Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 ViÖ hjónin þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur vinsemd meÖ heimsóknum, gjöf- um, blómum og skeytum á áttrœÖisafmœlisdegi mínum þann 13. þ.m. LifiÖ heil. Gunnar Jónasson. M IÐNTÆKNISTOFNUN Eftirtalin námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS: 26. okt.—4. nóv. EfnisfrœAi stáls og ðls. Stál: Efhisuppbygging, fram- leiðsla, oxun og afoxun, tæring og tæringarvarnir o.fl. Ál: Flokkun og eiginleikar. Suðuaðferðir og tækjabún- aður. Suðugallar og orsakir þeirra. 32 kennslustundir. Hefst 14. okt. Fræsing og rennismfði framhald. Notkun formúlna. Útreikningar og stilling deilis, útreikningar á skurð- hraða, snúningshraöa, færslum og fræsitíma. 50 kennslustundir. 19.—22.okt. Rafstýringar (loftstýrikerfi, vökvakerfi, hita- og loft- ræstikerfi). Raftæknileg hugtök. (hlutar, tengingar, bilanaleit og mælingar. 45 kennslustundir. Hefst 5. okt. Stýritækni-loftstýringar. Loft sem orkugjafi. Raðferli, starfsrit. Bygging kerfa sem framkvæma einföld sjálf- virk ferli. Tímaþættir, teikningar. 40 kénnslustundir. 8.—16. okt. Vökvakerfi I og II. Grunnnámskeiö og framhaldsnám- skeið um vökvakerfi, haldið í lotu. 70 kennslustundir. 19.-22. okt. Loftræsti- og hitakerfi. Námskeiðið er ætlað mönnum sem annast uppsetningu og smíði kerfanna. 20—25 kennslustundir. RAFTÆKNIDEILD: 26.-28. okt. Örtölvutækni I. Grundavallarhugtök örtölvutækninnar. Hvernig vinnur örtölvan? Kynning á forritun á véla- og smalamáli 8088 örgjörvans. Hagnýt forritunar- dæmi. 30 kennslustundir. REKSTRARTÆKNIDEILD: 5. okt. 6. okt. 12.-14. okt. 19.-24. okt. 26.-28. okt. Strikamerki I. Kynntar verða helstu tegundir strika- merkja, hvað vinnst með notkun strikamerkja, nauð- synlegur búnaður. 4 kennslustundir. Strikamerki II. Hvað er strikamerki, notkun, staösetn- ing strikamerkja, stærðir, prenttæknileg atriði, gerð umbúða og eftirlit. 6 kennslustundir. „Just-in-time". Markmiðið er að skýra grundvallarat- riði JIT hugmyndafræðinnar (stjórnunarstíls) og hvernig bæta má nýtingu fjármagns á tiltölulega einfaldan hátt. Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlaö konum. Haldiö á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi. Námskeiöinu er ætlaö aö auka skilning þátttakenda á því hvað at- vinnurekstur útheimtir, hvaö þarf aö athuga og hvaö þarf að varast. Markaðssetnlng. Markmiðið er að gera grein fyrir þeim atriðum sem nauðsynleg eru til að koma vöru á markað. VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN: 9.-10. okt. 12.-13. okt. 14.-15. okt. 28.-29. okt. 16.—7.okt. 5.-6. okt. 26.-27. okt. 23.-24. okt. 21.-22. okt. 18.-19. okt. 21 .—22. okt. 30.-31. okt. 19.-20. okt. Samstarf og samvinna. Hvað er stjórnun og hvert er hlutverk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu. Samstarf og samvinna. Haldið á Akureyri. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. Farið er yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíl, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig eiga góð verkfyrir- mæli að vera. Stjórnunaraðferðir og starfshvatnig. Haldið á Akur- eyri. Verktii8ögn. Fariö er yfir skipulagöa verktilsögn, mót- töku nýliða og starfsmannafræðslu, vinnuvistfræöi, líkamsbeitingu við vinnu. Verkáætlarnlr. Farið er yfir undirstööu i áætlanagerö og verkskipulagningu, CPM-framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun