Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 54

Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 54
54 JÍORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 24. SÉPTEMBER 1987 „íslenskur kór sló í gegn“ Frá söngferð Karlakórsins Fóstbræðra til Mið-Evrópu í maí og-júní sl. Árla morguns, miðvikudaginn 27. maí sl. lagði Karlakórinn Fóst- bræður upp í söngferð til Mið- Evrópu. Það hafði verið æft af kappi fram á máudagskvöld, enda stóð talsvert til: í Þýskalandi átti að taka þátt í alþjóðlegri kóra- keppni sem fram fór á listahátíð í Lindenholzhausen og þaðan var svo meiningin að halda í tónleika- og skoðunarferð suður um Þýska- land til Austurríkis og Ungverja- lands. Nokkrir „Gamlir Fóstbræð- ur“ komu á þessa síðustu æfingu fyrir ferðina, þeirra á meðal Krist- inn Hallsson, óperusöngvari og innfæddur Fóstbróðir og Magnús Guðmundsson frá Hvítárbakka, einn þessara makalausu baritóna kórsins. Þegar Magnús var inntur eftir því hvers vegna hann starfaði ekki með að þessu sinni, sagði hann að einhvem tíma yrðu menn að fá að hlusta á þennan ágæta kór, það væri ekki nema sann- gjamt. í æfingarhléi mátti sjá dómkirkjuprestinn, séra Hjalta Guðmundsson, þjóna Fóstbræðrum sínum, þar sem hann var að enda við að raða kaffibollunum í upp- þvottavélina. „Ja, við skiptum þessu niður á raddirnar," sagði hann, „eina viku í einu. Og þar sem við í 2. bassa áttum síðustu viku fannst okkur réttast að taka mánu- daginn líka. Það tók því ekki að vera að rugla blessaða tenórana neitt í ríminu svona fyrir einn dag.“ En það var kl. 5 að morgni fyrr- greindan miðvikudag að Fóst- bræður lögðu af stað frá Fóstbræðraheimilinu. Morguninn var eins fagur og íslenskur maí- morgunn getur verið. Glampandi sólskin, logn og blíða og loftið svo tært að Snæfellsjökull sindraði í lausu lofti þegar litið var til vest- urs um leið og þeir „gamlir" Fóstbræður voru kvaddir er höfðu lagt á sig að fylgja félögum sínum úr hlaði Fóstbræðraheimilisins. Og áfram hélt ævintýrið. Það var ekki verið að vandræðast í gegnum r.eitt vamarliðshlið, þ_ar sem út- lenskir dátar gefa Islendingum náðarsamlegast leyfí til að aka um eigið land til að komast út á hálf- ameríska flugstöð á Keflavíkur- flugvelli. Ekki aldeilis! Nú var ekið sem leið lá rakleiðis að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þess er nam land í Ameríku og lifði það sem betur fer ekki að dæmið snerist við. Og kl. sjö hóf fuglinn Rósa DC-855 FLB sig til flugs og stefndi suð- austur yfir Atlantshaf. Að þessu sinni voru konur kórmanna með í förinni enda, eins og fyrr var get- ið, ferðin sumpart hugsuð sem skoðunar- og skemmtiferð. Þá var og með kómum splunkunýr og komungur einsöngvari, Gunrar Guðbjömsson tenórsöngvari. Reyndar hafði hann þegar getið sér gott orð á erlendri grund, er hann söng með litlum íslenskum einsöngvarakór á Norðurlöndunum í fyrra, þá aðeins tvítugur að aldri og hlaut feikilega góða dóma fyr- ir. Jónas Ingimundarson var píanóleikari kórsins í ferðmni, sem svo oft endranær. Stjórnandi kórs- ins var Ragnar Bjömsson. Eftir tæplega þriggja stunda flug lenti DC-855 þota Flugleiða, öðru nafni Rósa, á Lúxemborgar- flugvelli í rigingarsudda og heldur kalsömu veðri. Var ekki laust við að þess háttar