Morgunblaðið - 24.09.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 24.09.1987, Síða 56
rð 56___________________ HITT eftir Filippíu Kristjánsdóttur Fimmtudaginn 3. september síðastliðinn, klukkan langt gengin fimm opnaði ég útvarpstækið mitt. Það var verið að senda út efni fyr- ir bömin. Því miður náði ég aðeins í niðurlag tímans. Stjómendur voru að ræða við níu ára telpu í síma. Mér skildist að hún ætti heima úti á landi. Ég heyrði hvorki nafn henn- ar eða heimilisfang. Það vakti athygli mína hvað hún var skýr í tali og svömm. Eitt af því sem hún var spurð um, var í sambandi við skólann hennar, hvetju hún myndi vilja breyta þar ef hún ætti völ á því. Svarið kom skýrt og greini- legt. „Ég myndi vilja hafa fleiri kristinfræðitíma." Hvers vegna? var spurt. „Þá fengi ég að heyra meira um Guð og Jesú og allt sem Guð hefur skapað." Þetta var svar níu ára bams. Heyrst hefur að sumir vilji fremur draga úr kennslu í kristnum fræð- um en að auka við hana. Vonandi em þeir ekki margir sem em svo illa staddir og blindaðir, þeir ættu ekki að koma nærri barnafræðslu. Böm em meðtækileg fýrir áhrifum hvort er til uppbyggingar eða niður- rifs. Þess vegna hvílir mikil ábyrgð á fræðumm. 011 viljum við bömun- um okkar vel, jafnvel því besta sem völ er á. Litla stúlkan óskar eftir að fá að velja góða hlutann. Það má ekki taka hann frá henni frem- ur en Maríu forðum, systur þeirra Mörtu og Lasamsar í Betaníu. Við mannanna börn eigum að hlúa hvert að öðm í stað þess að reyta uppúr jarðvegi andans frækornin sem eiga að þroskast þar og bera ilmandi eilífðarblóm, blóm sem geta hvorki fölnað eða dáið. Það er mikið ritað og rætt um neikvætt háttalag sumra ungmenna nú á dögum og ekki að ástæðu- lausu. Skyldum við hin eldri ekki eiga þar einhverja sök. Líti hver í eigin barm. Uppskeran fer oftast eftir sáningunni. Hvað um efni sjón- varpsins? Margt af því vekur óhug V8ei Tqaa .ts buoagutmmi'í .GiGAuauuofioí, MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 OG ÞETTA og ógeð fremur en gleði og þroska- vænleg áhrif. Stundum heyrir maður þulinn segja „Sumt í mynd- inni er ekki fýrir börn að horfa á.“ Við vitum það öll stór og smá að það forboðna er alltaf forvitnileg- ast. Er ekki betra að byrgja bmnninn áður en bamið er dottið ofaní hann? Er dómgreind okkar orðin svo rotin að menn séu hættir að gera greinarmun á réttu og röngu, synd og hreinleika? Ef svo skyldi vera að fátækt fyr- irtækisins verði að ráða efnisvali væri þá ekki hyggilegra að fækka myndum á skjánum og vanda meira til efnisvals? Tæknin er gulls ígildi og meira en það sé henni vel stjóm- að og nýtt á réttan hátt. Með henni skapast líka mikill vandi. Sjón- varpið, þetta undursamlega tæki setur stjómendur í stórt, vandasamt og viðamikið hlutverk. Vandinn felst í því að velja og hafna, velja rétt næringarefni og hafna því óholla, nákvæmlega eins og með fæðu fyrir líkamann. Margt er gagnlegt og skemmtilegt sem fram er borið, en sumt er líka svo langt frá því að vera sýningarhæft. Hvað skilur það eftir? Sundurtættar og alrangar hugmyndir um lífið og til- vemna. Ómótaðar sálir vita ekki sitt ijúkandi ráð og fara villta vegi án þess að vilja það, telja að þama sé fyrirmyndin. „Þeir eldri og þrosk- aðri hljóti að vita hvað þeir em að gera, þá hlýtur okkur að vera óhætt.