Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 23

Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 23
Samband f isk- vinnslustöðva MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 23 Átelur að- gerðir sjó- mannanna á Eskifirði Á stjómarfundi Sambands fiskvinnslustöðvanna sl. mánu- dag var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Stjóm Sambands fiskvinnslu- stöðvanna átelur harðlega aðgerðir sjómanna á Eskifirði þar sem ólög- leg vinnustöðvun á sér stað á einum togara Eskfirðínga. Stjóm SF styður áframhald til- raunar með fijálst fiskverð til áramóta, en forsenda þess er að vinnufriður ríki á flotanum. Ljóst er að fijálst fiskverð hefur skilað sjómönnum vemlegum kjara- bótum á undanfömm mánuðum. Nauðsynleg samstaða verður hins vegar að vera fyrir hendi, ef halda á áfram á sömu braut.“ MÍR með kvik- myndasýn- ingar á sunnudögum KVIKMYNDASÝNINGAR verða í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, á sunnudögum í vetur. Fyrsta sýn- ingin eftir sumarhlé verður sunnudaginn 27. september kl. 16.00. MIR, Menningartengsl Islands og Ráðstjómarríkjanna, stendur fyrir sýningum á sovéskum frétta- og fræðslumyndum og leiknum myndum, bæði gömlum og nýjum. Sunnudaginn 27. september kl. 16.00 verður sýnd klukkustundar löng kvikmynd um Sovétríkin. Skýringar á íslensku flytur Sergei Halipov háskólakennari í Leningrad en hann hefur verið aðaltúlkurinn í hópferðum MÍR til Sovétríkjanna undanfarin ár. Kvikmyndasýningamar verða á sunnudögum í vetur að undanskild- um 1. nóvember en þá er hátíðar- fundur og tónleikar listafólks frá Hvíta-Rússlandi. Aðgangur að kvikmyndasýning- um MIR er ókeypis og öllum heimill. Tvíbökur tvíbakaðar - nýbakaðar nákvæmlega eíns og tvíbökor eíga að vera. iSshM_s\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.