veðurfar kæmi nokkuð flatt upp á sóldekraða ís- lendinga nýkomna norðan frá landi elds og ísa, og var margur kórmað- urinn bara á léttum jakkafötum þegar tekið var lagið á Hertorgi fyrir íslendingafélagið í Lúxem- borg og aðra regnþjáða Lúxem- borgara er norpuðu í nepjunni þarna suðurfrá. En áfram var hald- ið og eigi tafið lengur í ríki stórhertogans af Lúxemborg en nauðsyn krafði. — Þó heldur leng- ur en til stóð, því góða stund var beðið eftir fararstjórum tveimur, er slást skyldu í förina þarna um leið og stigið var á landi í hertoga- dæminu, en þeirra hlutverk var að leiða kórmenn og konur þeirra í allan sannleik um Germani og Rómveija, Vandali og Vest-Gota, kastala og kirkjur, landafræði og landbúnaði í þeim frægu héruðum er leið þeirra lá um. En þeir hinir góðu menn létu ekki sjá sig og hefur reyndar lítið til þeirra spurst síðan. Gilti nú að gefa ímyndunar- aflinu lausan tauminn og sjá í anda riddara ríða um dáfögur Rínar- héruð og eðlar frúr þrevja vang- bleikar stundimar langar hátt upp í óvígum kastalavirkjunum. Sumar stungu sig á hesputijám og styttu sér stundimar með því að sofa í hundrað ár. En sumar tóku inn eitur sem þær geymdu í kapseli innanklæða, þegar annar kom en sá er hugurinn girntist og gerðist fjölþreifirm um of. En það var rign- ing í Móseldal og þokubakkar héngu á köstulunum við Rín svo að ævintýrin urðu innhverf og brátt höfðu ýmsir fengið sér blund sem höfðu lítið sofið sumarbjarta nóttina áður heima á íslandi. Ég gleymdi að geta þess, hérna áðan, að þó fararstjórarnir út- lensku létu á sér standa þarna í Lúxemborg, þá voru það aðrir sem vissu hvað til síns friðar heyrði. Tveir föngulegir langferðabílar biðu Fóstbræðra á Lúxemborgar- flugvelli djúpmosagrænir að lit, auglýsandi Icelandair í bak og fyr- ir. Þessum glæsivögnum fylgdu að sjálfsögðu tveir vagnstjórar, heimamenn þar í Lúxemborg. Hét annar René, maður eitthvað innan við þrítugt. Hinn var Monsieur Fernand, maður á fimmtugsaldri, franskur að ætt og uppruna. Var sá fyrir þeim félögum og í raun- inni kapteinn á tvíeyki þessu. Fyrsti áfangastaður Fóstbræðra og föruneytis þeirra í Þýskalandi var smábær sem heitir Bad Ems. Stendur hann á bökkum árinnar Lahn skammt þaðan frá er hún fellur í Rín. Þetta er fjarska fal- legur bær í ævintýralegu umhverfi. Eins og nafnið ber með sér eru þar stunduð heilsuböð og hafa ver- ið stunduð öldum saman. Meira að segja — ef marka má upplýsing- ar innfæddra — allt frá dögum Rómveija, en ummerki eftir þá mátti sjá þama eins og víðar í Þýskalandi. Þó aðeins séu um ell- efu þúsund íbúar í Bad Ems trónir þar logagyllt og uppljómað spilavíti út í miðri á þar sem það stendur á nesi er skagar út í ána. Ýmislegt fleira bar vitni um þá gesti sem venja eða hafa vanið komur sínar í heilsuböðin góðu í Bad Ems. Var ekki óalgengt að sjá nöfn eins og Keisaraþetta og Kjörfurstahitt. Frá Bad Ems er líka boðið upp á skemmtisiglingar upp eftir ánum Lahn, Rín og Mósel og er vart hægt að hugsa sér neitt rómantísk- ara en að sigla eftir Rínardalnum í fögru veðri um hásumarið. Bú- staður Fóstbræðra og þeirra fólks hét hvorki meira né minna en M.C. I. — Hotel Staatliches Kurhaus Bad Ems. Þetta var stórt, gamalt og glæsilegt hótel með alls konar lystisemdum