“ í bók bókanna, sjálfri Biblíunni stendur: „Nemið staðar, spyijið um gömlu götumar hver sé hamingju- leiðin." Það vilja allir verða ham- ingjusamir. Litla stúlkan sem ég gat um í upphafi máls míns óskaði eftir því að fá að velja góða hlut- ann, hamingjuleiðina. Lítill drengur sagði: „Það kemur eitthvað mjúkt og hlýtt við hjartað í mér þegar ég heyri Jesú nafn.“ Eitthvað svipað hefur stúlkan fengið að reyna. Jes- ús sagði við Mörtu í Betaníu: „María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekin frá henni." Orð hans em líf, andi og sannleikur. Með þeirri fullvissu fletti ég blaði og læt hugann reika vítt og breitt, jafnvel til æskuáranna þegar flestir voru fátækir í landinu. A uppvaxtarámm mínum þótti það blaðamatur ef Islendingur brá sér til annarra landa. Þá létu menn sig dreyma um að fljúga um loftin blá í ævintýrasögunum. „Fljúgðu fljúgðu klæði“ og það hóf sig á lóft ef menn hittu á óskastundina og maðurinn sveif með því til drauma- landsins. Óskhyggjan — spádómur- inn varð að vemleika. Nú ferðast menn í tuga þúsunda tali milli landa og þykir ekki lengur fréttnæmt. Ferðakostnaðurinn verður stundum þungur í skauti, en útþráin dregur, svo lifað verður oft um efni fram og alltaf kemur að skuldadögum. Þegar kafað er í efnahagskistu sjálfs þjóðarbúsins og fréttirnar um ástandið berst út á vængjum tækn- innar liggur við að maður taki andköf af undmn og áhyggjum þegar talað er um skuldasúpuna við önnur lönd og jafnvel innanlands slíka, sem nemur milljónum, svo er sagt að menn geti sofið rólegir og lifi í bjartsýni að allt falli í ljúfa löð af sjálfu sér, eða þá bara að taka til láns einn milljarðinn enn. Flýtur á meðan ekki sekkur. Já, það má segja að nú er öldin önnur, en þeg- ar það hélt fyrir manni vöku ef skuldin nam nokkmm hundruðum króna, svo loksins þegar hægt var að greiða hana upp gat maður far- ið að sofa rólega, laus úr álögunum. Þá gilti það að hafa allt á hreinu, hveija krónu, hvern eyri og biðja um blessun af himinhæðum. Heið- arleikinn var hátt skrifaður og sjálfsbjargar viðleitnin miðaði að því að vera öðmm sem minnst háð- ur, og að eyða ekki um efni fram, það var ekki talið neitt furðulegt. Það fylgdi bara lífinu og var talið sjálfsagt. Hvað veldur þessu stóra stökki? Nú byggja menn margs konar hallir fyrir lánsfé, sem veltur á svimandi upphæðum, og virðast geta sofið rólega eftir þeirra eigin orðum, bara taka nýtt lán og annað lán þar ofan á. Metnaðurinn ríður ekki við einteyming. Það verður að Filippía Kristjánsdóttir „Nú byggja menn margs konar hallir fyr- ir lánsfé, sem veltur á svimandi upphæðum, og- virðast geta sof ið rólega eftir þeirra eigin orðum, bara taka nýtt lán og annað lán þar ofan á.