Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 33 Filippseyjar: Aquino boðar her- ferð gegn spillingu Sérsveitir sendar gegn skæruliðum Manilu, Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, boðaði í gær til her- ferðar gegn hvers kyns spillingu innan stjórnkerfisins. Er litið á þetta sem lið i þeirri viðleitni forsetans að treysta stjóm sína í sessi en mikil spenna hefur ríkt á Filippseyjum að undanförnu eftir uppreisn innan hersins. Teodoro Benigno, blaðafulltrúi forsetans, tjáði fréttamönnum að Aquino hefði mælst til þess við ráð- herra sína að þjónusta ýmissa þátta stjómkerfsins yrði bætt og unnið yrði gegn bruðli og óráðsíu. Krafð- ist hún þess að háttsettir embættis- menn létu af hvers kyns bílífi og skorin yrði upp herör gegn spilingu innan stjómkerfísins. Boðaði Aqu- ino til ríkisstjómarfundar sökum þessa og var það hinn fyrsti frá því herforingjar gerðu blóðuga upp- reisn 28. ágúst síðastliðinn. Vinsældir Aquino em sagðar hafa minnkað í kjölfar uppreisnarinnar og er iitið á spillingarherferðina sem lið í baráttu hennar til að vinna aftur vinsældir almennings. Fidel Ramos, yfírmaður herafla Filippseyja, hefur hvatt til hertra aðgerða í baráttu stjómarhersins við skæmliða kommúnista, sem hafa færst í aukana eftir uppreisn- ina innan hersins. Ramos tjáði fréttamönnum á þriðjudag að hann hefði farið þess á leit við þingmenn að þeir samþykktu lög sem skyld- uðu alla íbúa Filippeyja að bera nafnskírteini, sem stjómvöld gæfu út. Sagði Ramos að á þennan hátt yrði auðveldara að hafa hendur í hári skæmliða. Þann sama dag sprengdu skæmliðar í loft upp brú í Camarines-Sur héraði og hafa þeir þar með eyðilagt fímm brýr með þessum hætti undanfamar tvær vikur. Ramos tjáði frétta- mönnum í gær að afráðið hefði verið að senda sérþjálfaðar úrvals- sveitir hersins á þessar slóðir til að glíma við spellvirkjana. Reuter Einmana áhorfendur Það var tómlegt um að Litast á alþjóðlega tennismótinu í Ham- borg sem hófst í mikilli rigningu á dögunum. Hinir áhugasömu tennisaðdáendur á myndinni létu þó fara vel um sig í skjóli regn- hlífar. Le Pen hættur við Bretlandsf erðina Dæmdur til að greiða skaðabætur vegna ummælanna um gasklefana London. París, Reuter. JEAN-Marie Le Pen, formaður Þjóðernisfylkingarinnar í Frakkl- andi, hætti í fyrrakvöld við fyrirhugaða ferð til Bretlands en þar ætlaði hann að halda ræðu á fundi, sem haldinn verður á sama tíma og flokksþing íhaldsflokksins. Sama dag unnu frönsk mannréttinda- samtök mál, sem þau höfðu höfðað gegn honum vegna ummæla hans um gasklefa nasista. Sir Alfred Sherman, fyrrum ráð- gjafí Margaret Thatcher forsætis- ráðherra, hafði boðið Le Pen að koma til fundarins í Blackpool í næsta mánuði en hann verður hald- inn samtímis flokksþingi íhalds- manna. í síðustu viku olli Le Pen hins vegar miklu uppnámi þegar hann sagði, að gasklefamir í útrým- ingarbúðum nasista hefðu aðeins verið smámál í sögu síðari heims- styijaldar og hafa margir íhalds- menn og aðrir krafíst þess, að honum verði ekki leyft að koma til Bretlands. í fyrrakvöld tilkynnti Le Pen, að hann harmaði uppistandið en til að valda ekki Thatcher vandræðum ætlaði hann að sitja heim. Sagði Sherman um þá ákvörðun, að móð- ursýkislegri umræðu í fjölmiðlum væri um að kenna hvemig komið væri og þótti heldur kynda undir eldunum með því að bæta við, að ungir menn í SS-sveitum Hitlers hefðu einnig verið fómarlömb hans. Formaður Ihaldsflokksins, Norman Tebbit, sagði á blaðamannafundi á mánudag, að Le Pen væri ekki vel- kominn í Blackpool þótt ekki væri hægt að meina honum komuna. Sir Alfred Sherman var áður ráð- gjafi og ræðuritari Thatchers en féll í ónáð þegar öfgafullar skoðan- ir hans þóttu keyra úr hófi fram. Veitir hann forstöðu óháðum rann- sóknarhópi og það var hann, sem bauð Le Pen. Frönsk mannréttindasamtök unnu í gær fyrir dómstóli í París mál gegn Le Pen en það var höfðað vegna ummæla hans um gasklef- ana. Var hann dæmdur til að greiða einn franka (6,40 ísl. kr.) í skaða- bætur og 1000 franka til 12 samtaka fórnarlamba styrjaldarinn- ar og til þeirra, sem málið höfðuðu. Félagi geimapi Apinn á myndinni er um borð í „geimflaugarhermi“ í eigu líffræðirannsóknarstofnunar í Moskvu. Apinn er i þjálfun og er hugsanlega farþegi í næstu geimferð Sovétmanna þar sem gerðar verða á honum liffræði- legar athuganir Dæmi um verð pr. einingu: 197 cm háir skápar með sléttum hurðum breidd 40cm-frákr. 7.600,- breidd 80cm-frákr. 11.750.- breidd 100 cm - frá kr. 12.950,- 197 cm háir skápar með fræstum hurðum (sjá mynd) breidd 40 cm-frákr. 10.200.- breidd 80cm-frákr. 16.950.- breidd 100 cm -frá kr. 18.450,- Trésmiðjan Viðja hóf nýlega framleiðslu á vönduðum og sterkum fataskápum sem eru afrakstur áralangrar þróunar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins. Þeir byggjast á einingakerfi sem gerir kaupendunum kleift að ráða stærð, innréttingum og útliti, innan ákveðinna marka. Hægt er að fá skápana í beyki, eik eða hvítu, með sléttum hurðum. Auk þess eru hvítu skáparnir fáanlegir með fræstum hurðum (sjá mynd). Einingaskáparnir frá Viðju eru auðveldir í uppsetningu og hafa nánastóend- anlega uppröðunar- og innréttingamöguleika. Þeir einkennast af góðri nútímalegri hönnun og sígildu útliti sem stenst tímans tönn. Stærðir: hæð: 197 cm eða 247 cm breidd: 40 cm - 50 cm - 60 cm o.s.frv. dýpt: 60 cm. Viðja býður nú nýja gerð af fataskápum sem settir eru saman úr einingum eftir óskum viðskiptavinanna sjálfra 20% útborgun 12 mánaða greiðslukjör. þar sem góðu kaupin gerast. FALLEGIR [ATASKAPAR Á SÉRSTAKLEGA GÓÐU VERÐI bmiöjuvegi 2 Kópavogi Sími 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.