eins og sundlaugum og sánaböðum, tónleika- og dans- sölum. Og þarna var tekið á móti ferðalöngunum með kampavíns- glasi. Á Hótel Staatliches Kurhaus undu Fóstbræður og fylgdarlið hag sínum vel í eina fimm daga. Að vísu fannst mönnum veðráttan meira í ætt við reykvíska sumar- veðráttu en þeir hefðu hugsað sér mið-evrópskt sumar. Alltaf sama rigningin og rosinn. Og ekki er því að leyna að ansi fannst sumum næða um sig þegar farið var í Rínarsiglingu einn daginn. Ekki batnaði kvefið sem hafði komið í hráslaganum í Lúxemborg. Það er hætt við því að fagurt umhverfi máist út og frægar söguslóðir verði hversdagslegar á gráum rigningar- dögum og þekkjum við það íslend- ingar manna best, hvað landið okkar getur skipt um svip við veðr- áttuna. En þarna áttu Fóstbræður annað erindi en að glápa og góna á fallegt útsýni eðá fræga kastala. Þeir voru þama fyrst og fremst komnir til að taka þátt í alþjóð- legri kórakeppni á tónlistarhátíð í Lindenholzhausen. Lindenholzhausen er þijú þús- und manna bær í næsta nágrenni við og er reyndar innan borgar- marka Limborgar. En sjálf er Limborg lítil borg með aðeins fimmtán, sextán þúsund íbúa, en ákaflega falleg. Þá gefur m.a. að líta 750 ára dómkirkju þeirra Lim- borgar, ólíka öðrum merkum kirkjum frá svipuðum tíma og slóð- um að því leyti að hún er bæði litfögur og að í henni blandast saman gotneskur og rómverskur stíll. Limborgurum hefur einnig tekist að varðveita elsta bæjar- hlutann feikilega vel. Þar er grind húsanna gerð af viði, oft fagurlega sveigðum, hafði svo verið hlaðið upp í grindina með steini og síðan múrhúðað þannig að t.imburgrindin sker sig út úr hvítri múrhúðinni, oft brún- eða svart- eða jafnvel rauðmáluð. Reyndar má sjá þess háttar hús víða 5 Þýskalandi og öðrum Evrópulöndum, eins og þeir vita sem til þekkja. Stundum er önnur eða þriðja hæð húsanna stærri að flatarmáli en sú fyrir neðan og skagar þá sú efri fram yfír þá neðri. Og þar sem svo stendur á og götur eru mjög þröng- ar þá mætast húsin við efri hæðirnar. — En það var í Linden- hozhausen sem Harmonie Festival ’87 fór fram. Þetta var í annað sinn að stofnað var til þessarar tónlistarhátíðar og alþjóðlegrar kórakeppni í Lindenhozhausen við Limburg. Fyrri hátíðin af þessu tagi fór fram árið 1981. Undirbúningurinn að hátíðinni að þessu sinni mun hafa tekið ein fímm ár. Og að sögn aðstandenda er þetta umsvifamesta kórakeppni sem farið hefur fram í Þýskalandi til þessa. Þanra komu fram kórar hvaðanæva að úr heiminum og í kynningarbæklingi um Harmonie Festival ’87 er því haldið fram að þar komi svo til eingöngu fram kórar sem hafa getið sér orðstírs á erlendri grund, þeirra á meðal séu alþjóðlegir verðlaunakórar og heimsfrægir kórar. Þarna komu Fóstbræður taka lagið á opnunardegi Harmonie Festival '87. Meðal einsöngvara kórsins var Björn Emilsson, sem ásamt Eiríki Tryggvasyni og Ara Ólafssyni kom beint úr röðum kórmanna í einsöngvarahlutverk með kórnum að þessu sinni. Eiginkonur Fóstbræðra bíða þrautgóðar eftir þvi að komi að bændum þeirra í keppn- inni. Má sjá sumar í regnblautum yfirhöfnum og rigningin dundi á tjaldinu svo ekki var alltaf víst hvorir höfðu betur, kórarnir eða dynurinn í rigningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.