“ sýna að íslenska ríkið er meira en nafnið tómt, slagar hátt uppí stóru þjóðirnar, sem gætu falið okkur í lófa sínum og haldið fast, jafnvel kreist óþyrmilega, ef út í það færi. Hvað er það sem veldur því að fyrirtæki kollsteypast hvert af öðm? Fiski er mokað úr sjónum. Samt verða fiskvinnslustöðvar gjaldþrota. Sveitabúskapurinn er orðinn að undri. Tonnum af kjöti hent á haug- ana. Mjólk hellt niður í stríðum straumum eins og til að storka gróðrinum sem í vor var að kepp- ast við að vaxa og verða að fæðu fyrir kýrnar svo júgrin yrðu út- þanin af blessaðri mjólkinni mönnunum til bjargar og hagræðis. Svo verður að hella henni niður eins og hveiju öðm skólpi. Bændum er úthúðað fyrir heimtufrekju ef þeir fá einhveija lagfæringu eða uppbót á illa heppnaðri búskapargrein. Sauðkindin talin með óargadýmm, sem ættu ekki að eiga tilvemrétt og sveitafólkið lítilsvirt með óvið- eigandi orðalagi. Maður, sem ekki er talinn fullgildur í samfélagið, fátækur af háttvísi, fær á sig stimp- il, sagt að hann sé „sveitalegur" eða eins og sveitadurgur. Þeir sem svona skrifa eða tala, jafnvel þótt það sé ekki í fullkominni alvöm, em sjálfir afkomendur þeirra sem landsbyggðinni þjóna, en virðast greinilega hafa úrkynjast vesaling- amir og tel ég það illa farið. Nú mun einhver segja: „Hún talar eins og fávís kona sem hefur takmarkað vit á hlutunum.“ Má vera að svo sé. Ég veit eitt með vissu og það er hvað ég veit lítið. Fólk á mínum aldri á ekki auðvelt með að vita í hvorn fótinn er betra að stíga í úthverfri veröld, svo ekki verði úr kollsteypa. Ef þessir molar mínir benda á þroskaleysi eða andlega sjónskekkju leyfist mér að leggja spumingu fýrir þá sem vita betur. „Er ekki einhver leið útúr ógöngun- um? Væri ekki ráðlegt að reyna að breyta kerfinu? Greiða úr þessum pólitísku sundmngsflækjum og vinna saman að uppbyggingu þjóð- arbúsins? Rekja kerfið alveg upp eins og sokkbol sem er löðrandi í lykkjufölium og fitja upp á nýtt? Stokka allt upp? Senda tískutildur og flottræfilshátt út í ystu myrkur, þangað sem það á ekki aftur- kvæmt? Þetta er ekkert gamanmál. Senn fer þetta yndislega sumar að halla sér í haustsins faðm. Haus- tið fer hljóðlega eins og það tifi á tánum og tími varla að stinga sumr- inu svefnþom. Hver árstíð á sinn ljóma. Þegar ég skrifa þessar línur sést tæplega skýhnoðri á himni og sólin er enn hátt á lofti. Það er ekki laust við að ég finni fyrir ein- hveijum fiðringi í líkamanum eins og á vorin þegar allt er að vakna af dvala. Ég stend upp frá skrifborðinu, klæði mig í kápu, hringi í bíl. Nú er þó veður og tími til þess að skoða þessa margumtöluðu Kringlu, nýju verslunarmiðstöðina, þar sem ein- hveijir hafa orðið svo víðfrægir að villast í. Það hlaut að vera meira en lítið völundarhús. Varla myndi það koma fyrir mig að villast þar, ég sem hlýt að vera komin með rétt stilltan áttavita í mitt aldraða höfuð. Fyrr en varir stend ég við aðaldyr stórhýsisins, þær opnast án þess að ég svo mikið sem snerti við „íslenskur kór sló í gegn“ hringdi á hótelið að tilkynna kórn- um úrslitin. Tjáði hann þeim að þeir hefðu ekki sigrað, en láðist jafnframt að láta vita að þeir hefðu hlotið þriðju verðlaun, sem skyldu afhent þá innan tíðar ásamt fyrstu og öðrum verðlaunum. Einnig láð- ist þessum ágæta tengli Fóst- bræðra að upplýsa, að ætlast væri til að þeir syngju þarna á eftir ásamt hinum verðlaunakórunum. Svo það var ekki fyrr en allstór hópur kórmanna ásamt söngstjór- anum og nokkrum eiginkonum drifu sig á verðlaunatónleikana um kvöldið, að kom í ljós að Fóst- bræður höfðu verið meðal verð- launahafanna. Fór þá aðeins að léttast brúnin á mönnum, en hún var orðin býsna sigin á