Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 46

Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 46
Hópurinn glaðbeittur i Húsafelli. Morgunblaðið/Árni Sæberjj Með í för er svifdreki búinn tvígengisvél en hann er notaður við kvikmyndatökur. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Yfir hálendið frá vestri til austurs TÓLF MANNA hópur er nú á ferð yfir hálendið. Farið er á fimm jeppum en einnig er með í ferðinni svifdreki með tvígeng- isvél sem notaður er til að kvikmynda ferðina úr lofti. Ætl- unin er að gera kvikmynd um þessa ævintýraferð sem sýnd verður i kvikmyndahúsum. Að sögn Hafþórs Ferdinandsson- ar, sem_ stendur að þessari ferð ásamt Joni Björgvinssjmi, er ætlun- in að ferðin taki um þijár vikur. Lagt var af stað frá Snæfellsnesi á miðvikudag í sfðustu viku og er þvi um hálfur mánuður þar til ferðinni lýkur á Austfjörðum. Á þriðjudag var hópurinn staddur fyrir norðan Hofsjökul og sagði Hafþór ferðina hafa gengið ágætlega. í gær var ætlunin að taka eldsneyti í Nýja- dal, en því var komið fyrir þar áður en ferðin hófst. Sýning á glerlist NÝLEGA var opnuð sýning á handblásnum listmunum úr gleri í húsakynnum Gallerí Listar í Skipholti 50b. Þar eru til sýnis og sölu verk eftir glerlistamenn frá Noregi, Finnlandi og Bret- landi. Meðal þeirra er hluti eiga á sýn- ingunni er Norðmaðurinn Severin Brörby. rHann hefur sýnt verk víða um heim og hefur m.a. hiotið verð- laun norska Hönnunarráðsins 1980. Frá Bretlandi eru m.a. sýnd verk eftir Michael Harris en hann hlaut bresku hönnunarverðlaunin á sviði glerlistar árin 1980 og 1982. Sýningin er opin virka daga kl. 10.00-18.00 og laugardaga kl. 10.00-12.00. Sýningin stendur tiL 3. október. T TT> Í&'WUTT T A U KKi\iilLL/\ Þurrkhilla sem leysir vandamálin, þegar þurrka þarf skó, galla og annað af barninu ásamt mörgu öóru Notar orku eins og Ijósapera. Veró aðeins kr. 8.134.— A n LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022 Efnalaugin Björg opnar í Mjóddinni EFNALAUGIN Björg hefur opn- að nýja efnalaug i Mjóddinni. Efnalaugin hefur einnig aðsetur á Háaleitisbraut 58-60 og hefur verið þar I rúm 20 ár, en fyrir- tækið er 34 ára gamalt. í Efnalauginni Björgu í Mjódd eru tölvustýrðar hreinsivélar sér- staklega stilltar fyrir viðkvæman fatnað og fatnað úr gerviefnum. Efnalaugin sér um alla almenna hreinsun og pressun en auk þess verður lögð áhersla á hreinsun á leðri og rúskinni. Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri efnalaugarinnar í Mjódd hefur kynnt sér hreinsun á skinnavörum auk þess sem hann nýtur reynslu annarra í efnalaug- inni varðandi hreinsun á leðurfatn- aði. Opið er frá kl. 8.00 til 18.00 virka daga og frá kl. 8.00 till9.00 á föstu- dögum. Námskeið um kristalla í helgisiðum í frétt frá Þrídrang. Ennfremur segir að á námskeið- inu verði úrval af steinum og kristöllum víðsvegar úr heiminum sem hægt verður að nota. Einnig verður hægt að kaupa steina og kristalla. Leiðbeinandi á námskeiðinunum er Andrew Nevai og hefur hann 24 ára reynslu í ástundun frum- speki „metaphysics" og andlegrar iðkiuiarí 13' á- ' tr t £».(.••» ÞRIDRANGUR stendur fyrir tveimur námskeiðum dagana 26. og 27. september nk. um krist- alla í helgisiðum. Laugardag 26. september verður fjttllað um undirstöðuatriði krist- alla, sagnfræði og baksvið kristalla og á sunnudag 27. september verð- ur farið dýþra í það sem var tekið fyrir á laugardeginum. Kenndar verða aðferðir til að nota kristalla í heilun ogs'helgisiðum, segir tm.a. Framkvæmdastjórar efnalauganna og eiginkonur þeirra. Frá vinstri: Sigurður Jónsson, Agústa Kristín Magnúsdóttir, Soffía Magnús- dóttir og Kristinn Guðjónsson. Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Við biðskýli SVR. Það var á köldum vetrardegi þeg- ar strætisvagninn sleppti úr áætlun- arferð, að komið var aftan að mér þar sem ég var að renna úr hlaði: „Ertu að fara í bæinn, góða,“ segir eldri herra glaðhlakkalega. „Já, að vísu," segi ég, „niður að Akraborg." „Geturðu ekki komið við á Hlemmi?" spyr hann. „Ég á ekki erindi á Hlemm," segi ég- Þá gengur hann fast að mér með þanið bijóstið og segir ögrandi: „Þú heldur kannski að ég sé ein- hver gosi." Það var greinilegt að þessi aldni utansveitarmaður leit á hana Reykjavík sem lítinn hrepp, þar sem leiðir milli staða væru rétt bæjarleið. Reyndar er það rétt, í Reyjavík eru engar vegalengdir, hér er aðeins fólk með skert tímaskyn ... alltaf á síðustu stundu. Þessi yfirlýsing meltist betur yfir bragðgóðum fiskrétti, eins og Smálúðusteik í púrrusósu 700 g smálúðuflök 3 matsk. matarolía 1 púrra 1 lítill laukur, saxaður 1 hvítlauksrif, pressað 1 dós tómatkraftur og 2 dósir vatn Va teningur fiskikraftur 4 tómatar 2—3 stilkar sellerí XU tsk. tímían 1 lárviðarlauf salt og pipar. Smálúða er sennilega ein besta fisktegundi sem er á markaði þessa daga. 1. Lúðuflökin eru roðflett og bein- hreinsuð og skorin í ffernur smá stykki. Púrran er skorin í sundur og hreinsuð og síðan skorin á ská í */2 sm. þykka bita. 2. Matarolían er hituð á pönnu. Púrran, saxaður laukurinn og press- að hvítiauksrif eru látin krauma í feitinni á meðan laukurinn er að mýkjast upp. 3. Því næst er tómatkraftur, vatn, fínskomir sellerístilkar, tímían, lár- viðarblað brotið í tvennt, salt og malaður pipar sett með lauknum á pönnuna og er suðan látin koma upp. Lok er sett á pönnuna og er sósan látin sjóða við vægan hita í u.þ.b. 5 mínútur á meðan bragðið er að jafnast. 4. Tómatamir em settir í sjóðandi vatn í 1 mínútu til að losa um hýð- ið. Þeir eru afhýddir, skomir í bita og settir út í sósuna. 5. Fiskstykkin eru sett út í sósuna og soðin í henni við vægan hita í 10—15 mínútur, eða þar til fískurinn er soðinn í gegn. Meðlæti með fiskrétti þessum eru soðin gijón og gott heitt brauð. Viskuorð fylgja í stað verðs á hráefni í dag: — Efnin skal auka með sparseminni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.