki tekið eina krónu að láni erlend- is til fjármögnunar á Qóiksbifreið- um, enda em slíkar lántökur bannaðar eins og ráðherrann á að vita. Sannleikurinn um fólksbifreiðamar Á fyrstu 7 mánuðum þessa árs gerðu ijármögnunarleigumar leigu- samninga um fólksbifreiðar og léttar sendibifreiðar fyrir 480 millj- ónir króna, á sama tíma öfluðu þessi fyrirtæki innlends flármagns fyrir 830 milljónir króna til þess að fjármagna þessa samninga og aðra leigusamninga sem ekki er heimilt að fjármagna með erlendum lánum. Niðurstaðan um fólksbifreiðam- ar er því; 1. Engin erlend lán voru tekin til fjármögnunar á fólksbifreiðum þrátt fyrir fullyrðingar ráðherr- ans. 2. Heildarsamningar um fólksbif- reiðar voru 480 milljónir en ekki 1000 milljónir eins og ráðherr- ann heldur fram. Þessar 480 milljónir eru allar fjármagnaðar innanlands, gagnstætt því sem Jón Baldvin fullyrðir, hans full- yrðingar eru einfaldlega rangar. Hvernig standast full- yrðingar ráðherrans um heildarþróun erlendra lána á árinu 1987? Jón Baldvin hefur látið hafa eftir sér að erlendar lántökur á árinu 1987 stefni í 4—5000 milljónir fram úr áætlun á þessu ári. Þar sé fyrst og fremst um að kenna gengdar- lausum erlendum lántökum einkaaðila. Fyrri fullyrðing ráðherrans er rétt. Erlendar lántökur á árinu 1987 stefna a.m.k. í 4000 milljónir fram úr lánsfjáráætlun. Seinni fullyrðing ráðherrans um að fyrst og fremst sé við einkaaðila að sakast er hins vegar röng. Hið sanna er að opinberir aðilar þ.m.t. ríkið eru ábyrgir fyrir um það bil helmingi þessara 4000 milljóna. Samkvæmt endurskoðaðri láns- fláráætlun Seðlabanka íslands er gert ráð fyrir því að erlend lang- tímalán verði 10200 milljónir í stað Viglundur Þorsteinsson 8200 milljóna í upphaflegri láns- fláráætlun. Til viðbótar þessum 2000 milljón- um umfram lánsfjáráætlun koma síðan aðrar 2000 milljónir sem fjár- mögnunarleigumar koma til með að taka á árinu. Af þeim 2000 milljónum sem fram úr lánsfjáráætlun fóru er gert ráð fyrir að skipting verði þessi: Ríkissjóður og aðrir opinberir aðilar ca. 1100 milljónir. Lána- stofnanir og fjárfestingarlána- sjóðir 900 milljónir. í þeim lið er einnig að fínna endurlán lána- stofnana og opinberra lánasjóða til opinberra aðila. Þá eru eftir 2000 milljónir vegna Qármögnunarleiganna. Af þeim má áætla að opinberir aðilar (stofnanir ríkis og sveitarfélaga) séu ábyrgir fyrir ca. 350 milljónum þrátt fyrir bann fjármálaráðuneytis við því að ríkisstofnanir geri slika samn- inga. Niðurstaðan er því sú að af þeim 4000 milljónum sem út af standa er ljóst að ríkið og aðrir opinberir aðilar hafa ekki látið sitt eftir liggja og verða að standa ábyrgir fyrir ca.helmingi þessara 4000 milljóna. í því samandi dugir ekki að stunda reiknikúnstir eins og þær að færa lántökur vegna pólitískra gæluverkefna svo sem feijusmíða yfír til atvinnuveganna til þess að reyna að lækka hlut ríkisins. En nóg um það. Höfuðmálið er það að íslenskir atvinnuvegir eiga að vera fijálsir að því að ákvarða með hveijum hætti þeir fjármagna sínar fjárfestingar og ríkið á ekki að skipta sér af því né taka á þvi ábyrgð. Frelsi til fjármögnunar er at- vinnulífínu nauðsyn í alþjóðlegri samkeppni og mun stuðla að því að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra útflutnings- og sam- keppnisatvinnuvega. Aukið flármögnunarfrelsi á þessu ári hefur auðveldað útflutn- ings- og samkeppnisgreinum að starfa við fast gengi. Því er ekki veijandi með neinum hætti að draga þetta nýfengna frelsi til baka með þvi að þrengja möguleika fyrirtælg'anna til er- lendra Qárfestingalána. Eðlilegra væri að stíga skrefíð til fulls og veita íslenskum atvinnufyrirtækjum fullt frelsi til fjármögnunar á inn- lendum og erlendum fjármagns- mörkuðum á eigin ábyrgð. Á íslandi er nú mikill hagvöxtur, stórar atvinnugreinar sem áður voru reknar með tapi voru reknar með hagnaði á sl. ári og hafa hagn- ast framan af þessu ári. Langvarandi taprekstur hafði leitt til þess að eðlileg endumýjun framleiðslutækja hafði verið van- rækt. Nú þegar hagvöxtur er mikill og fyrirtækin eru farin að hagnast á nýjan leik er það ekkert nema rétt og eðlilegt að þau endumýji sfn framleiðslutæki og byggi upp til framtíðarinnar með því að fjár- festa í nýrri tækni. í mfnum huga er hins vegar jafn eðlilegt að þegar slíkar aðstæður eru uppi í þjóðfélaginu eins og nú, mikill hagvöxtur og sterk eftirspum eftir vörum og þjónustu, að ríkið haldi aftur af sér og dragi saman f stað þess að stunda blinda sam- keppni við atvinnulffið um §ár- magnið. í þeim efnum væri ágætis upphaf fyrir hinn nýja fjármálaráð- herra að sjá til þess að ríkisstofnanir hlíti húsbóndavaldinu og fari ekki fram hjá fjárlögum með því að ijár- festa með erlendum lánum f gegnum fjármögnunarleigufyrir- tækin. Með beztu óskum um góðan árangur í baráttunni á ríkisbúinu. Heimildir um þróun erlendra lána og Qár- mögnunarleiga: Seðlabanki fslands, Glitnir hf., Fjárfestinga- félag íslands hf., Lind hf. og Lýsing hf. Höfundur er formaður Félaga íaleoskra iðnrekenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.