sumum og var ekki laust við að nokkrir minntu á forföður sinn, Egil Skallagrímsson, og átti það ekki síst við söngstjórann. Mótshöldur- unum þótti að sjálfsögðu miður að svo klaufalega hafði tekist til og sló því upp sérstakri verðlaunaaf- hendingarathöfn fyrir Fóstbræður daginn eftir, sem var lokadagur hátíðarinnar. Fóstbræður og fylgdarlið þeirra slökuðu strekktar taugar í einn dag og dóluðu við búðarráp og götuvapp. Sumir í Koblenz — þangað var tuttugu mínútna ferð með lest. Aðrir höfðu skroppið til Limborgar. Það var nefnilega eins og náttúran hefði líka slakað á eftir spennuna kringum keppnina. Það var allt í einu komið logn og sæmilegasta blíða þennan dag og sólin skein bara dijúgan part af deginum. En þriðjudaginn 2. júní var ekið af stað til nýrra vinninga og stefnan tekin á Heilbronn. Eft- ir u.þ.b. þijú hundruð km akstur suður á bóginn í ljómandi fallegu veðri var komið til Oedheim. Þetta er dálítið þorp eða sveit í Neckar- dalnum rétt fyrir norðan Heilbr- onn, og stendur við ána Kocher sem er ein af þverám Neckar. Þarna voru samankomin fyrir- menni sveitarfélagsins og karla- kórs heimamanna, en það var að þeirra undirlagi að Fóstbræður gerðu þarna lykkju á leið sína til Austurríkis að halda tónleika í samkomuhúsi staðarins. Enn var blíðskaparveður og minnti dálítið á gott veður heima á Islandi. Menn voru leiddir inn á bestu krá sveitar- innar og boðið uppá Svabastrengl- ur að hætti innfæddra og að sjálfsögðu voru drukkin heima- fengin vín með, því þarna eru menn vínræktarmenn miklir. Það- an var svo ekið nokkurn veginn beint yfir á Hótel Götz, sem er reyndar inni í miðri Heilbronn. Leiðin er fljótfarin, varla lengra en úr Garðabæ og inn í miðju Reykjavíkurborgar. Ain Neckar rennur eftir fögrum og fijósömum dal frá norðri til suðurs, nokkuð austan við Rín. 0g í miðjum Neck- ardal er Heilbronn. Þetta er borg með yfir 110.000 íbúa og er því stórborg eftir skilgreiningu Þjóð- veija. Hún liggur 157 metra yfir sjávarborði — ef einhvern fýsti að vita — og er umvafin einhveiju stærsta vínræktarhéraði Þýska- lands. Heilbronn er jafnframt miðpunktur Franka-sýslu, sem aft- ur er hluti landsvæðis Baden- Wiirtemberg. Þama í Heilbronn er ýmislegt að sjá ef menn hafa tíma og löng- un til þess háttar iðju. Það var víðar en í Bad Ems eða Baden Baden að stunduð voru heilsuböð í Þýskaland og lítill vandi fyrir íslendig að geta sér að í Heilbronn muni vera hinn mætasti heilsu- brunnur. Þama eru líka fagrar og merkar byggingar engu síður en í öðrum merkum borgum Þýska- lands. Og á ráðhúsi þeirra Heilbr- onnara má sjá þríeina klukku frá 1580. Hina furðulegustu meistar- asmíð, sem sýnir ekki aðeins klukkustundir og mínútur, heldur einnig daga, vikur og mánuði. En Heilbronnar státa ekki bara af fornri frægð. Þeir bjóða líka upp á fjögurra — fimm kílómetra lang- an göngutúr í gegnum Audi-bíla- verksmiðjurnar (að vísu eru þessar bílaverksmiðjur víst í bæjarkrílinu Neckarsulm en ekki Heilbronn, en allt rennur þetta saman í eitt í augum ferðamannsins). Og voru Fóstbræður og frúr þeirra leidd í allan sannleikann um það hvernig svo ágætur bíll sem Audi- þetta og hitt verður til, hvað hann kost- ar og hvað verkamennirnir fái í laun. Eins og ég sagði