á mannafla og aðföngum. Verkáætlanir. Haldið á Akureyri. MULTIPLAN-forrit og kostnaðaráætlanir. Farið er yfir undirstöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennd notkun á töflureikniforritinu MULTIPLAN. Öryggismál. Farið er yfir helstu öryggismál og ábyrgð stjórnenda á öryggismálum. Bruna- og slysavamir. Farið er yfir bruna- og slysa- - varnir, brunaflokka, slökkvitæki o.fl. Kjarasamningar og skaðabótaréttur. Farið er yfir skaðabótarétt og vinnulöggjöf, sakaregluna, saknæmi o.fl. Undirstaða vinnuhagrœðingar. Farið er yfir undir- stöðu vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki. Flutningafræði. Farið er yfir ferilgreiningu flutninga utan og innan fyrirtækja, flutninga til og frá o.fl. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar, nema annaö sé tekiö fram. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnun- inni í síma 91 -68-7000, Fræöslumiöstöö iðnaðarins í síma 91 -68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í síma 91-68-7009. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. p [nrijMwl! co cn uj co Góóan daginn! Sláturhúsamálið í Vík í Mýrdal: Mönnum ofbýður valdbeitingin eftir Steinþór Vigfússon Undanfarið hefur verið nokkur umræða um sláturhúsamál í Vík í Mýrdal. Hámarki náði þessi um- raeða á fundi í Leirskálum í Vík sl. mánudagskvöld. Þá loks ofbauð mönnum valdbeitingin í kringum þetta mál að boðað var til almenns fundar og þingmenn kjördæmisins kallaðir á staðinn. En um hvað skyldi þetta mál snúast? Því er til að svara að Sláturhúsinu Vík hf. hefur verið lokað því það fær ekki uppáskrift dýralækna. Þeir herrar telja húsið ekki samrýmast reglu- gerðum. Af umræðunni undanfarið og fréttaflutningi má skilja að út úr húsinu komi lélegar eða jafnvel óhreinar vörur. Það hefur verið slátrað í þessu húsi svo lengi sem ég man og er mér ekki kunnugt um að gallaðar eða óhreinar vörur hafi komið þar út. Oðru nær. Frá þessu sláturhúsi hafa komið góðar vörur, það vita þeir sem vilja vita og að halda öðru fram er annað hvort vanþekking eða vísvitandi ósannindi. Þannig að ekki eru það hagsmunir neytenda að loka slátur- húsinu fyrst það framleiðir góðar vörur. Sláturkostnaður í þessu húsi getur vitanlega verið lægri en í ein- hverri marmarahöll en hér á landi má ekkert vera ódýrt. Reglugerð- imar sjá til þess. Fyrst það eru ekki hagsmunir neytenda að loka húsinu, hverra hagsmunir eru það þá? Settur yfir- dýralæknir sagði mér fyrir nokkrum dögum að það væri ekki heppilegt að vera með sláturhús í íbúðar- byggð — en skyldu íbúamir hafa kvartað? Ó nei, ekki aldeilis, og hver veit nema það finnist fleiri sláturhús í íbúðarbyggð hérlendis. Settur yfirdýralæknir sagði einnig að það vantaði skoðunarherbergi til að skoða innyflasýni. Víst er það, þetta skoðunarherbergi er ekki til staðar en þeir sem hafa fylgst með heilbrigðisskoðuninni á liðnum árum hafa, held, ég grun um að þessi aðstaða yrði lítið notuð. En hvað um það, reglugerðin segir að það skuli vera til staðar. Steinþór Vigfússon Eru það þá hagsmunir dýralækna að loka húsinu? Það hefur verið haft eftir okkar nýja héraðsdýra- lækni að það sé nógu erfítt að manna eitt sláturhús í Vík. Ég spyr, eru dýralæknar orðnir ráðninga- stjórar í sláturhúsum eða er verið að friða eigin samvisku? En því þessi umræða? Hvers vegna förum við ekki einfaldlega og leggjum inn okkar gripi