Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 Alltum túlipana ... í stuttu máli eftir Stein Kárason Saga — uppruni Flestar villtar tegundir túlipana eru upprunnar í Litlu-Asíu eða á Balkanskaga. Fjölbreytileiki túlip- ana nú er með ólíkindum. Þekkt eru rúmlega 7.000 afbrigði sem orðið hafa til við blöndun tegunda og stökkbreytingar í gegnum tíðina. Fyrst er getið um túlipana í persneskum bókum frá 12. öld. Þar er notað orðið „lale“ sem líklega er það sama og lilja. Evrópskum ferðamönnum þar_eystra þótti gerð blómsins minna áí^kneska vefjar- höttinn túrban og er nafnið túlipan af því dregið. Arið 1753 skrifar sænski grasafræðingurinn Carl von Linné um túlipana í riti sínu Speci- es Planarium og gefur ræktuðum túlipönum latneska nafnið Tulipa Gesneriana. Það voru Austurríkismenn sem fluttu túlipana á vit hins vestræna heims árið 1554. Síðar bárust þeir til Hollands sem í huga margra er föðurland túlipanans. Þar upphóf- ust á ofanverðri 17. öld túlipanaæði þar sem auðmenn og hefðannenn kepptust um að kaupa og selja túlip- ana á geypiverði. Þegar fram liðu stundir urðu túlipanar almennings- eign og Hollendingar stórtækir ræktendur. Enn þann dag í dag eru Hollendingar fremstir í flokki í ræktun og sölu túlipana. Einmitt frá þeim fáum við á hausti hveiju sendan aragrúa túlipanalauka til ræktunar í görðum og gróðurhús- um. Garðatúlipanar (Tulipa gesneriana L. hort) Litauðgi og gerð garðtúlipana er afar mikil, rauð, gul, hvit fljólublá og skræpótt blóm. Eiginlegur svart- Rauðhetta litla eða dílatúlÍDaninn Red riding hood er lágvaxinn og harðger, ákaflega skærlitur og má nota á fjölbreytilegan máta, t.d. innan um sígrænan gróður eða i blómaker. KULDASKÓR STERKIR OG ÞÆGILEGIR BLÓMGUN FLOKKUR AUÐKENNI AFBRIGÐI Snemma apríl — maí Single early (SE) Einfaldir snemm- blómstrandi. Doublé early (DE) Fylltir snemmblómstrandi Hæð 25—30 cm. Plantað í hópa með 10—15 cm millibili og 15—20 cm djúpt. Ilma margir hveijir og standa lengi. Henta td. í tijábeð og við aðkomu að húsum. Mörg litbrigði. Keizerskroon (SE) rauður/gulur. Couleur Cardinal (SE) skartlatsrauður. Peach blossom (DE) rauður/bleikur. Charlton (DE) dökkrauður. Mendel(ME) Hæð 40—50 cm. Henta í hópa eða raðir. Þurfa sæmi- legt skjól. Góðar driftegundir. Olaf (ME) 35 cm, skarlatsrauður, mjög harðger. Orange Wonder (ME), 35 cm. Eirrauður, ilmar. Meðal snemma 15. maí— júní Triumph (TR) Tromptúlipanar. Hæð 50—55 cm. Mjög góðar drif- tegundir. Standa vel, ilma. Kansas (TR) 40 cm. Hvít stinn blóm. Lustige Witve (TR) 50 cm. Rauður/hvítur. Darwin hybrid (DH) Darwin blendingar Hæð 50—60 cm. Sterkbyggðir, blómin stór og standa lengi þola meiri vind en ætla mætti hæðarinnar vegna. Plantað 15—20 cm djúpt með 10—15 cm millibili. Akaflega vinsælir. Apeldorm (DH) skærrauður. Golden Apeldorm (DH) gulur. Darwin (DA) Hæð 50—70 cm. Stór, einföld blóm og langir stinnir stilkar. Blómin endingargóð, gul, rauð, hvít, blá- leit ogtvflit. Bestir í