áðan þá var ekið nokkurn veginn beint á Hótel Götz frá móttökuathöfninni í Oed- heim , en þó ekki alveg, því fyrst var sótt heim arnarsetur eitt feikn- legt, hátt upp í hamrakór er gnæfði yfir Neckardalnum. Þar var saman kominn mikill fjöldi tiginna fugla, svo sem fálka og gamma, ugla og arna. Þetta var mikill og forn kastali þar sem nú fóru fram skylmingar við ránfugla í stað ridd- ara. Fuglatemjarinn hélt yfir gestum staðarins lærða fyrirlestra um haferni og íslandsfálka, brand- uglu og snæuglu og gamma þá ina miklu er leggja sér einkum hræ til munns. Svo sleppti hann fénað- inum lausum á pöpulinn og fór þá að fara um suma. T.d. brosti hann dálítið skakkt, gesturinn sem fór heim með rifna skyrtu og blóðugan hupp af fundi þeim er gammur nokkur átti við hann. Sá hefur sennilega verið að gæta að því hvort líf leyndist með manninum, því gömmum þessum þykir best kjötið af sjálfdauðum skepnum, að sagt er. Þarna í arnarsetrinu — sem reyndar hét Falkenburg eða eitt- hvað þess háttar — var sólskinið orðið svo heitt að hitinn var kom- inn upp í heitan sumardag í Vaglaskógi og umhverfið ekki ólíkt að því leyti að allt þarna var um- vafið ilmandi björk sem klifraði upp á hæstu klettasnasir. En Adam var ekki lengi í Paradís. Daginn eftir — sem átti að nota til að fara í skoðunarferð til Rothenburg við ána Tauber — var súldin komin aftur. Fóstbræður áttu að halda tónleika um kvöldið og þar sem þeir vita hvað til síns friðar heyrir í þeim efnum þá gripu þeir fegnir tækifærið og afþökkuðu Rothen- burgferð að þessu sinni. Því ef þeir eiga um tvennt að velja: að fara í skoðunarferð, verða þreyttir og syngja „illa“, eða sleppa skoð- unarferðinni, vera óþreyttir og syngja vel, þá velja þeir hiklaust síðari kostinn, Heilbronnurum og Oedheimsbúum til mestu furðu. En gestgjafarnir voru nú ekki á því að taka svona skynsemi of al- varlega og brugðu því í snarheitum á fýrrnefnda göngu í gegnum Audi-verksmiðjurnar margróm- uðu. Að kvöldi miðvikudagsins 3. júní héldu svo Fóstbræður fyrstu tón- leika sína á þessari tónleikaferð um Þýskaland, Austurríki og Ung- veijaland að lokinni alþjóðlegu kórakeppninni við Limburg. Fór þeir fram í Katholische Gemeind- enhaus í Oedheim. Og þarna hélt Karlakórinn Fóstbræður einhveija lengstu tónleika sem þeir hafa haldið til þessa. (Reyndar mun þó konsert, sem þeir héldu í Leningrað eða Riga árið 1961 hafa slegið öll met. Þá urðu þeir að syngja auka- lög í þijú korter að efnisskránni tæmdri. Þeir voru meira að segja komnir í frakkana og út á götu þegar þeir voru kallaðir síðast inn á svið aftur.) En í Oedheim liðu næstum þijár stundir frá því þeir sungu fyrsta lagið þar til þeim var sleppt af sviðinu. Það var ekki það að efnisskráin væri neitt lengri en gerist og gengur. Síður en svo. Heldur ekki það að einsöngur Gunnars Guðbjörnssonar, ein- söngvara kórsins, væri svona plássfrekur. Ekki aldeilis! Hann söng sín þijú lög í hléi — að vísu við mikil fagnaðarlæti, bravóhróp og varð meira að segja að endur- taka meirihlutann af sinni stuttu efnisskrá — en söngur hans gerði þó vart meira en fylla upp í hléið. Það voru gestgjafarnir sjálfir sem komu til skjalanna. Því, eins og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.