Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 29 ur túlipani hefur reyndar nýlega litið dagsins ljós. Laukamir eru settir niður í garðana á haustin um 10—20 cm djúpt eftir stærð og öðr- um aðstæðum. Algengast er að setja þá niður í september og októ- ber. Niðursetning síðar seinkar blómgun að vori, en þess eru dæmi að laukar sem settir hafa verið nið- ur í gegnum klaka í janúar hafi náð að bómgast næsta sumar! Blómgast þeir aftur? Flestar tegundir þarf að end- umýja árlega, en aðrar blómgast árum saman ef vel er að þeim búið móti sól og í skjóli. Að blómgun lokinni skal nema blómið (og aðeins sjálft blómið) burt, strax og það fer að visna. Þetta er gert til að sú orka sem ella færi í fræmyndun myndi forðanæringu í laukunum fyrir næsta ár. Þegar blöð og stöng- ull ern orðin gulleit eða alveg visnuð, nokkmm vikum eftir blómg- un, hafa myndast nýir laukar sem em gætilega grafnir upp. Þeir lauk- ar sem em meira en 3 cm í þvermál geta blómgast næsta sumar. Gey- mið þessa lauka á þurmm loftgóð- um stað, ekki of heitum, til haustsins. Góða, gamla lauka má einnig taka upp og geyma. Þessir laukar em svo settir niður á venju- legan hátt í september-október. Staðsetning Best fer á því að planta laukunum í hópa, 10 eða fleiri í hvern stað. Plöntun í raðir meðfram aðkomu að húsi getur verið prýðisfalleg. Einnig má planta í trjábeð, innan um sígrænan gróður og í stein- hæðir. Best fallnir til plöntunar í steinhæðir em lágvaxnir túlipanar, 10 cm. Þeir em kallaðir villi- og/ eða dílatúlipanar (bótanískir). Til sömu nota henta kaupmanna- og íjölblómatúlipanar sem hafa fleiri en eitt blóm á hveijum stilk. Há- vaxnari túlipanar þurfa meira skjól. Margir freistast til að planta við húsveggi og getur farið vel á því. Þess ber þó að gæta, að við hús- veggi geta orðið snöggar hitabreyt- ingar, sem laukarnir geta beðið tjón af. Auk þess sem frákast vinds frá vegg getur feykt plöntunum um koll. Plöntun á gisin grasengi ásamt öðmm laukum og fjölæmm plöntum er einnig möguleiki sem vert er að benda á. Jarðvegfur - áburður Túlipanar em ekki sérlega vand- látir á jarðveg, en kjósa helst sandblendna mold. Hún þarf að hafa eðlilegt innihald næringarefna og vera heilbrigð. Sýmstig jarðvegs (pH) er æskilegast sem næst 7. Islenskur jarðvegur er oftast súr. Þess vegna þarf að kalkbera jarð- veginn til að hækka sýmstigið. Haldið jarðvegi lausum og vökvið, ef þurrkar ganga. Blanda má ofur- litlu af áburðarlegi í vökvunarvatn- ið. T.d. til skiptis með blákorni (Rustica 12-12-17-2) eða kalksalt- pétri (sem hækkar pH lítillega). Ráðlegt er að gefa lítið og oft frek- ar en mikið og sjaldan. Framræsla - sjúkdómar Gæta verður að framræsla sé góð og vatn standi ekki á laukunum. Mikill raki og loftleysi auka líkur á sjúkdómum. Verði vart við sveppi eða rotnun, er ráð að vökva með upplausn af euparen. Val lauka Mörgum hefur reynst erfitt að átta sig á flokkum og gerðum túlip- ana. Það þekkja þeir sem staðið hafa frammi fýrir ótrúlegu úrvali af litskrúðugum pakkningum í verslunum. Bent skal á að þegar Hvernig getur fram- sýni að hausti skapað fegnrð að vori? Ef þú arkar út í garðinn þinn í hrímkaldri haustnepj- unni með haustlauka og plöntuskeið í hönd og annast af natni og alúð um túlipanalaukana þína, muntu uppskera ávöxt erf iðis þíns í dýrðlegu blómaskrúði næsta vor. nánar er að gætt, eru pakkarnir oftast kyrfílega merktir með heiti afbrigðis og á þeim er greint frá hæð, plöntudýpt, millibili og blómg- unartíma. Stórir og meðalstórir laukar gefa að jafnaði bestu blóm- in. Athugið að blómgunartími laukanna hér er seinna en í suðlæg- ari löndum. Lesið leiðbeiningamar á pökkunum vel og leitið aðstoðar afgreiðslufólks. Hver tegund hefur ákveðna eiginleika og það auðveld- ar kaupandanum valið ef hann hefur einhverja þekkingu á flokkun túlipana. Hollendingar gefa út á fjögurra ára fresti heilmikla doðranta um flokkun túlipana og verða að jafn- aði einhverjar lítilsháttar breytingar á flokkuninni við hverja útgáfu. Fólki til hægðarauka við laukaval birtist hér með yfírlit yfir helstu flokka túlipana, eiginleika og dæmi um afbrigði sem á boðstólum era í verslunum hérlendis. Jólatúlipanar (driflaukar) Ekki er hægt að skilja svo við túlipana að ekki sé fjallað um jóla- túlipana, svo snar þáttur sem þeir era orðnir í lífi okkar um' jól, hvíta- sunnu og páska. Það sem gerir okkur kleift að fá túlipanana til að blómstra snemma og nánast þegar þess er óskað, er ákveðið hitaferli sem laukarnir era látnir fara í gegn- um hjá framleiðanda. Algengasta afbrigðið sem er á boðstólum í versl- unum er Brillant Star. Laukarnir era settir í potta, eða þau ílát sem þeim er ætlað að vera í þegar að blómgun kemur. Vökvið síðan vel og setjið á kaldan stað. Einnig má grafa laukana með ílát- inu utandyra og hylja með sandi, mosa og mold. Þegar spíramar hafa náð 3-4 cm lengd um mánaða- mótin nóvember, desember, er óhætt að taka laukana úr geymsl- unni. Blómin þroskast best í 20—22° C hita. Þegar blómin fara að sýna lit era plönturnar færðar í lægri hita og mikla birtu. Hátt hitastig og mikill raki orsakar langa leggi, en þurrkur og birta hið gagnstæða. Munið áð hressa plöntumar með alhliða áburðarvatni þegar að blómgun kemur og þið getið stýrt blómgunartímanum með því að spila á strengi ljóss, raka og hita. Höfundur er garðyrkjufræðingur íReykjavík. Ekið á hest á Suður- landsvegi STÓR jeppabifreið ók á hross á Suðurlandsvegi skammt fyrir vestan Hvítanes á níunda tíman- um á þriðjudagskvöld. Hrossið dó samstundis þegar það stökk upp á veginn í veg fyrir jeppa- bifreiðina, sem skemmdist mikið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Hvolsvelli er lausa- gangur hrossa við vegi mikið vandamál, einkum eftir að daginn tekur að stytta og skyggni verður lítið vegna myrkurs. Áskriftarshninn er 83033 2,0 LÍTRAR Sanilas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.