hópum, 7—15 saman. Queen of night (DA 70 cm, svarblár. Queen of Bartigons (DA) 60 cm., skærbleik. Síð- blómstr- andi 15. júní - júlí Breeder (BR) Svipaðir DA, en litdaufari. Víkjandi í garðrækt. Ekki á boðstólum hérlendis. Lily flowering (LF) Liljutúlipanar. Hæð 50—70 cm. Löng og grönn blóm- gerð. Blómblöðin útsveigð og Hkj- ast liljublómum. Góð til afekurðar. West Point (LF) 65 cm. Gulur; stór liljublóm. Red Shine (LF) 55 cm. Rauður, stór liljublóm. Cottage (CD) Kotatúlipanar Hæð 60—70 cm. Fjölbreytilegur flokk- ur. Blómin egglaga og meiri á hæð en breidd. Linir í vexti og þurfa skjól. Rembrant (RE) Rembranttúlipanar Þeir eru afsprengi Darwintúli- pana, ýmist taldir til þeirra eða sem sér flokkur. Hafa ljósar rákir á dekkri grunni og blómgast seinna en DA. Bizarre (BZ) Bizarretúlipanar BZ eru afsprengi CO og BR túlipana. Þeir eru með áberandi æðastrengi, dökkar rákir eða loga á gulum grunni. PlayofFlames. Bijblomen (BI) (Bicdor) Afsprengi CO og BR. BI og BZ eru flokkar sem teknir voru út úr vegna tímabundinna vinsælda. JanetHeath. Seint 15. júní - júlí Crispa (CR) (Lacked) Kögurtúlipanar Hæð 60-70 cm. Kögurtúlipanar eru frávik frá algengum kotatúlipönum. Munurinn á CR og CO er sá, að blóm- blöðin á CR hafa kögrast. Maja CR Bellflower CR. Halcro CO Ivoiy Gem CO Parrot (PA) Páfagaukatúlipanar Hæð 50—60 cm. Blómgast seinna en móðurflokkamir. PA eru afeprengi DA og CO túlipana. Ákaflega fjölbreyti- legir að formi og lit Þessu veldur vírus sem afbakað hefur móðurtegund- imar. Staðsetjið PAfjarri öðrum túlipönum vegna kvillahættu. Endumýist árlega. Góðir í köld gróðurhús. Orange Favourite PA, logagylltur; ilmar. Blondine PA. Double late (DL) Fylltir/seinir Hæð 50—60 cm. Blómin eru fyllt og ekki ósvipuð bóndarósum, (Paeony) breið og bústin á traustum stilk. Mont Tacoma DL, hvítur. Brillant Fire DL, rauður. Angelick DL, bleik. Green Flowered (GF) Grænblómatúlipanar Skylt að telja hann hér með enda þótt ýmsir vefengi ættemið. Meginliturinn er grænn en bland- aður skærum litum. Standa vel. Mjögeftirsóttir. Greenland GJ. Bryddaður ljósu og bleiku. Snemma maí Kaufmannia (KAU) Kaupmanna- túlipanar Hæð 10—15 cm. Plantið 20—25 cm djúpt með 15 cm millibili. Blómgast snemma og venjulega árum saman. Blóm flestra opnast alveg og verða flöt í góðu veðri. Ýmsir litir, svo sem gul innan en rauðleit eða röndóttutan. Skakespeare KAU, eirrauður. Stresa KAU, gulur og rauður. Fosteriana (FOS) eldtúlipanar Hæð 20—30 cm. Plantað 20—25 cm djúpt og bil 15 cm. Harðgerir og blóm stórir. Fjölmörg afbrigði og litir. Red Emporer FOS, hárauður. Yellow Emporer FOS, gulur. Greigii (GRE) dflatúlipanar Hæð 15—20 cm. Plantað 25 cm djúpt með 20 cm bili. Litur blómarauður og gulur. Red Ridinghood GRE, rauður. HRINGDU og fáðu áskriftargjöld in skuldfærðá greiðslukortareikning LWdÚKH] SÍMINN ER 691140 691141 „Þú skalt eiga mig á fæti! -isgs^ 5s £ Í£:ta InoU .Kuinulínsv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.