hjá Slát- urfélagi Suðurlands í Vík. Hverju er verið að mótmæla og hefur ekki nefnd á vegum landbúnaðarráð- herra lagt til að hér skuli leggja niður slátrun? Jú, næst á að setja reglugerð hvaða fyrirtæki megi starfa utan um landbúnaðinn, ekki er víst næg miðstýringarvitleysan fyrir. Hvað með fólkið sem vann við slátrun í Sláturhúsinu Vík? Ekki fær nema brot af því vinnu hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Lokun hússins þýðir því verulegt tekjutap margra, en hvað um það, menn verða bara að herða sultarólina um eitt gat. Slátrun á svæðinu lengist fram á haustið þar af leiðir, meira í O-flokk og meira tekjutap, annað gat í sultarólinni. Ekki verður farið að keyra tó- mann frysti, það þýðir atvinnumissi hjá þeim er þar vinna og fólk sem hefur leigt geymsluhólf í frystinum tapar þeirri aðstöðu. Sláturgerðin leggst af en þar hafa unnið nokkrar konur lungað úr árinu. Þeirra aðal- atvinna og ekki um aðra vinnu að ræða. Sveitarfélagið tapar tekjum bæði í gjöldum þeirra sem missa vinnuna svo og gjöldum fyrirtækis- ins. Ekki nást þeir peningar aftur samanber sérsköttun samvinnufyr- irtækja. Og hvað eiga bændur sem hafa lagt inn nautgripi hjá Slátur- húsinu Vík að gera við sína gripi? Svo mikið er víst að vart tekur Slát- urfélag Suðurlands við samanber innleggskvótann. Ég hef lagt inn nautgripi hjá Sláturfélagi Suður- lands í nokkur ár og í haust átti að taka 3 ungneyti af mér til slátr- unar en ég hugðist leggja inn 7 gripi svo það varð að hringja suður til að fá undanþágu. Skyldi ekki ganga vel hjá bændum sem lagt hafa inn nautgripi hjá Sláturhúsinu í Vík að komast að hjá Sláturfélagi Suðurlands? Kannski viðkomandi bændur eigi að slátra heima? Ef til vill eru það hagsmunir neytenda að áliti dýralækna. Ég held það þurfi varla lengri upptalningu til að sannfærast um nauðsyn þess að reka Sláturhúsið Vík hér eftir sem hingað til. Og er ekki nóg komið af valdníðslu fárra manna þar sem hagsmunir og jafn- vel afkoma fjölda fólks er fótum troðin og einskis metin. Það er ekki hægt að herða sultarólina meira og Sláturhúsið Vík er fyrirtæki sem hefur stuðlað að traustari atvinnu hér en ella væri. Þetta fyrirtæki þarf að byggja upp en ekki drepa niður. Það þarf að byggja það upp til þess að vinna vöruna enn frekar í heimahéraði. Úrlausn þessa máls er nú í hönd- um landbúnaðarráðuneytisins og það er kominn tími til að land- búnaðarráðherra rífí sig upp úr reglugerðarsleninu og veiti Slátur- húsinu Vík sláturleyfi án tafar. Höfundur er bóndi & Brekkum í Mýrdal. ______Brids______ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag var upphitunartví- menningur hjá félaginu. Spilað var í 2 riðlum, 10 og 8 para. Úrslit urðu: A-riðill: Ragnar Bjömsson — Sævin Bjamason 139 Þórarinn Andrewsson — Hermann Lámsson 136 Hjördís Eyþórsdóttir — Ragnar Jónsson 129 Hulda Hjálmarsdóttir — Guðrún Jörgensen 109 B-ríðill: Jón Andrésson — Garðar Þórðarson 104 Vilhjálmur Sigurðsson — Óli Andreasson 98 Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 92 Nk. fimmtudag, 24. september, hefst 3ja kvölda hausttvímenning- ur. Spilamennska hefst kl. 19.45. Skráð er við mætingu. Stöllurnar Una Björg Jóhannesdóttir og Erla Tryggvadóttir til heimilis hér í Vesturbænum efndu fyrír nokkru til hlutaveltu tíl ágóða fyrír Blindrafélagið. Söfnuðu þær 750 kr. til félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.